Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 29
nna húsverkin. • Au-pair stelpur fró > heimilisstörf, en ffá ekki lengur kunningsskapar, eða hafði fundist fyrir algjöra tilviljun og hundaheppni. Mikið mun vera um það að fólk verði sér úti um au-pair stúlkur með því að auglýsa í er- lendum blöðum og margir viðmælenda okkar höfðu fengið stúlku vegna ábendingar annarr- ar af sama þjóðerni, sem þegar var komin til landsins. íslenskt kunningjafólk ræður greini- lega oft til sín erlendar vinstúlkur til barna- gæslu og léttra heimilisstarfa. Töluverður fjöldi mun vera af þessum erlendu au-pair stúlkum hér á landi, flestum frá hinum Norður- löndunum. Færeyskar ungmeyjar virðast t.d. ótrúlega margar á höfuðborgarsvæðinu, því þegar fjölskylda ein hvatti færeysku au-pair stúlkuna sína til að bjóða vinkonum sínum heim gátu þær ekki allar mætt, en voru þó tólf að tölu! Einnig höfum við fregnir af því að danskar au-pair stelpur í Vesturbænum í Reykjavík hafi með sér sérstök samtök, svo einhver fjöldi hlýtur að vera af þeim líka þegar allt er talið. ÞRÍFA FYRIR VINNUKONURNAR Yfirleitt fannst þeim fjölskyldum, sem nutu einhverrar heimilisaðstoðar, þær hafa dottið í lukkupottinn. Eitt vandamál áttu húsmæðurn- ar á viðkomandi heimilum þó sameiginlegt, sérstaklega ef þær þágu aðstoð við þrif og þvotta. Það voru sálarkvalirnar við að láta ókunna konu sjá óreiðu og óhreinindi á heimil- inu, ásamt illviðráðanlegri sektarkennd yfir því að borga kynsystur sinni fyrir að „skafa undan sér skítinn", eins og einn viðmælandi HP komst að orði. Ófáar húsmæðurnar viður- kenndu að hafa tekið til og þrifið „svona örlít- ið" áður en þær tóku á móti vinnukonunni sinni, að minnsta kosti í upphafi. Ein kona fór t.d. alltaf heim í hádeginu og lagaði til, þá daga sem von var á heimilishjálpinni eftir hádegi. Óvenjulegasta dæmið um nútímavinnukonu er óumdeilanlega prófessorinn við Háskóla ís- lands, sem sagan segir að hafi fengið til sín írskan munk einu sinni í viku. Því miður náðist ekki í umræddan háskólamann til þess að fá sögusögnina staðfesta, en eftir að hafa talað við Father Bradshaw hjá kaþólska söfnuðin- um í Breiðholti, skýrðist málið. Father Bradshaw tjáði okkur, að allt þar til fyrir u.þ.b. tveimur árum hefðu kaþólskir trú- boðar frá írlandi tekið að sér smávægilega húshjálp fyrir fólk. Sagði hann, að nú hefði verið tekið fyrir þetta, sökum þess að trúboð- arnir fengju ekki lengur atvinnuleyfi hér á landi vegna aukins atvinnuleysis meðal íslend- inga. Hér væru hins vegar ekki munkar og nunnur á ferð, heldur almennir írskir borgarar. Sagan um írska munkinn er því að öllum lík- indum bæði nokkurra ára gömul og eilitið af- bökuð eins og kemur gjarnan fyrir bestu sög- ur. Óneitanlega er hún þó skemmtileg. AUGLÝSTI í MÖRGUM ERLENDUM BLÖÐUM Helgarpósturinn sneri sér að lokum til Krist- ínar S. Kuaran, alþingismanns, sem á tæplega tveggja ára dóttur, og spurði hvernig hún hefði leyst sín barnagæslu- og hreingerningamál. „Þessa tvo vetur, sem ég hef setið á þingi eft- ir að yngsta dóttir mín fæddist, hef ég verið svo heppin að hafa haft au-pair stúlkur á heim- ilinu. Eg á síðan afar duglega 12 ára stelpu, sem hefur passað systur sína á sumrin