Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 24
Uppi í sveit, að loknum töðugjöldum, þegar búið er að slá og raka og hirða blessaða töðuna og safna í hlöður, þá er öllum á þænum gefinn einhver glaðningur í mat og drykk: töðugjöld! Hér í höfuðborginni er hins vegar goldin terta, einkum á afmæl- um, en stundum taða — og má undarlegt heita. Taðan héðra er þó andlegri en sveitataðan og sömuleiðis töðugjöld: þau eru tónleikar í Kristskirkju á Landakotstúni, sem haldnir verða að kvöldi sunnudagsins 24. ágúst og hefjast klukkan 20.30. Á efnisskránni eru: Winternacht eftir danskt tónskáld að nafni Hans Abrahamsen, Lieder eines fahrenden Gesellen eftir Gustav Mahler (Arnold Schönberg útsetti) og klarinettukonsert eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Flytjendur eru: Ragnheiður Guð- mundsdóttir, mezzo-sópran, sem syngur einsöng og Guðni Franzson, sem leikur á klarinett. Hákon Leifsson stjórnar hljómsveit, sem er skipuð hátt á þriðja tug manna, flestra ungra. Töðugjöld! ÞE Norræna húsið Tveir Rússar umleiknir rómantískum Miðevr- opumonnum — Hlíf Sigurjónsdóttir og David Tutt halda tón- leika á sunnudaginn A sunnudaginn kemur, þann 24. ágúst, heldur Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari tónleika í Norrœna hús- inu. Meö henni leikur á píanó David Tutt. A efnisskránniersónatína eftir Franz Schubert, fimm melódíur eftir Serge Prokofieff, ítölsk svíta eftir Igor Stravinsky og eftir hlé leika þau Hlíf og David Tutt Sónötu í D-moll eftir Johannes Brahms. Hlíf hélt ekki að þetta verk eftir Stravinsky hefði verið mikið spilað hér á landi, aðspurð um tónleikana. „Þetta verk eftir hann er dálítið ólíkt því sem maður þekkir, t.d. er það ólíkt Vorblótinu sem var spilað hér í fyrra. Þetta er ólíkt að því leyti að hann felur sig á bakvið barokk- klassík, en þaðan fær hann lánuð lögin. Þrátt fyrir það er þetta nú hann sjálfur. Mjög áheyrilegt verk. Fullt af húmor, smellið verk. Verkin á tónleikunum eru sitt úr hverri áttinni og samt ekki, þau eiga þrátt fyrir allt saman. Schubert er einsog Schubert er. Rússarnir tveir eru rammaðir inn á milli Schuberts og Brahms sem eru meira róman- tískir. Samt er mikil stemmning i þessum fimm melódíum eftir Prokofieff. „Við spilum saman tvö, ég á fiðlu og David Tutt á píanó. David er ætt- aður frá og fæddur í Edmonton, Al- JAZZ Bjarnargreiöi og afmœlisdjass eftir Vernharð Linnet Mikið var nú gaman að lesa viðtalið við hann Sigurð Flosason altósaxafónleikara í Þjóðviljanum sl. þriðjudag, þó að undirritað- ur fengi dálítið á baukinn fyrir þá ósvinnu að segja að íslenskur djass væri ljósárum á eftir djasstónlist nágrannaþjóðanna. Það var að sjálfsögðu of djúpt í árinni tekið því ljósár eru víst óendanlega löng tímamæling — það rétta hefði verið að nota áratugina! Annars er ekkert skrítið þótt manni detti þessi sam- líking í hug þegar á stuttum tíma má bæði heyra í Niels-Henning og félögum og Arild Andersen og félögum í N'art tjaldinu í Reykjavík, svoog Tarsan-bandinu á Borginni. Þótt margt gott megi um það band segja væri það hroki á heimsmælikvarða ef við teldum okkur standa í grennd við Dani, Norðmenn og Svía í djassleik. Þeir hafa fóstrað menn sem hafa haft áhrif langt útyfir raðir nor- rænna djassleikara. í áratugi hafa þar upp- vaxið menn er borið hafa hróður hins nor- ræna djass um heimsbyggðina: Assmusen, Gullin, Niels-Henning, Garbarek eru aðeins örfá nöfn. í Skandinavíu hafa og margir fremstu djassleikarar okkar starfað: Sveinn Ólafsson, Ormslev, Jón Páll, Guðmundur Ing- ólfsson og Pétur Öslund, svo nokkrir séu nefndir. Ein af höfuðástæðum fyrir sterkri stöðu hins skandinavíska djass eru styrkir þeir og stuðningur er ríkisvaldið í þessum löndum sýnir djassinum. Hann er þar virt og viður- kennd listgrein. Jazzvakningarmenn ætla sér að berjast