Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 4
INNLEND YFIRSYN Forsætisráðherra, Steingrímur Hermanns- son, gaf á þriðjudagskvöld yfirlýsingu um það, að hann myndi flytja sig úr Vestfjarða- kjördæmi og bjóða sig fram fyrir Framsókn- arflokkinn í Reykjaneskjördæmi. Með ákvörðun sinni er forsætisráðherra e.t.v. að gera sín stærstu pólitísku mistök. Skoðana- könnun HP, sem birtist í blaðinu í dag, gefur sterklega til kynna að Framsóknarflokkur hafi rétt við í þéttbýli og tvöfaldað fylgi sitt þar áður en Steingrímur gaf yfirlýsingu sína og að flokkurinn muni bæta við sig þing- manni í þéttbýlinu. í ljósi þessarar niður- stöðu er ákvörðun Steingríms Hermanns- sonar fljótfærnisleg og ekkert sem bendir til að hún muni skila flokknum því sem menn voru að vonast eftir. Framsóknarflokkurinn verður ekki þéttbýlisflokkur af því einu að Steingrímur Hermannsson býður sig fram í Reykjaneskjördæmi. Hagsmunirnir liggja úti um land. Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra er í pólitískum skiiningi sonur Vest- fjarða, eða þess pólitíska arfs sem faðir hans ávaxtaði svo vel vestra. Hann hefur gríðar- legt persónulegt fylgi á Vestfjörðum og skarðið sem hann skilur eftir sig verður ekki fyllt. í þessu ljósi verður að skoða harkaleg viðbrögð eins helsta stuðningsmanns Stein- gríms á Vestfjörðum, Magnúsar Reynis Guð- mundssonar, þriðja manns á lista Framsókn- arflokksins í síðustu alþingiskosningum. í kosningabaráttunni 1983 vakti samstarf þeirra Steingríms og Magnúsar Reynis sér- staka athygli, en þeir ferðuðust saman um kjördæmið og héldu þar fundi. Magnús Reynir Guðmundsson sagði í viðtali við DV í gær: „Steingrímur Hermannsson hefur sýnt á sér nýja hlið. Hann hefur gengið á bak orða sinna og svikið okkur Vestfirðinga. Það, að hann skuli svo hafa tilkynnt þetta suður í Hafnarfirði sýnir að manninum er varla sjálfrátt." Magnús Reynir bætti því við, að gjörningur forsætisráðherra væri svik og að framsóknarmenn á Vestfjörðum væru al- mennt undrandi, sárir og „hreinlega í rúst yfir þessari framkomu". Þetta eru harkaieg viðbrögð. En hafa verð- ur í huga að þau eru framsett af manni sem gjörþekkir stöðu Framsóknarflokksins á Vestfjörðum. Gjörþekkir innviði flokksins í kjördæmi forsætisráðherra. Þessi ummæli Magnúsar Reynis Guð- mundssonar verður sömuleiðis að skoða í Fylgishrun blasir við Framsókn á Vestfjörðum — og ef til vill í öðrum dreifbýliskjördæmum. Sighvatur líklegur til að sigra Karvel í prófkjöri. Líkur á flokkabrotafram- boði talsverðar. Stærstu pólitísku mistök Steingríms? ljósi þeirra kringumstæðna sem skapast hafa í kjördæminu. Framsóknarflokkurinn hefur verið að missa fótfestuna á Vestfjörðum. Heimildarmenn HP benda á, að flokkurinn standi veikar, t.d. á Ströndum, en oft áður og að Sjálfstæðisflokkur hafi á þessu kjörtíma- bili unnið á á þeim stöðum þar sem Fram- sóknarflokkur hefur verið hvað sterkastur. Telja menn að það eina sem forðað gæti Framsóknarflokknum frá slæmri útreið í komandi kosningum sé sjálfur forsætisráð- herrann, sem nú hefur kosið að yfirgefa fleytuna og bjóða sig fram syðra. í ljósi þess að Steingrímur Hermannsson hefur verið yf- irburðamaður í liði framsóknarmanna á Vestfjörðum og að enginn einn maður fyllir það skarð sem hann skilur eftir sig, þá blasir ekkert annað en fylgishrun við hjá Fram- sóknarflokknum í kjördæminu. Þessi ákvörðun Steingríms kann einnig að hafa víðtækari áhrif í öðrum dreifbýliskjör- dæmum. Sveitarstjórnakosningarnar fóru illa með Framsóknarflokkinn á landsbyggð- inni og gæti þessi ákvörðun flokksformanns- ins orðið til þess að staðfesta þá