Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 12
YFIRHEYRSLA
nafn: Pjetur Þ. Maack fæddur: 14.3. 1950 heimili: Bergstaðastræti 59 laun: Um 40 þúsund
staða: Prestur og leiðbeinandí og formaður SÁÁ bifreið: Suzuki jeppi 1985 og Toyota Corolla '86
heimilishagir: Giftur Ragnheiði Ólafsdóttur verslunarstjóra, tveggja ára dóttir, Margrét Erla
Ég plottaöi aðeins...
eftir Óskor Guðmundsson mynd*Jim Smart
Séra Pjetur Þ. Maack var um helgina kjðrinn formaður SÁÁ og munaði einu atkvæði
á honum og Tómasi A. Tómassyni forstjóra. SÁÁ hafa verið umdeild samtök að
nokkru síðustu misseri og HP ákvað að yfirheyra nýja formanninn.
— SÁÁ hefur Iðngum haft tvíbenta
* ímynd gagnvart almenningi; annars veg-
ar samhjáiparsamtök sem hver einasta
fjölskylda í landinu stendur í einhverri
þakkarskuld við — og hins vegar bissn-
essímynd, hvort er...
„Hvað áttu við með bíssnessímynd?'1
— Ég á við, að samtökin sjálf hafa virk-
að einsog þau væru í viðskiptum og svo
hafa forsvarsmenn SÁÁ verið þekktir
viðskiptamenn...
„Ég man eftir því, að í upphafi var lögð
áhersla á að halda fjölda starfsmanna í lág-
marki, — og að þess í stað var iögð áhersla
á að í starfi og forsvari væru menn sem væru
tilbúnir til að leggja á sig mikla vinnu, menn
sem gætu komist frá vinnu sinni til að vinna
fyrir SÁÁ. Þetta er ein skýringin á að at-
hafnamenn hafa verið áberandi og á þeirri
bissnessímynd sem er á samtökunum. Hitt
atriðið sem þú nefnir, að samtökin séu rekin
einsog þau væru viðskiptafyrirtæki, er
máske að einhverju leyti rétt. Auðvitað bera
samtökin ákveðinn keim af sínum stjórnar-
mönnum — og við erum sem ný samtök að
koma inná markað, tekjuöflunarmarkað,
sem öll önnur líknarfélög eru að berjast á. Þá
er kannski beitt ákveðnum bissnessaðferð-
um, — og stundum á meira áberandi hátt en
aðrir — til þess einmitt að vekja athygli, og
skila árangri."
— í þessu sambandi hafa margir ord á
aö flest hneykslis- og spillingarmál á
þessu ári tengist med einum eöa ððrum
hætti forystu SÁÁ. Eiga menn ad draga
einhverjar ályktanir af þessu?
„Frá mínum bæjardyrum séð, sem er hálf-
gildings alinn upp hjá SÁÁ, þá get ég ekki
dregið neinar áiyktanir af þessu. En ég hef
orðið var við að fólk útí samfélaginu gerir
það, — en ég fullyrði það að þessi spillingar-
rnál eiga enga spegilmypd innan samtak-
anna, eða eitthvað slíkt sé að gerast þar.
Aldrei. Við innanbúðarfólk sjáum það ekki
en óneitanlega sér samfélágið þetta stund-
um öðruvísi og fólk tengir saman að ósekju."
— Fjáröfluiiarleidir samtakanna hafa
einnig verið gagnrýndar. Þannig er t.d.
sagt ad í happdrætti ykkar hafi veriö
dregið um örfáa vinninga úr öllum út-
gefnum miðum, yfir tvö hundruö þús-
und talsins.. .
„Já, en samt var ekki um neina sérstaka
happdrættisleið SÁÁ að ræða heldur sömu
aðferð og önnur happdrætti nota. Við förum
eftir reglum sem dómsmálaráðuneytið setur
um vinningshlutfall miðað við útgefna miða.
Við erum ekki að gera þetta á neinn annan
hátt en aðrir á sama markaði. En af hverju
SÁA verður fyrir meiri gagnrýni en aðrir —
því get ég ekki svarað, en það heíur gerst oft
áður. Hver er stærsti vinningshafi Happ-
drættis háskólans? Happdrættið sjálft. En
hvers vegna er þessi fjáröflunarleið svo mun
meira gagnrýnd hjá okkur? Af hverju eru
okkar samtök meira gagnrýnd en önnur?
