Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST HVALAMÁLIÐ tók nokkuð óvænta kúvendingu á rokkhljóm- leikum á Arnarhóli á þriðjudags- kvöldið og ætlum við að ónota- hrollur hafi farið um Halldór sjáv- arútvegsráðherra Asgrímsson. Þarna var orðhákurinn Bubbi Morthens að troða upp ásamt hljómsveit. Bubbi gat ekki á sér setið að halda yfir fjölmenninu á hólnum (og þeim sem á horfðu í sjónvarpi) stutta tölu um hvalamál- ið. Þar kom fram að Bubbi er ákafur hvalfriðunarsinni, líkt og löngu burtkaliaður stórmálari sem hann vitnaði í, enda hét lagið sem hann flutti og fjallar um hvaladráp ,,Er naudsynlegt að skjóta þá. . .“ Þarna þykir okkur sýnt að popp- goðið hafi snúið þúsundum ís- lenskra ungmenna, aðdáendum sínum heitum, á band með græn- friðungum. HÁSKÓLINN hefur yfir að ráða húsnæði víðsvegar um bæinn sem kunnugt er. Nokkrar deildir hafa aðsetur að Nóatúni 17, þ.á.m. matvælafræðin. Þaðan berast nú sárar kvartanir, bæði frá stúdent- um svo og starfsliði skólans, um ónæði. Þannig er mál með vexti að Jón Óttar Ragnarsson næring- ardoktor og framkvæmdastjóri Hins íslenska útvarpsfélags not- færir sér grimmt starfsaðstöðu sína í húsakynnum háskólans til að ganga erinda Útvarpsfélagsins. Stundum hefur hann verið í Nóa- túninu með eina þrjá starfsmenn félagsins sem lögðu undir sig ljós- ritunarvél, tölvu og síma Háskól- ans. Einhverju sinni auglýsti Út- varpsfélagið eftir starfskröftum og var umsækjendum beint á skrif- stofu Jóns Ottars og hlykkjuðust þeir í röð út um alla ganga, stúd- entum til mikillar gremju. Að sögn eru þeir hættir að skilja kaffibrús- ana sína eftir á glámbekk því brögð hafa verið að því að kaffi- þyrstir útvarpsáhugamenn hafi tekið þá til handargagns. .. VIÐ KRÝNINGU fegurðar- drottningar Islands í vor var boðið hingað til lands sem heiðursgesti við athöfnina Zach nokkrum Galligan sem hefur unnið það sér til frægðar að hafa leikið eitt aðal- hlutverkið í Gremlins Stevens Spielbergs. En hann kom ekki einn. Með honum kom blaðamað- ur New York tímaritsins Details, Stephen Saban að nafni. Blaðið heldur sig við Manhattan í New York með útbreiðslu. En í sumar- hefti blaðsins í ár er löng grein um ísland, fimm síðna grein. Þar segir Saban frá för þeirra félaga til íslands og ber landi og þjóð al- mennt vel söguna, af lestrinum má sjá að maðurinn hafi heillast af landinu. En hann var ekki eins hrifinn af þeim sem sátu við há- borðið við krýningarhátíð ungfrú- arinnar ísland. Orðrétt segir hann um setunautana: ,,Davíd Oddsson yrti aldrei á okkur, þar sem hann var alltof upptekinn við að hafa ofan af fyrir tveimur fallegum konum. Ónnur var kona hans Ástríöur Thorarensen. /. . ./ Einnig var við borðið fulltrúi ferðaskrif- stofu, Ingólfur Guöbrandsson og útgáfa íslands af Steven Spielberg, Hrafn Gunnlaugsson. Hrafn varð fýlulegur á svipinn strax og það ágerðist eftir því sem á kvöldið leið.