Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 2
Þegar við íslendingar gerum okkur glaðan dag og efnum til fjöldasamkoma þykir fyrst af öllu nauðsynlegt að fá úr því skorið hversu margar sálir hafi látið sig hafa það að koma í mannfögnuðinn. Maður veit jú aldrei nema við höfum rétt eina ferðina enn slompast á að setja heimsmet miðað við fólksfæð, flatar- mál og höföatölu. Þegar svona ber undir hringja forvitnir blaðamenn oftastnær í Bjarka yfirlögregluþjón Elíasson og koma þar sjaldnast að tómum kofunum. Því auk þess að vera greiðvikinn maður, er Bjarki nefni- lega svo vanur miklum mannsöfnuði að hann þarf ekki annað en að skima yfir mann- haf í miðborg Reykjavíkur til að geta úr því skorið hversu fjölmennt fjölmennið er í raun og veru. Og skeikar víst sjaldnast nema fá- einum hausum hjá Bjarka. Og enda þótt áhangendur ólíkra kennisetninga og skoð- ana geri það iðulega að leik sínum að mis- túlka úrskurð Bjarka, málsstað sínum til vafasams framdráttar, þá er ekki við hann að sakast í því efni. Fyrsti maí er til dæmis einatt yfrið fámennur í Mogga, en að sama skapi fjölmennur í Þjóðvilja, þar sem aftur koma færri á sautjánda júní en í Morgunblaðinu. Tíminn þekkir hinsvegar ekki meira fjöl- menni en á landsmótum ungmennafélag- anna. En þetta er víst útúrdúr. Þegar Islendingar gera sér glaðan dag og efna til fjöldasamkoma er líka spurt að veðri. Var veðrið gott? Hversu gott var það? Var það betra en góða veðrið sem elstu menn þykjast muna? Er víst að hafi ekki gert smá- skúr? Rignir ekki alltaf á íslenskar útisam- komur? Um þetta efni verður lögreglunni sjaldnast svarafátt, og þarf reyndar ekki að leita til hennar til að fá sérfræðiálit um veðr- ið. Þegar við íslendingar gerum okkur glaðan dag og efnum til fjöldasamkoma er ennfrem- ur spurt að því, alveg hreint ófrávíkjanlega, hversu margir hafi sést fullir þarna á al- mannafærinu. Þessi eftirgrennslan skiptir al- veg jafnmiklu höfuðmáli og hinar fyrri, eink- um og sérílagi ef í ofanálag er spurt hversu UNDIR SÓLINNI Leiður misskilningur... Afmælishátíð Reykjavíkur hér á mánudag- inn þótti fara fádæma vel fram. Flestum ber saman um að annað eins fjölmenni hafi vart sést í samanlagðri Islandssögunni; náttúr- lega er það ekki annað en túlkunaratriði hvort fjöldinn var fjörutíu þúsund, sextíu þúsund eða áttatíu þúsund. Af þessum fjölda voru fáir fullir, veðrið gott, og allir hæst- ánægðir — meira að segja kommarnir... íslendingar eru sérstakiega barnelsk þjóð, og ekki síður barnmörg. Ég legg engan trún- að á þá kenningu að íslendingum muni brátt fara fækkandi, hygg raunar að hið gagn- stæða sé nær sannleikanum. Það er altént víst að ekki varð þverfótað fyrir ungviðinu og æskublómanum í miðborginni á mánuda- ginn; barnavögnum, börnum með hor í nös, börnum með fána og blöðru, hálfstálpuðum börnum, stálpuðum börnum, góðum börn- um og sárafáum óþekkum börnum. Þetta var jú fyrst og fremst hátíð þessa ara- grúa af börnum, rétt einsog flestallar stór- hátíðir á íslandi, sautjándijúní og jól, eru há- tíðir barnanna. Og til að börnin megi hafa sem mesta ánægju af eru kvaddir á vettvang þeir aðilar, sem búa yfir nauðsynlegri sér- þekkingu til að skemmta börnum; skátar, íþróttaforkólfar, kraftajötnar, brúðubílar, áhugamenn um íslenska dýraríkið, Tóti trúð- ur og káfúemm — að ógleymdu Þjóðdansafé- laginu sem aldrei forfallast. Meginhlutverk hinna fullorðnu er að sýna þolinmæði og láta ekki sjá á sér vín. Náttúrlega er ekki mikil ástæða til þess heldur að gefa honum gaum, þessum hópi sem kallast einu nafni fullorðnir. Það má jú alltaf hafa þá góða með því að setja nokkra valda skallapoppara á pall, einsog hérna á mánudagskvöldið. Að ógleymdum ávörpum helstu fyrirmanna, samfelldum leikþáttum sögulegum og þartilgerðum hátíðarkantöt- um... Nei, mikið assvíti var þetta annars leiðin- legt — eigum við kannski bara að kalla það leiðan misskilning... margir unglingar hafi drukkið sig fulla og hversu illa, hvort þeir hafi valdið óspektum og hvort þeim hafi verið stungið inn fyrir vik- ið. Ef kemur á daginn að fjölmennið var nær fordæmislaust, það hafi sést sólarglenna og ekki vín á nokkrum manni, þykir almennt einsýnt að téð fjöldasamkoma hafi farið vel fram. Þá er gjarnan látið fljóta með að allir hafi verið í sólskinsskapi, þetta hafi verið skemmtun fyrir alla fjölskylduna og að fangageymslur lögreglunnar hafi verið hálf- tómar. Það er hinsvegar ekki spurt að því hvort einhverjum hafi þótt gaman. Enda kannski ekki hægt að ætlast til þess. Þetta er jú afstætt — hvað hverjum og einum finnst gaman. HAUKURí HORNI REYKJAVÍK, BORG í MERKI LJÓIMSIIMS „Mér er sagt að þeir séu svona í Ijónsmerkinu alvnn knnunnlnnir mnntrassar " OZCs 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.