Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 21.08.1986, Blaðsíða 23
USTAPÓSTURINN i Roxzý: Stefán, Steingrímur og Szymon að hita upp fyrir sunnudagskvöldið. Þeir verða örugglega orðnir heitir þá. Vonast til að koma til Islands á hverju ári — segir Pamela Sanders sem vinnur að nýrri bók um Island Rithöfundurinn og bladamadur- inn Pamela Sanders er ekki sídur þekkt sem fyrrum sendiherrafrú Bandaríkjanna. Hún bjó hér á landi í fjögur ár ásamt manni sínum sendiherranum Marshall Brement. A sínum tíma skrifaði Pamela bók um Island með Roloff Beny. Þetta er stór og mikil bók sem ber nafnið Ice- land 66° north. Pamela er komin aftur í stutta ferð til að afla efnis í aðra bók um ísland. Hún var spurð um nýju bókina. „Hún verður lýsing á persónu- legri reynslu, hvað mér finnst um landið. Eg hef hugsað mér að fara mismunandi ferðir og skrifa um það og út frá því. Ferðir yfir hálendi ís- lands til dæmis. Slíka ferð hef ég far- ið á hestbaki. Ég er nýkomin núna úr Drangey vegna þess að mig lang- aði til að sjá staðinn þar sem Grettir dó. Bókin verður á slíkum nóturn." — Ætlarðu að gefa bókina út hér eða í Bandaríkjunum? „Ég er ekki viss, ég hef ekki talað við neinn útgefanda ennþá. Enda er ég rétt byrjuð á þessu verkefni. En ég reikna með að hún komi út á næsta ári. Ég er lítilsháttar byrjuð að skrifa. Þannig að það er nú lítið sem ég get sagt þér núna. En ég skemmti mér konunglega við að safna efni í bókina, það máttu vera viss um. Þetta er virkilega gaman. Ég verð einungis tíu daga núna en vonast til að komast aftur einhvern- tíma í ár eða í byrjun næsta árs. Ég vonast reyndar til þess að geta heimsótt Island á hverju ári svo lengi sem ég lifi. Vegna þess að það er einsog að koma heim að koma til íslands," sagði Pamela að lokum. -gpm Varakonsertmeistari í pólsk-íslenskum djassi Undanfarið hefur skemmtistaður- inn Roxzy boðið uppá djass og blús endrum og eins og á sunnudags- kvöldið kemur mun ýtt djasstríó koma þar fram. Þetta er í fyrsta skipti sem piltarnir þrír leika saman opinberlega og hafa þeir gefið tríó- inu nafnið SULD. Þeir félagar eru pólski fiðlarinn Szymon Kuran, sem er varakonsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, Stefán Ingólfsson bassaleikari og Steingrímur Guðmundsson trommari. Szymon var um hríð konsert- meistari Fílharmóníunnar í Gdansk og lék þá oft djass í klúbbum og var undir sterkum áhrifum frá Stephan Grappelli. Síðar hélt hann til London og nám hjá Rodney Friend, konsertmeistara BBC-fílharmoní- unnar, og Michel Schwalbé er var konsertmeistari Berlínar-fíl-harm- oníunnar. Einnig lék hann djass á klúbbum í London. Hingað kom Szymon 1984 og er tími til kominn að hann spreyti sig á djassinum á íslandi. Pólverjar hafa löngum átt frábæra djassfiðlara og mun Michal Urbani- ak þeirra frægastur. Ekki var Zbigniew Seifert síðri, en hann lést fyrir aldur fram úr hvítblæði. Szymon segir að nú sé ný fiðlu- stjarna að rísa í Póllandi — rúmlega tvítugur piltur að nafni Krzesimir Dembski. Szymon leggur mikla áherslu á að það sé nauðsynlegt fyrir hvern mann að leika fleiri en eina tegund tónlistar. Það fari vel saman að leika djass og klassík og fordómar gagn vart slíku séu á undanhaldi, enda ekki nema eðlilegt þegar snillingar á borð við Friedrich Gulda og André Previn hafi náð góðum árangri í báðum tónlistargreinunum. Stefán Ingólfsson lærði við FÍH- skólann áðuren hann hélt utan að nema bassaleik hjá Bob Magnússyni og öðrum meisturum við The Musicians lnstitut í Los Angeles. Steingrímur Guðmundsson Stein- grímssonar er djassunnendum að góðu kunnur, en á þessu ári hefur hann tvisvar haldið tvíleikstónleika ásamt föður sínum og leikið á tabla og dumpak auk trommusettsins. Á sunnudagskvöldið gefst loks tæki- færi að heyra hvernig pilturinn tek- ur sig út í hljómsveit. Verkin sem þeir flytja eru öll eftir Szymon og Steingrím og tónlistin rafvædd en þó með fætur í hefðinni. Rafdjass með sveiflu. VL Pamela Sanders, rithöfundur, blaðamaður og fyrrum sendiherrafrú