“ Svo mörg voru þau orð. . . VIÐ SÖGÐUM fyrir skemmstu frá hneykslun kvenréttindakonu, sem fékk afhent flugstjórabarm- merki handa syni sínum í innan- landsflugi, eftir að flugfreyjan hafði fullvissað sig um að barnið væri örugglega karlkyns. Að þessu tilefni fengum við upphringingu frá fjölskylduföður, sem fór með tvo stráka og eina stelpu í flugferð með Flugleiöum og varð fyrir svipaðri reynslu. Þegar maðurinn bað flugfreyjuna um að láta stelp- una einnig fá flugsí/óramerki eins og strákana, harðneitaði hún að verða við þeirri ósk. Sagði hún, að það myndi áreiðanlega ekki líða á löngu þar til barnið vildi skipta um og fá flugfrey/'umerki og hún væri með þessu að forðast slíkt umstang síðar í flugferðinni. Ein- mitt það, já. .. KÚLUTORFUHVERFI er nú vœntanlegt í okkar tvöhundruö ára borg. Þeir Tryggvi Hanssén torfhleðslumaður og Einar Þor- steinn kúluhúsamaður hafa tekið höndum saman og ætla í samein- ingu að kenna landsmönnum að hlaða torfi í hvolflaga byggingar eftir svipaðri forskrift og írsku borghúsin sem þekktust um aldir meðal íslendinga, sem fjárhús og smalaskálar. Hvor í sínu lagi hafa þessir tveir sérstæðu byggingar- forkólfar barist fyrir útbreiðslu sinnar byggingarstefnu um árabil. Nýlega námu þeir svo land í sameiningu í Vatnsmýrinni, niður undir gamla Tívolí. Þar kennir nú þegar vísis að þorpi og er ætlunin að fyrir haustið verði þar fjórar torfhlaðnar hvelfingar auk skúlp- túra. Almenningi gefst að hafa nasasjón af þessum fram- kvæmdum á námskeiðum næstu tvær helgar —■ þurfa ekki annað en að mæta í Vatnsmýrina klukkan tíu á laugardag... HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR Afmælisóður Oft líkist hundur herra „Annars kemur fólki þetta ekkert við. Þaö eru í hinu betra sem verra: allir orönir hundleiöir á þessari vitleysu sem hvalamáliö er oröiö. . ." Eins og Davíð er borgin dávíð, en dálítið skortir á að hún geti — Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., þegar DV innti hann eftir því hvort Japanir þyrðu að kaupa hvalafurðir af ótta við refsiaðgerðir talist smáfríð. Bandaríkjamanna. Niðri. Ert þú varðhundur flokksforystunnar? Þráinn Bertelsson „Nei." — Er þetta þá enn eitt dæmið um sigur lýðræðiskyn- slóðarinnar? „Nú kem ég hreinlega af fjöllum. Þessar skilgreiningar um einhver stríðandi öfl í Alþýðubandalaginu tek ég ekki mjög alvarlega. Og . . . ég er ekki fulltrúi eins né neins þarna nema hins óbreytta alþýðubandalagsmanns." — Ertu neyðarúrræði? „Aðrir verða nú að svara því en hins vegar hef ég það fyrir satt að í leitinni að nýjum ritstjóra hafi mitt nafn komið tiltölu- lega snemma upp." — En hvernig stendur eiginlega á því að þú ert orðinn ritstjóri? „Nú verður þú að spyrja þá sem réðu mig." — Var þér boðin staðan af því að þú ert góður og gegn alþýðubandalagsmaður? „Það eru nú svo margir góðir og gegnir alþýðubandaglags- menn. Ætli það hafi ekki komið inn í myndina að allt mitt ævi- starf er á einhvern hátt tengt fjölmiðlum." — Hvaða reynslu hefur þú af blaðamennsku? „Ég hef nú unnið hjá tveimur ágætum mönnum sem blaða- maður, hjá Matthíasi Johannessen á Morgunblaðinu og Jónasi Kristjánssyni þegar hann var á Vísi, og ég held að ég hafi lært heilmikið af þeim báðum. Ég hef líka alla tíð skrifað töluvert í blöð og vann líka sem dagskrárgerðarmaður á sjónvarpinu, sem er ein