eftir að skóla lýkur. Þetta hefur þannig verið sumar- vinnan hennar." — Hvernig komstu í samband vid þessar ertendu stúlkur? „Eg auglýsti í útlendum blöðum. í fyrra aug- lýsti ég bara í Færeyjum, en árið á undan aug- lýsti ég í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og fékk að endingu norska stúlku. Núna í augnablik- inu er ég aftur með auglýsingu í blaði í Færeyj- um, því ég var mjög ánægð með færeysku stelpuna sem var hjá mér í vetur. Það er allur gangur á þessu hjá þeim konum, sem ég hef rætt málið við og eru í sömu spor- um. Ein þeirra hefur haft nokkrar sænskar stelpur, sem m.a. hafa vísað hver á aðra. Það er auðvitað mjög þægilegt og talsvert örugg- ara en að fá gjörókunnuga stúlku. Annars hef ég verið frábærlega heppin með au-pair stúlk- urnar mínar." — Er ekkert óþœgilegt ad fá allt í einu ókunna manneskju inn á heimilid? „Við höfum lagt áherslu á að fá til okkar stelpur sem eru áhugasamar t.d. um íþróttir eða annað tómstundastarf. Sú fyrsta æfði karate og var í því öllum stundum. Þessar stúlk- ur eiga auðvitað frí á kvöldin og um helgar, sem þær geta nýtt á þann hátt sem þeim sýn- ist. Sú færeyska var á hinn bóginn sundkona og æfði og keppti í sundi í sínum frítímum. Auðvitað er þeim alveg velkomið að vera hér á heimilinu öll kvöld og helgar, en þær hafa gott af því að kynnast íslenskum krökk- um á líku reki. Þetta verða þá félagar, sem þær geta farið með í bíó og annað slíkt. Ég vil þess vegna mjög gjarnan að þær hafi eitthvað áhugamál, því þannig myndast strax kunn- ingsskapur og þeim leiðist þá ekki á meðan! Þetta léttir óneitanlega líka á því sem þú varst að inna eftir, varðandi það að fá ókunna manneskju inn á heimilið til langdvalar. Það er sem sagt síður en svo erfitt, a.m.k. ef þetta eru áhugasamar og mannblendar stelpur. Við hjónin spyrjum fyrst og fremst um tvennt, þegar svona ráðning stendur fyrir dyr- um. Númer eitt er það hvort þær reykja. Ef svarið er já, koma þær alls ekki til greina. Önn- ur spurningin er hvort þær hafi eitthvað sér- stakt áhugamál, sem þær sinna í tómstundum. Ef svarið við því er lítið afgerandi, er hætt við að þeim komi til með að leiðast hérna. Þetta hljómar kannski eins og endalaus áróður fyrir íþróttum, en það sýnir sig einfaldlega að fólk, sem á sér áhugamál, er fljótara að falla inn í þjóðfélagsmunstrið og hangir ekki heima í leiðindum." MUNAÐUR Vinnukonuleysi síðari tíma er auðsjáanlega leyst á ýmsan máta. Störfum hinna dæmi- gerðu vinnukvenna á árum áður hefur verið deilt niður og þeim dreift á fjölskyldumeðlimi og aðkeyptan vinnukraft af nýja skólanum. Því má svo heldur ekki gleyma, að allflest heimili búa nú yfir tímasparandi tækjum, sem ekki þekktust á tímum vinnukvenna fyrr á öldinni. Aðstoð við þrif og barnagæslu verður þó enn að kallast munaður, á sama hátt og vinnukon- urnar í gamla daga voru aðeins á heimilum hinna efnamestu í þjóðfélaginu. Flest þekkjum við dæmi um mannmörg heimili þar sem báð- ir foreldrar vinna úti, en í stað þess að fá hús- hjálp fer húsmóðirin jafnvel í skúringavinnu úti í bæ eftir fullan vinnudag annars staðar. Réttlætinu verður víst seint fullnægt — í þessu máli sem öðrum. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.