Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Egill Helgason og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Gunnar Smári Egilsson, Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónína Leósdóttir, Margrét Rún Guðmundsdóttir og G. Pétur Matthíasson. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Steinþór Ólafsson. Auglýsingar: Hinrik Gunnar Hilmarsson, Sigurður Baldursson. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími 74471). Berglind Björk Jónasdóttir. Afgreiðsla: Ólöf K. Sigurðardóttir. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Pukur oq falin laun Kjör bæjarstjóra og sveitar- stjóra hafa lengstum og víðast hvar verið mesta pukursmál. Af einhverjum og annarlegum ástæðum hafa þessir embætt- ismenn og kjörnir sveitarstjórn- armenn kosið að þegja um þessi laun og enginn einn mað- ur hefur haft yfirsýn yfir þessi mál á landsvísu. Skattgreiðslur þessara manna segja oft ekki nema hálfa sögu þar sem stór hluti launa er falinn í fríðindum og sporslum. Pukur með kjör þeirra manna sem þiggja laun sín af skattpen- ingum almennings er án nokk- urs efa hneyksli. Hneyksli sem viðgengst fyrst og síðast vegna þess hve sveitarfélögin eru lítil og gagnrýnin því af öðrum toga en verður í stærra samfélagi. Og það er líka hneyksli að laun- um þessara manna skuli komið fyrir á þann veg að skattgreiðsl- ur af þeim verða minni en af launum almennra launþega. Þriðjungur og allt upp í helm- ingur launa bæjar- og sveitar- stjóra er falinn í sporslum og fríðindum sem með krókum og klækjum má koma þannig fyrir að skattgreiðslur verða harla litlar. En á móti benda menn á að forstjórar einkageirans greiði yfirleitt engan skatt — án þess að svindl á einum stað réttlætist með meira svindli annarsstaðar. Launakjörþessararstéttar taka einnig rnið af forstjóralaunum og víst er að sveitarfélög keppa í vaxandi mæli við einkageirann um vinnuafl á þessum miðum. Flestir telja að laun hverskyns stjóra og stjórnenda hafi hækk- að stórlega á seinni árum — ekki hvað síst eftir að tekið var upp á að lækka laun annarra með lagaboðum. Einstök sveit- arfélög verða því ekki borin þungum sökum, þótt einhver telji laun viðkomandi sveitar- stjóra of há. En ef laun sveitar- og bæjar- stjóra eru borin saman við laun skrifstofufólks hjá sömu sveit- arfélögum virðast þessi laun ærið há. Oft eru þessir menn aðkomumenn sem staldra stutt við og hafa litlar taugar til þeirra staða sem þeir taka að sér að stjórna. Á meðan þjónusta inn- fæddir þessa menn, árum sam- an á símaborði ýmsustu bæjar- stjóra, og þiggja brot af launum síns herra. Það hljómar undar- lega að þar sem sósíalistar hafa ráðið lögum og lofum í 40 ár skuli bæjarstjóri vera með fimmfalt hærri laun en skrif- stofufólk hjá sama Neskaup- stað. o lafur Haukur Simonar- son er mjögskrifandi maður, og um næstu jól er enn að vænta skáld- verks frá hans hendi. Það sætir kannski einna mestum tíðindum að í þetta sinn glímir Ólafur Haukur við nýtt form, nefnilega sakamálasög- una. Hann hefur sagt skilið við for- lag sitt, Mál og menningu, að minnsta kosti í bili, og snúið sér til Sögusteins, sem hingað til hefur einbeitt sér að útgáfu ættfræði- rita. . . L lát er á erfiðleikum í rekstri Sjallans á Akureyri. Er það draumur eigenda hans að hægt verði að auka hlutaféð um 40 millj- ónir og hefur meðal annars verið rætt um að Akureyrarbær leggi fram fé, 10 milljónir eða svo. Vel- flestum Akureyringum mun þykja þessi hugmynd fjarstæðukennd, svo ekki sé meira sagt, enda eru eigend- ur Sjallans helstu málsvarar einka- framtaksins þarna fyrir norðan. Þessar 40 milljónir hrökkva þó varla fyrir samanlögðum skuldum Sjall- ans umfram eignir, þótt