tegund blaðamennsku." — Telur útgáfustjórn Þjóðviljans þá sumsé vera heppilega lærifeður? „Ég hef nú bara ekki spurt þá, né nokkurn annan, að því hvort þeir væru heppilegir lærifeður. Ég sé ekki betur en að þeim hafi gengið mjög vel að reka sín blöð." — Kom það þér á óvart að þér skyldi vera boðið að setjast í ritstjórastól? ,Já." — Af hverju? „Ég hafði bara hreinlega ekki leitt hugann að því að taka þátt í pólitísku starfi nema bara eins og hver annar og . . . hafði ein- hvern veginn ekki leitt hugann að því að helga tíma minn stjórn- málaumræðunni." — Ertu sleipur í pólitíkinni? „Ég væri nú ekki sleipur í henni, ef ég segði já." — Var það sérstaklega tekið fram við þig að þú yrðir pólitískur ritstjóri? „Mér var ekki boðið starf með neinum sérstökum titli áföst- um við ritstjórastarfið, þ.e. hvorki sérstaklega pólitíkur né sér- staklega menningarlegur. Ég legg vonandi hæfilega mikla áherslu á hvort svið." — IMú eruð þið össur báðir sterkir persónuleikar og hafið gaman af því að vera í sviðsljósinu. Er pláss fyrir ykkur báða á blaðinu? „Þá verður bara að stækka plássið. Þjóðviljinn er vaxandi blað, það verður nóg pláss, biddu fyrir þér." — En þarf þrjá ritstjóra á sextán síðna blað? „Því betur sem hlutunum er stjórnað, þeim mun meiri ár- angri skila þeir. Þar að auki veit maður aldrei hvað blöð geta stækkað. Þegar ég var blaðamaður á Vísi var hann tólf síður, og eitthvað sýnist mér hann hafa stækkað síðan. Það er nóg vaxt- arrými í þessu þjóðfélagi okkar." — Leggst vel í þig að fara inn á Þjóðviljann? ,Já, mér finnst þetta ákaflega spennandi verkefni." — Ætlarðu þá að láta kvikmyndagerðina lönd og leið? „Ekki aldeilis. Það verður nóg svigrúm til að kvikmynda líka. Því miður er nú ekki mikla atvinnu að hafa í kvikmyndagerðinni hér og ekki hafa mér boðist nein aukastörf hjá útvarpi eða sjón- varpi á mínu sviði. Ég vonast fastlega til að geta eitthvað látið að mér kveða í kvikmyndagerðinni í framtíðinni. Ég er einmitt að Ijúka þeim undirbúningi að íslenskri mynd sem ég fékk styrk til að undirbúa og ég vona að ég geti framleitt hana á næsta ári eins og draumurinn hefur verið." — Þú færð þá frí til að skreppa í kvikmyndagerðina? , úá, ég er að hugsa um að fá að skjótast frá þegar ég hef öðr- um hnöppum að hneppa. Svo á maður þar að auki lögboðið sumarfrí." Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður var á mánudag ráðinn rit- stjóri Þjóðviljans. Stjórn útgáfufélags blaðsins var á einu máli um ráðn- ingu hans en flestum munu enn i fersku minni deilur flokksbrotanna í Alþýðubandalaginu um ritstjórnarstefnu Þjóðviljans sem náði hámarki laust eftir borgarstjórnarkosningarnar þegar setja átti Svavar Gestsson í þriðja ritstjórastólinn við hlið össurs Skarphéðinssonar og Árna Berg- mann. Þráinn fæddist árið 1944 og hefur, auk kvikmyndagerðarinnar, skrifað og þýtt skáldsögur, stundað blaðamennsku um hrfð og dag- skrárgerð við sjónvarpið. Framkvæmdastjórn flokksins mun sam- kvæmt hefð leggja blessun sína yfir ráðninguna næst þegar hún kemur saman. ÁRNI BJARNASON HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.