Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 26
Einar Guðmundsson fyrir framan efna- laug Laxness. Klikksaga Islendinga Einar Guðmundsson, skáld, rithöfundur og Súm-madur, með aðsetur í Amsterdam, Miinchen og Róm, ritar sögu þjóðar sinnar. Eitt sinn á leið til útlanda var Ein- ar Guðmundsson staddur í Reykja- vík í ársbyrjun 1983. Hitti hann þá í Nýlistasafninu unga þýska myndlist- arkonu sem þar sýndi og bauð hon- um í kaffi heim til sín í Múnchen, sem hann þáði. Og síðan hefur hann einungis verið á Islandi sem ferða- maður. — Var kaffid sœtt?? „Við héldum áfram að drekka kaffi í hinumýmsu löndum þar sem við komum. I heilt ár sötruðum við cappucino á Ítalíu. Úff úff úff. Það er uppáhaldsdrykkurinn minn.“ — Jú, besta kaffiö er aö finna á Ítalíu. „Nei, það er líka mjög gott í Portú- gal. En hvað sem því líður: Esjan er mjög falleg; birtan á sumrin er slá- andi...“ -Ha? „Þjóðverjar kunna ekki að laga kaffi. En þeir kunna aftur á móti að brugga bjór, sem Hoflendingum misferst. Þegar íslendingar leyfa bjór, sem kemur að, þá er að vona að þeir sæki ekki fyrirmyndir til Hollands." — Holland er flatt, Ítalía fjöllótt. „Þessi jakki sem ég er í er sá sami og ég var klæddur þegar ég gekk á Vesúvíus. Annars er þetta ekki mikil ganga; það er bílfær veg- ur næstum alla leið. Síðan tekur við smá-ganga, ekkert erfið. En þegar ég horfði ofan í gíginn — vitandi náttúrlega að ég er frá hinni einu og sönnu eldfjallaeyju — þá sá ég svo- lítið: það eru til fleiri staðir í heim- inum en ísland. Á Ítalíu er allt stór- kostlegra en á íslandi: þar rikir jafn- vel enn meiri hjátrú og hindurvitni. Á Ítalíu er náttúran mild; þar er líka miklu fallegra og eðlilegra haf. íslendingar eru alltaf að gorta af því hvað þeir séu einstakir. En það er ekki rétt. Við erum ekkert ein- stök hér. íslendingar halda að þeir eigi listamenn úti í löndum sem séu óskaplega heimsfrægir: Erró, Siggi Gúm — já, yfirleitt islenskir lista- menn á erlendri grund. Auðvitað hafa margir þessara manna getið sér gott orð og eru þekktir í þeim löndum þar sem þeir starfa. En það er ekki hin raunverulega heims- frægð sem þeir hafa öðlast. Hérna heima birtast svo hátíðleg blaðavið- töl við þá... í rauninni er þetta bros- legt.“ — Heimsfrœgd Islendinga í út- löndum í íslenskum blööum. „Gott dæmi er náttúrlega Halldór Laxness. Á íslandi stendur hann fyr- ir ofan heimsfrægðina sjálfa. En í öðrum löndum fer einungis af hon- um orðspor; obbinn af þeim sem hafa heyrt á hann minnst rámar kannski í nóbelinn. Hins vegar kemst ég stundum i útlöndum í tæri við fólk sem hefur áhuga á bók- menntum; og ef ég rekst á Laxness í bókabúð þá gef ég þessu fólki hann í gjafir. Oft hitti ég fólk sem spyr mig hvaðan ég sé. Þegar það heyrir að ég er íslendingur missir það áhug- ann. Island er ekki aðeins tekið lítt alvarlega á hernaðarsviði og í ökón- ómíu, heldur á öllum sviðum. Við erum bara ekki hafðir með." — Viöhöfum nú nokkurt forn- eskjutaut. „Hefurðu áhuga á grárri forn- eskju? Hvað áttu við?“ — Súm. „Ókei. Það er ekki verri grá forn- eskja en hver önnur.“ — Þú gegndir þar einhvers konar forystuhlutuerki. Aö minnsta kosti um þœr mundir þegar lauparnir voru lagöir upp. „Að ég hafi gegnt laupaleggjara- hlutverki? Ég skal ekki um það segja. Ég var sýningahaldari í eitt ár, þá tók við Magnús Tómasson, vinur minn. Reyndar hefur þessum félags- skap ekki verið slitið enn þá, og hann var heldur aldrei formlega stofnaður. Það var fullyrt á prenti að eitthvað væri til sem héti súm-list, samanber cobra, dada. En það var ekkert annað en ruglukollabull. Bestu mennirnir í Súm gengu aldrei með neinar súm-grillur. Hér erum við aftur komnir að þessum leiðigjarna fylgifisk smá- samíélagsins, þessari barnalegu hugmynd um heimsfrægð og mikil- vægi hennar. Þrátt fyrir framfarir nútímans, þotuöld, fjarskipti, ná- lægð — þá hélt ísland tryggð við einangrunina og delluna; Leyfðu mér aðeins að