Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 30
á HELGARDAGSKRAVEIFAN Föstudagur 22. ágúst 19.15 Á döfinni. 19.25 Litlu Prúðuleikararnir. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. Kynning á hljómsveit sem nefnist Jói á hakanum. Hún mun ekki ýkja þekkt en hefur þó starfað um fimm ára skeið (nöfuðborginni. 21.00 Kastljós. 21.35 Bergerac. 22.25 Seinni fréttir. 22.30 Kúreki á malbikinu (Midnight Cow- boy). Bandarísk bíómynd frá árinu 1969. Leikstjóri John Schlesinger. Aðalhlutverk: Jon Voight og Dustin Hoffman. Ungur Texasbúi heldur til New-York-borgar. Þar hyggst hann auðgast á vændi. Þegar til stórborgar- innar kemur kemst hann að því að þar r engan skjótan gróða að hafa. Hann kynnist þeim mun betur firringu og eymd stórborgarlífsins. Á hinn bóginn eignast hann vin sem einnig er á flæðiskeri staddur. I myndinni eru atriði sem gætu vakið ótta ungra barna. 00.20 Dagskrárlok. Laugardagur 23. ágúst 16.00 Flugdagur á fimmtugsafmæli. Bein útsending frá hluta flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli. Sýningin er háð veðri. 17.30 Iþróttir. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum. 20.00 Fréttir. 20.35 Fyrirmyndarfaðir. Bill Cosby. 21.00 Vínarstrengjakvartettinn á Lista- hátíð. 22.40 Allt lagt undir (California Split). Bandarísk bíómynd frá árinu 1974. Leikstjóri Robert Altman. Aðalhlut- verk George Segal, Elliott Gould, Gwen Welles og Ann Prentiss. Tveir fjárhættuspilarar með ólík viðhorf til spilamennskunnar gerast félagar í spilasölunum. í fyrstu hafa þeir ekki heppnina með sér en loks tekur gæfu- hjólið að snúast þeim í vil. 23.25 Rokktónleikar í Montreux vorið 1986 — Annar hluti: í þessum þætti koma eftirtaldir fram: Status Quo, Bonnie Tyler, Colonel Abrams, A-ha, Elvis Costello, Art of Noise, O.M.D., Outfiled, Frankie Goes to Hollywood, Inxs, Chris Rea, Paul Hardcastle, Wax og Eurythmics. 00.35 Dagskrárlok. Sunnudagur24. ágúst1986 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Andrós, Mikki og félagar. 18.35 Lækjargata — Endursýning. 20.00 Fróttir. 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.45 Farvegir. Götur í borg eru farvegir manna og bifreiða en undir malbikinu leynast farvegir kalds og heits vatns, rafmagns, fjarskipta og úrgangs. Tæknisýning Reykjavíkur lét gera þessa mynd um götur, uppruna þeirra í Malbikunarstöðinni, árlega aðhlynn- ingu og „andlitslyftingu" þeirra þegar þær taka að eldast. 21.05 Frá opnunartónleikum Listahátíð- ar í Háskólabíói. 21.45 Masada. Þriðji þáttur. 22.35 Með Konfúsíusi inn í 21. öldina. Þýsk heimildamynd. 23.25 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 21. ágúst 22.00 Fréttir. 22.20 Fimmtudagsumræðan — Verð- gæsla neytenda, virk eða óvirk? 23.20 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í maí. 23.45 Kammertónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 22. ágúst 07.00 Fréttir. 07.15 Morgunvaktin. 07.30 Fréttir. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttir á ensku. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: ,,Olla og Pési". 09.45 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. 10.30 Sögusteinn. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.20 Fréttir. 14.00 Miðdegissagan: ,,Fólk á förum". 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.00 Fréttir. 