Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN Um helmingur þeirra 20 fyrirtækja sem aðild eiga að Landssamtökum sauma- og prjónastofa ætla á næstunni að stofna eigin útflutningsfyrirtæki. Þessar litlu sauma- og prjónastofur, víðsvegar um land, sem til þessa hafa selt ullarvöruframleiðslu sína til stærri framleiðenda og útflutningsfyrirtækja vilja ná hærra verði fyrir framleiðslu sína. Þær telja að þær hafi ekki fengið að ráða nógu um verðlag ullarvara og að stóru aðil- arnir, s.s. Álafoss, iðnaðardeild SIS, Hilda, o.fl. hafi tekið til sín of stóran hluta þeirrar köku sem verið hefur til skiptanna. Að auki ætla þær að reyna að afla nýrra markaða á meginlandi Evrópu og laga vöruhönnunina að óskum þarlendra söluaðila. íslendingar hafa framleitt og selt ullarvör- ur í margar aldir og um langt skeið voru ull- arvörur, skinn og fiskmeti aðalútflutnings- vörur okkar. í dag nemur ullarútflutningur ekki nema rúmlega 3% af heildarverðmæti útfluttrar vöru og um 38% af verðmæti út- fluttrar iðnaðarvöru ef ál og kísiljárn eru ekki tekin með í dæmið. Árið 1985 fluttum við út ullarvöru fyrir tæpar 1200 milljónir króna. Þá var útflutningsmagn nánast óbreytt frá árinu áður en hafði aukist um 57% frá árinu 1983. A.m.k. 14% samdráttur hefur orðið í útflutningi þessa árs, miðað við sama tíma í fyrra. Bandaríkjamarkaður hef- ur orðið verst úti, en þar nemur samdráttur- inn 43%. í heild er samdrátturinn einkum skýrður með óhagstæðri lækkun banda- ríkjadollars, þar eð stærsti hluti útflutnings- viðskipta okkar er bundinn við þann gjald- miðil en auk þess geta ullarvörur trauðla flokkast lengur undir hátískuvöru og ekki hefur verið fylgst nægilega vel með tísku- breytingum. íslenskir framleiðendur og útflutningsaðil- ar eru skiljanlega ekki hressir með þennan samdrátt. Harkalegast bitnar hann á undir- verktökunum, þ.e. litlum sauma- og prjóna- stofum sem viða skapa bráðnauðsynlega at- vinnu í fámennari byggðalögum og flytja ekki út sjálfar. í fyrra, þegar útflutningsmagn var nánast óbreytt frá árinu áður varð sam- dráttur hjá fyrirtækjunum sem að meðaltali hafa verið rekin með 3—4% tapi sl. 3 ár að I Um helmingur lítilla sauma- og prjónastofa stofna á næstunni nýtt látflutningsfyrirtæki til höfuðs núverandi ullar- útflytjendum, s.s. Álafossi, iðnaðardeild SÍS, Hildu hf. o.fl. Hrópað úr samdráttareyðimörkinni því er fram kemur í nýlegri úttekt ráðgjafar- þjónustunnar Hannarrs. Um 40% þessara fyrirtækja eru með neikvæða eiginfjárstöðu og nokkur hafa á liðnu ári hætt starfsemi sinni. Stofurnar veita um 1000 manns at- vinnu en talið er að óbeint standi þær einnig undir 1—2000 störfum að auki. Það eru því margir mjög uggandi um framtíðina en for- ráðamenn Álafoss, iðnaðardeildar SÍS og hreinna útflutningsfyrirtækja á borð við Hildu hf. og Árblik hf, eru heldur ekki lausir við áhyggjur. Miðað við núverandi markaði eru fyrirtækin orðin of mörg og umfram- framleiðslugeta of mikil. Álafoss og SÍS hafa ekki náð eins umfangsmiklum ullarvið- skiptasamningum við Sovétríkin eins og samið var um fyrir sl. ár og sala á hand- prjónabandi hefur dregist mjög saman eða um 60% frá árinu 1981 hjá Álafossi einu. ÖII- um aðilum ber saman um að auka verði alla markaðs- og sölustarfsemi svo hægt verði að snúa vörn í sókn en auk þess teija langflestir viðmælendur HP að stjórnvöld verði í aukn- um mæli að koma til hjálpar. Allir aðilar eru á einhvern hátt að huga að nýrri hönnun á vöru sinni til að laga hana meira að óskum erlendra kaupenda. í fyrrgreindri úttekt kemur