reyndar virðist þær ekki jafnhrikalegar á pappírnum. Ein af ástæðunum fyrir því að reikningarnir eru fallegri en raunveruleikinn er sú að brunabóta- mat eignarinnar þykir undarlega hátt, eða 109 milljónir með innbúi. Þess má geta að brunabótamat bæj- arskrifstofanna á Akureyri er aðeins um 45 milljónir og er sú e'gn þó tals- vert stærri en Sjallinn. Sé litið á gangverð fasteigna á Akureyri má vera nokkuð Ijóst að eigendur Sjall- ans fengju varla meira en 60 milljón- ir fyrir eignina. Þess má geta að Þórður Gunnarsson, einn af stjórnarmönnum Akurs hf. sem rek- ur Sjallann, er umboðsmaður Brunabótafélagsins á Akureyri. . . V V ið heyrum að nýr þattur, með ekki ósvipuðu sniði og A líð- andi stundu, sumsé lifandi þáttur í beinni útsendingu og með fjöl- breytilegu efni, hefji göngu sína í sjónvarpinu í haust. Ráðgert er að þátturinn beri nafnið í takt við tím- ann og fer nú fram dauðaleit að um- sjónarmönnum. Við heyrum tvo sjónvarpsmenn nefnda, Bjarna Felixson og Jón Gústavsson... LAUSNÁ SPILAÞRAUT 19. Daniel 1. Dh3! hótar Dd3 mát. 1.-He3 2. Hd4 mát (hrókurinn skyggir á biskupinn). 1.-Re3 2. Dc8 mát (riddarinn skyggir á biskupinn). 20 Loyd 1. Re6 Nú verður svartur að leika biskupnum í uppnám, hvítur hirð- ir hann í næsta leik, og þá verður svartur að leika sig í mát: 2. - Ba2 3. Rxc2 mát. Í^Hinhverjar tafir hjá Pósti og síma munu hafa valdið því að Bylgjan hóf ekki útsendingar á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, eins og vonir höfðu staðist til. Þeir Útvarpsfélagsmenn hyggjast hins vegar setja allt í gang þann 28. ágúst næstkomandi, ef allt fer að óskum. Dagskráin mun eiga að hefjast strax klukkan sjö að morgni og það er Sigurður G. Tómasson, sem fyrst- ur ríður á vaðið í dagskrárgerðinni á hinni nýju útvarpsstöð. Næstur verður Páll Þorsteinsson, en í há- deginu mun Sigrún Þorvarðar- dóttir verða með neytendaþátt með tónlistarívafi. Eftirmiðdags- dagskráin þennan fyrsta dag sam- anstendur m.a. af þætti með Pétri Steini Guðmundssyni og einnig svokölluðum „magasínþætti" eftir klukkan 17. Útvarpað verður til miðnættis og er ætlunin að síðasti þáttur fyrir dagskrárlok verði alltaf með rólegu sniði, en reyna á að hafa einn talmálslið í hverri kvölddag- skrá, að því er við höfum fregnað.. . u ■ ú þegar 5 daga afmælis- veisla Reykjavíkurborgar er að baki er Ijóst að kostnaður við afmælisár- ið hefur farið fram úr þeim tæpu 4 milljónum sem tilgreindar eru sem kostnaður við afmælishaldið í fjár- hagsáætlun þessa árs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennaframboðsins, heldur því fram að kostnaður við afmælisárið, bæði beinn og óbeinn, fari vel yfir 100 milljónir og jafnvel meir. Þessu hafa fulltrúar í undirbúningsnefnd afmælisins eins og Davíð Oddsson borgarstjóri, Gísli B. Björnsson fulltrúi Alþýðubandalagsins og Sig- urður E. Guðmundsson mótmælt og telja að kostnaðurinn fari ekki mikið fram úr því sem gert hafi ver- ið ráð fyrir á fjárhagsáætlunum. En þá eru góð ráð dýr fyrir þá sem vilja kynna sér hver áætlaður kostnaður við afmælishaldið er í raun. Kostn- aðurinn er vel falinn á fjárhagsáætl- unum þessa árs og síðasta. I þeirri útgáfu fjárhagsáætlunar 1986 sem við á HP höfum undir höndum og heitir „Fjárhagsáætlun fyrir Reykja- víkurborg árið 1986 eftir breytingar 1. mars 1986“ er nefnilega ekki auð- velt að finna tölur yfir kostnað við atriði eins og öndvegissúlur, afmæl- iskvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, uppihald og veislur fyrir er- lenda og innlenda afmælisgesti, ,,gala-fest“ fyrir borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa, gesti og sendi- ráðsfólk í Broadway að kveldi 19. ágúst auk annars óbeins kostnaðar