Bandaríkjanna. KVIKMYNDIR Borgarbragur Háskólabíó: Reykjavík, Reykjavík. irk íslensk. Árgerð 1986. Leikstjórn/handrit: Hrafn Gunnlaugsson. Kvikmyndun: Tony Forsberg. Hljóð: Gunnar Smári Helgason. Búningar: Karl Júlíusson. Tónlist: Gunnar Þórðarson. Aðalhlutverk: Katrín Hall, Edda Björgvins- dóttir, Sigurður Sigurjónsson og Gottskálk Dagur Sigurðsson. Fyrir fimm árum síðan, eða í borgarstjórn- artíð Egils Skúla Ingibergssonar var sam- þykkt í borgarráði að fela Hrafni Gunnlaugs- syni gerð kvikmyndar í tilefni 200 ára af- mælis Reykjavíkurborgar. Þessa kvikmynd gefst Reykvíkingum nú og næstu daga að berja augum innan veggja Háskólabíós. .. endurgjaldslaust! Hér er ekki um að ræða venjulega heimildakvikmynd í réttum skiln- ingi þess orðs, heldur s.k. drama- documentary, eða svo að við vitnum til orða Hrafns sjálfs fyrir frumsýningu myndarinnar s.l. þriðjudagskvöld: „. . . nú stóð ég frammi fyrir því að eiga að búa til mynd, sem byggð- ist á því að fanga, eða endurskapa augnablik líðandi stundar í Reykjavík. Ekki með upp- lýsingum um fjölda strætisvagnafarþega, hversu mörg tonn af malbiki voru notuð á ári, eða hversu heitt hitaveituvatnið væri. . . heldur um fólk.“ Kvikmyndin er sem sagt leikin heimilda- kvikmynd (tekin á árunum 1982—84) og greinir hún frá kynnum og reynslu ungrar vesturíslenskrar stúlku af höfuðborginni og íbúum hennar á þeim tíma er hún á hér við- dvöl. Stúlka þessi hefur verið búsett í Kanada frá 3ja ára aldri og hefur því enga marktæka fyrri reynslu af samlöndum sínum fyrrver- andi. Hún ætti því að vera vel í stakk búin, til að draga upp fyrir hugskotssjónum vorum tiltölulega óhlutdræga og ferska mynd af lífi og tilveru íbúa þessarar nyrstu höfuðborgar heims. Enda kemur brátt í ljós, að hún sér hlutina í töluvert öðru samhengi en við eig- um að venjast. Fáránleiki lífsgæðakapp- hlaupsins kemur henni einkar spánskt fyrir sjónir, enda eru gestgjafar hennar, þau Jón og Rósa „að byggja" inni í Grafarvogi, vinna bæði myrkranna á milli og hafa naumast tíma til að lifa lífinu. .. svo brátt liggur þeim á að skapa sér þær forsendur, er þau telja undirstöðu mannsæmandi lífernis. Inn í söguna fléttar Hrafn síðan borgarpóli- tíkinni og eru það einkum skipulagsmálin, sem þar ber hæst. Hjónakornin eiga að sjálf- sögðu vídeótæki, og er það í fyrstu gegnum það, sem gestur þeirra kemst í nokkuð nán- ari snertingu við flokkspólitík þessara undar- legu borgar. Þessi bráðsnjalla hugmynd Hrafns að blanda á þennan hátt hreinrækt- uðu heimildaefni úr m.a. fréttatímum sjón- varps inn í myndina er i reynd ein helsta or- sök þess hversu vel hefur til tekist með gerð hennar. Það væri þó synd að ætla, að flokks- pólitísk óhlutdrægni hefði ráðið ferðinni við val hans á því myndefni, er hann birtir okkur á þennan hátt. Því, þó svo að allir flokkar fái um síðir að viðra skoðanir sínar að nokkru á skipulagsmálum borgarinnar, þá gegnir öðru máli um meginhluta þess myndefnis er kvikmyndin hefur uppá að bjóða. Þannig er eftir Ólaf Angantýsson ein af bráðfyndnari og um leið eftirminni- legri senum myndarinnar byggð upp á myndum frá ónefndum kosningafundi al- þýðubandalagsins, þar sem betlibaukur merktur xG gengur milli fundargesta, sem undantekningarlaust virðast forðast hann eins og heitan eldinn. Þess á milli eru sýndar myndir af Davíð Oddssyni, sem af ábyrgð og víðkunnri eljusemi vinnur verk sín í þágu borgarbúa. Þrátt fyrir þann flokkspólitíska prófíl, sem Hrafn hefur valið á þessa kvikmynd sína, er hún engu að siður um margt ágætlega vel úr garði gerð. Hún lýsir ágætlega og af einlægri alúð þeim tíðaranda sem ríkjandi var meðal borgarbúa á þeim tíma, er hún var gerð, og það sem e.t.v. mest er um vert: Hún dregur upp nokkuð raunsanna mynd af okkur íbú- um þessarar undarlegu borgar, sem svo ófor- skammað þrjóskast við að skrimta hér á hjara veraldar og í trássi við öll eðlislæg lög- mál náttúrunnar.. . hvað svo sem öllu flokks- pólitísku hjali hennar viðkemur. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.