tilhneigingu í alþingiskosningunum. Niðurstaðan gæti hæglega orðið sú, að Steingrími mistækist sóknin á Reykjanesi og annarstaðar í þéttbýli og Framsóknarflokkurinn hryndi saman á landsvísu. Skoðanakönnun HP bendir ekki til þessa, en hún var gerð hálfri viku áður en Steingrímur Hermannsson gaf yfirlýsingu sína opinberlega í Hafnarfirði. Áður var sagt að Steingrímur Hermanns- son væri e.t.v. að gera sín stærstu pólitísku mistök. Hér er m.a. átt við það, að miklar breytingar gætu verið í uppsiglingu í Vest- fjarðakjördæmi. Það vakti sérstaka athygli í sambandi við prófkjör Sjálfstæðisflokksins, að Matthías Bjarnason fékk aðeins um 40% atkvæða í fyrsta sæti, Þorvaldur Garðar heldur lakara hlutfall í sama sæti, en umfram allt að þátttaka í prófkjöri sjálfstæðismanna gæti bent til mikilla sviptinga meðal kjós- enda. Aðeins 360 manns tóku þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna á ísafirði, 220 manns í Bol- ungarvík og aðeins 60 á Patreksfirði. Það sem e.t.v. er athyglisverðast við niður- stöðu sjálfstæðismanna á Vestfjörðum er að Guðmundur Ingólfsson, einn forystumanna sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarmálum.og Guðjón Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, skuli báðir hafa verið saltaðir í prófkjöri. Báðir fengu þeir um 30% atkvæði — í heild — í þessu prófkjöri. Mikil þátttaka óflokksbundinna manna í prófkjöri sjálfstæðismanna í Bolungarvík gæti bent til þess að Karvel Pálmason njóti nú ekki sama stuðnings í heimabyggð sinni og hann hefur gert fram til þessa og að úrslit í væntanlegu prófkjöri Alþýðuflokksins verði ekki þau sömu og síðast. Sighvatur Björgvinsson hefur verið að styrkja stöðu sína innan flokks síðustu mánuði og er þegar farinn að undirbúa prófkjörsslaginn vestra. Má gera ráð fyrir því að að þessu sinni verði það Sighvatur sem fer með sigur af hólmi í því prófkjöri og Karvel Pálmason hafni í öðru sæti. Fari svo er alls ekki útilokað að hluti fram- sóknarmanna, Karvel og hinn saltaði hluti Sjálfstæðisflokksins, muni velta fyrir sér möguleika á sérstöku framboði utan flokka á Vestfjörðum. Þetta hefur margsinnis verið reynt — og gert. Stundum hefur það tekist og stundum ekki. Sigurlaugu Bjarnadóttur og þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins sem reyndu þetta síðast mistókst framkvæmdin. Slitrum úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðuflokki kynni að takast það sem Sigurlaugu mistókst. í þessu sambandi verður að hafa í huga, að í næstu kosningum verður kosið samkvæmt nýjum kosningalögum. Þau gera ráð fyrir því í framkvæmd, að litlu kjördæmunum úti um land verði úthlutað fjórum þingmönnum í fyrstu umferð og ræður þar atkvæðamagn í kjördæminu. Fimmta þingsætinu verður síð- an úthlutað eftir styrk flokks, eða framboðs á landsvísu. Fimmti þingmaðurinn verður m.ö.o. látinn bíða þar til heildarniðurstaða í kosningum er fengin. Regla þessi er sett í tvennum tilgangi. í fyrsta lagi tii að koma í veg fyrir að flokkur nái þingmönnum með fá atkvæði á bak við sig eins og raunin er á með Framsóknar- flokkinn nú og í öðru lagi til að koma í veg fyrir að sérstök framboð í einstökum kjör- dæmum utan flokka geti komið inn manni á Alþingi með tiltölulega fá atkvæði að baki sér. Þessar nýju reglur gætu hindrað, eða kom- ið í veg fyrir sérstakt framboð á Vestfjörðum einfaldlega vegna þess að slíkt framboð þyrfti atkvæði á bilinu 800—900 atkvæði, eða meira en nokkurt framboð utan flokka hefur fengið til þessa. Þetta útilokar ekki, að þeir sem bíða ósigur í prófkjörum eða eru í „rúst“ — eins og Magnús Reynir Guðmunds- son orðaði