Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 7
SA.M. KEPP.N U M NVBYGGiNGU ALÞINGIS: BRUÐL OG KLÚDUR Samkeppnisreglur Arkitektafélagsins þverbrotnar í meöförum dómnefndar. Verðlaunatillögurnar gera rdö fyrir mun stœrra húsi en Alþingi geröi rdö fyrir í upp- hafi. Sá sem hreppti önnur verölaunin, og þar af leiöandi 900 þús. kr„ rekur arkitektastofu í sama húsnœöi og einn dómnefndar- manna. Verðlaunatillaga Sigurðar Einarssonar, sem hann vann að ásamt þekktum dönskum arkitektum. Tillaga Sigurðar felur í sér umtalsverða stækkun frá upphaflegum hug- myndum alþingismanna og hefði því átt að dæmast úr leik, ef farið hefði verið eftir samkeppnisreglum Arkitektafélagsins. Eitt af þeim meginmarkmiðum er tillögurnar áttu að fara eftir var að nýbyggingin skyggði ekki á gamla Alþingishúsið eða drægi úr virðuleika þess. Hvort tillaga Sigurðar gerir það er ekki hægt að meta nema út frá feg- urðarsjónarmiðum en meðal arkitekta eru margir ósammála dómnefndinni um að hún geri það ekki. Þeir hafa bent á að hinn mikli glerinngangur næst Alþingishúsinu og hinn hái glerturn dragi augað að nýja húsinu. Einnig gerir hin langa, óslitna götulína Kirkju- strætisins samkvæmt tillögunni það að verkum að Alþingishúsið virkar smátt og til- komulítið í samanburði við nýbygginguna. Mikillar óánœgju gœlir medal arkitekta med framkvœmd og nid- urstödur nýafstadinnar samkeppni um nýbyggingu Alþingis. Gagnrýnin beinist aö því aö í útboösskilmálum hafi veriö gengiö út frá því aö flest timburhús á lóö Alþingis yröu rifin, dómnefndin hafi gefiö óljós svör viö fyrirspurnum keppenda og hún hafi brotiö samkeppnisreglur Arkitekta- félags Islands viö veitingu verö- launa. BROTÁ SAMKEPPNISREGLUM Síðast talda atriðið snýst annars vegar um tengsl Manfreðs Vil- hjálmssonar er hlaut 2. verðlaun, og Þorvaldar S. Þorvaldssonar, for- stöðumanns borgarskipulags, en hann átti sæti í dómnefndinni. Manfreð og Þorvaldur ráku saman arkitektastofu og unnu meðal ann- ars saman að Þjóðarbókhlöðunni. Samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélagsins er samstarfsfé- laga dómara óheimil þátttaka í slík- um samkeppnum. Ef vafi þykir leika á réttindum til þátttöku skal leita til samkeppnisnefndar Arkitektafé- lagsins en það hefur ekki verið gert í þessu máli. Verðlaunin er Manfreð fékk fyrir tillögu sína námu 900.000 kr. Hitt brotið á samkeppnisreglum arkitekta er að bæði tillagan er hreppti fyrsta sætið og einnig sú sem varð í öðru sæti, eru töluvert stærri en upphaflegir útboðsskil- málar gerðu ráð fyrir. Þó svo að stærð hússins hafi verið ákvörðuð eftir að hafa farið í gegnum þingið og verið samþykkt af þingflokkun- um, breytti dómnefndin þeirri ákvörðun þegar líða tók á keppn- ina. Þegar til kastanna kom liðu síð- an þeir er farið höfðu eftir ákvæð- um útboðsskilmála fyrir það en þeir sem breyttu útaf þeim högnuðust á þessari ákvörðun dómnefndar. Fyr- ir utan þetta bruðl með almannafé eru hér brotnar grundvallarreglur sem gilda í samkeppni á borð við þessa eins og í öðrum leikjum, þ.e. að allir keppnisaðilar hlíti sömu reglum. SAMKEPPNI ÁKVEÐIN Hugmynd um nýbyggingu Alþing- is kom fyrst fram fyrir tuttugu og fimm árum, er Þórarinn Þórarins- son og Halldór E. Sigurðsson fluttu þingsályktunartiflögu þess efnis. Síðan hafa fyrirspurnir og þingsá- lyktunartillögur komið fyrir þingið nokkrum sinnum þar til sú tillaga, er nýafstaðin samkeppni byggði á, var samþykkt árið 1981, er ein öld var liðin frá því að gamla Alþingis- húsið var tekið í notkun. Sú þingsályktunartillaga, er þá var samþykkt, gerir ráð fyrir því að efnt verði til samkeppni um gerð og skipulag viðbótarbyggingar fyrir starfsemi þingsins á svæðinu er tak- markast af Templarasundi, Kirkju- stræti, Tjarnargötu og Tjörninni. Á þessu svæði á Alþingi allar lóðir og hús, að