Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 6
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÖSTSINS! Bandalag jafnaðarmanna að purrkast út. Alþýðuflokkurinn held- ur fylgisaukningunni. Traust fylgi Kvennalista. Framsókn og Alþýðu- bandalag eiga undir bögg að sækja. TAFLA I FYLGI FLOKKANNA Staða flokkanna nú skv. HP-könnuninni, auk kannana Félagsvísindastofnunar og DV frá því í maíbyrjun, HP- könnunnar frá því í nóvemberlok og úrslita alþingiskosninganna 1983. Tölurnar sýna hlutfall þeirra sem tóku afstöðu. SJÁLFSTÆDISfLOKKURINN Helgarpósturinn hefur látið gera skoðanakönnun um fylgi stjórn- málaflokkanna. Þetta mun vera fyrsta skoðanakönnun afþessu tagi síðan fyrir bœjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar í vor, en ekki er ólík- legt að búast megi við hrinu skoð- anakannana þegar nœr dregur þingsetningu í haust. Af þessari könnun er Ijóst að staða Sjálfstœðis- flokks er sterk um þessar mundir, hann bœtir við sig um 5—7% frá síð- ustu skoðanakönnunum. Alþýðu- flokkurinn virðist halda fylgisaukn- ingu sinni og vel það, en Alþýðu- bandalagið er heldur í lœgri kantin- um. Bandalag jafnaðarmanna er á stöðugri niðurleið og fengi líklega engan þingmann kjörinn ef gengið yrði til kosninga nú í haust. Fylgi Kvennalistans virðist orðið mjög stöðugt og ekkert burtfararsnið á honum úr stjórnmálunum. Fram- sóknarflokkurinn vann nokkuð á í skoðanakönnunum á fyrri helmingi þessa árs, en nú virðist fylgi hans hafa dalað aftur á landsvísu, líkt og reyndar gerðist í skoðanakönnun- um í fyrrasumar. Þess ber að geta að síðustu skoðanakannamr um fylgi flokkanna voru gerðar á tíma bœj- ar- og sveitarstjórnarkosninganna og kunna að hafa mótast afþví. Þœr eru því eftilvill ekki að öllu leyti marktœk viðmið, sem úrslit bœjar- stjórnakosninganna eru náttúrlega ekki heldur, því þar falla atkvœði mjög á annan veg en í alþingiskosn- ingum. Helgarpósturinn innti kjósendur líka eftir því hvort þeir vildu láta kjósa nú í haust. Af þeim sem tóku afstöðu kærði nokkur meirihluti sig ekki um haustkosningar eða 59.1% en 40.9% vildu láta kjósa. Enda virðist það nokkuð ljóst að ekki verði kosið fyrr en i vor. Reyni maöur að gera sér grein fyrir þingstyrk flokkanna í Ijósi HP- könnunarinnar kemur á daginn að Alþýðuflokkurinn fengi 12 þing- menn en hefur nú 6. Framsóknar- flokkur fengi 7 þingmenn en hefur 14. Bandalag jafnaðarmanna fengi engan þingmann en hefur 4. Sjálf- stœðisflokkur fengi 27 þingmenn en hefur 23. Alþýðubandalag fengi 9 þingmenn en hefur 10, og Kvenna- lisli fengi 5 þingmenn en hefur 3. Hér er gert ráð fyrir þingmanna- tölunni 60, einsog nú er. i næstu kosningum verða þingmennirnir 63, og samkvæmt HP-könnuninni hreppir Framsókn einn þeirra, en Sjálfstæðisflokkur tvo. Alþýðuflokkur má mjög vel við niöurstöður könnunarinnar una. Hann virðist hafa bætt talsvert við sig á Reykjanesi, þar sem flokkurinn vann einmitt stórsigra í bæjarstjórn- BANDARÍKJAMENN ÓVINSÆLIR — nú í kjölfar hvaladeilunnar. 70% telja að varnarsamstarfið eigi að endurskoða. Þátttakendur í skoðanakönnun Helgarpóstsins voru ennfremur spurðir að því hvort þeir teldu að endurskoða ætti varnarsamstarfið við Bandaríkin í kjölfar hvaladeil- unnar og þess þrýstings sem Banda- ríkjastjórn hefur beitt íslendinga í þessu máli. Af niðurstöðunum að dæma er greinilegt að mikill urgur er í Islendingum gagnvart vinaþjóð- inni í vestri, því hvorki meira né minna en 70.6% þeirra sem taka af- stöðu telja að varnarsamstarfið eigi að endurskoða að undangenginni hvaladeilunni. Það vekur athygli að í þessu tilfelli er hlutfall óákveðinna mjög lágt, aðeins rúm 11%. arkosningunum. Fylgi hans á lands- byggðinni helst nokkuð svipað og í fyrri könnunum, en dalar eilítið í Reykjavík. Framsóknarfiokkurinn er enn í sama öldudalnum og í bæjarstjórn- arkosningunum. Fylgi hans í Reykjavík og á Reykjanesi er sem fyrr sáralitið, en hinsvegar virðist hann rétta nokkuð hlut sinn á lands- byggðinni. Framtíð Bandalags jafnaðarmanna er mjög óviss. Mikill losarabragur hefur verið á flokknum undanfarið ár og fylgið