fyrir slíku hér heima og meirað segja undirritaður, og tekur lítið mark á þótt starf hans að málefnum djassins sé metið líkt og bjarnargreiði Alberts við Guðmund jaka, af Sigurði saxafónleikara. Annað var verra í viðtali Þjóðviljans við Sigurð. Hann líkti þar aðsókn að tónleikum Benny Goodmans og annarra frægra djass- kappa, er ísland hafa heimsótt, við útlend- ingasnobb. Þvílík fjarstæða og móðgun við íslenska djassunnendur. Benny Goodman, Oscar Peterson, Lionel Hampton, Niels- Henning og aðrir þeir er fyllt hafa Laugar- dalshöll og Háskólabíó gera það í krafti listar sinnar en ekki vegna þess að þeir eru útlend- ir menn. Arild Andersen, Charlie Haden, Dirty Dozen Brass Band og fjölmargir aðrir stórkostlegir útlendingar hafa hlotið litla að- sókn á íslandi. Þeir voru einfaldlega nær óþekktir af íslendingum er þeir komu hing- að. Fjöldinn flykkist á tónleika þeirra er hann þekkir af góðu og það er ekkert skrítið. í list- um er Reykjavík heimsborg þarsem sífellt er boðið uppá eitthvað nýtt og það kostar pen- inga að fara á tónleika og af þeim á almenn- ingur ekki nóg. -0- Það var ekki amalegt að sitja í djass- og djúsgarðinum á 200 ára afmæli Reykjavíkur- borgar og hlýða á Kvartett Tómasar R. Ein- arssonar og Tríó Guðmundar Ingólfssonar leika meðan appelsínusafi Margrétar Ponsi og félaga var drukkinn. Með bassaleikaranum Tómasi léku gítar- leikarinn Friðrik Karlsson og trommarinn Pétur Grétarsson ásamt þýska tenór- og sópransaxafónleikaranum Michael Sievert. Sievert er 33ja ára og hefur leikið á saxafón í 15 ár. Hann lærði m.a. við Creative Music Foundation í New York og var þar samskipa honum Steingrími Guðmundssyni tromm- ara. Hann hefur leikið mikið frjálsdjass og hljóðritað m.a. með trommurunum Andrew Cyrille og Edvard Versala hinum finnska. Það er ekki oft sem okkur gefst kostur á að heyra íslendinga í hópi þeirra er stunda til- raunatónlist af einhverju tagi og það var dá- lítið gaman að hlusta á Sievert blása í ný- coltraneiskum stíl — drengirnir hafa lítið æft saman en eftir grautarlegan hægan blús kviknaði dálítill neisti á sviðinu og fólk sem trúlega hefur aldrei hlustað á svona tónlist fyrr á ævinni lagði eyrun við og klappaði. Það var þó nokkuð! Þeir félagar ætla að leika í Djúpinu og verða síðustu tónleikarnir í kvöld — það eru fjórðu tónleikar þeirra og þeir því orðnir samspilaðir. Kærkomið tæki- færi fyrir alla að hlusta á dálítið öðruvísi djass en yfirleitt er boðið uppá af íslenskum. Tríó Guðmundar Ingólfssonar skipa auk píanistans nafni hans Steingrímsson á trommur og Þórður Högnason á kontra- bassa. Þórður hefur leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands undanfarin ár og er kær- kominn í hinn fámenna hóp íslenskra kontrabassadjassleikara. Hann er efnilegur piltur, en skortir að sjálfsögðu djassreynslu. Það var mikil gleði í leik þeirra félaga og af- mælisgestir klöppuðu hátt og hlógu þegar Siggi var úti og Þursakóngur Griegs læddist inní lögin. Fjölmenni var mikið og virtust ungir sem aldnir skemmta sér konunglega í veðurblíðunni við dillandi sveiflu og appel- sínusafadrykkju. MYNDUST I leit aö hinu andlega í listinni Stundum hefur maður það ríkulega á til- finningunni að framúrstefnulist nútímans sé að störfum eitthvað á svipaðan hátt og stól- arnir á mynd Tuma Magnússonar. Sú mynd er númer 17. Ég á við það að listin er að leita að landinu sínu fagra í upphafi framúrstefnu- listar þeirrar sem ríkti frá aldamótum og allt að súrrealismanum, en náði sinni andlegu og heiðríku hæð í geometríunni: hún tengist for- tíð sinni. Yfir höfuð er erfitt að styðja umsögn manns um list með beinum rökum eða með vísindalegri nákvæmni. Þótt sú sé ósk Niels Hafstein. En af veikum andlegum burðum reyni ég að styðja orð mín með því að vísa til myndar no. I, sem er eftir Ráðhildi Inga- dóttur. Hún