Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 25
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari. berta í Kanada. Við kynntumst fyrir fimm árum þegar við vorum bæði í skóia í Klettafjöllunum í Kanada. Þar spiluðum við mikið saman. Við höfum bæði verið í Sviss í vetur og haidið marga tónleika þar. Nú, þar sem ég er búin að fá stöðu við Kammerhljómsveitina í Zúrich verðum við David með tónleika þar og kannski víðar, á Ítalíu og í Frakk- landi. Þetta er svona langtímasam- starf." Það er nokkuð síðan Hlíf lauk formlegu námi í fiðiuleik en þá kom hún heim og kenndi í tvo vetur á Isa- firði, var síðan í lausamennsku í Reykjavík í hálfan annan vetur. Þá fór hún til útlanda í byrjun árs 1985 og hefur verið þar meira og minna síðan, einnig lausráðin, þar til núna að hún er komin með fasta stöðu við kammersveitina. Hún var spurð hvernig henni litist á það. „Mér líst vel á það. Þaö verða reyndar svolítil viðbrigði að vera með fasta stöðu. Vona að það komi reglu á fjárhaginn. Nei, að öllu gamni slepptu þá er þetta góð hljómsveit og mikið um að vera. Hún ferðast mikið og því hef ég mjög gaman af. Þannig að mér líst vel á þetta. Við komum til með að ferðast vítt og breitt. Það verður far- ið til Ameríku á næsta ári, til Þýska- lands í vetur. Það verður reyndar ekki farið til Rússlands, því það var gert í fyrra. En þetta er mjög spenn- andi og við fáum fína einleikara með okkur, toppfólk," sagði Hlíf að lokum. Þar sem Hlíf hefur störf hjá kammerhljómsveitinni í Zúrich 1. september næstkomandi verða tón- leikar hennar og Davids Tutts í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn einu tónleikarnir að sinni. Þeir hefjast klukkan fimm. -gpm Þetta eru þau Pálmi Gestsson, Edda Björgvinsdóttir, örn Árnason, Eggert Þorleifsson og margir fleiri á góðri stundu við tökur á kvikmyndinni Stellu Iorlofi. Tökum er nú lokið og hefur gengið vel þar sem þær hófust í byrjun júní sl. Myndin var tekin í Reykjavík og nágrenni og varla hefur hið góða veður (sumar spillt fyrir. Það verða rúmlega hundr- að manns sem koma fram í myndinni, þar af fjölmargir íslenskir gamanleikarar. Áætlað er að frumsýna myndina 18. október nk. og er þá orðið nokkuð langt um liðið síðan leikin íslensk kvikmynd var frumsýnd síðast. Þannig að nú er bara að hlakka til. Það er kvikmyndafélagið Umbi sf. sem framleiðir myndina. -gpm „Virkja öll skilningarvitin“ — segir Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur um bók sína Sveitin við sundin ,,Pad skemmtilega vid sagnfrœdi er að sumt fólk gelur lesið þrautleið- inlega texta, eins og t.d. skjöl, og haft gaman af. Eg held að áslœðan sésú að við höfum safnað í eins kon- ar sögusarp, búið til grind af fortíð- inni sem viö síðan festum alll á. Pá gelur einn lítill fróðleiksmoli orðið feikidýrmœtur af því að hann styrk- ir þá grind sem fyrir er. í dag það fyrst og fremst er eldra fólk sem hef- ur haft áhuga á sögu hérlendis, en nú er það aðatögrunin að ná til yngra fólksins." Sá sem þetta mœlir er Þórunn Valdimarsdóttir sagnfrœðingur sem var að senda frá sér heilmikið rit sem hún