Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 8
..£kki á fríu fæöi. Ásgeir Magnússon f Neskaupstað með 160 þúsund. ...bara laun og litlar sporslur. Stefán Jón Bjarnason á Dalvík með rúm 100 þúsund og vonast til að það verði ekki minna í Sandgerði. „En þetta er minna en þeir hafa á Sigló og Ólafsfirði." ...trúnaðarmál. Karl Björnsson nýskipað- ur bæjarstjóri Selfoss. ...heimamaður og lét sér nægja litlar 80 þúsundir með engum sporslum. Jóhann Klausen á Eskifirði. ...fær hann það sama og Stefán Jón? Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður á Dal- vík. HP GRUFLAR í LAUNUM BÆJARSTJÓRA OG SVEITARSTJÓRA: ...A L L T N E M A - EN ÖÐRUM DUGA LITLAR 100 ÞÚSUNDIR Á MÁNUÐI. SAMRÆMING Á KJÖRUM ENGIN. PUKUR MEÐ LAUNASAMNING. KAUP FALIÐ í FRÍÐINDUM OG HLUNNINDUM. SÁ HÆSTI MEÐ UM 170 ÞÚS- UND. Hver trúir því ad bœjarstjóri í 2000 manna sjávarplássi á landsbyggdinni hafi hœrri laun en Davíö Oddsson?Sem samt hefur sömu laun og Steingrímur og ncerri helmingi hœrri laun en þingmennirnir okkar. Sárafáir bœjar- og sveitarstjórar hafa laun á svipuðu reiki og al- þingismenn eða ráduneytisstjórar. Langflestir eru miklu betur launaðir. — í600 manna sveita- hreppi fyrir nordan nema þessi laun um 110 þúsundum á mánuði. I flestum kauptúnum og kaupstöðum landsins eru laun sveitar- og bœj- arstjóra á bilinu 100 til 150 þúsund. Hœst 170 þúsund. Einna lœgst 60 þúsund krónur á mán- uði. Laun þessarar stéttar eru nær allsstaðar falin í fríðindum og hlunnindum. Nær all- ir hafa fastan bílastyrk, fasta yfirvinnu, margir með frítt húsnæði eða húsnæðisstyrk, laun fyrir fundasetur, nokkrir hafa risnu og nær all- ir frían síma að einhverju eða öllu leyti. Þá fá nær allir 3 mánaða biðlaun þegar þeir hætta störfum og hjá sumum greiðast 6 mán- aða laun eftir að störfum er hætt. Vildarkjör segja sumir en aðrir heimildar- menn HP benda á að framkvæmdastjórar, for- stjórar og jafnvel kaupfélagsstjórar hafi miklu hærri laun. Margir flýi þessi störf yfir í einka- geirann þar sem bjóðist betri laun, skattfrjáls, minna ónæði og minni skammir. Trúnaðarmál og pukur Ekkert samræmi er milli launa hjá bæjar- og sveitarstjórum heldur samningsatriði á hverj- um stað fyrir sig. Mjög víða er litið svo á að hér sé um einhverskonar trúnaðarmál að ræða, hvorki sveitarstjórnarmenn né hinir ráðnu embættismenn flika launaupphæðum meðal stéttarbræðra úr næstu byggðalögum. Þegar fyrir dyrum eru launasamningar við þessa menn reyna oddvitar og forsetar bæjarstjórna oft að hlera uppi laun í nágrannabyggðarlögum en með misjöfnum árangri. Þrátt fyrir að fæst- um bæjar- og sveitarstjórum væri það fagnað- arefni að láta Helgarpóstinum í té upplýsingar um eigin tekjur fögnuðu sömu menn því að fá einhverja vitneskju um kjör stéttarbræðra sinna. „Það er auðvitað mjög undarlegt að það skuli sumsstaðar vera leynilegt hvað bæjar- og sveitarstjórar hafa í laun — en samt er það svo og um suma staði ganga miklar þjóðsögur," sagði einn sveitarstjóri í samtali við HP. Annar heimildarmaður HP benti á að pukur með laun bæjarstjóra væri í raun sambærilegt við það að fólk fengi ekki að vita um laun þing- manna og ráðherra. En... „. . .launin eru trúnaðarmál milli for- seta bæjarstjórnar, bæjarráðs og þess sem samið er við,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akureyrar. „Kerfið