Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 9
...pólitískur bæjarstjóri eins og Alexander Stefánsson forðum. Kristján Pálsson í Ólafsvík með um 110 þúsund. ...vitleysislegt að liggja á hálfopinberu framfæri. Brynjólfur Gíslason á Tálkna- firði með 65 þúsund og ekkert meir. ...ekki lengur hæstur karlinn. Davíð Odds- son borgarstjóri með launin hans Stein- gríms — 145 þúsund. ...sagður hafa betri laun f einkageiranum. Steinþór Júlíusson sem var í Keflavfk, nú framkvæmdastjóri veitingastaðarins Glóðarinnar þar í bæ. Var með um 130 þúsund. ...trúnaðarmál, enda launahæstur. Sigfús Jónsson á Akureyri með svipuð laun og Helgi Bergs, 170 þúsund. F R í T T F Æ Ð I Tugþúsunda sporslur Sporslur greinast einkum í sex þætti. Bíla- styrk sem er allt frá 200 kílómetrum á mánuði upp í það að vera 2000 kílómetrar, á þeim stöð- um þar sem HP aflaði fanga. Fasta yfirvinnu sem yfirleitt er um 30 til 50 yfirvinnutímar. Húsnæðisstyrk, sem er á sumum stöðum föst upphæð, oft um 10 þúsund á mánuði. Annars- staðar frítt eða hálffrítt húsnæði. Símastyrkur, en ýmist er að sveitarfélagið borgar símann að fullu eða að einhverjum hluta. Laun fyrir fundasetu, sem sumsstaðar getur verið veru- legur póstur, svo sem í Grindavík og Kópavogi. Föst risna er greidd á nokkrum stöðum og hleypur sú upphæð yfirleitt á 3—8% af föstum launum. Á einstöku stað greiðir bærinn kynd- ingarkostnað og rafmagn, og er þá yfirleitt frítt húsnæði á sömu stöðum. En hvað af þessum greiðslum er hægt að af- greiða sem beinar launagreiðslur og hvað af þeim er hægt að flokka undir greiðslu fyrir út- lagðan kostnað? Almennt er talið, af bæði sveitarstjórnarmönnum og öðrum, að góður bæjar- eða sveitarstjóri vinni mjög mikið. Yfir- vinnan, sem nær allsstaðar er áætluð föst tala fyrir hvern mánuð, er því í flestum tilvikum unnin. Heimildir HP herma að á einhverjum stöðum sé auk fastra yfirvinnutíma greitt fyrir unna yfirvinnu, en hvergi háttaði svo til þar sem HP leitaði upplýsinga og á aðeins einum stað var bæjarstjóra gert að skrifa á sig unna yfirvinnu — í Kópavogi. Bílastyrkur í Njarðvíkum nam á síðasta kjör- tímabili gjaldi fyrir 2000 kílómetra akstur á mánuði sem jafngildir rúmlega 100 kílómetr- um hvern unninn dag. Fráleitt er að bæjar- stjóri, sem er í fullu starfi á sinni skrifstofu og býr aðeins í 50 kílómetra fjarlægð frá höfuð- borginni, aki svo mikið. Enn síður er raunhæft að bæjarstjóri Neskaupstaðar aki 1000 kíló- metra á mánuði þar sem flugvöllur er við bæj- ardyrnar og vegakerfi Norðfjarðar næsta lítið. Á hinn bóginn hélt Hafsteinn Jóhannsson í Vík í Mýrdal því fram að þeir 1000 kílómetrar sem hann fær í bílastyrk á mánuði dygðu hvergi. Milli Víkur og Reykjavíkur eru um 200 kíló- metrar, engar flugsamgöngur og auk þess nær Mýrdalshreppur yfir allnokkurt svæði. Sömu- leiðis má ætla að 200 kílómetra bílastyrkur Stefáns Þórðarsonar á Grenivík styðjist við raunhæfa áætlun, en þaðan eru um 50 km á Davíð Oddsson, borgarstjóri Reykjavíkur. Borg- arfulltrúi. Laun eru þau sömu og laun forsætis- ráðherra ásamt þingfararkaupi: 139.543,- kr. á mánuði. Auk þess bíll frá borginni. Má reiknast sem 145.000,- kr. á mánuði. Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri Stykkishólms- hrepps og bæjarstjóri með haustinu þegar Stykkishólmur verður að kaupstað. Fæddur Ólsari, tæknifræðingur að mennt og vann á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen. Réðst til Stykkishólms fyrir 12 árum. Varaþingmaður sjálfstæðismanna en í Stykkishólmi ræður meirihluti D-lista. Laun: Um 90.000,-kr. fastakaup, 43 tíma yfir- vinna 38.700,- kr. Bílastyrkur og frír simi, á að giska 5.000,- kr. Reiknast sem 133.000,- kr. á mánuði. Snorri Björn Sigurðsson, fyrrverandi sveitar- stjóri á Blönduósiog nú á Sauðárkróki. Var áður bæjarritari á Sauðárkróki og Siglufirði. Við- skiptafræðingur frá Hi. Skagfirðingur. Laun á Blönduósi, 1983 —86: 88.000,- kr. með yfirvinnu. 22.000,- kr. risna og bílastyrkur. Embættisbústaður sem borgað er fyrir 8.500 kr. ( mánaðarlega leigu. Fundaþóknun um 3000,- Akureyri. Stefán Jón Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkur, fékk bílastyrk fyrir 500 kílómetra akstur, og þessutan greitt fyrir allan akstur utan Dalvíkur. ,,Það má því líta á þessa greiðslu sem laun. . .“ sagði Stefán. „Ég lít ekki á bílastyrkinn sem laun. Petta rétt dugar fyrir viðhaldi en á móti kemur að ef maður á bara einn bíl þá er konan og aðrir í fjölskyldunni bíllausir heima. Það er ætlast til að maður hafi bílinn til taks í vinnunni en auð- vitað kaupir fólk bíl til þess að hann gagnist öllum á heimilinú," sagði annar sveitarstjóri sem fær greitt verulega umfram það sem ætla má að ekið sé í háns embætti. ,,.. .risnuna lít ég aftur á móti svo á að mað- ur hafi lagt alveg út fyrir og vel það,“ sagði Stefán Jón Bjarnason á Dalvík. „Að minnsta kosti fyrstu árin. Þá var ekkert hótel á staðn- um og enginn veitingastaður þannig að maður tók alla sem komu í heimsókn heim í mat og kaffi." Risna á Dalvík hefur numið 3,71% af föstum launum, eða sem samsvarar nú um 2700 krónum á mánuði. Sigfús Jónsson, fyrr- verandi sveitarstjóri á Skagaströnd (nú á Akur- eyri), tók í sama streng. Húsnæðisstyrkur, kyndingarstyrkur, frítt húsnæði og frír sími hljóta allt að vera sporslur sem reiknast sem launauppbót. í útreikningi á framfærslu vísitölufjölskyldu er a.m.k. reiknað með þessum kostnaðarliðum og er húsnæðis- liður þar talinn vera um 150 þúsund á ári eða 12.500 krónur á mánuði. Flestir bæjarstjóra- bústaðir eru nokkru stærri og betri en íbúðir vísitölufjölskyidu og þegar við bætist að sveit- arfélagið sér viðkomandi fyrirhafnarlaust fyr- ir húsnæði, þykir ekki óraunhæft að áætla þennan lið sem 20 þúsund króna launauppbót. Til stuðnings má benda á að sveitarstjórinn í Ólafsvík telur húsnæðisfríðindi einmitt nema um 20 þúsund króna uppbót. Þá hlýtur það að orka tvímælis þegar bæjar- fulltrúar, sem þegar hafa fasta greiðslu fyrir unna yfirvinnu, fá greiðslur fyrir setu á fund- um — en sú greiðsla nemur allt að 20 þúsund- um á mánuði, þar sem mest er. Fá milljón króna sjóð Enn eitt sem talið verður til fríðinda í kjörum FIMMFÖLD LAUN SKRIFSTOFUDÖMU Þeir sem hvað næstir ganga bæjarstjór- um og sveitarstjórum að tign á skrifstof- um sveitarfélaga hafa allnokkru lægri laun. Á Eskifirði kvaðst Hrafnkell Jóns- son ætla að þar munaði 35 til 45 þúsund- um, — og þó var Jóhann Kiausen á Eski- firði með lægst launuðu bæjarstjórum landsins. I Neskaupstað hefur fjármála- stjóri bæjarins um 52 þúsund í fastalaun, 21 þúsund í fasta yfir vinnu, 5.700 í bíla- styrk og um 2.150 í fundaþóknun. Sam- tals 80.850 krónur á mánuði eða helming þess sem bæjarstjóri fær. Skrifstofustúlka á sömu