Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 17
er lítill markaður fyrir íslenskar kvikmyndir er- lendis: þær eru oft ansi þungmeltar og einkenn- ast að mínum dómi óþarflega oft af yfirspennt- um listrænum ambisjónum. Enda er árangurinn eftir því.“ — Sœkirdu fleiri kvikmyndahátíöir að jafn- aði? „Ég fer á hverju ári á American Film Market, sem er í Hollywood í mars, en auk þess á hátíð- arnar í London í september og í Mílanó í nóv- ember. Og einu sinni hefur mér verið boðið á kvikmyndahátíð í Sovétríkjunum." Sovét og Sjólfstæðis- flokkurinn — Segðu mér frá tildrögum þess. ,,Ég hafði verið þeim hjá sendiráðinu innan handar um sýningar á rússneskum kvikmynd- um. Auðvitað komu sárafáir að sjá þær, og sjálf- ur er ég enginn sérstakur aðdáandi rússneskra kvikmynda. En ég hef verið gefinn fyrir að standa fyrir ýmiss konar uppákomum, þótt hagnaðurinn láti á sér standa. Þetta er frekar prestige-atriði." — Hvernig lagðist sovétkerfið í þig? „Sem útlendur gestur átti ég góðar stundir með Rússum; en auðvitað botnar maður ekki í þessu kerfi þeirra. Ég get nefnt sem lítið dæmi atvik sem ég varð vitni að. Ég hafði kynnst rúss- neskum manni sem mig langaði að bjóða upp á drykk á hótelinu þar sem ég dvaldist; þetta er eitt stærsta hótelið í Moskvu. Til þess að vera hleypt inn á hótelið þurfti hins vegar sérstakan passa sem varð að framvísa í anddyrinu. Þessi rússneski kunningi minn hafði vitaskuld engan þvílíkan passa þar sem hann bjó ekki á gistihús- inu. Þó var okkur sagt að lítið mál væri að verða sér úti um slíkt plagg — hann væri þarna minn gestur. En þegar á hólminn var komið treysti maðurinn sér ekki til að þiggja passann og þar með boð mitt, því að hann vissi sem var hver áhætta fólst í að vera opinberlega bendlaður við útlendinga... Þarna var sem sagt um að ræða kurteislegan terror sem kerfið beitti." — Þetta leiðir hugann að því hvar þú stendur í pólitíkinni. Varla mjög sovéskur í anda, þykist ég vita? „Ég dreg enga dul á að ég er sjálfstæðismaður, hef verið það og vona að guð gefi að ég verði það áfram." — Hvers vegna? „Vegna þess að ég tel að það sé bjart yfir því fólki i öllum þess gerðum, og vegna þess að ég trúi alfarið á mátt einkaframtaksins sem Sjálf- stæðisflokkurinn styður dyggilega. Eflaust má ýmislegt að þessum flokki finna, en ég held þó að þegar allt kemur til alls sé hann enn sem fyrr besti valkosturinn. En ég er ekki flokksbundinn sjálfstæðismaður og hef aldrei verið. Ég hef reyndar aldrei verið iðinn við þátttöku í félags- starfsemi af neinu tagi.“ — Þú hefur þá aldrei œtlað þér stóra hluti á vettvangi stjórnmálanna? „Nei. Ég hef fremur kosið að vinna að mínum málum í kyrrþey. Ég hef engan áhuga á að vera mikið í sviðsljósinu, sem kallað er.“ — Ertu vinmargur? „Ekkert sérstaklega. Ég á ekki mjög marga, en trygga vini. Þetta er blandaður hópur, menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins, ýmist æskuvinir eða menn sem ég hef kynnst í gegnum minn bisniss." — Þú minntist áðan á Sjálfstæðisflokkinn, en einnig á Guð. Ertu trúhneigður að eðlisfari? „Ég er mjög blátt áfram í þeim efnum. Ætli ég hafi ekki varðveitt mína kristnu barnatrú eins og margir aðrir." Hef smekk fyrir helstu meisturunum — Samrœmist það þínum kristilegu sjónar- miðum að berast á í einkalífi? Eg á við: þú átt óvenju myndarlegt einbýlishús á eftirsóttum stað í borginni og ekur glœsilegri bifreið. „Ég held ekki að ég berist tiltakanlega á. Reyndar viðurkenni ég að ég læt eftir mér að búa vel og aka