Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 11
hafði umtalsverða reynslu af rann- sóknarstörfum og hafði einn um- sækjenda aflað sér sérmenntunar í þeim. Helst eru menn á því að Þórir hafi átt fáa velyrðismenn í dóms- málaráðuneytinu. Rannsóknarlög- reglan hefur að undanförnu höggv- ið í frændgarð Jóns dómsmálaráð- herra og honum svíður það sjálf- sagt. Fyrst var Erlendur Einars- son, SÍS-forstjóri og mágur Jóns tek- inn til rannsóknar í kaffibaunamál- inu og grunaður um alvarleg brot. Þar næst var Kristján Torfason, bæjarfógeti í Vestmannaeyjum og náfrændi Jóns, tekinn til rannsókn- ar og síðar fundinn sekur um fjár- drátt. Þetta þykir náttúrlega ekki par fínt fyrir dómsmálaráðherra og því ekki furða þó andi köldu frá hon- um til rannsóknarlögreglunnar. Þá á Þórir ekki upp á pailborðið hjá skrif- stofustjórum dómsmálaráðuneytis, þeim Jóni Thors og Hjalta Zóphóníassyni, eftir deiluna um Interpol telexið. Þórir beitti sér fyrir því að telexið yrði flutt til RLR þar sem vakt er allan sólarhringinn í stað þess að geyma það í dómsmála- ráðuneytinu þar sem enginn er um nætur og helgar. Hinsvegar fylgja telexinu tvær boðsferðir á vegum Interpol á ári og af þeim vildu þeir Jón og Hjalti ekki missa. Mönnum getur því hefnst fyrir að gera á hlut annarra þó um síðir sé. Þriðji um- sækjandinn, Asgeir Friðjónsson, átti heldur ekki upp á pallborðið hjá dómsmálaráðuneytinu þrátt fyrir stuðning Steingríms Hermanns- sonar. Fíkniefnadómarinn hefur orðið vís af því að gagnrýna ráðu- neytið fyrir slælega stjórn dóms- mála. . . M eira um RLR-stjórann. Menn hafa verið að spyrja sig hvers vegna Bogi Nilsson, gagnmerkur sjálfstæðismaður, er svona kær framsóknarmönnum. Fyrst skipaði Ólafur Jóhannesson Boga sýslu- mann í N-Múlasýslu og síðan skipar Jón Helgason hann rannsóknar- lögreglustjóra. Þetta er víst alveg óvart, eins og börnin segja. Óli Jó skipaði Boga á síðustu stundu þegar kandidat Framsóknarílokksins í stöðu sýslumanns í N-Múlasýslu reyndist ónothæfur þegar til kom. Þar missti Framsóknarflokkurinn af embætti er hann taldi sig eiga og því er Jón nú að bæta fyrir mistök Öla Jó með því að losa um þessa stöðu til þess að koma góðum og gegnum framsóknarmanni að. Sjálfstæðis- menn sóttu einnig mjög stíft að Jóni að veita Boga stöðuna og ekki síst Ólafur G. Einarsson þingflokks- formaður, en honum er málið skylt þar sem hann og Bogi eru náskyld- ir. . . lilllert B. Schram, þingmaður Sjálfstæðisflokksins með meiru, þykir afar veikur fyrir þeirri hug- mynd að stofna nýjan, frjálslyndan stjórnmálaflokk hér á landi, eins og m.a. hefur mátt sjá á skrifum hans í DV. Nú fregnum við, að ákveðinn áhrifamaður í þjóðfélaginu hafi tek- ið Ellert á orðinu og heimsótt hann með viðræður í þessum dúr í huga. Um var að ræða Pétur Valdimars- son, fyrrum framsóknarmann, sem nú er í forsvari fyrir Samtök um jafnrétti milli landshluta. Ef eitt- hvað yrði úr stofnun frjálslynds flokks fyrir næstu kosningar, myndi núverandi pólitískt munstur eflaust riðlast hressilega og næsta kosn- inganótt gæti orðið verulega spenn- andi. . . l sumar tók Innheimtustofnun sveitarfélaga upp á því, sam- kvæmt skipun fjármálaráðuneytis, að innheimta dráttarvexti af ógreiddum meðlögum. Allt til þessa dags hefur verðbólgan hjálpað feðr- um þessa lands við að éta upp barnsmeðlögin, sem hafa verið bæði vaxtalaus og óverðtryggð. Aukinheldur eru meðlögin aldrei innheimt, þeim sem eiga að borga er sagt að það geti þeir gert með því að senda greiðsluna inn á ákveðinn Út- vegsbankareikning en gíróseðlar verið óþekktir og innheimtuaðgerð- ir vægast sagt fátíðar. En nú eru lagðir vextir á meðlögin, þeir hæstu lögleyfðu, þannig að sá sem skuldar litlar 100 þúsund krónur fær nú sem samsvarar þriðja krakkanum til við- bótar og hjá öðrum getur vaxta- greiðslan ein numið tugum þús- unda. Einhverjir hafa samt haft á orði að einmitt meðlagsgreiðendur hafi gott af því að borga þessa drátt- ar-vexti, eða þannig.. . TOYOTA P. Samúelsson & Co. hf. hefur rekið bílasölu fyrir notaða bíla samhliða sölu nýrra Toyota bifreiða að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi. Nú hefur verið gerð breyting þar á og sala notaðra bifreiða flutt í nýtt húsnæði í Skeifunni 15. Þar er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir þá sem eru að kaupa, vilja selja, eða skipta notuðum bíl. Sýningarsalurinn er nokkuð stór á íslenskan mælikvarða, enda mun þægilegra að skoða bifreiðar innan húss en utan. Bifvélavirki tekur alla okkar bíla í söluskoðun áður en þeir eru settir í sölu. Með því móti getur kaupandi kynnt sér mun betur en áður ástand hverrar bifreiðar. Sölumennirnir eru þaulvanir og leggja sig fram um að veita góða þjónustu. P.S. Við seljum ekki eingöngu góðar, notaðar Toyota bifreiðar, því við höfum flestar tegundir bíla á söluskrá. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK S(Ml'(91) 687120 Sækjum og sendum Greiðslukorta þjónusta Sími 688177 HELGARPÓSTURINN 11 essemm s(a

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.