hugleiða... Ég var að koma af sýningu í Norræna húsinu: Einar Hákonarson, Helgi Þorgils, Gunnar Örn, Kjartan Ólafsson. Ég kíkti svona rétt í svip inn í salinn og ég sá strax að ég var búinn að sjá þetta allt alls staðar annars staðar í Evrópu. Eiginlega má segja að ís- lenskir málarar í dag séu samkeppn- isfærir við evrópska kollega sína — en án viðbótarframlags. Mér finnst miklu betra að sjá þessa hluti í Köln, Dússeldorf, Hamborg, Amsterdam o.s.frv. — það er í sínu rétta um- hverfi. Hitt er annar handleggur að það sem maður sér á íslandi núna er um það bil að ganga sér til húðar í Evrópu. — Segin saga. En Súm — var þaö kannski aldrei til? „Súm var sennilega fyrst og fremst veikburða fréttablað sem leitaðist við að skýra frá því sem var efst á baugi og vildi rjúfa þessa ein- angrun sem við erum búin að temja okkur og er þess eðlis, minn kæri, að við höfum ekki aðeins vanist henni heldur getum ekki hugsað okkur að vera án hennar. Eða hvað hefðir þú sagt? — Eg er lens. „Viltu ekki koma með aðeins •sterkara svar. Ég óttast mjög þetta kæruleysi hér á fslandi, sem er af einhvers konar fatalisma-toga. Sam- anber hollenska umburðarlyndið, sem er margrómað en er líklega ekki fyrir hendi. Hér á landi ríkir uppgjafa- og ellimórall. Við höfum nóg tækifæri til að njóta hins besta úr menningu annarra þjóða, en þess í siað ráðumst við á ruslið og gleyp- um í okkur allt það lélegasta sem boðið er upp á: þetta gildir jafnt um bókmenntir sem videó og kvik- myndir. Það er eins og þessi þjóð hafi tekið í arf að vera innlyksa. Hún er ekki einu sinni svo heimsk að bíta í skottið á sér.“ — Samanber tilraunarottur. En hefuröu ekki haft tómstund í útlönd- um til aö komast aö niöurtööu? „Ég hef þjáningarfullan skilning á því hvað það er að vera íslendingur. Það er í rauninni ekki þrautalaust hlutskipti." — Þínar bœkur? „Mitt skriferi? Ég man bara svo lít- ið eftir mínum bókum." — Vbru þeir reiöir? „Ég held að Án titils verði skoðuð sem jafn lítil sensasjón og Bréf til Láru og Vefarinn mikli — þetta þurrkast út. Kannski sárindi á ein- um eða tveim stöðum, en ekkert sem maður kallar." — Hvar er Jan Voss? „Ég veit það ekki. Af hverju spyrðu?" — Hún hefur alltaf vafist svolítiö fyrir mér þessi hollenska. „Já, hún er nú svolítið einkenni- leg þessi hollenska. Alltaf þegar ég er að koma til Hollands frá Þýska- landi finnst mér eins og ég sé staddur á Kópavogshælinu. Sömu tilfinn- ingu hef ég reyndar líka á götu í Reykjavík þegar ég heyri ástkæra, ylhýra..." — Þetta minnir mig nú á... „Mokkakaffi. Jú, þar ku koma listamenn enn; með fylgifiskum náttúrlega. En núna er þar bara tal- að um kraftmikla bíla, byssur og skytteri. Það jaðraði við menningar- sjokk að koma þangað aftur — og er ég þó íslandi vanur. Það er ógurlegt að hlusta á allt þetta þras í eymingja fólkinu; allan þennan tittlingaskít um náungann. Hér á fslandi er BOKMENNTIR * Mótunarár Isafjarðarkaupstaðar Jón Þ. Þór: SAGA ÍSAFJARDAR OG EYRARHREPPS HINS FORNA. II. bindi. Félags- og menningarsaga 1867—1920. Sögufélag Isfiröinga 1986. Endurholdgun kvað sumir menn trúa á fullum fetum. Veit ég þó ekki til að þeir haldi afmæli sitt hátíðlegt á fæðingardögum sín- um af fyrri tilverustigum. Kaupstaðir fara öðru vísi að. Þeir eru nú hver um annan þver- an að minnast 200 ára kaupstaðarréttinda, þótt Reykjavik ein hafi notið þeirra samfellt. ísafjörður var í gamla daga kaupstaður að nafninu til í tæp þrjátíu ár, og því er þetta rit- verk, eins og á titilblaði segir, „skráð í tilefni 200 ára afmælis ísafjarðarkaupstaðar 18. ágúst 1986 með fjárstuðningi bæjarsjóðs ísa- fjarðar." Nú ættum við Reykvíkingar svo sem ekki að telja eftir þótt ísfirðingar skemmti sér líka 18. ágúst, og enn síður ber að lasta stórhug þeirra er láta skrá byggðarsögu sína svo myndarlega sem hér er gert. Fyrsta bindi hennar kom út í fyrra, og hef ég varla birt í þessu blaði lofsamlegri ritdóm um aðra bók. Er