Það veit ég ekki."
—■ En það er ekki einungis happdraett-
ismálið sem orðið hefur tilefni gagnrýni
á fjárðflunarleiðir SÁÁ? Á sínum tíma
var heilu sjónvarpskvöldi varið til kynn-
ingar á SÁÁ, með miklum glimmer og
stjörnudýrkun, m.a. var fengin Dallas-
stjarna til liðs, ertu sáttur við þessa leið?
„Þetta var ekki beint söfnun, heldur var
þetta gert til að vekja athygli á samtökunum
og ákveðinni söínun vegna sjúkrastöðvar.
Það má líta á þetta sem eina stóra auglýs-
ingu. Einsog ég segi við erum að keppa á
markaði sem aðrir eru á líka — og við gríp-
um til þeirra sem ráða á þessum markaði
gilda til að vekja athygli á okkar starfsemi."
— Þið hafið fengið sumsé heilt sjón-
varpskvöld í auglýsingaskyni — þá
myndi maður álykta sem svo að öll önn-
ur líknarfélög og samtök með göfugan
málstað ættu rétt á slíkri auglýsingu?
„Jú, jú. Þetta hefur einmitt verið gert.
Mjög gott. Sjónvarpið er ríkisstofnun og öll
þessi líknarfélög eru að spara ríkinu gífur-
lega peninga."
— Nú hefur SÁÁ aflað sér vissrar
reynslu, búið til ákveðið módel sem þyk-
ir til fyrirmyndar um víöa veröld. Þetta
cru fijáls félagasamtök almennings.
Trúnaðarmenn SÁÁ hafa stofnað einka-
fyrirtæki, Von í Reykjavík og Von í Dan-
mörku. Þarna enbyggt á módeii SÁÁ og
þarna er sérfræði SÁÁ notuð í einka-
gróðaskyni. Hver er afstaða formanns-
ins til þessa?
,,Ég hef ekki kynnt mérþetta mál til hlýtar,
en ég man eftir umræðu um það á sínum
tíma hvort að SÁÁ færi útí þetta sjálft. En við
komumst að þeirri niðurstöðu að ef samtök-
in sem slík færu útí þetta, þá myndi þetta
gera grundvöllinn að samstarfinu við ríkið
sem borgar daggjöldin dálítið erfiðan. Því
fóru bara einstaklingar útí þetta og þeim
fylgja ekki annað en góðar óskir frá mér.“
—• Hversu stórt hlutfall starfsemi SÁÁ
er fjármagnað með frjálsum framlögum,
öðru en styrkjum frá ríki og borg?
„Samkvæmt ársreikningi 1985 þá kemur í
Ijós, að frjáls framlög standa undir 23% af
heildarútgjöldum.
Þetta stendur á endum. Meðferðarstofn-
anirnar Vogur, Sog og Staðarfell eru reknar
á daggjöidum frá ríkinu. En öll hin gífurlega
starfsemi sem fram fer í höfuðstöðvum okk-
ar í Síðumúla er fjármögnuð með frjálsum
framlögum."
— En er þetta ekki orðaleikur? Dag-
gjöldin eru náttúrlega bróðurpartur af
rekstrarkostnaðinum. Þess utan hefur
SÁÁ yfirtekið starfsemi áfengisvarna-
deildar Reykjavíkurborgar. Eru það þá
ekki ríki og borg sem reka SÁÁ?
„Það mætti reikna þetta svona út. Það
mætti hins vegar einnig benda á einstakl-
inga sem eru lítt eða ekki framleiðnir fyrir
þjóðfélagið — og í raun á framfæri hins opin-
bera. Síðan fer hann í meðferð og nær ár-
angri. Hann verður framleiðinn í samfélag-
inu. Okkur sýnist að þetta sé mjög góð fjár-
festing hjá hinu opinbera. Króna frá ríkinu
skilar því þremur krónum eftir þrjú ár. Þetta
er góð fjárfesting, — og góð heilsugæsla."
— Finnst þér siðferðilega verjandi að
víninnfly tjanda sé falinn sérstakur trún-
aður hjá samtökunum — sitji i stjórn?
„Já, af hverju ekki?"
