Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 31
FRÉTTAPÓSTUR Afmælishátíðin í Reykjavík Hátíðahöldin í Reykjavík vegna 200 ára afmælis borgar- innar fóru mjög vel fram á afmælisdeginum 18. ágúst. Talið er að um 60—80 þúsund manns hafi komið saman í mið- bænum þegar mest var um miðjan daginn. Hátt í 30 þúsund manns sóttu siðan hátíðardagskrána á Arnarhóli um kvöld- ið. Hátíðin var að mestu slysalaus, lítil ölvun var og voru lög- reglumenn mjög ánægðir með daginn. Mesta athygli á af- mælinu vakti 200 metra löng afmælisterta sem staðsett var í endilangri Lækjargötunni. Var mjög stappað af fólki í kringum kökuna og fengu færri en vildu, enda tertan ætluð 30 þúsundum en ekki 80. í hljómskálagarði var einnig margt um manninn og ýmislegt til skemmtunar. Meðal ann- ars danssýning, dýrasýning, hástökkskeppni og leiðbein- ingar í lyftingum. Á Austurvelli var sögugarður og í Fógeta- garðinum var djass og djúsgarður. Einnig var grillgarður þar sem grillaðar voru 20 þúsund pylsur en einnig þar fengu færri en vildu. Aldrei áður í sögu borgarinnar hefur svo mikill fjöldi manna safnast saman á einum stað. Á hátíðar- dagskránni um kvöldið skemmti Sinfóníuhljómsveit ís- lands, fluttur var leikþáttur um upphaf Reykjavíkur sem kaupstaðar, forsetinn Vigdís Finnbogadóttir flutti ávarp og að lokum skemmti hljómsveit Gunnars Þórðarsonar fram að miðnætti er ein skrautlegasta flugeldasýning sem um getur var haldin. Inná milli höfðu Karl Ágúst Úlfsson og Þórhall- ur Sigurðsson farið með gamanmál. Hátíðahöldin þóttu tak- ast með miklum ágætum. Tæknisýning í Borgarleikhúsi Sunnudaginn sl. var opnuð i Borgarleikhúsinu viðamikil tæknisýning í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur og gafst almenningi þar í fyrsta sinn tækifæri til að skoða innviði leikhússins. Sýningin veitir yfirlit yfir starfsemi borgarinn- ar og fyrirtækja hennar og auk þess kynna Landsvirkjun, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar og Skógræktar- félag Reykjavíkur starfsemi sína. Guðmundur J. endurgreiðir Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður hefur end- urgreitt þrotabúi Hafskips fjárhæðina sem hann þáði í nóv- ember 1983 úr hendi Alberts Guðmundssonar þáverandi f jármálaráðherra til þess að leita sér heilsubótar í Flórída. XJm er að ræða 100 þúsund krónur sem að viðbættum vöxt- um verða samtals 152.250,- krónur. Áður hafði Guðmundur sent Alberti þessa peninga en Albert endursendi þá. Féð er upphaflega komið frá Hafskip og Eimskip. Því er það að Guðmundur sendir þrotabúinu féð. Fréttapunktar • Allt bendir til metf jölda ferðamanna í ár. Fyrstu sjö mán- uði ársins komu tæplega 68 þúsund útlendir ferðamenn til landsins en á sama tíma í fyrra var fjöldi þeirra 59 þúsund. • Um 0,5% af vinnufúsum mönnum í landinu voru án vinnu í júlímánuði samkvæmt atvinnuleysisskráningum. Það jafngildir um 660 manns atvinnulausum allan mánuð- inn sem er svipað hlutfall og undanfarin þrjú ár. • Skipaðir hafa verið fimm fulltrúar í dómnefnd vegna fyr- irhugaðrar samkeppni um ráðhús í Reykjavík. Gagnrýni hefur komið fram frá minnihlutanum í borgarstjórn sem telur mörg verkefni í borginni brýnni en bygging ráðhúss. • Nýtt lag eftir Jóhann G. Jóhannsson hefur komist í tíu laga úrslit í alþjóðlegu söngvakeppninni í Castlebar á ír- landi sem haldin verður í byrjun október. • Hátíðahöldin á ísafirði i tilefni 200 ára afmælis kaup- staðarréttinda bæjarins fóru fram i miklu blíðskaparveðri á Silfurtorgi á sunnudag. Fjöldi bæjarbúa sótti skemmtunina og myndaðist góð stemmning. • Hátíðahöld vegna 200 ára afmælis Eskifjarðar fóru fram í blíðskaparveðri á mánudag en þá kom út fyrsta tölublað dagblaðsins Eskif jarðar sem gefið verður út alla hátíðarvik- una. Eins hóf Útvarp Eskifjörður starfsemi í tilefni afmælis- ins. • Seðlabankinn visar alfarið á bug ásökunum um að hann hafi ekki staðið sig sem skyldi varðandi upplýsingar um hæstu lögleyfðu vexti. En Björn Pálsson var sýknaður af fjórum ákæruhliðum i nýgengnum okurdómi vegna þessa meinta trassaskapar Seðlabankans. • Jóhann Hjartarson sigraði glæsilega á opna breska sam- veldismótinu í skák. Jóhann hlaut 8 vinninga af 9 mögu- legum sem er mjög góður árangur. Næstu menn fengu 7 vinninga og er því sigur Jóhanns mjög afgerandi. • Eðvarð Þór Eðvarsson sundmaður úr Njarðvík setti á þriðjudag Norðurlandamet i 200 metra baksundi á heims- meistaramótinu í sundi sem fram fer í Madrid. Eðvarð synti á 2:03.03 mínútum. • Búrhval rak á land i vikunni rétt norðan við Árskógs- strönd við Eyjafjörð. Áður en hvalinn rak á land hafði hann sést á reki í sjónum í tvo daga áður. • Um þessar mundir eru 50 ár frá þvi að Flugmálafélag ís- lands og Flugmálastjórn hófu starfsemi sína og i tilefni af því var á þriðjudag opnuð sýning i Skýli 1 á Reykjavikur- flugvelli. Andlát Ásgeir Ólafsson fyrrverandi forstjóri Brunabótafélags íslands lést á Landspítalanum í Reykjavík á laugardaginn var, 63 ára að aldri. HELENA SPENNANDI NÁTT- OG UNDIR FATNAÐ LADY OF PARIS Laugavegi 84 (2. hœö) - Sími 1 28 58 HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.