Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 37
s,
Þ
urfi ég að velja á milli þess að
hafa mínar eigin skoðanir og að fá
atkvæði þá vel ég frekar mínar
skoðanir og færri atkvæði — segir
Asgeir Hannes Eiríksson í kosn-
ingablaði sem dreift er í tíu þúsund
eintökum til sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Ásgeir Hannes fer
óvenjulega Ieið að væntanlegum
kjósendum sínum í blaðinu, þarsem
m.a. er útlistað nánar við hvað er átt
með auglýsingunum sem vakið hafa
athygli á þingmannsefninu: „Penn-
inn er sterkasta vopnið í pólitík" og
„Einn af okkur á þing”. Meðal þess
klókasta sem sést hefur í áróðrinum
er opna blaðsins, þar sem ævisaga
frambjóðandans er rakin, aðallega
með því að telja upp nöfn á fólki
sem maðurinn hefur umgengist. Þá
hefur frambjóðandinn fengið að
láni form frá HP í blaðinu: yfir-
heyrslu yfir honum sjálfum, þar sem
hann segist vera á móti flokksræði.
Meðal þess helsta úr lífshlaupi Ás-
geirs Hannesar er að hann hefur
verið formaður svo ólíkra félaga
sem Sambands dýraverndunarfé-
laga á íslandi og Karatefélags
Reykjavíkur. Þá hefur hann m.a. set-
ið i stjórnum íþróttafélagsins Leikn-
is og Langborðsnefnd vegna 200 ára
afmælis Reykjavíkurborgar...
L
bara á kostnað Landsbankans í
Reykjavík. ..
laxveiðivertíðin er liðin og ku
hafa verið ánægjuleg. Þeir hafa
vafalaust skemmt sér konunglega
klúbbsmenn sem skruppu í veiði í
Ölfusá með Jónasi Haralz banka-
stjóra Landsbankans nú í ágúst. Eftir
fiskeríið var slegið upp mikilli kok-
teilveislu í veiðihúsinu þar og telja
kunnugir að keyptar hafi verið vín-
birgðir fyrir hátt á annað hundrað
þúsund krónur. Á kostnað Lands-
bankans að sjálfsögðu — aðalbank-
ans að hálfu og Selfossútibús að
hálfu. Að veiðiferð lokinni var síðan
öllum boðið á Hótel Örk og þar
gert vel við menn — að þessu sinni
E
litt af því sem vakti athygli
manna við komu sovésku sendi-
nefndarinnar sem fylgdi Gorbat-
sjoff á íslandsheimsókninni var
allur sá rosalegi farangur sem fylgdi
mannskapnum austan af Volgu-
bökkum. Sömu menn tóku líka eftir
því við brottför Rússanna, að far-
angurinn til baka var miklu minni
um sig en við komuna. Við spáum
ekkert frekar í málið, svo friður
haldist, en þetta er haft eftir ekki
óábyrgari aðilum en lögreglunni.. .
Norðurlandskjördæmi vestra
hefur staðið styr um utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu í Alþýðuflokkn-
um. Birgir Dýrfjörd vildi hafa
þriggja vikna frest, en Jón Sæ-
mundur Sigurjónsson keppinaut-
ur hans um þingsæti vildi einungis
viku frest. Skyndilega breyttu
stuðningsmenn Jóns Sæmundar um
afstöðu og féllust á að hafa þriggja
vikna frest. Ástæðan er talin vera
sú, að nokkrir skipverjar á Skaga-
strandartogaranum Örvari ætla að
taka þátt í prófkjörinu og einn helsti
stuðningsmaður Jóns Sæmundar
ætlar að halda partí. Leynigestur
kvöldsins í partíinu verður: Jón
Sæmundur Sigurjónsson...
'tuðningsmenn Alberts Guð-
mundssonar hafa unnið gífurlega
vinnu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins, sem verður um helgina. Þeir
hafa hringt í alla kjörskrána, um
9000 manns, og talið er að hundruð
manna muni ganga í flokkinn til að
kjósa Albert — þar af margir úr trú-
arsöfnuðunum. Andstæðingar
Alberts skjálfa á beinunum af því
þeir óttast að hann nái 1. sætinu ef
svo heldur sem horfir ...
rruii
m
Hábora
u ÁLogPLAST
F - SÉRSMÍÐI
tekur viö af ál og pfastdeild Nýborgar
LiMiJkfJH
S V S T E IVI
INNRÉTTINGAR ÚR ÁLPRÓFILUM
ÓTRÚLEG FJÖLBREYTNI
ODÝR LAUSN
ACRYL
PLASTGLER
FRAMLEIÐSLA ÚR PLASTGLERI
GEFUR ENDALAUSA MÖGULEIKA
Háborg
H ÁLogPLAST
F - SÉRSMÍDI
Skútuvogi 4 -Simi 82140
STURTUKLEFAR
SÉRSMÍÐAÐIR EFTIR
ÞÖRFUM HVERS OG EINS
NÝTJ OG, GIÆSILEGT
HOTEL A SELFOSSI
Glæsilegir samkomu- og ráðstefnusalir á
annari hæð fyrir allt að 400 manns í sæti.
Allar veitingar, fyrsta flokks matur í
veitingabúð á 1. hæð.
í hótelinu eru snyrtistofa og snyrtivöruverslun,
hárgreiðslustofa, gleraugnaverslun, minja-
gripaverslun og umferðamiðstöð.
Gisting í 20 herbergjum.
Viö gerum okkar ýtrasta til að uppfylla allar þínar óskir.
Vió sjáum um fundi og ráöstefnur fyrir þig. Allt í einum pakka
- ferðir til og frá Selfossi (leigubílar/ langferðabílár)
fundaaðstaða, veitingar og gisting.
Vertu velkominn á Selfoss í vinarlegt umhverfi!
kóPel
SELFOSS
EYRAVEGI 2, 800 SELFOSSI,
SÍMI 99 2500
HELGARPÓSTURINN 37