Oddfellow-húsinu undan- skildu og lóð þess, er gengur eins og fleygur inn í lóð Alþingis. TILLAGA HÚSAMEISTARA Þremur árum áður en þessi tillaga var samþykkt hafði húsameistara ríkisins verið falið að gera úttekt á þessu svæði og móta tillögur um framtíðarnýtingu þess á vegum Al- þingis. Meginniðurstöður hans urðu þær að þau hús, sem standa á þessu svæði, yrðu gerð upp og breytt til þess að mæta þörfum þingsins. Þau þrjú hús við Kirkjustræti, sem verð- launatillagan úr nýafstaðinni sam- keppni gerir ráð fyrir að verði rifin, yrðu látin standa og sömuleiðis hús- in sitthvoru megin við Oddfellow- húsið. Við Tjarnargötuna yrði síðan byggt skrifstofuhús til þess að mæta brýnustu þörfum þingsins og síðar yrði byggt á svæðinu á milli Odd- fellow-hússins og húsanna við Kirkjustræti til þess að mæta frekari húsnæðisþörf Álþingis. Heildarmynd þessarar tillögu var á þá leið að vestan við Alþingishúsið yrði hverfi með tiltölulega smáum húsum, lágreistum næst Alþingis- húsinu og hærri við Tjarnargötu, er hýsa myndu hina aðskildu þætti þingstarfsins. Uppbyggingartími þessarar til- lögu átti að vera langur eða allt að tuttugu ár. Þetta taldi höfundur til- lögunnar mögulegt þar sem kaup Alþingis á Þórshamri höfðu rýmkað töluvert um starfsemi þingsins og tekið af brýnustu þörfina. Að þess- um tuttugu árum liðnum var síðan bent á áframhaldandi vaxtarmögu- leika þingsins með því að rífa Odd- fellow-húsið og byggja á lóð þess. Frá því að þessar tillögur voru gerðar hefur Alþingi stækkað húsa- kost sinn er það flutti hluta af starf- semi sinn í Kirkjuhvol. ALÞINGI VILDI STÓRT OG MIKIÐ HÚS En þegar dómnefnd hafði verið skipuð samkvæmt þingsályktunar- tillögunni frá 1981 og hún sent frá sér útboðsskilmála í febrúar á þessu ári, kom í ljós að hún byggði ekki á þessum tillögum húsameistara ríkis- ins. I útboðsskilmálum er gert ráð fyrir einni byggingu er reist yrði í tveimur áföngum. í því húsi yrði húsnæðisþörf Alþingis um ókomna framtíð leyst í eitt skipti fyrir öll. Samkvæmt útboösskilmálum er gert ráð fyrir að fyrri áfangi hýsi nýj- an fundarsal, lesstofu, bókasafn, skrifstofur Alþingis, þingflokksfund- arherbergi og skrifstofu þingflokks- formanna og starfsmanna þeirra, mötuneyti, matsali, þingnefndaher- bergi, póststöð, prentsmiðju Alþing- istiðinda, leikfimisal fyrir þingmenn og ýmsa aðra þætti er alþingismenn telja nauðsynlega starfrækslu þings- ins. í síðari áfanganum skyldi gera ráð fyrir skrifstofum þingmanna. ÓÁNÆGJA VIÐ UPPHAFÚTBOÐS Ekki voru allir á eitt sáttir um þessar niðurstöður. Garðar Hall- dórsson, húsameistari ríkisins, er hafði átt veg og vanda að tillögum þess embættis um skipulag húsnæð- is Alþingis er hann gegndi embætti yfirarkitekts húsameistara, tók ekki sæti í dómnefndinni sökum þessa. Það verður að teljast mjög óeðlilegt að húsameistari ríkisins sitji ekki í dómnefnd fyrir hönd Alþingis í veigamiklu máli eins og þessu þar sem embætti hans hefur verið aðal- ráðgjafi Alþingis um húsnæðismál þess það sem af er þessari öld. Endanleg dómnefnd var skipuð forsetum Alþingis og Þorvaldi S. Þorvaldssyni, forstöðumanni borg- arskipulags, tilnefndum af Alþingi og þremur arkitektum skipuðum af arkitektafélaginu. Þegar hún skilaði útboðsskilmál- um sínum gerði hún ráð fyrir að til- lögum yrði skilað innan þriggja mánaða. Mikil óánægja kom upp rneðal arkitekta vegna þess hversu skammur tími þetta var og þá sér- staklega með tilliti til þess hversu viðkvæmt og vandasamt verkefnið var. Dómnefndin tók að hluta til þessar gagnrýnisraddir til greina og framlengdi skilafrest um einn mán- uð. Fyrir utan það hversu skilafrest- ur var knappur má benda á að sam- keppnin skaraðist við samkeppni um byggingu tónlistarhúss, sem margir íslenskir arkitektar voru að vinna að. HÚSFRIÐUNARSJÓNAR- MIÐ KOMU EKKI TILGREINA Auk þess