hérna er þannig að menn í efstu stöðum hjá bænum fá ekki að vita hver launin eru hjá hinum. Það veit þess vegna eng- inn hvaða laun ég hef, nema starfsmannastjór- inn, bæjarráð og svo veit ég eitthvað um það sjálfur" Engu að síður fékkst Sigfús til þess að gefa HP upp stærðargráðu launa sinna og svo var um nær alla aðra, þó svo að á sumum stöð- um hafi laun bæjarstjóra ekki verið gerð heyr- inkunn áður. Karl Björnsson á Selfossi sat þó fast við sinn keip og sagði í samtali við HP að hann teldi ekki að launagreiðslur til bæjar- stjóra ættu að vera opinbert mál. „Auk þess er tæplega búið að ganga frá samningum og menn geta bara lesið þetta í skattskrám seinna meir...“ sagði Karl Björnsson, nýskipaður bæjarstjóri á Selfossi, í samtali við HP. Umhverfisbylting og svarta byltingin Pukur með launakjör bæjar- og sveitarstjóra hefur verið næsta almennt án þess að það hafi verið stefna meðal sveitarstjórnarmanna né heldur fastmótað í samningum. í þessum efn- um hefur gilt svipuð regla og hjá fram- kvæmdastjórum einkafyrirtækja, nema hvað þar er þagað betur af ótta við athugasemdir skattayfirvalda. „Það var fyrir tæpum 20 árum reynt að sam- ræma þessi kjör, en sprakk allt saman. Reynd- ar er alltaf sagt, og má rétt vera, að Bjarni Ein- arsson, sem þá var á Akureyri, hafi sprengt þetta. Hann fór mjög hátt með sín laun, setti pressu á sína menn og eftir það kom alda af launakröfum í Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarn- arnesi og þessum stöðum hér í kringum Reykjavík," sagði heimildarmaður HP, sem þekkt hefur til sveitarstjórnarmála um langt skeið. Sami maður taldi fullvíst að áður fyrr hefði borgarstjórinn í Reykjavik alltaf verið hæstur í launum, langtum hærri en bæjarstjór- ar minni bæja úti á landsbyggðinni. „En það kunna að vera aðrar ástæður fyrir þessu líka. A þessum árum fara að verða miklu meiri verkefni í bæjum og kauptúnum. Það verður þessi umhverfismálabylting, þegar fólk gerir allt í einu kröfu til þess að alla vega um- hverfismálum sé sinnt, og síðan svarta bylting- in þegar farið er út í að malbika gatnakerfi út um allt. Svo var víða ráðist í hafnargerð og mörg önnur verkefni á þessum árum. Það var verið að tosa byggðarlögin úti á landi til jafn- vægis við Reykjavík í útliti og fólkið lagði mik- ið upp úr þessu. Þessvegna var það kannski ekkert óeðlilegt að laun þessara manna hækk- uðu á þessum árum.“ Skattaklækir og hálfopinbert framfæri Eins og sést í greinastúfunum hér til hliðar eru föst laun bæjarstjóra og sveitarstjóra yfir- leitt ekki hærri en 60 til 70 þúsund, og sums- staðar fara þau niður í 40 þúsund. Ofan á þessa upphæð er síðan bætt ýmsum sporslum, eins og fyrr er vikið að. Með þessu móti léttir að nokkru skattabyrði af bæði launþeganum (bæjar-/sveitarstjóra) og launagreiðanda, (sveitarfélaginu). Launaskattar og skattheimta af beinum launum er meiri en skattheimta af hlunnindum, sé þeim rétt fyrir komið. Þannig telst húsnæði, sem sveitarfélag leggur sínum manni til, ekki hlunnindi ef sá sami er látinn borga af því málamyndaleigu — sem oft er um helmingur af markaðsverði. Fyrirkomulag af þessu tagi verður e.t.v. frekar flokkað undir klókindi heldur en meðvituð skattsvik. Hlunnindi til handa bæjarstjórum og sveitar- stjórum