15.20 Á hringveginum — Vesturland. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fréttir. 17.03 Barnaútvarpið. 17.45 í loftinu. 19.00 Fréttir. 19.50 Lög unga fólksins 20.40 Sumarvaka. 21.30 Frá tónskáidum. 22.00 Fréttir. 22.20 Vísnakvöld. 23.00 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. MEÐ MÆLI SJÓNVARP Á föstudagskvöldið kl. 22.30 verður sýndur bandaríski tryllirinn Midnight Cowboy með þeim félögunum Jon Vöight og Dustin Hoffman í aðalhlutverkum. Fjallar hún um sveitadurg frá Texas sem kemur á mölina í New York til að freista gæfunnar. ÚTVARP RÁS 1 Hinn athyglisverði umræðu- þáttur Fimmtudagsumræðan verður á dagskrá kl. 22.20. Að þessu sinni stýrir þættin- um Ásdís Rafnar og mun verðgæsla neytenda tekin til athugunar. RÁS 2 Það verður án efa skrúfað í botn í viðtækjum lands- manna þegar þátturinn F.M. verður á dagskrá á sunnu- dagskvöld kl. 20, en þetta er einmitt þáttur tileinkaður hinu athyglisverða og mjög háværa þungarokki sem allir ættu að kunna skil á. 00.05 Lágnætti. 00.01 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00. Laugardagur 23. ágúst 07.00 Fréttir. 07.30 Morgunglettur. 08.00 Fréttir. 08.30 Fréttir á ensku. 08.35 Lesið úr forustugreinum dagblað- anna. 08.45 Nú er sumar. 09.20 Óskalög sjúklinga. 10.00 Fréttir. 10.25 Morguntónleikar. 11.00 Frá útlöndum. 12.20 Fréttir. 13.50 Sinna. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. 16.30 Söguslóöir í Þýskalandi. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Barnaútvarpið. 17.40 Frá tónleikum í Norræna húsinu 29. apríl sl. 19.00 Fréttir. 19.35 Hljóð úr horni. 20.00 Sagan: ,,Sonur elds og ísa" eftir Johannes Heggland. 20.30 Harmoníkuþáttur. 21.00 Frá islandsferð John Coles sum- ariö 1881. 21.40 Islensk einsöngslög. 22.00 Fréttir. 22.20 Laugardagsvaka. 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á RÁS 2 til kl. 03.00. Sunnudagur 24. ágúst 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fróttir. 08.15 Lesið úr forustugreinum. 08.30 Fróttir á ensku. 08.35 Létt morgunlög. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.25 Út og suður. 11.00 Messa í Hóladómkirkju á Hóla- hátíð (Hljóðrituð 17. þ.m.) 12.20 Fréttir. 13.30 Flug í 50 ár. 14.30 Allt fram streymir. 15.10 Alltaf á sunnudögum. 16.00 Fréttir. 16.20 Framhaldsleikrit: ,,Eyja í hafinu" eftir Jóhannes Helga. 17.00 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor. 19.00 Fréttir. 19.35 Martin Berkovsky leikur píanó- tónlist eftir Franz Liszt. 20.00 Ekkert mál. 21.00 Nemendur Franz Liszt túlka verk hans. 21.30 Útvarpssagan: ,,Sögur úr þorpinu yndislega" eftir Sigfried Lenz. 22.00 Fréttir. 22.20 Strengleikar. 23.10 Alþjóðlega Bach-píanókeppnin í Toronto. 24.00 Fréttir. 00.05 Milli svefns og vöku. 00.55 Dagskrárlok. Fimmtudagur 21. ágúst 09.00 Morgunþáttur. 14.00 Andrá. 15.00 Djass og blús. 16.00 Hitt og þetta. 17.00 Einu sinni áður var. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö. 21.00 Um náttmál. 22.00 Rökkurtónar. 23.00 Heitar krásir úr köldu stríði. 24.00 Dagskrárlok. Föstudagur 22. ágúst 09.00 Morgunþáttur. 14.00 Bót í máli. 16.00 Frítíminn. 17.00 Endasprettur. 20.00 Þræðir. 21.00 Rokkrásin. 22.00 Kvöldsýn. 23.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 23. ágúst 10.00 Morgunþáttur. 14.00 Við rásmarkið. 16.00 Listapopp. 17.00 íþróttafréttir. 