Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 14
RIS O G FALL HALLÆRISPLANSINS A tvöhundruö ára afmœli Reykjavíkurborgar rifjar HP upp einn yngsta og jafnframt girnilegasta bitann af nútímasögu borgarinnar. Hver var orsökin fyrir tilurö og síðar hnignun lífsins í miöbœnum; þegar bœrinn iöaöi af lífi á tímum HALLÆRISPLANSINS? tæki tii að nota það. í gegnum þennan ytri hring lá leiðin úr þeim innri þar til krakkarnir voru orðnir of gamlir til að hanga á Planinu og gátu farið á lögleg fyllirí í þar til gerðum húsum. Innan um og saman við þvöguna mátti rek- ast á sérstaka verndara krakkanna. Það var fólk sem var gert út af bæjaryfirvöldum tii að vernda krakkana fyrir sjálfum sér, lögregl- unni og öðrum válegum vegfarendum. Uppí Grjótaþorpi vakti síðan amman hún Laufey yfir velferð blessaðra barnanna, vopnuð þol- inmæði, brjóstviti og fjórum klósettum. Laufey þessi varð síðar fræg af danslaga- texta er fjallaði um hana og annan fylgifisk hallærisins, Krókódílamanninn. Sá hékk niðrí kjallaratröppum, haldinn nánast ban- vænni greddu og með höfuðið fullt af ógeðs- legum hugsunum, að því er segir í kvæðinu. Þar sat hann fyrir rænu- og veglausri píu til að fara með út á nes og taka þar tak’enni. Þótt Laufey komi í veg fyrir það í dægurlag- inu hafa þeir sem til þekkja það fyrir satt að veiðiferðir Krókódílamannanna hafi ekki alltaf verið svo snubbóttar. Undir það að Krókódílamaðurinn fór á kreik tóku krakkarnir að tygja sig til heim- ferðar og áttu margir langa leið fyrir hönd- um. Þeir komu ofan úr Breiðholti og sunnan úr Firði til að ganga sinn hring og þangað urðu þeir aftur að hverfa, ýmist gangandi, leigubílandi eða jafnvel í lögreglufylgd. En þegar líða tók að jólum árið 1983 urðu þeir sífellt færri er lögðu leið sína niður á Plan og um miðjan vetur lét varla nokkur maður sjá sig þar. Þrátt fyrir spár margra reis Hallærisplanið ekki upp frá dauðum með samræmdum prófum og hækkandi sól. Og þar sem kynslóðaskipti verða með leiftur- hraða á unglingsárunum eru nú komnar fram á sjónarsviðið nokkrar slíkar sem hafa ekki minnstu hugmynd um hvað Hallæris- planið var. Þær og aðrar á eftir þeim verða ofurseldar tröllasögum þeirra er reyndu og hinum ævintýralegu rituðu heimildum. Þeir sem áttu sín gullár á Planinu munu fóðra eftir- komendur sína á eftirsjá sinni og verða álíka trúverðugir og þeir sem lýstu dásemdum vinstri umferðar — rúntinum — voru þeim sjálfum. Aðrir munu verða trúir hryllings- sögunum og pískra um þennan myrka kafla í íslandssögunni í smáum og samhengislitl- um köflum. Hallærisplanið er ekki lengur til og bíður þess að verða efni í sögur, bæði vísindalegar og annarrar gerðar, á meðan þjóðin, sem er svo elsk að hallærum, gleymir sér í öðrum. Hallœrisplanid er ekki lengur lil. Þetta plan var þeim er fylgdust rned í gegn- um blöd og bílrúdur hrœðilegra en öll sam- anlögð síldarplön Islandssögunnar, en þeim er svömluðu í hringiðunni einskonar astral- plan ungdómsins. Nú er það ekki lengur til. Það dó að sögn fróðra manna síðla árs 1983. Þar heitir nú Hótel íslands-plan. Dúnarorsök þessa fyrirbrigðis vefst fyrir mönnum. Sumir benda ú að fyrripart þessa vetrar hafi verið óvenju snjóþungt og fylk- ingin smúmsaman gerst fúskipaðri í fann- ferginu. Aðrir telja að óprúttnir bissniss- menn hafi breytt krakkaþyrpingunni í mark- að og þurrmjólki þú nú í spilavítum og dans- húsum. Aðrir vilja meina að loks hafi þrot- laust starf œskulýðsleiðtoga í þar til gerðum miðstöðvum skilað sér. Enn aðrir standa ú því fastar en fótunum að unglingarnir hafi barasta gefist upp ú því að vera vandamúl og ■séu nú sestir við hliðina ú foreldrunum fyrir framan vídeótœkin. Það sem rekur á eftir lausn þessarar gátu er að þetta margfræga plan virðist hafa dreg- ið ekki síður margfrægt fyrirbrigði með sér í gröfina. Unglingavandamálið. Samkvæmt talningu fjölmiðlafræðinga kom þetta orð álíka oft fyrir á prenti á þem áratug, er hall- ærið á planinu varði, og hið hrollvekjandi orð „verðbólga". Og að áliti þessara