fóru mjög vaxandi þegar samkeppni um vinnuafl í þessum geira varð fyrst vart af einhverri alvöru fyrir tæpum 20 árum. Af- skekktir bæir á landsbyggðinni tóku þá að laða menn til sín með allavega „eyðimerkur- styrkjum". „Alveg á sama hátt og menn fengu staðaruppbót fyrir að vinna inni í óbyggðum við virkjanaframkvæmdir, var farið að bæta þessari stétt upp fjarlægðina frá Reykjavík," sagði einn heimildarmaður HP. Flestir heimildarmenn HP töldu að heldur hefði dregið úr þessum óbeinu launagreiðsl- um á seinni árum. Eru þó talsverðar enn við lýði. Benda má á staði eins og Dalvík, þar sem samþykkt var 1981 að afnema allar húsnæðis- sporslur, enda þá svo komið að greiðslur vegna þeirra íþyngdu bæjarfélaginu verulega. Nær allir kennarar, bæjarstjóri og fleiri emb- ættismenn bæjarins höfðu þá komið slíkum greiðslum inn í launasamninga. Annarsstaðar, eins og alþýðulýðveldinu Neskaupstað, tíðk- ast mjög miklar sporslur. „.. .þar er borgað allt nema fæðið,“ eins og einn heimildar- manna HP eystra orðaði það. Afstaða manna til launagreiðslna af þessu tagi er líka mjög misjöfn. Stefán Jón Bjarna- son, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík, sagði i samtali við HP að hann hefði sjálfur óskað eftir því við bæinn að hann kæmi til móts við hús- næðiskostnað, en því verið hafnað með vísan til samþykktar frá 1981 um að enginn mætti hafa slíka uppbót. Sjálfur taldi Stefán þetta sjálfsagðan launaauka í jafn ótraustu starfi og ekkert sem rökstyddi að menn fengju allar sín- ar launagreiðslur greiddar í föstum launum. Brynjólfur Gíslason á Tálknafirði var á öðru máli, en þar vestra eru einasta greidd föst laun auk fastrar yfirvinnu en engar sporslur. „Mér finnst það vitleysislegt þegar menn liggja á hálfopinberu framfæri eins og vesalingar. Annaðhvort eiga þetta að vera laun eða ekki. Það gefur staðnum ekki mikil meðmæli ef það þurfa að vera uppbætur fyrir þá sem vinna þar,“ sagði Brynjólfur og vitnaði jafnframt til launakjara kennarastéttarinnar sem víða fer fram á frítt húsnæði fyrir að koma út á lands- byggðina. Stefán Jón Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík og hafði verið þar í fjögur ár. Flyst nú til Sandgerðis eftir fall Framsóknarmeirihluta nyrðra. Áður bókari hjá Kaupfélagi Húsavíkur og með samvinnuskólapróf. Stefán hefur enn ekki samið við hreppsnefnd Sandgerðis um laun og eftirmaður hans á Dalvík hefur ekki gengið frá samningum. Sá heitir Kristján Þór Júltusson, menntaður ( bókmenntum og ís- lensku frá Hl og áður með stýrimannspróf, kennari næstliðin tvö ár. Dalvíkingur að ætt og uppruna. Væntanlega verður hvorki Kristján né Stefán á lægri launum en Stefán hafði á Dalvík. 71.806,87 ,- kr. í föst laun, föst 40 tíma yfir- vinna 28.722,- kr., bílastyrkur, 500 km, 5.700,- kr. Þessutan greitt fyrir allan akstur utan Dalvík- ur en tillögu Stefáns um húsnæðisstyrk hafnað. Þriggja mánaða biðlaun eftir uppsögn. Reikn- ast sem 106.228,87 krónur á mánuði. Hallgrímur Guðmundsson, nýskipaður sveitar- stjóri á Höfn í Hornafirði og var áður í Nesja- hreppi, Hornafirði. Stjórnmálafræðingur. Laun á Höfn: Ófrágengið samningsuppkast gerir ráð fyrir: 52.000,- kr. í fastalaun, 42 yfir- vinnutímar 21.840,- kr., bílastyrkur, 800 km, 9.120,- kr., 1200 umframskref af síma ársfjórð- ungslega og