17.03 Þeir gerðu garðinn frægan. 20.00 F.M. 21.00 Milli stríða. 22.00 Framhaldsleikrit: ,,Eyja í hafinu" eftir Jóhannes Helga. 22.45 Svifflugur. 24.00 Á næturvakt. 03.00 Dagskrárlok. Sunnudagur 24. ágúst 13.30 Krydd í tilveruna. 15.00 Hún á afmæli. 16.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö. 18.00 Dagskrárlok. Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánudegi til föstudags. 17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja- vík og nágrenni — FM 90,1 Mhz. 17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. ÚTVARP eftir Gunnar Smóra Egilsson „Bein í köldum ofni“ SJÓNVARP eftir Bjarna Harðarson Sjálfan Njál á skjáinn Mikið afskaplega getur útvarpið verið leiðinlegt á stundum. Og aldrei er það leið- inlegra en þegar þeir sem fara höndum um það telja sér trú um að þeir séu að nýta sér miðilinn út í æsar. Hvað svo sem það er. Það er orðið viðurkenndara en svo að nokkur hafi þor til að mótmæla, að beinar útsendingar séu það alskemmtilegasta sem útvarp og sjónvarp getur boðið uppá. Þetta er orðin svo viðurkennd staðreynd að það skiptir nánast engu máli hverju er útvarp- að beint. Þegar áhorfendur, sem voru hálfgrátandi úr leiðindum, komu til umsjónarmanna þáttarins Á líðandi stundu, slógu þeir á sorgina með því að benda hinum ekka- sognu á að þættirnir hefðu verið sendir út beint. Réttilega. Hljóðvarpið gerir fremur litil af því að senda út beint. Rás 2 sendir að vísu út beint, en það sem hún lætur frá sér er svo lítilsiglt að það telst varla með. Það sem einhver þulargarmur muldrar ofaní barminn á sér breytist varla þótt það sé geymt um tíma, í stað þess að henda því beint í áheyrendur. I ágústmánuði hefur það hinsvegar gerst að þeir hljóðvarpsmenn hafa ætlað að nýta miðlinn út í hörgul. Og að sjálfsögðu til mikilla leiðinda fyrir hlustendur. Ósköpin byrjuðu fyrstu helgina í mánuð- inum. Um verslunarmannahelgina fengu þeir sem höfðu kveikt á útvarpstækjum sínum að heyra hvernig umferðin gekk fyr- ir sig á hinum ýmsustu vegum landsins. Þó svo að það sá almennt viðurkennt að bíla- umferð sé með leiðinlegustu fylgifiskum mannlegrar tilveru, fannst útvarpsmönn- um kjörið að nýta miðilinn við að lýsa þess- um ófögnuði þar sem þeir gátu gengið að honum vísum á ákveðnum tíma. Ástæðan fyrir því að þeim tókst að líta fram hjá vanköntunum á þessari hugmynd er sjálfsagt önnur hvimleið kenning í fjöl- miðlaheiminum. Sú er eitthvað á þessa leið: Ef ákveðinn fjöldi er í einhverju ástandi er líklegt að hann hafi áhuga á þessu sama ástandi og sé tilbúinn til þess að kaupa lesefni eða tal um þetta marg- framtekna ástand. Stuttu eftir þessar beinu lýsingar af bíla- umferð skall tveggja alda afmæli Reykja- víkur yfir. Þá var miklum fjölda fólks stefnt niður í bæ að borða tertu og drekka límon- aði. Þar sem útvarpsmenn höfðu grun um að eitthvað svipað þessu gæti gerst á tiltekn- um degi fóru þeir með fólkinu niður í bæ og útvörpuðu beint. Þótt öngþveiti gangandi vegfarenda sé bæði fátíðara á íslandi og að dómi sumra lítið eitt meira æsandi en bílaumferðin, voru beinu útsendingarnar frá afmælinu ekki miklu skemmtilegri en frá verslunar- mannahelginni. Hvort ástæðan fyrir því hefur verið góða skapið hjá útvarpsfólkinu (sem er hugtak sem Óla Þórðar hefur tekist að snúa upp í andhverfu sína) eða tilsvör vegfarenda (sem höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að gera í bænum eða ti! hvers var ætl- ast að þeim) er ekki gott að segja. En leiðinlegt var það. Þegar afmælishaldið er búið og allir orðnir saddir af tertum ofvaxinna sveita- þorpa og. . . þá viljum við sem heima sitjum fá Njálu á skjáinn. Okkur er sagt að nú sé sýningum á Njálsbrennu uppi í Rauðhólum að ljúka eða að fullu lokið. Þessvegna ekki úr vegi að sjónvarpið kaupi stykkið og setji svo inn á hvert heimili. Flestum íslenskum er Njála slíkt hjartans mál að þessu yrði vel fagnað. En víkjum að verkinu. Á því þarf að sjálfsögðu að gera mikla bragarbót. Hugmyndin um að færa Njál á svið og það úti í guðsgrænni náttúrunni er harla góð. En fylgir sá böggull skammrifi að náttúran er ekki ýkja græn á íslandi heldur miklu frekar köld og blaut. Það er því takmörkunum háð hversu lengi má halda leiksýningargestum holdvotum úti í rigningu. Þau Helga Bachmann og Helgi Skúlason völdu það mjög temmilega að láta fólk sitja í klukkutíma. Á hinn bóginn völdu þau helst til of stóran hluta af Njáls- sögu til sýningar þannig að á köflum verð- ur sýningin eins og verið sé að hlaupa á handahlaupum eða spila hreyfimynd á óeðlilegum hraða. Verkið hefst á ráðagerð Valgarðar gráa og Marðar en endar með Njálsbrennu. í millitíðinni eru heimboð, vingan Marðar og Skarphéðins, ást Höskuldar og Hildigunnar, rógurinn, dráp Höskuldar, heitingar Hildigunnar og aðför- in að Bergþórshvoli með ótal útúrdúrum. Svo fer að mörg dramatísk og erfið atriði sálarstríðs og ættardeilna verða afgreidd með örfáum setningum, — skjótum sinna- skiptum, og ýjað að vingulshætti hjá sjálfri Hildigunni þegar hún lætur snúa skapi sínu og meiningu með einni setningu Höskuld- ar. Stíll Njálssögu er knappur en milli lín- anna er Iesið langdregið, þegjandalegt karp þrákálfa og allskyns sálarstríð. I ofanálag er fjölmörgum atriðum sögunnar sleppt án þess þó að handrit leikritsins sé sveigt að þessum breytingum. Mörður tek- ur að sér málflutning í vígsmáli Höskuldar en á næsta augnabliki er ákveðið að hefna í staðinn og dómsmeðferð úr sögunni. Njáll segir að hann vildi heldur missa tvo sonu sína en Höskuld en í leikritinu á hann bara tvo og þeim þriðja, Helga, er sleppt. Mörð- ur og Skarphéðinn fela sig í graslaut í Vorsabæjartúni, —■ i stað kletta sem hefði átt betur við leiksviðið. Og það vantar allan húmor Njálssögu. í stað skoplegra aurapúka er önnur hver persóna leiksins í ástarhugleiðingum, af- brýðisemi eða öðrum komplexum: Skarp- héðinn féflettir ekki Mörð heldur lítur hann konu hans hýru auga, og óöryggi í hjóna- bandi er orðin aðalástæða Njálsbrennu. Þegar Njáll leggst í fleti í brennunni vantar alveg að Skarphéðinn skopist að karlinum fyrir að fara snemma í háttinn, — eins og sagan greinir frá. Semsagt alltof stuttaralegt, of alvarlegt og fastbundnara sögunni en leiksvið og aðrar aðstæður bjóða uppá. Hvers vegna var ekki bara byrjað við aðförina að Berg- þórshvoli og gert síðan klukkutímadrama úr öllum þeim dramatísku atburðum sem áttu sér stað inni í þessari merkilegu brennu? Samt eru Njáluleikararnir góðir, hugmyndin er góð, leikurinn er mjög góð- ur, sviðið er flott og fyrir þá sem ekki kom- ust væri vel við hæfi að sjónvarpið setti sjónleikinn á skjáinn. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.