sömu fræðinga var verðbólgubálið einungis sinu- bruni samanborið við þann hrylling er ung- lingavandamálið skapaði í hugum lesenda. Fólk geystist fram á ritvöllinn til að létta af sér hugarangrinu. í lesendabréfum dagblað- anna mátti lesa um óalandi og óferjandi skríl er væri að hertaka bæinn okkar, æti sorp og hrifsaði mat af fólki á veitingastöðum. Þar mátti sjá fyrirbænir guðhrædds fólks fyrir framtíð þessarar þjóðar er hafði þraukað um aldir til þess eins að steypast í glötun er í alls- nægtirnar kom. Lífsreyndir menn bentu í þessum bréfum á togaraútilegur sem lækn- ingarmeðal fyrir firrta unglinga og bættust þeir þá í hóp stjórnmála- og listamanna er áður höfðu verið dæmdir tl sömu vistar. Stjórnarandstæðingar fundu á Hallærisplan- inu enn eina sönnunina fyrir röngum fjár- veitingum þáverandi stjórnar og hvernig þær bitnuðu á þeim sem síst skyldi. Þessu svöruðu unglingarnir svo á sömu síðum og sögðust ekki vita hvað pabbi og mamma væru að derra sig því þau væru oft- ar en ekki full og röflandi einhverja helvítis vit'eysu. Krakkar nenntu ekki að hanga heima og horfa á einhverjar hrútleiðinlegar fræðslumyndir, maður er nefndur og allt þetta nefndakjaftæði. Svo loksins þegar krakkarnir færu að gera eitthvað skemmti- legt þá yrði fullorðna fólkið galið og færi að væla í blöðunum. Aldrei fyrr hafði þjóðin klofnað í svo stríð- andi fylkingar. Fornhugar töldu að nú væri komin sú úrslitastund er bræður bærust á banaspjót og hinir kristnu höfðu einnig sína fyrirspáðu voðastund í huga er sonur snerist gegn föður sínum og dóttir gegn móður. Sáttfúsir reyndu að bera klæði á vopnin og fara bil beggja en raddir þeirra urðu ein- hvernveginn of tvístígandi og leiðinlegar til að nokkur legði eyrun við. A meðan þessu fór fram reyndu aðrir að hafa atvinnu af ástandinu. Félagsfræðingar reyndu að mæla þvöguna og sundurgreina eftir aldri, trúarskoðunum, blaðalestri og stöðu í systkinahópi. Blaðamenn geystust á staðinn með spurninguna „Hvað er það sem dregur þig hingað?” í farteskinu og hunskuð- ust síðan heim með „Hérna eru allir“ og komust að því að það átti bæði við um ung- linga og blaðamenn. Tilvonandi skáld og rit- höfundar runnu saman við fjöldann og drukku i sig líf unglingsins i dag, dulbúnir í fermingarföt og mútur. Lögreglan hellti í sig nokkrum kaffibollum til að losna við upp- safnaðan óttann við krakkaþvöguna og drifu síðan í því að hreinsa bæinn. Aðrir, sem ekki töldust til unglingavanda- málsins en tóku þátt i hallærinu, voru á vappi í miðbænum. Fullorðin hjón fóru í kvöldbíltúr í bæinn með alla glugga kyrfi- lega lokaða. Hún með prjón í gegnum hatt og heila og hann tilbúinn til þess að stíga bensíngjöfina í gegnum gólfið ef stjórnlaus unglingur með rakvélarblað í enninu ældist út úr þvögunni og gerði sig líklegan til að éta vélarhlífina. Aðrir, sem töldu sig til fullorð- inna, hættu á að ganga í gegnum hópinn þar sem hann var þynnstur og jafnvel tala upp- hátt á leiðinni á ball. Nokkrir hinna lög- vernduðu róna bæjarins reyndu að finna sér stað í þessari annarlegu tilveru en megnið af stéttinni hafði gefist upp á ástandinu og látið þurrka sig til að komast á brott. Hringiðan sjálf, hinir hræðilegu umskipt- ingar sem álitu sig bara krakka, gengu hring eftir hring í Kvosinni til að verjast ágangi frosts og ofankomu. Margir reyndu ráð feðr- anna og drukku sér til hita þar til þeir gátu gengið með fráhneppt niðrá maga móti frostbylnum og sofnað í mjúkum skafli. Smá- píur kunnu það eina ráð að flissa í sig hlýju og ylja sér við þann draum að vera húkkaðar uppí kagga af einhverjum bílatöffurum. Sumir slógust út úr leiðindum eða vissu ekk- ert skemmtilegra. Aðrir fóru fljótlega heim eftir að hafa sýnt sig á staðnum. Utan um þennan hring vafði síðan annar ráðsettari sig. Hann skipuðu þeir er voru með bílpróf eða höfðu fengið náð fyrir aug- um einhvers er hafði slíkt upp á vasann og 14 HELGARPÓSTURINN leftir Gunnar Smára Egilsson myndir Jim Smarti

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.