Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 25
iSnn herðir flokkseigendafélag
Alþýðubandalagsins tökin á Þjóð-
viljanum. Nú berast þær fréttir, að
Álfheiður Ingadóttir sé aftur
komin til liðs við blaðið og mun hún
sinna þingfréttum í vetur. Eins og
suma kann að reka minni til hvarf
Álfheiður í fússi frá Þjóðviljanum og
var opinber skýring sú, að alltof fáar
konur störfuðu á ritstjórninni.
Stækka bæri kvótann. En nú þegar
Álfheiður kemur aftur verður hún
að bíta í það súra epli, að allt situr
við það sama í kvótamálinu. . .
D
æði á Tímanum og Þjóðvilj-
anum var mikill vilji fyrir sérstakri
sunnudagsútgáfu um sl. helgi vegna
leiðtogafundarins. Kristinn Finn-
bogason sagði eitt hart nei á Tím-
anum, en hann er þar fram-
kvæmdastjóri með miklu valdi.
Blaðamenn á Tímanum voru von-
sviknir vegna þessa en á Þjóðviljan-
um var öllu meiri hringlandaháttur
uppi. Ritstjórnin stóð saman sem
einn maður um sérútgáfu en Guð-
rún Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastjóri sagði fyrst nei, svo já,
síðan aftur nei, — eftir að Ragnar
Árnason formaður Útgáfufélags
Þjóðviljans blandaði sér í málið. En
blaðamenn stóðu einhuga við þessa
ákvörðun og eftir nokkra ólgu náðu
þeir sínu fram — sérútgáfan varð að
veruleika. Afskipti Ragnars af þessu
máli munu ekki hafa orðið til að
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:............ 93-7618
BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR: ....... 96-71489
HÚSAVÍK:........96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: .....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303
interRent
bæta andrúmsloftið milli flokkseig-
enda og blaðamanna Þjóðviljans.. .
M yrirtækið ísegg, eitt stærsta
eggjadreifingarfyrirtækið á höfuð-
borgarsvæðinu, hefur átt í miklum
erfiðleikum. Ástæðan er sú, að fyr-
irtækið hefur ekki ráðið nægilega
stórum hluta markaðarins til að
stjórna verðinu. I raun hefur dreif-
ingarkostnaður fyrirtækisins verið
stærra hlutfall af verði en getur
borgað sig til langframa. Einhverjir
munu hafa hugleitt að draga sig útúr
fyrirtækinu. Það nýjasta úr herbúð-
um íseggs mun vera það, að Isegg
kaupi eggjabú Gunnars Geirs-
sonar á Vallá. Þarmeð næði fyrir-
tækið yfirburðastöðu á markaðnum
og réði mun meiru um verðið, þann-
ig að það þyldi samkeppni betur en
hingað til. ísegg ræður yfir 400
tonna framleiðslu á ári, en Vallár-
búið eitt er með rúmlega 500 tonna
ársframleiðslu. Sömu menn og eiga
ísegg eiga fyrirtækið ísunga til
framleiðslu á varphænum og með
kaupunum á Vallárbúinu slá því eig-
endur fyrirtækjanna tvær flugur í
einu höggi, því ísunga yrðu tryggð
viðskiptin við Vallá...
lEkki er ofsögum sagt af valdi
yfirmanna. Á dögunum voru tveir
lyftaramenn hjá Sanitas að sinna
störfum sínum. Þá kemur verkstjóri
og krefst þess að annar lyftaramað-
urinn þvoi lúxusbifreið Páls Jóns-
sonar í Polaris, sem er einn aðal-
eiganda Sanitas. Lyftaramaðurinn
sagði skorinort að hann væri ráðinn
til annarra verka hjá fyrirtækinu.
Verkstjórinn brást hinn versti við og
kvað ekki þörf fyrir slíka menn.
Lyftaramennirnir kváðust þegar
leggja niður vinnu í mótmælaskyni
og fengu sér vinnu samdægurs á
öðrum vinnustað. Verkamennirnir
höfðu svo á orði að það færi betur á
því, að Páll Jónsson þvæi sína glæsi-
kerru sjálfur. . .
u
■ ýiega hefur verið ráðinn
bæjarritari á Dalvík. Það ber til tíð-
inda að nýi bæjarritarinn, Hjálmar
Kjartansson, er ráðinn af meiri-
hluta Alþýðubandalagsins og Sjálf-
stæðisflokksins í bæjarstjórninni. Sá
meirihluti hefur þegar staðið í stríði
við Framsóknarflokkinn og KEA-
veldið í Eyjafirði. Nýi bæjarritarinn
er mágur Vals Arnþórssonar
kaupfélagsstjóra. Fer ekki sögum af
vináttu þeirra máganna. . .
T^^eir blaðamenn eru að gefa út
bók fyrir laxveiðimenn. Þetta eru
þeir Gunnar Bender og Eggert
Skúlason, sem eru að vinna að
þessu fyrir Hörpuútgáfuna. í bók-
inni eru viðtöl við þjóðkunna
áhugamenn um silungs- og laxveiði,
þá Davíð Oddsson, Pálma Gunn-
arsson, Pál í Polaris, Össur
Skarphéðinsson og Sigurð Sig-
urjónsson. . .
Útsölustaðir:
Útilíf, Glæsibæ * Sportbúðin Laugavegi/Drafnar-
felli * Sparta, Laugavegi * Hólasport, Hólagarði *
Búsport, Arnarbakka * Sportbúð Óskars, Keflavík
* Sporthúsið, Akureyri * Sporthlaðan, ísafirði *
Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi * Versl. Óðinn, Akra-
nesi * Versl. Tómstund, Vestmannaeyjum * Kf.
Þingeyinga, Húsavík * Krummafótur, Egilsstöðum
* Versl. Hákonar Sófussonar, Eskifirði
Art. 7591
Str. 34-46
7591-950
34-46
Heildsala:
Sportvöruþjónusfan
sími 687084
HELGARPÓSTURINN 25