skrifstofu austur í Neskaupstað fær laun samkvæmt 63. launaflokki BSRB eða rétt um 30 þúsund krónur. Það er tæplega fimmtungur af launum bæjar- stjóra ... Þá má enn geta þess að ráðuneytisstjór- ar hafa um 97 þúsund krónur í laun en al- geng iaun hjá forstjórum stórra ríkisfyrir- tækja eru 60 til 70 þúsund krónur. Og margir þeirra hafa sporslur í ofanálag . . . bæjar- og sveitarstjórnarmanna eru svokölluð biðiaun eða ákvæði um uppsagnarfrest. Víð- ast hvar fá þessir menn greidd laun í þrjá mán- uði eftir að þeir hætta störfum — hvort sem þeim er gerð uppsögnin kunnug með lengri eða skemmri fyrirvara. Ráðningarsamningur miðar yfirleitt við það að menn vinni til loka kjörtímabils. Ef ekki verður um áframhaldandi setu að ræða er þó algengt að bæjar-/sveitar- stjóri vinni einhverjar vikur og jafnvel mánuði meðan leitað er að nýjum manni. Á flestum stöðum er samt gert ráð fyrir að uppsagnar- frestur taki ekki gildi fyrr en viðkomandi hætt- ir störfum. Á sumum stöðum er 6 mánaða upp- sagnarfrestur en þá er oftar en ekki reiknað með að hann taki gildi strax að kosningum loknum. „Það má samt segja að við séum með 4 ára uppsagnarfrest — það er hvort sem er orðið miklu óalgengara að menn sitji lengi á hverj- um stað. Flestir eru ekki meira en 1 til 2 kjör- tímabil," sagði sveitarstjóri á Austurlandi í samtali við HP og gagnrýndi um leið þá ráðn- ingarsamninga þar sem menn hafa hálfs árs laun eftir að starfi þeirra lýkur. Ef menn ganga beint í nýtt starf fá þeir aukalega 600 þúsunda til milljón króna sjóð. Aðrir sveitar- og bæjarstjórar sem HP ræddi við töldu að til verulegra óþæginda væri óöryggi í þessu starfi, stöðugir búferlaflutning- ar og kostnaður við að koma sér fyrir á nýjum stað. „Þú átt kannski íbúð þar sem þú ert, kon- an er í góðri vinnu og svo tínist allavega smá- ræði til. Það þarf að sauma alveg nýjar gardín- ur — bara sem dæmi. Barnið okwar fær til dæm- is ekki dagheimilispláss hérna á Akureyri svo konan verður að vera heima yfir þeim og fleira mætti telja," sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við HP. Fésýslumenn, bændur, hóværir gasprarar „Þetta eru ekki há laun miðað við það sem er í einkageiranum, en þau eru há miðað við það sem tíðkast hjá hinu opinbera. Og margir sem sækja um þessar stöður eiga ekki kost á neinu öðru en þá láglaunastarfi hjá ríkinu," sagði einn bæjarstjóranna sem HP ræddi við. Mjög margir fyrrverandi kennarar, skólastjór- kr. á mánuði. Uppsagnarfrestur eða biðlaun: Sex mánuðir. Reiknast vera 125 þúsund krónur á mánuði. Stefán Þórðarson, sveitarstjóri á Grenivík síðan 1979. Áður hreppsnefndarmaður og bóndi í sveitinni. Oddviti í 20 ár. Laun: 50.000,- kr. í fastakaup, föst yfirvinna 21 tími 10.500,- kr, bflastyrkur 200 km, 2.280,- kr. Reiknast vera 62.780,- kr. á mánuði. Arnaldur Bjarnason, fyrrverandi sveitastjóri f - Mývatnssveit, 1980 — 86. Samvinnuskólapróf, iðnmenntun, menntaskólanám í Bandaríkjun- um og reynsla af félagsmálastarfi. Laun: 63.000,- kr. fastalaun, 30 timar í fasta yfirtið 18.900,- kr., biiastyrkur 730 km, 8.322,- kr. Fritt húsnæði, umframskref af síma borguð. Reiknast sem 110.222,- kr. á mánuði. Ásgeir Magnússon í Neskaupstað er búinn að vera í embætti síðan 1. okt. 1984, var áður iðn- fulltrúi Austurlands með aðsetur á Seyðisfirði og þaráður hjá Rafafli ( Hrauneyjarfossvirkjun. Menntaður