fram að litlu prjóna- og saumastofurnar standa verst og þær hafa um tvenn t að velja: að draga saman seglin eða stofna útflutningsfyrirtæki, gera átak í sölu og ná þannig magnaukningu og betra verði fyrir framleiðsluna. „Stóru fyrir- tækin, eins og Álafoss og iðnaðardeild SIS selja okkur hráefni og þau ráða hráefnis- verðinu sem hefur hækkað ansi ört að und- anförnu. Þau ráða líka ásamt öðrum útflutn- ingsfyrirtækjum söluverðinu erlendis og það finnst okkur ekki réttlátt," sagði Reynir Karlsson framkvæmdastjóri Landssamtaka sauma- og prjónastofa í samtali við HP. ,,Um leið og dollarinn lækkar borga útflytjendur minna verð til framleiðenda á sama tíma og allur kostnaður innanlands hækkar í verð- bólgunni. Svo leggja útflytjendur ríflega á vöruna." „Upplýsingar um álagningu þeirra hafa aldrei legið á lausu en hægt er að finna dæmi um allt frá 35% upp í 80% álagningu sem er allt of mikið,“ sagði Sófanías Sóphus- son framkvæmdastjóri saumastofunnar Evu á Blönduósi, „og litlu stofurnar fá allt of lítinn hluta söluverðs úr búð erlendis í sínar hend- ur.“ Reynir bætir við að æskilegasta verka- skiptingin sú, að litlu stofurnar seldu fram- leiðslu sína fyrst og fremst til útflytjenda og þyrftu ekki að hafa frekari afskipti af útflutn- ingi, hefði ekki gengið upp því útflytjendur verða sífellt stærri framleiðsluaðilar. Þar eð sífellt færri verkefni hefðu verið til skiptanna neyddust litlu stofurnar því til að stofna hið nýja útflutningsfyrirtæki til að rétta við stöðu sína. En hvað segja fulltrúar Álafoss og iðnaðar- deildar SÍS? „Við eigum frekar að standa saman á þessum erfiðleikatímum en að fara í aukna innbyrðis samkeppni," sagði Ingjald- ur Hannibalsson forstjóri Álafoss. „Eg leyfi mér að draga getu þessa nýja útflutningsfyr- irtækis í efa þegar stofnfé þess, um 10 millj- ónir, er ekki meira. Óhjákvæmilega fyigir út- flutningi mikill kostnaður og ef við lítum til nágrannalandanna fá litlu fyrirtækin ekki minna fyrir framleiðslu sína en þar gengur og gerist." „Ég sé ekki að þetta nýja fyrirtæki breyti miklu fyrir okkur og ég óska því góðs gengis," sagði Ármann Sverrisson markaðs- stjóri ullariðnaðardeildar SÍS,“ og þar eð stof- ur þessar eru ekki reknar lengur en 8—10 tíma á dag fá þær aldrei inn fyrir þessum stofnkostnaði." Ónafngreindur maður þarna megin geirans sagði í samtali við HP að nýja útflutningsfyrirtækið væri dauðadæmt vegna hins lága stofnfjár, stofurnar myndu fljótlega lenda í ágreiningi um forgang í út- flutningi og því næst splundrast aftur upp í frumeindir sínar. Nýja fyrirtækið væri öþrifa- ráð verst reknu stofanna sem annars færu fyrr á hausinn en ella. „Auðvitað má alltaf heyra svona raddir," sagði Reynir, „en við ætlum að fara hægt af stað. Fyrsta takmarkið er að auka útflutning um 10% og höfum reiknað út að við þurfum minnst 6—8 milljónir króna í reksturinn fyrsta árið. Þótt aðeins um helmingur þeirra 20 stofa sem eru innan vébanda landssam- takanna ætli að taka þátt í stofnun nýja fyrir- tækisins erum við bjartsýnir. Við höfum að undanförnu leitað til Byggðastofnunar, iðn- lánasjóðs og Þróunarfélagsins um stuðning og munum í framtíðinni fjármagna starfsem- ina með afurða- og rekstrarlánum, eins og aðrir framleiðendur gera. Við höfum þegar auglýst eftir starfskrafti og ráðið erlent markaðsráðgjafafyrirtæki í þjónustu okkar. Stefnum á að fara út í sölu strax á næsta ári, ef aðstæður leyfa. Staða fyrirtækjanna kallar á aðgerðir og það verður aldrei um neina framþróun að ræða í þjóðfélaginu ef alltaf er hlustað á