Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 21
u tgafustjórn Þjóðviljans kom saman á afmælisdegi höfuð- borgarinnar og gekk þar meðal annars frá ráðningu Þráins Bert- elssonar. A fundinum var einnig ákveðið að skipa í nýja nefnd, svo- kallaða framkvæmdanefnd, sem á að vera eins konar tengiliður milli útgáfustjórnarinnar og blaðsins og fjalla um ýmis mál sem lúta að hin- um daglega rekstri. Flestir munu ánægðir með það, enda þykir út- gáfustjórnin of fjölmenn til að fjalla um hin smærri mál. Hinsvegar vakti tillaga Marðar Arnasonar um að einn óbreyttur starfsmaður Þjóðvilj- ans fengi að sitja í nefndinm ekki jafnmikla hrifningu. Ragnar Árna- son, formaður útgáfustjórnarinnar, tók þessari málaleitan víðs fjarri og einnig talaði Adda Bára Sigfús- dóttir hatrammlega gegn þessu. Úrslitin urðu þau að tillaga Marðar var felld naumlega, og þykir þetta til marks um að enn sé talsverður pirr- ingur meðal flokksforystunnar í garð Þjóðviljans. . . Þ vínæst var gengið til kosn- inga um framkvæmdanefndar- menn. Þar munu sitja framkvæmda- stjóri Þjóðviljans, Guðrún Guð- mundsdóttir, einn ritstjóranna- þriggja, Ragnar Árnason, Guðni Jóhannsson formaður Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík og Helgi Guðmundsson, fyrrum formað- ur.. . Þ ví hefur verið lýst fjálglega fjölmiðlum að fyrir sérdeilis gó sambönd Baldvins Jónssonar í ú löndum, hafi Davíð Scheving, Sól- kóngur, komist að sem „sponsor" (styrktaraðili) í fegurðarsamkeppn- inni Miss United Kingdom. Þetta þýðir að fegurðardrottningin sem valin verður mun kynna Svala á ferðalögum sínum og þótti mörgum sem Davíð hefði nú heldur en ekki dottið t lukkupottinn. í nýlegu eintaki af dagblaðinu The Daily Mail í Bretlandi er hins vegar viðtal við Eric Morley, sem stendur fyrir samkeppni um al- heimsfegurðardrottningu á hverju ári, þar sem hann lýsir þessu á allt annan hátt. Kvartar hann sáran undan því að engin bresk fyrirtæki hafi í þetta sinn fengist til að styrkja keppnina um Ungfrú Stóra-Bretland og segir að einungis einn ávaxta- safaframleiðandi frá íslandi muni núna leggja fram fé. Þetta kallar Morley „bloody ridiculous", eða fár- ánlegt. Það eru þokkalegar kveðjur til hans Davíðs okkar Scheving, eða hitt þó heldur. . . jóðminjasafnið er eitt þeirra stofnana sem eru í stöðugu fjársvelti af hálfu hins opinbera. í vetur greindum við frá því að það væri hriplekt og menningarverð- mæti þjóðarinnar lægju þar nánast undir skemmdum. Þegnskyldu- vinna ötuls starfsfólks hefur þó enn sem komið er bjargað þessum verð- mætum frá eyðileggingu. Á dögun- um barst Þjóðminjasafninu svo eitt af þessum skemmtilegu bréfum frá borgarfógetaembættinu sem obbi Reykvíkinga ætti að vera far- inn að þekkja af eigin raun. Þar stendur: „Hér með tilkynnist yður, að húseignin Þjóðminjasafnið við Suðurgötu hér í bænum, skráð eign yðar (svol), verður eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík seld á opinberu uppboði, sem sett verður í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, fimmtudaginn 30. október 1986, kl. 14, og háð á eigninni sjálfri, eftir ákvörðun uppboðsrétt- ar, til lúkningar skuld að upphæð 14.910 auk vaxta og kostnaðar." Pappírsdýrin láta ekki að sér hæða.. . B æjarstjori sem HP ræddi við taldi laun sín harla lág miðað við kjör sumra skipstjóra og má rétt vera. Að minnsta kosti fá fæstir stjórar í landi viðlíka laun og skip- verjar á Akureyrinni hrepptu í síð- ustu viku. Þeir komu að landi eftir þriggja vikna útivist með þorsk fyrir 30 milljónir króna. Hásetahluturinn nam þá rúmlega 300 þúsund krón- um og við nefnum ekki hvað skip- stjórinn fékk þá.. . SONJA Laugavegi 81, sími 21444 Eins og áður getur þú skotið filmunni þinni inn til okkar og skroppið ? bæinn. Eftir klukkutíma eru myndirn^ tilbúnar og þú tekur þær á leiðinni heim! Þægilegra getur það varla verið. Póstsendum um allt land S ára reynsla VIÐ SETJUM MYMDQÆÐItl OFAR ÖLLU á 60 mínútu. í HÚSI HÓTEL ESJU SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219 POTTÞÉ1T FRÁ Vinsamlega sendið mér eintak af Barbara Farber-, Ftointer-kynningarbæklingi sem tekinn var á íslandi. Nafn Heimilisfang Staður 51ÆKKUM 5AMDÆGUR5 Mú stækkum við litmyndir samdægurs. Eftir að hafa framkallað litmyndir í 5 ár er okkur það sérstök ánægja að kynna þessa nýju þjónustu sem er einsdæmi hér á landi. Þú kemur með filmuna þína framkallaða fyrir kl. 11 að morgni og við stækkum myndirnar samdægurs eftir þínum óskum. Að sjálfsögðu færðu ráðleggingar um myndir og myndatökur T kaupbæti. Verð á stækkunum: 13 x 18 cm 140 kr. 18 x 24 cm 210 kr. 20 x 25 cm 250 kr. 24 x 30 cm 420 kr. 28 x 35 cm 570 kr. 30 X 40 cm 810 kr. Hollensk videómynd meö ís- lenskum fyrirsœtum sýnd í versluninni. d krakka ó—16 dra Full verslun af nýjum vetrarvörum frd Barbara Farber og Pointer. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.