rafmagnstæknifræðingur, Reykvik- ingur en fæddur á Vestfjörðum. Starfið var ekki ar og landfræðingar hafa sest í bæjar- og sveit- arstjórastóla. Nýlega var guðfræðingur ráðinn bæjarstjóri og bæði í Kópavogi og á Dalvík sitja menn með lokapróf úr heimspekideild Háskólans. Þrátt fyrir fjölbreytta menntun þessarar stéttar er einhverskonar fésýsiu- eða viðskipta- fræðimenntun hvað algengust. Áður réðust mjög mikið í þessi störf menn með verslunar- skólapróf og samvinnuskólapróf en heimildir HP sögðu að á seinni árum væri æ algengara að i lítil pláss úti á landsbyggðinni settust við- skiptafræðingar úr Háskólanum. Ástæður þess eru aukið framboð af háskólamenntuðu fólki, lækkandi laun hjá ríkinu og hækkandi laun bæjar- og sveitarstjóra. Tæknimenntun er einnig mjög algeng ekki hvað síst hjá minni sveitarfélögum þar sem ekki er ráðinn sérstakur, byggingarfulltrúi. Raunar þurfa sveitarstjórar hjá minni sveitar- félögunum að vera „þúsunýlþjalasmiðir, lagnir bæði í úti- og innivinnu," sagði Hallgrímur Guðmundsson á Höfn og fyrrverandi sveitar- stjóri Nesjahrepps. „En það eru líka allavega menn sem veljast í þetta. Margir eru gasprarar, menn sem þykj- ast vita alit en eru lítið inni í málum og undir hælinn lagt hvort þeir kunna lýðræðisleg vinnubrögð," sagði einn sveitarstjóri i samtali við HP. „En þessir menn eru oft sterkir per- sónuleikar, hamast mikið þannig að það á við að meira vinnur strit en vit og fólk dáist svo að því hvað þeir eru duglegir. Menn sem kunna svo ekkert inn á stjórnkerfið, leggja kapp á að byrja á sem flestum framkvæmdum en kenna svo kerfinu um þegar allt strandar." Annar sveitarstjóri sem HP ræddi við tók undir þetta og benti á að þegar hann var ráð- inn hafði sveitarfélagið auglýst tvisvar áður og 14 sótt um en enginn þótt hæfur í starfið. Oftar en ekki er auglýst þegar stöður sveitar- og bæjarstjóra losna. Engu að síður hefur þá oft verið gengið frá því hver verði ráðinn og vel þekkist að stöðurnar séu alls ekki auglýst- ar. Sá háttur er oft hafður á þar sem hreinn meirihluti eins lista situr að völdum. Er þá ým- ist að valinn er einn úr hópi bæjarstjórnar- manna — svo sem í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og Ólafsvík, eða að þessi samstæði meirihluti ,,finnur“ mann, eins og alþýðu- bandalagsmenn í Neskaupstað hafa gert. auglýst. Alþýðubandalagið skipar meirihluta bæjarstjórnar og hefur gert í 40 ár. Laun: 79.055,- kr. samkvæmt taxta tækni- fræðinga, 40 tima yfirvinna með orlofi 35.287,- kr., bflastyrkur; 1000 km á mánuði, 13.450,- kr, frítt húsnæði, frír simi, frí kynding. Funda- greiðsla á mánuði um 3500 kr.. Þriggja mánaða biðlaun eftir uppsögn. Reiknast sem 160.000,- kr. á mánuði. Vilhjálmur Ketilsson, nýskipaður bæjarstjóri í - Keflavík. Bæjarfulltrúi Alþýðuflokks sem vann meirihluta ( síðustu kosningum. Áður skóla- stjóri Myllubakkaskóla, Kennaraskólapróf og stúdentspróf. Ösamið um laun en þiggur laun samkvæmt sömu kjörum og forveri hans Stein- þór Júlíusson sem nú er framkvæmdastjóri á Glóðinni, Keflavík. Föst laun: 61.000,- kr. Föst 50 tíma yfirvinna 30.000,- kr. Bflastyrkur 20.000,- kr. Risna, 2.600,- kr. Sími frír, 10 til 20 þúsund kr. fyrir setu á bæjarstjórnarfundum á mánuði. Þriggja mánaða biðlaun eftir uppsögn. Reiknast 130 þúsund kr. á mánuöi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.