bölsýnistal." ERLEND YFIRSYN Mikhail Gorbatsjoff sovétleiðtogi hefur framlengt fram á annað ár einhliða stöðvun sovétmanna á tilraunum með kjarnorku- vopn og ítrekað áskorun sína á Ronald Reagan Bandaríkjaforseta að gera slíkt hið sama. Sá hefur sem endranær hafnað því að fylgja sovéska fordæminu og stöðva banda- rískar tilraunir með kjarnorkuvopn, enda var það eitt af fyrstu verkum stjórnar Reag- ans á sviði utanríkismála, að binda endi á viðræður við sovétmenn um sáttmála um heildarstöðvun á kjarnorkuvopnatilraunum. í sjónvarpsræðu ^.nni um framlengingu stöðvunar á kjarnasprengingum rakti Gorbatsjoff jákvæðar undirtektir erlendis við ákvörðun sovétstjórnarinnar. í þetta skipti gat hann vitnað til viðbragða Banda- ríkjaþings máli sínu til stuðnings. Þar hefur Fulltrúadeildin gengið í berhögg við afstöðu Reagans og samþykkt árs stöðvun á tilraun- um með allar kjarnorkusprengjur stærri en eitt kílótonn. Meirihluti þingmanna í deildinni hefur þar með hafnað þeirri röksemd Reagans og ráðunauta hans, að nauðsynlegt sé að gera tilraunir með kjarnorkusprengjur, til að ganga úr skugga um að þær sem að staðaldri eru í skotstöðu séu í raun og veru virkar. Sú skoðun hafði líka aldrei heyrst, fyrr en Bandaríkjaforseti þurfti að réttlæta andstöðu við tilraunabann. Fulltrúadeildarmenn við- urkenna ekki heldur að Reagan fari með rétt mál, þegar hann heldur því fram að stöðvun tilrauna sé ótímabær, vegna þess að ósamið sé um eftirlit með að slíkt bann sé haldið. Þeir benda á, að samkvæmt samkomulagi milli vísindaakademía Bandaríkjanna og Sovétríkjanna komu bandarískir vísinda- menn í sumar fyrir mælitækjum á tilrauna- svæði sovésku herstjórnarinnar hjá Semi- palatinsk, og geta síðan fylgst með því sem þar fer fram með móttökutækjum heima hjá sér. Ekki er annað vitað að Bandaríkjastjórn hafi heimilað sovéskum vísindamönnum að koma síðar fyrir sínum mælitækjum á til- raunasvæði Bandaríkjahers í Nevada. Samþykkt Fulltrúadeildar Bandaríkja- þings um að farið verði að dæmi sovét- manna og kjarnorkuvopnatilraunir stöðvað- ar í takmarkaðan tíma, til að greiða fyrir var- anlegri hömlum á vopnakapphlaupinu, er aðeins eitt af mörgum atriðum vígbúnaðar- stefnunnar, þar sem þingið, og þá fyrst og fremst sú deild, gengur í berhögg við stefnu forsetans. Heildarniðurstaða af afgreiðslu beggja deilda á frumvörpum um hernaðarút- gjöld á næsta fjárhagsári er, að þingið hyggst stöðva þá aukningu á vígbúnaðarfjárveiting- um, sem verið hefur eitt megineinkenni for- setaferils Reagans. Samkvæmt frumvarpi Öldungadeildarinnar eru fjárveitingabeiðnir forsetans til hermála skornar niður um 25 milljarða dollara, en Fulltrúadeildin gengur lengra og sker niður 34 milljarða, svo niður- stöðutala hennar verður 286.4 milljarðar dollara, lægri upphæð en í gildandi fjárlög- um. Mestur er niðurskurðurinn á uppáhalds- vopnakerfi Reagans. Fulltrúadeildin sker beiðni hans um fé til rannsókna og tilrauna vegna geimvarnakerfis við eldflaugum, öðru nafni stjörnustríðs, niður úr 5.3 milljörðum í 3.1 milljarð. Öldungadeildin, þar sem repú- blíkanar, flokkur forsetans, hefur meirihluta, gengur skemmra í niðurskurði, vill veita 3.9 milljarða til stjörnustríðsverkefna. Eins og vænta má eru demókratar, sem ráða Fulltrúadeildinni, mun frakkari að hafna tillögum forsetans en öldungadeildar- menn. Til að mynda bannar Fulltrúadeildin í sínu frumvarpi forsetanum að verja fé til kjarnorkuvopnakerfa, sem geri að verkum að Bandaríkin fari yfir þau mörk sem sett eru fjölda langdrægra kjarnorkuvopna í