Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 22
LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA UM HELGINA? Pétur Einarsson, leikhússtjóri „Ég býst við að ég verði að vinna alla helgina. En ef ég þyrfti þess ekki, þá myndi ég fara að dorga. Færi þá að renna fyrir silung í ein- hverri á eða vatni. Nú, eða bara í Pollinum hér á Akureyri; hann var spegilsléttur í morgun og greini- lega fullur af silungi og laxi. En einsog ég segi, þá býst ég ekki við að ég fái ráðið því sjálfur hvað ég geri. Það gæti reyndar dottið í mig að keyra út í Kjarnaskóg, sem er hér rétt utan við bæinn, og ganga þar um, en það fer að sjálfsögðu eftir veðri og það er of snemmt að segja til um það." SÝNINGAR AKUREYRI í afgreiðslusal Verkalýðsfélagsins Einingar að Skiptagötu 14 stendur yfir sýning á 27 olíumálverkum eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistar- mann. Hún mun standa fram í miðj- an september. ÁSGRÍMSSAFN Sýning á Reykjavíkurmyndum Ásgríms í tilefni afmaelisins víðfræga og er hún op- in alla daga nema laugardaga kl. 13.30-14. ÁSMUNDARSAFN Reykjavíkurverk Ásmundar til sýnis fram á haustið kl. 10—17 alla daga. BORGARLEIKHÚS Tæknisýningin á vegum borgarinnar stendur nú sem hæst f nýreistu Borgar- leikhúsi sem almenningi gefst nú færi á að skoða í fyrsta sinn. CAFÉ GESTUR Ingibjörg Rán sýnir. Yfirskrift sýningarinn- ar er „Látið myndirnar tala". DJÚPIÐ Sýning er nú hafin á dúkristum og grafík- verkum eftir danska myndlistarmanninn Morten Christofferson fram að mánaða- mótum. GALLERÍ BORG Sumarsýning virka daga kl. 10—18. Reglulega skipt um verk. GALLERl GANGSKÖR Sumarsýning um þessar mundir, opið virka daga kl. 12—18. GALLERl langbrók Textíll. Opið kl. 14—18 virka daga. GALLERI ISLENSK LIST Sumarsýning listmálarafélagsins verður opin í sumar virka daga kl. 9—17. Sýnd um 30 verk eftir 15 félaga. KJARVALSSTAÐIR Sýningin Reykjavík í myndlist þar sem 60 Reykjavfkurverk eru sýnd eftir 33 lista- menn. Sýningin er opin kl. 14—22. Sýn- ingin Reykjavík ( 200 ár opin til 28. sept. INGÓLFSBRUNNUR Alda Sveinsdóttir sýnir vatnslita- og akrýl- myndir í Ingólfsbrunni, Aðalstræti 9 til 12. september. LISTASAFN ASÍ v/Grensásveg Sýnd 40 verk í eigu safnsins til 24. ágúst. LISTASAFN HÁSKÓLA ISLANDS, (Odda Til sýnis eru 90 verk safnsins aðallega eft- ir yngri listamenn þjóðarinnar. Aðgangur ókeypis. MOKKA-KAFFI Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir vatns- litamyndir sem eru af Reykjavík. NORRÆNA HÚSIÐ Sumarsýning er um þessar mundir á verkum þeirra Einars Hákonarsonar, Helga Þorgils Friðjónssonar, Gunnars Arnar Gunnarssonar og Kjartans Ölason- ar. Sýningin verður opin 14—19 til 24. ágúst. Karl-Heinz Strötzel sýnir Ijósmyndir og sáldþrykk í anddyri Norræna hússins. Fyrirmyndirnar eru úr íslensku landslagi. Stendur til 22. ágúst. SEÐLABANKINN Sýning gjaldmiðils og sögu þess frá land- námi til nútíma stendur yfir á vegum Landsbankans og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. ÞJÓÐVELDISBÆRINN Þjóðveldisbærinn Þjórsárdal verður op- inn til skoðunar f sumar kl. 13—17. STOKKSEYRI Elfar Guðni Þórðarson sýnir smámyndir í Grunnskóla Stokkseyrar. Sýningin