frítt húsnæði. Þriggja mánaða bið- laun eftir uppsögn. Reiknast sem 102.960 kr,- á mánuði. Mjög svipaðir samningar hafa verið gerðir á Stokkseyri samkvæmt heimildum HR Laun í Nesjum 1982—86: 40.407,- kr. í föst laun, 20 tíma yfirvinna 8.081,40 kr., bílastyrkur, 600 km, 6.840,- kr. frítt húsnæði, 600 umfram- skref af síma greidd ársfjórðungslega. Reiknast sem 75.328,- krónur á mánuði. Kristján Pálsson, nýskipaður bæjarstjóri Úlafs- víkur. Bæjarstjórnarmaður af L-lista sem skipar meirihluta. Stýrimaður, útgerðartæknir og stúdent úr Táekniskólanum. Útgerðarmaður I Ólafsvík síðustu 6 ár, áður sveitarstjóri í Súg- andafirði. Laun: 57.536 i föst laun, 43 tímar í yfirvinnu 24.740,- kr., bílastyrkur, 600 km, 6.840,- kr., frír sími og frítt húsnæði, metið á 20 þúsund þvi Kristján á eigið húsnæði. Reiknast sem - 109.116,- krónur á mánuði. Brynjólfur Gíslason á Tálknafirði. Kom í okt. 1984. Kennari og hreppsnefndarmaður á Þórs- höfn, Vesturbæingur að uppruna. Kennara- menntun, Verslunarskólapróf og Útgerðar- tæknir úr Tækniskólanum. Laun: 65 þúsund kr,- að meðtalinni allri yfir- vinnu og 400 km bílastyrk. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri (Grindavík síðan 1983. Áður útgerðarmaður á Flateyri og viðskiptafræðingur frá Hí að mennt. Laun: 64.096,- í fastalaun, föst 40 stunda yfir- vinna 25.638,- kr., bílastyrkur, 2000 km, 22.800,- kr., fundalaun um 15.000,- krónur. Reiknast sem 127.534, á mánuði. Albert K. Sanders, fyrrverandi bæjarstjóri ( - Njarðvík. Rafvirki að mennt, Njarðvíkingur. Við hans starfi tekur sr. Oddur Einarsson, áður þjón- andi prestur á Skagaströnd. Laun sem Albert hafði: 54.531,- kr. föst laun, 60 tíma yfirtíð 32.718,- kr., bifreiðastyrkur, 2000 km, 22.800,- kr., fundaþóknun um 8.400,- kr. á mánuði. Sex mánaða uppsagnarfrestur. Reikn- ast sem 118.549,- krónur á mánuði. Guðmundur Árni Stefánsson, nýskipaður bæj- arstjóri í Hafnarfirði og jafnframt bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins sem skipar þar meirihluta. Áð- ur blaðamaður við Alþýðublaðið, HP og víðar. Ekki hefur verið samið sérstaklega um launin en Guðmundur þiggur laun eftir sama samn- ingi og forveri hans, Einar Ingimundarson. Laun: 83.630,77 kr. í föst laun, 55 tímar í fasta yfirvinnu 45.996,92, bifreiðastyrkur 8.540,- kr. Sími frfr. Reiknast vera 139.000,- krónur á mán- uði. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri og áður sveitarstjóri á Skagaströnd. Landfræðingur, stjórnarmaður í Byggðastofnun. Laun: Trúnaðarmál en eru samt einhversstað- ar yfir 150 þúsundum. Breytileg eftir fjölda funda. Heimildir HP segja launin nær 170 þús- undum á mánuði. Mjög svipað þeim samning- um sem Helgi Bergs hafði. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs. BA-próf í íslensku, sögu og uppeldisfræði, fyrri hluta próf ( guðfræði. Félagsmálastjóri Kópa- vogs 1971 til '82 og síðan bæjarstjóri. Laun: 66.018,- (fastalaun. Yfirvinna skrifuð niður, ekki fastákveðin upphæð. Meðaltal yfir- vinnu er um 50 stundir, 33.009,-, bílastyrkur 9.400,- kr. Risna 5.800,- kr., 22.500,- kr. í funda- þóknun á mánuði að meðaltali. Frír sími að stærstum hluta. Reiknast sem 137.000,- krónur á mánuði. eftir Bjarna Harðarson myndir: Sveitarstjórnarmól o.fl.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.