ófullgilt- Haukarnir í Pentagon brugðust hart við, þegar senda átti samninga- sinnann Paul Nitze við þriðja mann til Moskvu. um samningi við Sovétríkin, sem gengur undir nafninu SALT-2. Reagan lýsti yfir í vor, að hann væri hættur við að virða vopnafjöld- ann í samningnum, og samstarfsmenn hans höfðu boðað að yfir mörkin yrði farið í des- ember með því að taka í notkun 131. sprengjuflugvélina af gerðinni B-52. í þessu máli lætur Öldungadeildin sér nægja að gefa viljayfirlýsingu um að mörk SALT-2 verði haldin, en bindur ekki skýlaust hendur for- setans. Fulltrúadeildin felldi tvö önnur vopna- kerfi, sem stjórn Reagans leggur mikla áherslu á. Annað er eidflaug til að granda gervihnöttum. Fulltrúadeildin samþykkti að ekki mætti reyna það vopn í eitt ár, meðan leitað væri leiða til að semja um að risaveldin bæði skirrist við að koma sér upp slíkum vopnabúnaði. Meirihluti Fulltrúadeildarinn- ar aðhylltist þau rök, að Bandaríkin ættu enn meira undir því en Sovétríkin, að fjarskipta- og njósnahnettir fái að vera í friði. Einnig er í frumvarpinu frá Fulltrúadeild- inni kveðið á um árs frestun á framleiðslu nýrra efnavopna, og er þar einkum um að ræða taugagassprengjuna, sem Bandaríkja- her nefnir Bigeye. Hún er þannig gerð, að efnasambandið er aðskilið í tveim hylkjum í sprengjunni og verður ekki að virku tauga- eitri fyrr en við samblöndun innihalds hylkj- Bandaríkjaþing andvígt Reagan, vill taka Gorbatsjoff á orðinu eftir Magnús Torfa Ólafsson anna, eftir að sprengjunni hefur að skotmarki. Öldungadeildin felldi að fresta jafnt eld- flauginni gegn gervihnöttum og taugagas- sprengjunni, og margt annað ber á milli her- útgjaldafrumvarps hennar og þess sem frá Fulltrúadeildinni kemur. Fundahlé stendur nú á Bandaríkjaþingi, en þegar það kemur saman á ný í næsta mánuði kemur til kasta sameiginlegrar nefndar beggja deilda að samræma frumvörpin í eitt, sem hlotið geti samþykki þeirra. Reagan hefur látið tals- mann sinn gefa til kynna, að hann muni beita neitunarvaldi við frumvarpi svipuðu því sem Fulltrúadeildin afgreiddi fyrir þing- hléið. Hver sem endanleg niðurstaða verður, er ljóst að á þingkosningaári telur meirihluti bandarískra þingmanna í báðum deildum það vera í samræmi við vilja kjósenda, að halda fast í hemilinn við vígbúnaðarglaðan forseta, og það þótt enginn efist um lýðhylli Ronalds Reagans. Þingmenn eru komnir að þeirri niðurstöðu, að afstaða forsetans til samningaumleitana við sovétmenn um víg- búnaðarhömlur og afvopnun sé ekki trú- verðug. Þeir taka ekki lengur mark á þeirri röksemd, að fjárveitingar til ítrustu vígvæð- ingar á öllum sviðum séu nauðsynlegar til að gera Sovétstjórnina samningsfúsa. Þvert á móti vilja þeir sýna lit á að koma til móts við Sovétríkin. í stjórn Reagans togast enn á andstæð öfl. Utanríkisráðuneytið vill semja um hömlur á vígbúnaðarkapphlaupið, en í landvarna- ráðuneytinu ráða þeir sem telja að í slíku kapphlaupi eigi Bandaríkin sigur vísan og megi því ekki leggja á sig haft. Reagan hefur aldrei fengist til að gera upp á milli þessara andstæðu sjónarmiða, heldur reikar sitt á hvað. Þetta kom skýrt í Ijós, þegar sett var saman nefnd að fara til trúnaðarviðræðna í Moskvu um vígbúnaðartakmarkanir. Ekkert varð úr að senda þrjá menn eða fjóra undir forustu Paul Nitze, gamalreynds samningamanns. Weinberger landvarnaráðherra heimtaði að fá að senda aðstoðarmann sinn, Richard Perle, svarinn andstæðing Nitze. Reagan samþykkti, og sendinefndin tvöfaldaðist. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.