það í DV, reyni þennan mögu- leika. Líkurnar á sviptingum í Vestfjarða- kjördæmi eru yfirgnæfandi. Brottför Steingríms Hermannssonar þýðir að Vestfirðingar geta ekki lengur státað af því að leggja til stjórnmálaheimsins stór nöfn og valdamikla menn. Matthías Bjarnason er einn eftir. Stórveldistími Vestfirðinga í stjórn- málum er að renna út. Sú staðreynd gæti enn frekar ýtt undir möguleikann á því að sigrað- ir og svekktir heimamenn taki málin í sínar hendur og bjóði fram — framhjá flokkakerf- inu. ERLEND YFIRSYN Reykjavíkurfundurinn lagði nýjan grunn að vidræðum Eina áþreifanlega skarðið í mergð 50.000 kjarnorkusprengja í veröldinni, sem fylgdi fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna í Reykjavík, kom þegar sovéskur kaf- bátur sökk í fundarvikunni á Vestur-Atlants- hafi norður af Bermúdaeyjum. Þar liggja nú á 5.500 metra dýpi sextán kjarnorkueld- flaugar sem báturinn bar, hver með mörgum kjarnorkusprengjum, og kjarnorkueldsneyt- ið í aflvél bátsins. Sérfræðingar brjóta heil- ann um hve lengi sjórinn verður að tæra eld- flaugarnar og vélina inn að geislavirku inni- haldi, og hverjar verði afleiðingarnar, til dæmis þegar geislavirki úrgangurinn sem myndast hefur í aflvélinni fer að seytla út í hafið. Þetta slys, ásamt því sem varð í kjarnorku- verinu í Tsjernobíl í vor, færa heim sanninn um, hve varasöm og vandmeðfarin kjarnork- an er í öllum sínum myndum. Eftir beislun hennar verður heimurinn aldrei samur og áður. Ábyrgð mannsins á eigin lífi og framtíð, jafnvel tilveru lífs á Jörðinni, er orðin alger. Tekið hefur tíma að þessi sannindi renni upp fyrir mönnum. Þegar Truman skýrði Stalín frá smíði kjarnorkusprengjunnar á ráðstefnunni í Potsdam, rétt eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar í Evrópu, lét einvaldur- inn sér fátt um finnast þótt fram kæmi ný og öflugri gerð af sprengjum. Þetta skilningsleysi vanabundinnar hern- aðarhugsunar á eðlisbreytingunni sem verð- ur á sambúð valdakerfanna sem ríki nefnast við tilkomu kjarnorkuvopna, hefur til skamms tíma ríkt í allri sinni sljóu vanahugs- un á valdatindinum í Sovétríkjunum. Flokks- foringjar og marskálkar voru hjartanlega sammála um að beina orku hins mikla en að mörgu leyti vanþróaða ríkis að því öðru fremur að hrúga saman í vopnabúr sífellt fleiri og öflugri kjarnorkusprengjum. Þessi hugsanatregða og sljóleiki forustunnar var það öðru fremur, sem gerði Andrei Sakhar- off, höfuðsmið sovésku vetnissprengjunnar, að andófsmanni. Með Mikhail Gorbatsjoff og samstarfs- mönnum hans er komin til valda í Sovétríkj- unum ný kynslóð með ferskan skilning á kröfu tímans um fráhvarf frá linnulausu kapphlaupi risaveldanna í smíði æ skæðari kjarnorkuvopna. Bandarískir embættis- menn létu hafa eftir sér við heimkomu af fundinum í Reykjavík, að þeir hefðu verið furðu lostnir að hlýða á tillögur sovétmanna um víðtæka kjarnorkuafvopnun á skömm- um tíma. Samt mistókst Reykjavíkurfundurinn að því leyti, að ekkert marktækt samkomulag náðist á neinu sviði. Gorbatsjoff og menn hans setja það ófrávíkjanlega skilyrði, að á fyrsta tíu ára tímabili kjarnorkuafvopnunar neiti Bandaríkjastjórn sér um að reyna vopn til notkunar í geimhernaði, þótt rannsóknir á því sviði haldi áfram í tilraunastofum. Reagan Bandaríkjaforseti var ófáanlegur til að fallast á þessa takmörkun á uppáhalds vígbúnaðarverkefni sínu. Ekki bætti úr skák, að sovéskir talsmenn rufu umsamið frétta- bann meðan á fundi stóð, og hleyptu þar með illu blóði í Bandaríkjamenn. En ekki er öll nótt úti enn. Báðir leiðtogar hafa kunngert, að áfram liggi á borðinu til umfjöllunar tillögurnar