Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 22
EINAR KARL HARALDSSON, FYRRUM
RITSTJORI ÞJÓÐVILJANS OG FRAM-
KVÆMDASTJÓRI ALÞÝÐUBANDALAGS-
INS LÍTUR UM ÖXL í VIÐTALI VIÐ HP:
ÉGVAR
SÁLGÆSLU
FLOKKSINS
Einar Karl Haraldsson kvaddi ís-
land fyrir rúmu ári og hélt til Stokk-
hólms þar sem hann tók viö starfi
ritstjóra Nordisk Kontakt sem
Norrœna rádherranefndin gefur út.
Einar Karl var fréttastjóri og ritstjóri
Þjóöviljans í tíu ár og framkvœmda-
stjóri Alþýdubandalagsins í rúmt ár.
Hann segir viö Helgarpóstinn ad
hann hafi legiö undir feldi í Svíþjód
og hugsað öll mál upp á nýtt. I við-
talinu sem fer á eftir deilir hann
hugsunum sínum rneð lesendum
Helgarpóstsins: Um innanflokks-
átökin íAlþýðubandalaginu, starfs-
aðferðir flokksforystunnar fyrr og
nú, stöðu Svavar Gestssonar sem
formanns, vantraust og tortryggni í
flokknum, árin á Þjóðviljanum, eig-
ið hlutverk í flokksvélinni og fram-
tíðina.
„Ólafur Ragnar Grímsson sagði í
Helgarpóstinum fyrir tveimur ár-
um, fyrstur flokksmanna, að það
væri kreppa í Aiþýðubandalaginu,"
segir Einar Karl. „Það þarf ekki
mikla glöggskyggni til að sjá, að
hann hefur reynst sannspár. Átök
þurfa ekki að vera vond í sjálfu sér.
Þau geta verið flokki til framdráttar.
Hins er það vandi Alþýðubanda-
lagsins að flokknum hefur ekki tek-
ist að sýna fram á að deilunum inn-
an hans sé lokið. Á sama tíma hefur
Jóni Baldvin tekist að ná BJ inn í Al-
þýðuflokkinn, leiða saman Hanni-
bal og Gylfa og tekist að fram-
kvæma loforð sín. Það er því enginn
ástæða til að rengja Jón Baldvin
þegar hann segir að verkalýðsleið-
togarnir munu einnig koma til
hans.“
ÁSMUND OG ÓLAF
RAGNAR Á ÞING
— Hvað heldur þú?
„Það er ekkert nýtt að samein-
ingarhugmyndir Alþýðuflokks-
manna og Alþýðubandalags komi
upp. í kringum 1979 voru hugmynd-
ir um stofnun Verkamannaflokks.
Samstarf milli þessara tveggja
flokka hefur alitaf verið fyrir hendi;
skemmst að minnast samstarfs-
ins frá 1978. Hins vegar gætu átökin
í Alþýðubandalaginu leitt til þess að
einhverjir áhrifamenn úr verkalýðs-
hreyfingu færu yfir til Alþýðuflokks-
ins.“
— Þar með talin ASÍ-forystan?
„Það fer mikið eftir því hvernig
Alþýðubandalaginu tekst að leysa
sín framtíðarmál."
„Svavar er alinn upp i
andrúmslofti kalda stríösins.“
„Eg var ekki ritstjóri Þjóð-
viljans heldur blaðafulltrúi
hreyfingarinnar.‘ ‘
,, Eftir ríkisstjórnarþátttökuna
stóð Svavar einn og
einangraður‘
„Þjóðviljinn er ekki sjálfstœtt
blað.“
,,Ef Alþýðubandalagið heldur
áfram að ýta út óþœgu og
óþœgilegu fólki, geng ég úr
flokknum.“
22 HELGARPÓSTURINN
eftir Ingólf Margeirsson myndir Jim Smartl