Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 28
• Þeim fer sífjölgandi, sem borga öðrum ffyrir að halda heimilinu hreinu og annast börnin. • Á við glóandi gull að hafa konu til að \ ■ Norðurlöndum koma hingað í kippum. • „Ömmurnar" vilja heldur vinna á skrifstofum. • írskir trúboðar aðstoðuðu vi i atvinnuleyfi. Fyrir allnokkrum áratugum var þad tiltölu- tega algengt ad á heimilum heldra fólks í bœj- um landsins og á stórum sveitabýlum vœru vinnukonur, bœöi erlendar og innlendar. Þetta geröist hins vegar sífellt sjaldgœfara þar til nú á allra síðustu árum aö upp hefur komiö mikil þörf fyrir heimilisaöstoö hjá fjölskyldum þar sem bœöi hjónin vinna áti. Ný vinnukonustétt á íslandi er oröin aö veru- leika, en hún er mun flóknari aö samsetningu en fyrr á tímum. Vinnukonur dagsins í dag kallast sjaldnast því nafni, þœr búa sjaldnast inni á heimilum fólksins sem þœr vinna hjá, þœr sjá yfirleitt annað hvort um hreingerning- ar eða barnaumönnun, en ekki hvort tveggja, og þœr birtast jafnvel í formi kaþólskra munka! Og þaö sem meira er, þá eru seinni tíma vinnukonur oft mikiö feimnis- og viö- kvœmnismál þeirra, sem þjónustunnar njóta. Það þykir nú orðið sjálfsagt að konur, jafnvel giftar og með ung börn á sínum snærum, vinni utan heimilis. Margumræddar efnahagsað- stæður þjóðarinnar hafa að sjálfsögðu rekið konur út á vinnumarkaðinn, sem ekki hefðu ella kært sig um að stunda launavinnu, en það gerist einnig sífellt algengara að konur vinni úti vegna þess að þær langi til þess. Það fylgja því ýmsir ókostir fyrir heimilislíf- ið í sinni fyrri mynd, þegar húsmóðirin gengur út úr dyrunum í býtið á morgnana og kemur ekki heim aftur fyrr en síðla dags — þó svo að þessu fylgi einnig fleiri krónur í heimilisbudd- una. Heimilisstörfin, sem áður voru unnin nær eingöngu af húsmæðrum, eru víða orðin að meiriháttar vandamáli. Það sama má segja um umönnun ungbarna og viðveru vegna skóla- barna, sem nauðsynleg er sökum þess að skóladagur er enn ekki orðinn samfelldur. Lausn á þeim erfiðleikum, sem aukin vinna utan heimilis hefur í för með sér, er að mörgu leyti efnahagslegs eðlis. Hjón, sem hafa tiltölu- lega háar tekjur, eiga auðveldara með að leysa þennan vanda en fólk með minni efni. Þó eru peningar ekki endilega fullkomið lausnarorð í þessu samhengi, eins og fram kemur í eftirfar- andi samtali við framkvæmdastjóra ráðninga- þjónustu í Reykjavík. YFIRBORGANIR DUGA EKKI TIL Oddrún Kristjánsdóttir veitir fyrirtækinu Liösauka forstöðu. Hún var spurð að því hvort fólk í leit að heimilishjálp hefði mikið samband við fyrirtæki hennar. ,,Já, það er gifurleg eftirspurn eftir bæði hús- hjálp, þ.e.a.s. aðstoð við þrif og þvotta, og einn- ig eftir svokölluðum „ömmum" sem koma heim og hugsa um smábörn og taka á móti eldri börnum þegar þau koma úr skóla. Þessar „ömmur“ sjá líka oft um létt heimilisstörf einu sinni til tvisvar í viku, ef um það semst. Það gengur hins vegar mjög illa að fylla þessi störf, svo ekki sé meira sagt. Þar kemur allt fyrir ekki þótt fólk vilji gera virkilega vel við viðkomandi konu og borga henni betur eða a.m.k. jafnvel og fyrir skrifstofuvinnu.