vel. Ég á ágætis hús þar sem er sæmilega vítt til veggja. Og núna á ég ársgaml- an Cadillac og líkar prýðilega við hann. Að vísu hef ég hingað til fremur verið Benz-maður — en eftir að annar hver sendisveinn var kominn á Benz þótti mér skemmtilegra að breyta til... — Hvaða munað leyfirðu þér annan? „Ég veit ekki hvort ég á að kalla það munað að þykja gaman að borða á góðum veitingahús- um og drekka göfug vín með mat. Það er kunn- ara en frá þurfi að segja hvílík breyting til batn- aðar hefur átt sér stað í þessum málum á undan- förnum árum; að fara út að borða er orðinn allt að því sjálfsagður hlutur." — Mœlirðu með einhverjum sérstökum stað? „Sem stendur líkar mér einna best við Alex við Hlemmtorg." — Þú munt eiga stórt og vandað málverka- safn. „Ég hef ætíð haft áhuga á málverkum og hef komið mér upp allgóðu safni sem ég geymi aust- ur á Valhöll og heima hjá mér. Auðvitað sýnist hverjum sitt um list, en minn smekkur hefur einkum beinst að okkar helstu meisturum. Ég á málverk eftir Kjarval, Scheving og marga aðra; hlýjast er mér þó til Ásgríms. — Áttu þér uppáhaldsmynd? „Já. Ég held mikið upp á ,,Möðrudalsöræfi“ sem Ásgrímur málaði að mig minnir árið 1907. Það er ákaflega falleg mynd.“ — Hvað um hefðbundin áhugamál: lestur góðra bóka, fjölskylduna, útivist... „Að öllum þessum þáttum ólöstuðum þá hef- ur aðaláhugamál mitt alla tíð verið vinna — bisnissinn hefur tekið mest allan minn tíma.“ Vil gera Þingvelli að ferðamannastað — Víkjum í lokin að tilfinningum þínum ígarð Þingvalla. Ekki getur farið hjá því að þú sem eig- andi stœrstu fasteignarinnar þar sért tengdur staðnum sterkum böndum? „Jú, en ekki einungis vegna þess að ég eigi þar fasteign. Mér þykir mjög vænt um Þingvelli, þar ríkir alveg sérstakt andrúmsloft." — En þú hefur vitaskuld ekki síst verið þar mikið vegna veitingastarfsemi þinnar. Kemurðu auga á ónýtta möguleika á því sviði í þjóðgarð- inum? „Þingvellir bjóða upp á mikla möguleika. í raun og veru er ég þeirrar skoðunar að of fátt fólk leggi þangað leið sína; staðurinn er ekki nægilega vel kynntur. Það hefur orðið mikil breyting í þessum efnum frá því sem áður var — og ég er ekki viss um að það sé til hins betra. En til þess að Þingveilir geti orðið að þeim aðlað- andi ferðamannastað sem þeim ber með réttu að vera vegna fegurðar sinnar og sögu þarf að skapa þar betri aðstöðu en nú er fyrir hendi. Til dæmis er nauðsynlegt að byggja nýtt hótel." — Varla samrýmist þessi skoðun þín sjónar- miðum Þingvallanefndar. Hallast hún ekki helst að þvt að hótelið og fleiri mannvirki eigi að hverfa burt úr þjóðgarðinum fyrir árið 2000? „Ég hef aðeins heyrt ávæning af þessari um- ræðu, en mér vitanlega hefur enn ekki verið komist að neinni raunhæfri niðurstöðu. Þótt ég hafi átt ágætt samstarf við Þingvallanefnd hefur mér fundist hún veigra sér við að taka á málun- um af festu. Ég fellst fúslega á að Þingvellir eru helgur reitur þjóðarinnar. En það er ofvaxið mínum skilningi hvers vegna almenningur á ekki að fá að njóta þess sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Nú er búið að koma því til leiðar að fólk getur ekki verið með hjólhýsi í garðinum; þetta þykir mér vera jafnmikið út í hött og að amast við gistiaðstöðu og veitingastofu í hótel- inu! Það er eins og gleymist að við lifum á tutt- ugustu öldinni." — Er þér einhver einn staður öðrum kœrari á Þingvöllum? „Þetta er erfið spurning. En mér hefur ávallt Jiðið mjög vel á Valhöll."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.