sýnir með Tuma í Nýlistasafninu um þessar mundir. Það eru ekki bara form Ráðhildar, trén, sem minna á upphaf nútíma- listarinnar heldur líka litirnir, einkum blái lit- urinn. Helstur er skyldleiki hennar við Kandinsky, á fyrsta eða elsta skeiði hans, þegar hin „sýnilega náttúra" var honum hugleikin, áður en hann gaf sig einvörðungu að hinu andlega í listinni. Að því andlega er Ráðhildur að leita: í hin- um ýmsu formum trésins, en einkum í bláa litnum. Það er hennar „lyrische Modus" að láta tréð búa við hinar ýmsu litaaðstæður. Þannig nýtur það sín við að vera í senn það sjálft og aðstæðurnar. Tréð er af því í eðlilegu umhverfi, í samfélagi formanna. Hér er ekki verið að breyta náttúrunni eða gera hana óhlutkennda, slitna úr samhengi, þjáða. Yfir henni er ljóðrænn næstum mannelskulegur blær. Djúp og yfirborð fara saman. Tumi beitir aftur á móti ekki tilfinningunni einvörðungu, þeim hluta hennar sem við kennum oft við ljóðrænu. Samt eru myndir hans ekki óljóðrænar... Stílfæringin og lita- meðferðin eru fremur í tengslum við vits- muni en ótamdar tilfinningar. Engu að síður er ætlun málarans að komast að eðli eða upprunaleik án þess að verða beinlínis naiv eða bernskur. Þverstæðan í list hans er sú að hann beitir aðferð — og oft stefnu — það sem ætti í raun að streyma óhindrað og ómengað af stíl á léreftið. Ef myndir Ráðhildar eru tilfinningalegar þá eru myndir Tuma sálfræðilegar, bæði „efni myndanna" og nöfnin á þeim. Umberto Eco segir á einum stað að nöfn á skáldsögu eða titill bókar eigi að vera fjarlægur efninu. Myndir Tuma eru tíðum eins og lesnar út úr þessum orðum. Hér á ég við nafngiftir hans. En viðfangsefnið eða myndefnið nálgast það sem Vigotskí lýsir í bók sinni ímyndunarafl og listiðn á æskuskeiði mannsins. Tumi ætlar sér að nálgast þá niðurröðun sem er gjarna í myndum barna eða þeirra sem leggja áherslu á hinn barnslega þátt í sálarlífi sínu, og annarra sem beinlínis reyna að varðveita barnið í sér. En slíkt barn er alltaf vitiborið barn — og stundum alveg sprenglært í öllu sem varðar nýjustu stefnur í listum. Sá er munur á list Tuma og list barnsins, að Tumi leggur sig fram við að reyna að mála einhvern veginn eins og barn, en barnið kappkostar að mála eins og raunveruleikinn birtist því. Það reynir að ná hlutunum, en Tumi reynir að raöa hlutunum eftir kúnstar- innar reglum. Þetta heppnast honum einkum fyrir þá sök eða ágæti að hann lætur hlutina vera hráa í lit. Ef þeir væru það ekki, heldur liturinn unninn, nálguðust myndirnar súrrealismann eða yrðu honum beinlínis að bráð. Súrralist- arnir lögðu áherslu á það að „ganga frá litn- eftir Guðberg Bergsson um“ eða myndinni, en sú stefna sem núna er efst á baugi kappkostar hið gagnstæða: myndirnar og liturinn eru eitthvað hálfkar- að. Hvort tveggja á að vera þannig. Þetta er stíll. Að slíku er stefnt. Það hefur félagslega og sálræna merkingu: við lifum í upplausn, hráum heimi lita og forma. Og við höfum ekki fæðst almennilega inn í nútímann: sköpunarverk okkar. Samkvæmt þessu „þykist" málarinn (sem er oft sprenglærður) ekki ráða við málverkið. Það fær í þokkabót að vera frjálst og óinnrammað, málað á ódýrt efni. Það er óhátíðlegt, fátæklegt að öllu nema innihaldi. Samt er það sjaldan svo frjálst og eðlilegt að það fái að vera nafnlaust — og verðlaust. Nei, málverk yngstu málaranna eru rán- dýr og engin leið að kaupa þau, þótt maður feginn vildi. Og þau hafa hlotið nafn og heil- aga skírn, sem sviptir þau tíðum leynd sinni og mann sjálfan löngun eða áráttu til að sjá „hvað þetta á að merkja". Allir erum við slík- ir aular að við viljum reyna að finna merk- ingu hlutanna. Og við finnum hana stund- um, þótt hún vari kannski ekki lengur en andartak og allt hyljist móðu upprunans á ný. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.