sem þeir báru fram í Reykjavík. I sjónvapsræðu í Moskvu í fyrra- dag gerði Gorbatsjoff nánari grein en fyrr fyrir sínum tillögum. Hann leggur til að á fimm árum verði langdrægum kjarnavopn- um beggja risavelda fækkað um helming, og að fullu útrýmt árið 1996. Sovétmenn fallast á eldri tillögu Reagans, um að meðaldræg kjarnavopn hverfi úr Evrópu allri austur að Úralfjöllum og verði fækkað í 100 i Asíuhluta Sovétríkjanna en sama tala verði höfð í Bandaríkjunum. Samkomulag um stöðvun kjarnorkuvopnatilrauna er nær en áður. Fyrir sitt leyti sagði Reagan forseti í sjón- varpsdagskrá í fyrrakvöld, að það merkilega við fundinn í Reykjavík væri ekki að sam- komulag gekk mönnum þar úr greipum, heldur hve mjóu munaði að stórfelldur ár- angur næðist. Fréttamenn í Washington segja, að Banda- ríkjastjórn leggi sig nú alla fram, að sann- færa þjóðina um að Reagan hafi haldið rétt á málum í Reykjavík, þegar hann lét stranda á áætlun sinni um geimvarnakerfi. Gorbatsjoff er heimafyrir jafnvel enn harð- orðari en á fundinum með fréttamönnum í Háskólabíói. í sjónvarpsræðunni sem áður er getið lét hann svo um mælt, að í Reykjavík hefði gefist tækifæri til að breyta rás sögunn- ar, en Bandaríkjastjórn hefði skort hugrekki, víðsýni og einurð til að grípa það. Báðir leggja leiðtogarnir áherslu á að nú verði að halda starfinu áfram, byggja á því sem fram kom í viðræðunum í Höfða og linna ekki fyrr en árangur náist. Þar er eink- um litið til nýrrar lotu í Genf í viðræðum sem snúast um takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar. eftir Magnús Torfa Ólafsson Gorbatsjoff hefur jafnframt komið því á framfæri, að hann hafi flokksforystuna að baki sér með þeim róttæku tillögum, sem hann bar fram í Reykjavík. Stjórnmálanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna birti í fyrradag samþykkt, þar sem megináhersla er lögð á að halda sem nán- ustu sambandi við bandaríska viðræðuaðila á ölium sviðum. Nú megi einskis láta ófreist- að til að grípa tækifærið sem gefist í kjölfar fundarins í Reykjavík til að ná samkomulagi sem hafi sögulega þýðingu. Gruntónninn í málfutningi Bandaríkja- stjórnar er sá, að sögn fréttaritara BBC í Washington, að sannfæra bandarískan al- menning um að þrátt fyrir engan áþreifan- legan árangur af Reykjavíkurfundinum, hafi ekki komið neinn alvarlegur afturkippur í sambúðina við Sovétríkin og samkomulags- umleitunum verði haldið áfram af kappi. Margir spyrja, hvers vegna sovétstjórnin leggur slíka höfuðáherslu á að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn geri alvöru úr fyrir- ætlun um geimhernað í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Bæði sovétmenn og þorri vísindamanna í Bandaríkjunum sjálfum, þeirra sem starfa utan rannsóknastofnana hers og vopna- framleiðenda, eru á einu máli um að hug- myndin eins og Reagan hefur kynnt hana sé óraunhæf, ógerlegt sé að smíða geimskjöld, sem verji það ríki sem hann ber fyrir sig fyrir öllum kjarnorkueldflaugum sem að því kann að verða beint. Svarið við þessari spurningu er að líkind- um á þá leið, að þótt ekki séu tök á óbrigðul- um vörnum við langdrægum eldflaugum, eigi Bandaríkjamenn ekki langt í land að þróa geimvopn, sem geti sópað gervihnött- um hugsanlegs andstæðings af lofti. Á marg- víslegum skynjunartækjum í gervihnöttun- um byggist öflun upplýsinga um hernaðar- mátt og hernaðarviðbúnað mótaðilans. Meðan sovétstjórnin á yfir höfði sér að Bandaríkin öðlist getu til að blinda hernað- arvél hennar, lætur hún ekki af hendi sókn- armátt sinn, segja herfræðingar. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.