Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 20
Síldarbærinn Siglufjörður horfir á eftir síðasta toppi Síldarverksmiðja ríkisins á leið suður: Siglfirdingar eru uggandi um það þessa dagana að síðasti anginn af yfirstjórn Síldarverksmiðja rtkisins, sem enn er á Siglufirði, verði af þeim tekinn. ílögum um verksmiðj- urnar segir að höfuðstöðvar þeirra skuli vera á Siglufirði en undanfarin 6 ár hefur þetta ákvœði verið huns- að og höfuðstöðvar SR verið I Reykjavík. Undanfarin 5 ár hefur forstöðumaður tœknideildar þó set- ið á Siglufirði, enda kom fram mikiU þrýstingur frá Siglfirðingum í þá veru að farið vœri að lögum. Geir Zoéga, forstöðumaður tœknideild- ar, hefur nú hœtt störfum hjá SR en nýr tekið við, Þórður Jónsson, og stjórn verksmiðjanna ekki ákveðið hvar hann á að sitja. „Af hverju á hann endilega að sitja á Siglufirði frekar en einhvers staðar annarsstaðar? Til dæmis bara Seyðisfirði eða Raufarhöfn," sagði Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri SR, þegar HP bar þessi mál undir hann. „Siglufjörður er ekki nafli alheimsins,... nei, nei, ég er ekkert að segja að Reykjavík sé það heldur." — En lög gera ráð fyrir því að aö- alskrifstofur SR séu einmitt á Siglu- firði. „Það er kannski hægt að túlka þau á þann veg, já. En þar er líka sagt að stjórnarmenn eigi að sitja á Siglufirði og af hverju er Alþingi þá að kjósa í stjórn fyrirtækisins menn sem búa hér fyrir sunnan? Þetta er gamalt mál og fyrnt og ég get ekki séð af hverju skrifstofan á yfirleitt frekar að vera á Siglufirði heldur en til dæmis á Raufarhöfn, Skaga- strönd eða Húsavík. Við erum með verksmiðjur á öllum þessum stöð- um, Seyðisfirði og Siglufirði líka." — Þannig að það er þá best að hafa skrifstofurnar í Reykjavík .. . ? *v PIZZAHÚSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægiiegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. „Ja, já . . ., við sjáum hér um sam- skipti við alla þessa staði og það hef- ur að minnsta kosti verið auðveld- ara að safna saman upplýsingum hingað til Reykjavíkur en Siglufjarð- ar. Jú, við urðum varir við óánægju með þessa ákvörðun að flytja aðal- skrifstofuna suður þegar það var gertsagði Jón Reynir Magnús- son, framkvæmdastjóri SR. Óttar Proppé, bæjarstjóri Siglu- fjarðar, sagði í samtali við HP að bæjarstjórnin væri mjög óánægð með allt þetta mál og að flutningur forstöðumanns tæknideildar frá bænum myndi ekki bæta samskipti Siglfirðinga við forsvarsmenn SR. Nokkur styr hefur staðið á Siglufirði um staðsetningu bræðslu SR þar í bænum. „Líkast því að Alverið í Straumsvík væri komið inn í miðjan Hafnarfjarðarbæ." Aðspurður hvort Siglufjarðarbær hygðist láta reyna á lagaákvæði um staðsetningu aðal- skrifstofa SR, dró Óttar það í efa og vildi ekki spá fyrir um hver við- brögð bæjaryfirvalda yrðu. Síldarverksmiðjur ríkisins voru stofnaðar með lögum frá Alþingi árið 1938 og þá kveðið á um að yfir- stjórn verksmiðjanna skyldi hafa aðsetur og varnarþing á Siglufirði. Engin ný lög hafa verið sett um þetta atriði en næstu ár á eftir voru byggðar fleiri verksmiðjur og nú starfa síldar- og loðnubræðslur SR á 5 stöðum í landinu. Þrátt fyrir gild- andi lög voru höfuðstöðvar SR flutt- ar til Reykjavík fyrir 5 til 10 árum, þannig að nú er þar ekki annað skrifstofufólk en tvær stúlkur sem vinna launaútreikninga á tölvur, verksmiðjustjóri og títtnefndur tæknideildarforstöðumaður. Sigl- firðingar, sem HP ræddi við, töldu að flutningur Geirs Zoéga norður hefði komið til fyrir þrýsting frá heimamönnum. Jón Reynir benti aftur á móti á að fyrir því hefðu ver- ið eðlilegar ástæður þar sem mikil uppbygging hefði átt sér stað á allri Siglufjarðarverksmiðjunni. Þeirri uppbyggingu er nú að mestu lokið og er Siglufjarðarverksmiðjan nú sú alfullkomnasta af bræðslum fyrir- tækisins. -b. Pétur Valdimarsson, formaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta: Bærinn á að fara í mál við verksmiðjuna „Ef þeir flytja embættið suð- ur þá eru þeir enn og aftur að brjóta lög og spurning hvort Siglu- fjarðarbær eigi ekki bara að fara í mál við Síldarverksmiðjur ríkis- ins,“ sagði Pétur Valdimarsson, for- maður Samtaka um jafnrétti milli landshiuta. „Það var náttúrlega al- rangt hjá þessum mönnum að flytja skrifstofurnar til Reykjavík- ur og líka óeðlilegt, því í lögum segir að hún eigi að vera á Siglu- firði." — En nú segja forsvarsmenn SR að ómögulegt sé að skrifstofur, sem eiga að safna gögnum víðs vegar af landinu, séu til húsa á Siglufirði. „Þetta er náttúrlega bara um- sögn starfsmanns sem vill vera á höfuðborgarsvæðinu. Það er ná- kvæmlega jafn gott símasamband við þessa staði alla frá Siglufirði og frá Reykjavík, og Siglufjarðarverk- smiðjan er þá við bæjardyrnar. Frá Siglufirði er hægt að ferðast allan ársins hring, hvort sem er með flugi eða bíl. Opinberir starfsmenn eru bara starfsmenn þjóðarinnar og ef þeir vilja ekki vinna hjá stofnun af því að hún er úti á landi, eða flytja með henni þegar hún er flutt, þá segja þeir bara starfi sínu iausu. Alþingi setur lög um svona lagað og við verðum að hlíta þeim. Það er alveg jafn auðvelt að stjórna Síldarverksmiðjum ríkisins frá Siglufirði og að stjórna Byggða- stofnun frá Akureyri eða Isafirði — sem hefði alls ekki verið neinn vandi, ef menn hefðu bara viljað það. Við munum standa með Sigl- firðingum í þessu og berjast með oddi og egg fyrir því að reynt verði að jafna aðstöðu manna í landinu." RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTON 20 -105 REVKJAVlK - SlMI 25054 Álrammar 15 stærðir Margir litir Smellurammar 20 stærðir Plaköt mikið úrval Innrömmun Opið á laugardag 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.