Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 14
HP KANNAR VIÐHORF ÞRIGGJA HEIMSFRÆGRA FRÉTTAMANNA TIL LEIÐTOGAFUNDARINS, ÍSLANDS OG ÞRÓUNAR FRÉTTAMENNSKU í BANDARÍKJUNUM Martin Bell: „Verölagiö hér er fyrir neðan allar hellur." Heimsfrœgir fréttamerm úr ýms- um áttum hafa sertt fréttir frá leið- togafundinum í Reykjavík. Sjálfir eru margir þeirra afskaplega athygl- isveröir og skemmtilegir viömœl- endur. Helgarpósturinn náði tali af þremur þeirra: Martin Bell frá BBC, Peter Jennings frá ABC í Bandaríkj- unum og Jon Snow frá ITN í Bret- landi. MARTIN BELL, BBC: „RANNSÓKNARBLAÐA- MENNSKAN HEFUR VERIÐ MISNOTUÐ" Martin Bell þarf ekki að kynna fyrir Bretum, en hann er ekki jafn- þekktur hér á landi. Hann vinnur sem aðalfréttamaður BBC-sjón- varpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum og sendir nær daglega heim fréttir af því sem fréttnæmast er í þeim heimshluta. Við fundum sjónvarps- manninn í skólastofu í Melaskólan- um, þar sem hann var um það bil að fara í upptöku á fréttapistli um út- flutningsvörur okkar íslendinga. — Vissirðu mikið um Island áður en þú komst hingað? „ísland er ekki óþekkt í Bretlandi, sérstaklega ekki eftir þorskastríðin okkar, svo ég vissi eitthvað smáveg- is um landið að minnsta kosti. Eg hef hins vegar ekki komið hingað áður, en þetta er 70. landið sem ég kem til um ævina." — Hefurðu verið lengi í Banda- ríkjunum að senda fréttir heim til Bretlands? „Eg er búinn að vera þarna í níu ár, en ég er ekki einungis í Banda- ríkjunum, heldur nær mitt svæði einnig yfir Kanada, Kyrrahafseyj- arnar, Mií og Suður-Ameríku. Mest er ég þó viðloðandi Hvíta húsið í Washington." — Sjáið þið ekki neitt fáránlegt við það að koma hingað með allt þetta lið og tœki, þegar það er nokk- uð Ijóst aö engar fréttir muni berast af fundinum vegna fréttabannsins? „Það er alls ekkert fáránlegt. Þetta er afskaplega merkur við- burður — síðasti möguleiki Reagans á að ná einhverju samkomulagi við Rússa í sinni forsetatíð. Ef það tekst ekki núna, er öll von úti um að þess- ar þjóðir geri með sér samning á næstunni. Þetta er því mikilvægt fyrir alla heimsbyggðina, þó vissu- lega verði allur fréttaflutningurinn yfirborðskenndur fram til sunnu- dagskvölds. Þá má hins vegar búast við einhverri yfirlýsingu." — Hefurðu oft verið spurður að því hvernig þér líki ísland, eftir að þú komst til landsins? „Já, mörgum sinnum. Mér finnst það ofur eðlilegt, enda hafið þið ekkert til að skammast ykkur fyrir og ættuð að vera hreykin af landinu ykkar. Að vísu er verðlagið hérna alveg fyrir neðan allar hellur. Eg skil bara ekki hvernig þið getið lifað við þetta ástand." — Hver er staða rannsóknar- blaðamennsku í Bandaríkjunum þar sem þú starfar mest? „Rannsóknarblaðamennskan er ekki jafnhátt skrifuð núna og eftir Watergat-hneykslið, aðallega sök- um þess að hún var misnotuð af ýmsum aðilum. Það voru skrifaðar fréttir í nafni rannsóknarblaða- mennsku, sem komu óorði á hana. Fréttamennska er heimur harðrar samkeppni og ég tel að eina leiðin til að halda heiðri stéttarinnar á lofti, sé að kappkosta ávallt að gera okkar besta og vera heiðarleg." — Hvað finnst þér um þá gagn- rýni að sjónvarpsstöðvar sendi út of stuttar fréttir af hverjum atburði og hraðsjóði þœr þar af leiðandi á villandi hátt ofaní áhorfendur? „Þetta á ekki við í Bretlandi, en í Bandaríkjunum er þetta því miður staðreynd. Fólk fær lítinn tíma til þess að melta hinar ýmsu hliðar á málunum, því fréttirnar eru fram- reiddar eins og skyndibitar á mat- sölustöðum. Það er óumdeilanlega óhollt." — Hefurðu unnið sem blaðamaður, eöa hefur sjónvarpiö alltaf verið þinn miðill? „Ég hef unnið hjá BBC-sjónvarps- stöðinni frá því að ég auk háskóla- námi í Cambridge, enda líkar mér afskaplega vel hjá þeirri stofnun. Við fréttamennirnir erum frjálsir að því að gera það sem við viljum og slíkt frelsi er ómetanlegt í þessu fagi. Ég kann líka vel við sjónvarpið sem miðil, vegna þess að þá geta við- mælendur manns ekki sífellt verið að breyta og skipta sér af fréttinni eftir að maður hefur átt við þá við- tai. Þá er það komið á filmu og of seint að skipta um skoðun eða hætta við að segja eitthvað." — Hvernig er aðstaða ykkar hérna í Melaskólanum? „Alveg stórgóð. Þetta er svo sann- arlega ekki verstu vinnuskilyrði, sem ég hef þurft að búa við, og við höfum ekki yfir neinu að kvarta. Þar 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.