— Þú notar stundum líkingar af mark-
aðnum. Nú hefur SÁÁ starfsemi með því
að stofna meðferðarstöð í samkeppni
við Vífilsstaði og þá stefnu sem ríkið
fylgdi. SÁÁ gerir kröfu til daggjalda og
fær þau. Þarafleiðandi er meðferðar-
stefnan í áfengisgeiranum orðin flókn-
ari og áreiðanlega ekki eins skilvirk...
„Það er máske erfitt við að gera. En ég vek
athygli á því, að ágóði ríkisins af sölu áfengis
er áreiðanlega ekki nema hluti af þeim
kostnaði sem afleiðingar áfengisneyslu hafa
í för með sér. Kostnaðurinn við meðferðina
er aðeins hluti af þessu og skilar sér marg-
víslega til baka. Ég held að ríkið með
ákvörðunarrétti sínum um daggjöld móti
sína stefnu. Daggjöldin hjá okkur eru mun
lægri en á Vífilsstöðum. Fólk er að vinna
þarna á lágu kaupi, líka af hugsjón, og vinna
erfið störf."
— I þessu sambandi er stundum talað
um að vanti sérfræðiþekkingu hjá SÁÁ?
„Til hvers? Til að gera sömu hlutina og við
gerum og kannski ekki til hins betra. Sú sér-
þekking sem alkóhólisti hefur yfir að ráða er
áreiðanlega á við hvers konar sérmenntun
— og oft meíra virði."
— Það er þá ekkert til í þvi, að fag-
menn, starfsmenn, hafi viljað leggja
aukna áherslu á fagmennskuna og „frí-
portararnir" haft verið öðruvísi áhersl-
ur. í f ramhaldi af þessu er sagt aö þú sért
fuUtrúi starfsmanna — og hafir verð
studdur af þeim til formennsku. En mót-
frambjóðandi þinn Tómas Agnar Tómas-
son hafi verið fulltrúi bissnesssjónar-
miðanna, fríportaranna. Er þetta til
vitnis um átök og ágreining innan SÁÁ?
„Þetta voru nú ekki meiri átök en það, að
Tómas er núna varaformaður SÁÁ, — og það
sýnir að mínu mati hugsjónaeldinn á bakvið
og það sýnir samstöðu okkar. Og að ég hafi
verið einhver sérstakur talsmaður meiri fag-
mennsku, sérfræði, inní SÁÁ, — það er víðs
fjarri. Við viljum báðir það sama fyrir SÁÁ.
Eftir að við höfum nú talað saman, þá kom-
umst við að þeirri niðurstöðu að okkur grein-
ir ekki á um starfshætti og hugsanlegar
breytingar, við viljum það sama. Ég hef heyrt
að margir vilji hressa við ímynd SAÁ og telja
mig vel fallinn til þess."
— En það voru flokkadrættir fyrlr að-
alfundinn, — og það munaði einu at-
kvæði á ykkur. Þú hefðir hæglega getað
tapað kosningunni. Aukin heldur þá
stakkst þú sjálfur uppá nokkrum mönn-
um til stjórnar sem samþykktir voru —
og þarmeð fjölgaði stuðningsmönnum
þínum. ..
„Ég skal viðurkenna það að ég plottaði
aðeins, vegna þess að ég tel mig geta unnið
þessum samtökum mjög vel. Ég vildi leggja
mitt af mörkum með því að styrkja innvið-
ina. Við eigum við ýmsan vanda að stríða og
mörg vérkefni bíða nýrrar stjórnar. Um þetta
erum við Tómas sammála."
— í umræðum um líknarfélög að und-
anförnu hefur verið rætt um nauðsyn á
opinberu eftirliti. Viltu sjálfur slíkt eftir-
lit?
„Já, ég er mjög hlynntur því að fjárreiður
slíkra félaga séu háðar opinberu eftirliti, það
er nauðsynlegt fyrir félögin og til að eyða
tortryggni. Að hluta til er okkar starfsemi
háð mjög ströngu eftirliti daggjaldanefndar
og svo verður áfram."
— Verða einhverjar breytingar með
nýjum formanni SÁÁ?
„Við höfum í liuga að starfa enn meira útá
við, við eigum við byggingaskuldir að stríða,
við viljum vinna meira fyrirbyggjandi starf
og meira og fleira. Við ætlum að vinna þess-
um samtökum allt það gagn sem við megn-
um.“