eins og við fegrun útivistarsvæða í miðbænum o.fl... l undirbúningsnefnd afmæl- ishátíðar borgarinnar sitja þau Davíð Oddsson borgarstjóri, Markús Orn Antonsson, Ingi- björg Rafnar Sjálfstæðisflokki, Sigurður E. Guðmundsson Al- þýðuflokki, Gerður Steinþórs- dóttir Framsóknarflokki og Gísli B. Björnsson Alþýðubandalagi. Eitthvað hafa þau fengið greitt fyrir vikið eins og venja er, eða 1100— 1200 krónur fyrir hvern bókaðan fund. Samkvæmt heimildum HP voru fundir undirbúningsnefndar- innar í það minnsta liðlega 40 en auk þess sátu fulltrúarnir í ýmsum undirnefndum afmælisnefndar- innar. Varlega áætlað mun því hver nefndarmaður, ef miðað er við 40 fundi í aðalnefndinni og 15 fundi þar að auki, hafa fengið 66 þúsund krónur í laun. . . || Hukur Haraldsson, klám- kóngur og Pan-isti, sem á vordögum stýrði nærbuxnasýningum og vændi úr veitingastaðnum Uppi og niðri, hefur nú horfið frá villu síns vegar. Heimildir HP herma að Haukur hafi nýlega komið á vakn- ingarsamkomu hjá kristnum söfn- uði sr. Gunnars Þorsteinssonar í Krossinum, leitað fyrirgefningar hjá mönnum og guði og sé nú að fullu horfinn frá fyrri iðju. Eitthvað kann umfjöllun HP að hafa flýtt fyrir þess- ari þróun því sagt er að vændið, rekstur sýningarflokkanna og hverskyns ólifnaður þar í kring hafi minnkað og nær horfið eftir að augu almennings og fjölmiðla beindust að því tarna. . . Í^estir urðu hvumsa við er fréttist að Jón Helgason dómsmálaráð- herra hefði skipað Boga Nilsson, sýslumann N-Múlasýslu, rannsókn- arlögreglustjóra. Menn höfðu talið að Þórir Oddsson vararannsókn- arstjóri ætti embættið víst þar sem hann var eini umsækjandinn er JERÚSALEM Kairó Ferð til ísraels og Egyptalands dagana27. okt. til 19. nóv. Takið þátt í einstakri ferð um söguslóðir Biblíunnar. Sögur hennar fá nýtt líf. Margt sem áður var illskiljanlegt verður nú augljóst. „Jerúsalem, borgin helga, lætur mig ekki í friöi, hún heldur hugan- um föngnum um daga og vitjar hans í draumi um nætur. Svo sterk eru áhrif hennar að þau sleppa ekki tökum sínum, þótt annríki hversdagsins í heima- högunt taki við og fylli allar stundir.“ „Að koma til ísraels var eins og að verða hluti af sögunni. Allt í einu var ég staddur þar sem sögur gerðust sem ég þekki svo vel. Þaðeittaðsjálands- lagið gæddi þær lífi og skýröi margt. Þá er land- ið og þjóðfélagið svo furðulegt bland af nútíð og fortíð, ísraelsmenn virtust standa með ann- an fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni.“ (Sigfús Nikulásson) „Egyptaland heillaði mig með dulúð fortíðar sinnar; pýramídarnir, musterin og Egypta- landssafnið. Þá var ys og þys nútíma arababorgarinnar Kairo ógleymanleg, lyktin, spennan og fjölbreyti- leikinn. Það var eins og að stíga inn í Þúsund og eina nótt. Ég hefði alls ekki viljað fara á mis við Egyptalandsferðina. “ (Eva Pétursdóttir) Upplýsingar og verö Fcröast vcröur um ísracl og Egyptaland í loftkældri lúxusrútu, 15 daga í ísracl og 5 daga fcrö um Egyptaland. Leiðsögumaður vcrður valinn ísraclskur lciðsögu- maður, cn fararstjóri Hróbjartur Árnason sem hcfur stundað guð- fræðinám undanfarin ár. cinnig í háskóla í Jcrúsalcm. Hann þckkir því vcl staðhætti. sögu og mcnn- ingu svæðisins. Verð er kr. 64.79«.- Innifalið cr; Flugfcröir, gisting á góöum hótclum mcö hálfu fæði. Allar ferðir skv. áætlun. 2 nætur í London, hótcl, '/: fæði, (aögangs- cyrir að söfnum). fararstjórn og lciðsögn. Bæklingur og myndband Bæklingur með fcrðatilhögun cr fáanlegur á fcrðaskrifstofu Far- anda, cinnig VHS-myndbands- spóla um ísracl svo og allar nánari upplýsingar. Ferðaslíriístofan Ifarandi Vesturgata 5, símar 622420 og 17445. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.