er op- in 14—22 um helgar og 20—22 virka daga. ÞRASTALUNDUR OG FERSTIKLA Björg Ivarsdóttir sýnir kolteikningar og ýmislegt forvitnilegt annað daglega. HLAÐVARPINN Á annarri hæð sýnir Uffe Balslev blóma- skreytingar f kaffisal og stendur hún til 22. ágúst. NÝLISTASAFN ISLANDS Vatnsstfg 3b Laugardaginn 16. ágúst opna Tumi Magnússon og Ráðhildur Ingadóttir mál- verkasýningu á verkum sem eru öll unnin sfðastliðinn vetur í Englandi og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Sýningin, sem stendur til 24. ágúst, er opin frá kl. 16 — 20 virka daga og 14 — 20 um helgar. Einkasýning Péturs Magnússonar er svo í neðri sal. Safnið er opið kl. 14—20 um helgar en 16—20 virka. HÉR-INN Á Laugavegi 72 hanga teikningar Filipps Frankssonar á veggjum. Opið kl. 8.30-22. GALLERl GANGUR Sýning á teikningum Austurrfkismanns- ins Franz Graf. MENNINGARSTOFNUN Skopmyndir úr The New Yorker Maga- zine verða til sýnis í sýningarsal Menning- arstofnunar Bandaríkjanna að Neshaga 16 og er hún opin mánudaga til föstu- daga kl. 8.30-17.30. HVERAGERÐI 7. listsýning Sigurðar Sólmundarsonar er nú hafin f Félagsheimili ölfussinga í Hveragerði. Þar eru sýnd 40 verk, tileink- uð 40 ára afmæli Hveragerðis. MYNDLISTARKLÚBBUR SELTJARNARNESS í dag, fimmtudag, opnar sýning á vegum klúbbsins á verkum 10 Seltirninga í Lista- veri að Austurströnd 6. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin virka daga kl. 16—20 og 14—22 um helgar. ÁSMUNDARSALUR 11 íslenskir arkitektarnemar við nám er- lendis sýna verk sín í Ásmundarsal, Freyjugötu, til 17. ágúst. Sýninginer opin kl.9—16og 17 — 21 virkadagaog 14 — 21 um helgar. LEIKHÚS ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ sýnir einþáttung Augusts Strindberg ,,Hin sterkari" um helgina þar sem Inga Bjarnason leikstýrir þeim Margréti Áka- dóttur, önnu Sigríði Einarsdóttur og Elfu Gísladóttur. Uppl. s. 19560. TJARNARLEIKHÚSIÐ Ferðaleikhúsið/Light Nights sýna fjórum sinnum í viku, fimmtudaga —sunnudaga kl. 21. Þær eru sérstaklega ætlaðar ensku- mælandi ferðamönnum til fróðleiks og skemmtunar. VIÐBURÐIR BlTLAVINAFÉLAGIÐ er nú að halda í sitt loka-tónleikaferðalag þar eð hljómsveitin hættir störfum í lok mánaðarins. Dagskrá ferðarinnar verður sem hér segir: Lennon-kvöld f Sjallanum f kvöld (fimmtud.) og dansleikir ( Freyvangi föstudagskvöld og á Siglufirði laugar- dagskvöld. Lýkur ferðinni svo með Lennon-kvöldi á Akranesi á sunnudags- kvöld. DJASS í DJÚPINU Hljómsveit þýska saxófónleikarans Michael Sievert mun leika f Djúpinu 21. ágúst. Hefjast tónleikarnir kl. 22. Auk Sie- verts leika f hljómsveitinni þeir Friðrik Karlsson gítarleikari, Pétur Grétarsson trymbill og Tómas R. Einarsson á kontra- bassa. Þeir munu leika nútímalegan frjálsdjass. NORRÆNA HÚSIÐ Síðasti fyrirlesarinn f opnu húsi Norræna- hússins verður sr. Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður og talar hann um Þingvelli í dag kl. 20.30. - ÁSTRALSKT ROKK Ástralski kvintettinn Crime & The City Solution mun halda hljómleika í veitinga- staðnum ROXZÝ í kvöld (fimmtud.) kl. 22. ÁRBÆJARSAFN Páll Eyjólfsson leikur á gítar fyrir kaffigesti í Dillonshúsi sunnudaginn 24. ágúst milli klukkan 3 og 5. FÉLAGSMIÐSTÖÐIN FELLAHELLIR Engin ástæða ætti að vera fyrir þollaus- um Breiðhyltingum f sumar. Nú býður Fellahellir upp á trimm-aðstöðu þe. þrek- æfinga-, þorðtennis- og baðaðstöðu. Til að bæta upp kaloríu- og vökvatap eru kaffiveitingar á staðnum. FERÐAFÉLAG ISLANDS Helgarferðir félagsins verða fjórar talsins. Farið verður í skálaferð í Þórsmörk, gist f sæluhúsi í Landmannalaugum, farið verður til Álftavatns á Fjallabaksleið syðri og í sæluhús félagsins að Hveravöllum. Án efa eitthvað fyrir alla hressa útivistar- menn. Upplýsingar s. 11798. HANA NÚ Vikuleg laugardagsganga verður farin sem endranær nú um helgina. Lagt af stað frá Digranesvegi 12. Rölt verður um bæinn f klukkustund og eru allir aldurs- hópar velkomnir. Markmið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. BÍÖIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg AUSTURBÆJARBÍÓ Salur 1 Cobra — ★★ Hinn ítalski foli hefur greinilega tekið framförum því að þessi mynd er spenn- andi svo að jaðrar við bestu hryllings- myndir um tíma en lífsfílósófían og trú- verðuglegheitin eru of þunn. Vel unnin tæknilega og alls ekki slæm skemmtun. Aðalhutverk eru f meðförum hjónanna Stallone og Nielsen sem George Pan Cosmatos leikstýrir. Bönnuð innan 16 ára og sýnd kl. 5,7,9 og 11. Salur 2 Lögmál Murphy's ★★ Nokkuð glúrinn Bronson-þriller sem er vel skrifaður og ágætlega leikinn. Aðal- hlutverk: Charles Bronson og Kathleen Willhoita Leikstjórn: J. Lee-Thompson. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Flóttalestin (Runaway Train) ★★★ Meitluð túlkun helstu leikara — John Voight hreinn og beinn viðbjóður — á einn stærstan þátt f að gera þessa mynd sterka. Leikstjórn: Andrei Konchalowski. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. BÍÓHÚSIÐ i þjónustu hennar hátignar James Bond mynd sem framleidd var fyrir hreint ekki stuttu og fékk þá slæ- lega dóma og þá sér í lagi George Lazenby f hlutverki 007 enda var hlut- verkinu snarlega útbýtt til hins þá efni- lega Roger Moore. Hlutverk fær einnig Telly Savalas hinn hárprúði. Leikstjóri er Peter Hunt. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. BÍÓHÖLLIN Fyndið fólk í bíó (You're in the Movies) Sjálfstætt framhald hinna myndanna þar sem illgjarnir og hugmyndaríkir menn rýja aðra menn á förnum vegi öllu sjálfs- áliti og -virðingu. Og eru ekki ffflalegir til- burðir náungans það alskemmtilegasta sem landinn þekkir? Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Villikettir (Wild Cats) ★★ Myndin er vel skrifuð og Goldie Hawn leikur nánast óaðfinnanlega en þrátt fyrir þetta er myndin Iftilmótleg og þreytt. Lið- ið sem vann aðeins einn leik á síðasta tímabili fær kvenkyns þjálfara og sjá ... Leikstjóri er Mikjáll Ritchie og myndin er sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Lögregluskólinn III (Run for Cover) ★★ Léttgeggjuð ærslamynd sem hefur þann sjaldgæfa eiginleika framhaldsmynda að vera besta eintakið. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Bubba Smith. Leikstjórn: Jerry Paris. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 9V4 vika (9’Á Weeks) ★★★ Dúndurvel og fallega kvikmyndaðar og leiknar upp- og ofanferðir. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Bönnuð börnum innan 16 ára. Salur 3 Skotmarkið (The Target) ★★ Hnökralaus njósnamynd — en lognmolla þrátt fyrir fagmennskuna. Sýnd kl. 5 og 9. Út og suður í Beverly Hills (Down and Out in Beverly Hills) ★★★ Prófessíónell og skemmtileg gaman- mynd með Dreyfus, Nolte og hundinum Mika. Leikstjóri: Paul Mazursky. Sýnd kl. 7 og 11. HÁSKÓLABÍÓ Reykjavík, Reykjavík — sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Martöð á þjóðveginum (Hitcher) Tryllir sem lýsir manni sem gerir þau glæfralegu og hreint ekki gæfulegu mis- tök að taka ókunnuga puttaferðalanga upp í. Mynd sem á erindi sona í túrista- vertfðar-lok. Roger Hauer og C. Thomas Howell leika undir stjórn Roberts Harmon. Myndin er stranglega bönnuð yngri en 16 ára og er sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LAUGARÁSBfÓ 3:15 Ný bandarísk mynd sem fjallar um klíku f menntó af verri sortinni sem erfitt virðist að segja sig úr lögum við Einn reynir þó og hefst upgjörið kl. 3:15 og enginn veit hvenær þvf lýkur. Við fáum þá væntan- lega 3:15 II. Aðalhlutverk eru í meðförum Adams Baldwin og Deboruh Foreman. Larry Gross leikstýrir. Bönnuð innan 16 ára og sýnd kl. 5,7,9 og 11. Smábiti (Once Bitten) ★ Væg kvenfyrirlitning, kynferðisskrekkur og kynlffsflippflopp í skopstældri hroll- vekju af ódýrara taginu. Aðalhlutverk eru í höndum Laureen Hutton og Cleavon Little undir stjórn Howards Storm. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Ferðin til Bountiful ★★★ Alveg bráðskemmtileg og Ijómandi vel leikin mynd með óskarsverðlaunahafan- um Geraldine Page í aðalhlutverki. Hreint engin tímaeyðsla þetta! Leikstjórn: Reter Masterson. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. REGNBOGINN Fljótarottan (The River Rat) Ævintýri, spenna og dólgsleg læti á fljóti. Allir að leita að fólgnum fjársjóði og eng- inn er öruggur — hefur allt heyrst áður. Tommy Lee Jones og Brian Dennehy leika í þessari mynd Toms Rickman. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Bomber Mynd með Bud Spencer úr Trinity. Þarf nokkuð að segja meira? Hann lætur hnef- ana tala sem er náttúrlega fullrar athygli vert en 12 ára aldurstakmark kemur f veg fyrir að allir aðdáendurnir geti séð'ana. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. f návígi (At Close Range) ★★★ Stórvel leikin, æsispennandi þriller f óvenjulegum umbúðum og með mann- lega þáttinn skemmtilega „innbundinn". Aðalleikarar: Sean Penn og Christopher Walken. James Foley leikstýrir, Madonna syngur. Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Morðbrellur (Murder by lllusion) ★ Brellukarl hundeltur af eigin viðskiptavin- um — sniðugt plott en gloppótt handrit dregur myndina niður fyrir meðal- mennskuna. Sýnd kl. 5, 7, 9.05 og 11.10. Ottó ★★★ Dæmalaus farsi og hin besta skemmtun fyrir þá sem hafa gaman af sæmilega rugluðum kómedfum. Ottó leikur aðal- hlutverkið og leikstýrir að hluta. Sýnd kl. 7, 9 og 11. STJÖRNUBlÓ Karate Kid II Sýnd f A-sal kl. 2.45, 5, 7, 9.05 og 11. Sýnd í B-sal kl. 4, 6, 8 og 10. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.