nefnir Sveitin við sundin. Par fjallar hún einkum um búskaparhœtti í Reykjavík á árun- um 1870-1950. Einhverjir ætla kannski að hér sé um þrautleiðinlegan texta að ræða, en það er nú öðru nær. Á síðum bók- arinnar vaknar til lífsins hin ósýni- lega Reykjavík aldamótanna með blóðugum hlaðvörpum, drukknum slátrurum, salernislaus með taði þöktum götum, krambúðum, gagg- andi hænsnum og tjölduðum hest- vögnum. „Öskrandi andstæður," segir Þórunn. Svo virðist sem ekk- ert vanti nema byssubófa og indjána til að fullkomna samlíkinguna við villta vestrið. Tískan var m.a.s. svip- uð. „I sagnfræði er um að gera að virkja öll skilningarvitin," segir Þór- unn, „líka nefið eins og Frakkar hafa svo rækilega bent á. Því fjalla ég jafnt um hlandforir sem smjör- fjöll. Og mannaskítur var lengi not- aður til að bera á tún.“ Eitt af því sem efldi Þórunni til dáða við ritun þessarar bókar, hjálp- aði henni sjálfri við að tengja fortíð og nútíð, var að hún rakst á langafa sinn og -ömmu í þeim skjölum sem hún var að grúska í. „Þá var langafi vinnumaður í Engey og vildi flytjast til Reykjavíkur," segir Þórunn: „Menn þurftu að sækja um búsetu- leyfi til bæjaryfirvalda og láta fylgja meðmælabréf, sem staðfestingu á því að maður gæti framfleytt sér. í bréfi sínu tíundar langafi allar eigur sínar, fisk, rúmföt. Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi að standa í slíkum bréfaskriftum. Á þessum tíma voru langafi og langamma trú- lofuð og áttu von á barni en ekki mátti segja frá óléttunni í bréfinu." Seinna rakst Þórunn svo á nafn ömmu sinnar og nöfnu á lista yfir börn sem fengu hálft skólagjald ókeypis. Þegar hún hverfur úr skjöl- unum er það til marks um að fjöl- skyldan hafi komið undir sig fótun- um í höfuðstaðnum. I bók Þórunnar er að vonum að finna margar gamlar ljósmyndir, kort og töflur, en líka gamlar auglýs- ingum sem oft eru einar til frásagn- ar um ýmislegt er lýtur að hvunn- dagssagnfræðinni, hlutum sem þóttu of sjálfsagðir til að þeirra væri getið i samtímaheimildum. Af aug- lýsingunum kemur t.d. fram að oft voru ritstjórar blaða milligöngu- menn þegar nautgripir voru seldir; hegningarhúsið auglýsir saltkjöt til sölu (!) og óskar eftir að kaupa 400—500 hesta af mó; smjör er til sölu í barnaskólanum; nýtt sauða- kjöt er víða auglýst í „heilum kropp- um“... Þórunn Valdimarsdóttir er von- góð um að 200 ára afmæli Reykja- víkur verði til að efla áhuga Reyk- víkinga á eigin sögu. „Nú er ekki lengur litið á það sem lífsgæði að afla sér þekkingar," segir hún. „Fólk tekur svo margt annað fram yfir. En ég vona þó að eftir því sem alþjóð- leg menning flæðir hér yfir vakni áhugi á sérkennum okkar sjálfra. Það skiptir svo miklu máli fyrir þjóðarvítundina." -JS Þórunn Valdimarsdóttir áritar bók sína á afmælisdaginn: „Aldamótaauglýsingarnar sýna hvað verslunarhættir voru dásamlega frjálsir. Brennivín fékkst t.d. nánast í hverri búð." BOKMENNTIR Börn í völtum báti Böðvar Guðmundsson: Vatnaskil Mál og menning 1986. Mál og menning hefur undanfarin ár gefið út tvær ljóðabækur á vori eða sumri, lesend- um til ánægju á