hafa arkitektar lýst yfir óánægju sinni með svör þau er dómnefndin gaf við fyrirspurnum þeirra. Sérstaklega voru svör við spurningum um lóðamörk Alþingis og Oddfellow-hússins óskýr og nefndin var ófáanleg til þess að gefa upplýsingar um hvort fara mætti yfir þessi mörk í þeirri trú að Al- þingi myndi síðar meir kaupa þetta hús með lóðaréttindum þess. Þeim arkitektum er fylgjandi eru húsfriðun og verndun núverandi svipmóts gamla miðbæjarins fannst því sýnt strax og útboðsskilmálarnir voru gefnir út að þessi samkeppni yrði til þess að nær öll hús á þessari lóð yrðu rifin og í stað þeirra reist stórt og fyrirferðarmikið hús áþess- um viðkvæma bletti. Þó tóku nokkr- ir þessara arkitekta þátt í keppninni og lögðu fram tillögur er í raun brutu skilmála hennar. Þessar tillög- ur áttu ekki upp á pallborðið hjá dómnefndinni, þó svo að aðrar til- lögur hafi unnið til verðlauna þrátt fyrir samskonar brot. Ein þessara tillagna fékk reyndar innkaup, þ.e. einskonar viðurkenningu í peninga- formi, og útskýrði nefndin þá viður- kenningu sem skilning sinn á hús- friðunarsjónarmiðum. 1. OG 2. VERÐLAUN VEin FYRIR OF STÓR HÚS Þegar öllum tillögunum hafði ver- ið skilað inn kom í ljós að sumar þeirra voru mun stærri en upphaf- lega var gert ráð fyrir að nýbygging Alþingis yrði. í stað þess að dæma þessar tillögur úr leik, eins og eðli- legt hefði verið samkvæmt útboðs- skilmálum, breytti dómnefndin grundvelli sínum. Bæði fyrstu og önnur verðlaun voru veitt fyrir hús sem eru mun stærri en útboðsskil- málar gera ráð fyrir. Þetta þykir arkitektum óskiljanleg ákvörðun og í raun kippa fótunum undan sam- keppni sem þessari. Ef dómnefnd getur breytt þeim grundvelli sem hún dæmir eftir þeg- ar allar tillögur hafa verið sendar inn, er í raun verið að dæma eftir öðrum atriðum en gefið var í skyn þegar útboðsskilmálar voru gefnir út. Þetta hefur gerst áður í sam- keppni hér á landi. Þegar dómnefnd skilaði niðurstöðum sínum í sam- keppni um gerð hjónagarða fyrir Háskóla Islands hreppti þar fyrstu verðlaun hús sem var töluvert stærra en upphaflega var ætlað. Það var kært til Arkitektafélagsins en fékk ekki afgreiðslu þar. DÓMNEFNDIN í SAMKEPPNINNI EYKUR RÍKISÚTGJÖLD Þegar slíkt kemur fyrir í hverri keppninni á fætur annarri má ætla að áhugi arkitekta á slíkri sam- keppni fari minnkandi þar sem þeir geta í raun ekki treyst þeim reglum er dómnefndin gefur sig út fyrir að fara eftir. í sambandi við nýbyggingu Al- þingis má einnig spyrja hvaðan dómnefndinni komi það vald að stækka húsið og auka með því kostnað ríkissjóðs við að reisa það. í kvöld fer fram svokallaður gegnumgangur vegna samkeppn- innar um nýbyggingu Alþingis. Þá mun dómnefndin gera grein fyrir niðurstöðum sínum og svara fyrir- spurnum. Þá er víst að gerðar munu verða athugasemdir við þessa stækkun hússins í meðförum dóm- nefndar og einnig við tengsl Þor- valdar S. Þorvaldssonar dómnefnd- armanns og Manfreðs Vilhjálmsson- ar, er hreppti önnur verðlaunin en þó svo að þeir séu búnir að slíta samstarfi reka þeir arkitektastofur hlið við hlið. Einnig mun þar koma upp á yfirborðið sú óánægja er hef- ur grafið um sig meðal arkitekta vegna framkvæmdar og niður- staðna þessarar keppni. Það hefur t.d. verið bent á það að Sigurður Einarsson, sem fékk fyrstu verð- laun, hefur ekki tilskilin leyfi til að vinna að þessari byggingu þar sem hann hefur ekki unnið sem arkitekt nægilega lengi hérlendis, og reynd- ar ekki neitt. Auk þess eiga ýmsir arkitektar erfitt með að sætta sig við að maður sem vinnur á danskri arkitektastofu með reynda danska arkitekta, sem hafa tekið þátt í fjöl- mörgum samkeppnum, sér til að- stoðar vinni keppni þar sem íslend- ingum einum var heimil þátttaka. eftir Gunnar Smára Egilsson myndir Árni Bjarnason HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.