heldur áfram að dvína. Bandalagið tapar enn heilu prósenti frá síðustu HP-könnun og virðist nú- orðið eiga sér ansi fáa formælendur á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að teljast sigurvegari þessarar skoð- anakönnunar, enda þótt flokkurinn hafi átt í ýmsum erfiðum málum að undanförnu. Flokkurinn bætir veru- lega við sig á landsbyggðinni frá síð- ustu HP-könnun, en í Reykjavík og á Reykjanesi er fylgið jafnt og traust. Alþýðubandalagið er heldur í lægri kantinum að þessu sinni, en reyndar taldist það sigurvegari HP- könnunarinnar í nóvember í fyrra. Ekki er ólíklegt að Alþýðubandalag- ið gjaldi innri sundrungar í flokkn- um og þá er Guðmundarmálið kannski ekki síður ofarlega í hugum kjósenda. Einsog áður kom fram virðist Kvennalistinn óðum vera að skjóta rótum í íslenskum stjórnmálum. Það vekur athygli í þessari könn- un hversu mikið lausafylgið er, sá hópur virðist stöðugt fara vaxandi. Óákveðnir á landsvísu eru ríflega 21%, en 15.8% kæra sig ekki um að svara. Stór hluti þeirra sem óákveðnir eru telst án efa til vel upp- lýstra kjósenda, sem bíða þess átekta hverju fram vindur í stjórn- málalífinu. Helgarpósturinn spurði ennfrem- ur að því hver afstaða kjósenda til ríkisstjórnarinnar vœri. Þar er hlut- fall óákveðinna hvorki meira né minna en 29.4%. Af þeim sem tóku afstöðu kváðust 55.5% styðja ríkis- stjórnina, en 44.5% sögðust andvig- ir henni. En hlutfall óákveðinna hlýtur að segja sína sögu. GREINARGERÐ SKÁÍS Þessi skoðanakönnun var gerð um síðustu helgi. Hringt var í 800 einstaklinga skv. tölvuskrá yfir símanúmer fyrir allt landið. SpurniBgunum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var miðað við jafnt hlutfall kynja. Úrtakið skiptist í þrjú svæði: Reykjavík (306 símanúmer), Reykjanes (182 símanúmer) og landsbyggðin, þ.e. kjördæmi önn- ur en Reykjavík og Reykjanes (312 símanúmer). Spurt var: Ef kosið vœri til alþingis núna hvaða flokk myndiröu kjósa? Styður þú ríkisstjórnina eða ekki? Telur þú að kjósa eigi í haust? Telur þú að endurskoða eigi varnarsamstarfið nú í kjölfar hvaladeilunnar? Niðurstöðurnar birtast í með- fylgjandi töflum. HP nú Fél.vís.st. 13. maí DV 2. maí HP 21. nóv. Kosn. 1983 Alþýðuflokkur 19.0% 15.5% 13.5% 18.6% 11.7% Framsóknarflokkur 11.9% 15.4% 20.8% 14.4% 18.5% Bandalag jafnaðarmanna 1.6% 3.7% 3.0% 2.3% 7.3% Sjálfstæðisflokkur 44.4% 39.8% 39.1% 37.4% 38.7% Alþýðubandalag 14.3% 15.9% 15.3% 19.2% 17.3% Kvennalisti 8.1% 9.0% 8.3% 6.9% 5.5% Flokkur mannsins 0.6% 0.7% - 1.3% - TAFLA II ALLT LANDIÐ Fjöldi % af heild % þeirra er tóku afstöðu Alþýðuflokkur 96 12.0 19.0 Framsóknarflokkur 60 7.5 11.9 Bandalag jafnaðarmanna 8 1.0 1.6 Sjálfstæðisflokkur 224 28.0 44.4 Alþýðubandalag 72 9.0 14.3 Kvennalisti 41 5.1 8.1 Flokkur mannsins/aðrir fl. 3 0.4 0.6 Óákveðnir 170 21.3 - Kj. ekki/sk. auðu/neita 126 15.8 - TAFLA III REYKJAVÍK Fjöldi % af heild % þeirra er tóku afstöðu Alþýðuflokkur 32 10.5 16.8 Framsóknarflokkur 11 3.6 5.8 Bandalag jafnaðarmanna 4 1.3 2.1 Sjálfstæðisflokkur 89 29.1 46.6 Alþýðubandalag 33 10.8 17.3 Kvennalisti 21 6.9 11.0 Flokkur mannsinsfaðrir fl. 1 0.3 0.5 Óákveðnir 67 21.9 — Kj. ekkifek. auðu/neita 48 15.7 - TAFLA IV REYKJANES Fjöldi % af heild % þeirra er tóku afstöðu Alþýðuflokkur 34 18.7 26.0 Framsóknarflokkur 7 3.8 5.3 Bandalag jafnaðarmanna 4 2.2 3.1 Sjálfstæðisflokkur 58 31.9 44.3 Alþýðubandalag 13 7.1 9.9 Kvennalisti 15 8.2 11.5 Flokkur mannsinsteðrir fl. 0 0.0 0.0 Óákveðnir 32 17.6 - Kj. ekki/sk. auðu/neita 19 10.4 - TAFLA V LANDSBYGGÐIN Fjöldi % af heild % þeirra er tóku afstöðu Alþýðuflokkur 30 9.6 16.5 Framsóknarflokkur 42 13.5 23.1 Bandalag jafnaðarmanna 0 0.0 0.0 Sjálfstæðisflokkur 77 24.7 42.3 Alþýðubandalag 26 8.3 14.3 Kvennalisti 5 1.6 2.7 Flokkur mannsins/aðrir fl. 2 0.6 1.1 Óákveðnir 71 22.8 - Kj. ekki/sk. auðu/neita 59 18.9 - Á AÐ ENDURSKOÐA Ernarsamstarfið NÚ í KJÖLFAR HVALADEILUNNAR? ALLT LANDIÐ Fjöldi % af heild % þeirra er tóku afstöðu Já 463 57.9 70.6 Nei 193 24.1 29.4 Óákveðnir 91 11.4 - Neita að svara 53 6.6 - 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.