þá annað bindið eins prýðilegt og hið fyrsta? Nei, gott að vísu, en varla eins gott. Efnið liggur ekki heldur eins vel við. Jón Þór skiptir ísafjarðarsögunni í þrjú tímabil. Fyrsta bindið náði til 1866, þegar bærinn fékk kaupstaðarréttindi endanlega. Næsta tímabilið er svo til 1920, en það reynd- ist of efnisdrjúgt fyrir eitt bindi (eins og loka- tímabilið verður vafalaust líka). Því varð Jón að sleppa í þetta sinn allri atvinnusögunni; hún kemur í næsta bindi sem ég á von á að verði heilsteyptara og meiri saga en þetta. Hér þarf nefnilega að gera skil svo mörgum hlutum og sundurleitum: segja eitthvað um Styrktar- og sjúkrasjóð verslunarmanna, eitt- hvað um konungskomuna, eitthvað um Hús- mæðraskólann Ósk og Kvenfélagið Hlíf, vatnsveituna, slökkviliðið o.s.frv. Þetta er svo sem ekki ómerkt efni, og Jón heldur prýðilega á því, en ég held að atvinnusagan gefi honum meiri tækifæri. Hér segir fyrst frá skipulags- og byggingar- málum, þá fólksfjölgun, atvinnuvegum og stéttaskiptingu; þar er t.d. mjög athyglisvert efni um fátækt og þurfamenn. Þá víkur sög- unni að stéttasamtökum; síðar kemur mjög læsilegur kafli (áhugalitlir lesendur ættu að byrja á honum og sjá til hvort áhuginn yxi ekki við það) um „bæjarbrag og lífshætti“, mataræði, skemmtanir og annað í þeim dúr. Svo koma kaflarnir áfram: Skólamál; Prentverk, blöð og bókaútgáfa; Menning og listir; Ýmis félagsstarfsemi; Kirkja og trúmál; Bæjarstjórn og bæjarfógetar; og loks Ýmis bæjarmál. Það er álitamál hvort unnt hefði verið að skipa efninu í samfelldari heildir. Hér er t.d. undirkafli um hvern bæjarfógeta, þar á með- al Skúla Thoroddsen. Frá Skúla sem stjórn- málamanni er hins vegar aðallega sagt í blaðakaflanum í sambandi við málgagn hans, Þjóðviljann. En frásögnin af svonefndu Skúlamáli, mesta hitamáli Isafjarðarsögunn- ar á þessu skeiði, lendir í kaflanum um bæj- arbrag. Um þessa hluti hafa raunar aðrir höf- undar skrifað mjög rækilega, og því er Jóni Þór ekki fast í hendi að lýsa þeim í samhengi. Ég er ekki fróður um ísafjarðarsögu og kann auðvitað ekki að leiðrétta fræði Jóns. Rannsókn hans virðist vel og rækilega unn- in. Hann vitnar jafnharðan til heimilda (neð- anmáls á hverri síðu, og er það að vísu miklu heppilegra en að hafa tilvísanir aftan við), sem eru margar, bæði í prentuð rit, óútgefin skjöl og frásagnir 17 heimildarmanna. Að- eins bregður fyrir ónákvæmni i framsetn- ingu. Það er talað um fimm bæjarfulltrúa (bls. 186) í stað sex; talið að „hröð endurnýj- un“ í bæjarstjórn leiði af því að kjósa bæjar- fulltrúa smátt og smátt fremur en alla í senn (bls. 263); og stuttur lokakafli, sem er ímynd- uð gönguför um bæinn og prýðilega á svið eftir Helga Skúla Kjartansson sett, er ýmist látinn gerast 1919 eða 1920. En þetta eru smámunir. Það er svolítið misjafnt hve náið Jón Þór tengir efnið við landssöguna. Mér þykir t.d. ekki gott hvernig hann rekur (bls. 261—3) ákvæði um bæjarstjórn, aðallega um kosn- ingar og álagningu gjalda, án samanburðar við almenn sveitarstjórnarlög eða sérlög um hina kaupstaðina. Hins vegar er til fyrir- myndar hvernig kaflinn um blaðaútgáfu o.fl. hefst á örstuttri greinargerð fyrir blaðaút- gáfu í öðrum landshlutum (bls. 177). Mikið er um beinar tilvitnanir i heimildir og er það yfirleitt til upplífgunar. Þó verður leiðigjarnt þegar tekið er upp mikið mál úr smásmugulegum starfsreglum alls konar fé- laga og bæjarstofnana. Texti Jóns Þórs er prýðilega stílaður, orð- auðugur og rennur vel. Læsileikans vegna er hægt að renna óþægindalaust gegnum til- tölulega óspennandi kafla, en þegar feitara er á stykkinu er heldur engin hætta á því að Jón Þór gefi efni sínu ekki verðugan búning. Bókin er heilmikið rit, yfir 300 síður, með heimilda- og nafnaskrá, veglega mynd- skreytt (nokkrar myndir í lit) og snyrtilega upp sett. Hún er bæði höfundi sínum og út- gefendum til sóma. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.