“ — Kanntu einhverja skýringu á þvíaö konur vilja ekki taka þessi störf aö sér? ,,Ætli það þyki ekki niðurlægjandi að koma inn á heimili og vinna þannig fyrir sér. Ég býst við því að sú gæti verið ástæðan." — En þaö er undantekningalaust veriö aö leita aö konum, eöa hvaö? ,,Já. Það lætur sér enginn detta það í hug, að karlmaður muni þiggja svona starf.“ — Hvernig konur eru þaö, sem fara í þess konar vinnu? „Þetta er mikið fullorðnar konur, sem sjá þarna tækifæri á aðems rólegra starfi en við þrif eða önnur láglaunastörf hjá fyrirtækjum. Okkur hefur hins vegar gengið best að útvega konur á heimili þar sem þær mega hafa með sér börn. Þá er um yngri konur að ræða, sem finnst gott að geta sameinað það að vera hjá sínu eigin barni og vinna fyrir einhverjum tekj- um.“ — Er þetta lausn, sem fólk t ömmuleit er ánœgt meö? „Það vilja flestir heldur fá eina, eldri konu, en þetta er möguleiki sem það hefur oft ekki velt fyrir sér fyrr en við bendum því á hann." — Hafiö þiö milligöngu um aö úlvega au-pair stúlkur? „Nei, við gerum það ekki. Þetta mál er alveg afskaplega erfitt viðureignar. Stóru vandræðin byrja þegar 6 ára börnin byrja í skóla og ein- hver þarf að vera til staðar til þess að senda þau af stað og taka á móti þeim. Við þær að- stæður hafa margar konur farið þá leið að út- vega sér au-pair stúlkur. Það gefst að sjálf- sögðu misjafnlega, eins og gengur.“ MIKIÐ FEIMNISMÁL AÐ FÁ AÐSTOÐ Á HEIMILINU — Nú ert þú sjálf mikiö í félagsstarfi, Odd- rún, og hittir mikið af uppteknum konum „á framabrauf', ef svo má aö oröi komast. Þykir þaö sjálfsagt þeirra á meöal aö fá aöstoö viö heimilisstörf og barnagœslu? „Nei, þetta er einmitt mjög mikið feimnis- mál, enda er oft talað um slíkar konur á niður- lægjandi hátt. Það er þess vegna alls ekki farið hátt með þetta. Hins vegar er það stór spurning hvernig úti- vinnandi konur eiga að geta gert allt — séð um heimili, unnið úti allan daginn, og svo fram- vegis. Það er hart fyrir konur, sem varið hafa mörgum árum í að mennta sig, að geta ekki nýtt þá menntun að námi loknu. Vinnumark- aðurinn er ennþá þannig, að þessar konur fá ekki störf við sitt hæfi nema gegna fullu starfi. Þær verða að taka að sér heilsdags störf, en þá lenda þær líka í erfiðleikum með húsverk og 1 barnagæslu, sérstaklega ef um stórar og ungar fjölskyldur er að ræða.“ SLÆM REYNSLA AF ÞVÍ AÐ AUGLÝSA EFTIR „ÖMMU" Það eru þó ekki einvörðungu þjónustufyrir- tæki, sem hafa milligöngu um útvegun á vinnukonum nútímans. Bæjar- og sveitafélög alls staðar á Iandinu sjá um að sjúklingar og aldraðir, sem búa heima og eiga rétt á aðstoð, fái heimilishjálp. Á flestum stöðum mun þetta vera þó nokkrum erfiðleikum háð, því konur sem taka vilja að sér þrif og aðstoð á heimilum eru lítið auðfundnari fyrir opinbera aðila en einstaklinga. Þær fjölskyldur, sem við náðum tali af og höfðu verið svo heppnar að verða sér úti um „ömrnu" til barnagæslu eða konu til þess að þrífa, höfðu flestar haft mikið fyrir því að finna slíka himnasendingu. Flestir höfðu reynt að auglýsa sjálfir í dagblöðum og létu fæstir vel af þeirri reynslu. í mörgum tilvikum átti hjálpar- hella heimilisins því rætur sínar að rekja til 28 HELGARPÓSTURINN leftir Jónínu Leósdóttur,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.