björtum nóttum. Að þessu sinni var önnur þeirra Vatnaskil eftir Böðvar Guðmundsson, en fyrsta bók hans kom á markað 1964, Austan Elivoga. Vatnaskil er ekki stór bók, 27 ljóð á 44 síð- um og ber sitt heiti hvert. Ljóðin eru öll í frjálsu formi, en hefðbundin einkenni nokk- ur: óregluleg ljóðstafasetning á stöku stað, háttbundin hrynjandi í nokkrum ljóðum, rím naumast og þó: Óli Jóns - minning - Tvíeitt streymir fljótið tœrt og djúpt og lygnt þar sem áradalsheiðin er yfirskyggð en brýtur leirugt úr lágum eyrum í byggð. Þetta finnst mér vel gert og hef ekki fleiri orð um það. Annars eru yrkisefnin af ýmsu tagi: hetjur, hnífar, maradona heita þrjú ljóð, svo dæmi séu nefnd og segja þó harla lítið um innihald- ið. Böðvar beinir skeytum sínum að sýndar- mennsku og glaumi nútímans, gjarnan með skírskotun til fortíðar á einn eða annan hátt: Hetjur Pegar ég heyri um hetjuskapinn og sé allan eldmóðinn þá verður mér hugsað til kvennanna á Böggvisstöðum í Svarfaðardal sem urðu varar við nykur í pytti í Rollulœknum einn góðviðrisdag haustið 1810. Pœr tendruðu kyndlana sína og stungu þeim logandi í pyttinn. Aldrei varð hans vart eftir það. Eftirvænting nútímamannsins verður ör- vænting, draumlaus svefn hans er tilbreyting við „þrúgandi leiðindi/endalausra, þögulla daga.“ Örvita, „ósjálfbjarga drengir" vaxa að sönnu, en vitrir karlmenn eru eftir sem áður jafnósjálfbjarga, þótt þeir hafi kafað í undir- djúpin og grunað „leyndardóminn/um Guð.“ Það er vegna þess, að þeir finna ekki barnið í sjálfum sér, hafa týnt uppruna sín- um; þeir eru of stórir til að taka með sér að heiman söguna um Bláskjá. Og leiti þeir sér bjargar skera menn á vaðinn, en ekki óvætt- ur í bergi. Leiðin upp er síðan torsótt. Á aftari kápusíðu er mynd af höfundi, sæl- um á sólskinsfjalli, og þann tón er að finna í bókinni, bak við ádeiluna: Borg Dýrt varð um síðir framlag þitt til samgöngumála Henry Ford. Eg man ekki lengur sólheitan eim úr mosa og lyngi. Svo máttugt er kolmónoxíðið. Ég finn ekki á asfaltinu þá árglöðu vinda sem forðum blésu hlýtt á kinnum. Hœgt og hœgt gleymi ég gnýþungu ísabroti vorflauma. Pó blikar enn hátt í lofti flughraður vœngur við sól. Ég skyggni hönd fyrir augu og hugur minn fylgir honum á leið. Báðum fótum slíg ég í hundaskítinn. eftir Sölva Sveinsson Hér að leita óhamingjunnar. Þótt vindar blási hlýtt á kinnum sem hjá Jónasi forðum, og „flughraður vængur" bliki við sól, en ekki „birkiþrasta sveimur", er heimurinn samt breyttur, gömul gildi gleymd, því áleitinn er hinn nýi boðskapur erkibiskups. Innan um eru einkar persónuleg ljóð, rík að kennd: Vegamót Á Steinadalsheiði skiljast leiðir. Við ókum hana saman í sól og regni í roki og hríð í tunglsljósi og þoku. Það er ilmur úr jörð. Framundan bíða aðrar, nafnlausar heiöar. Vatnaskil, „markalína, þaðan sem vatn fellur í tvær áttir" segir m.a. í orðabók. Við getum haldið áfram á sömu braut og ekki til góðs, en á gagnvegum ganga þeir, semv. virða gömu! kynni. Vatnaskil er áleitin bók og þar er að finna nokkur ágæt ljóð. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.