Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 26
EITUREFNUM DÆLT EFTIRLITSLAUST ÚT
í UMHVERFIÐ HÆTTULEGUM EFNA-
SAMBÖNDUM HENT Á HAUGANA
EFNAMENGUN SÍST MINNI EN í ÖÐR-
UM LÖNDUM MENGUNARVARNIR
HÉRLENDIS í ÓLESTRI
EFTIR
STÓRU
SLYSI
/ sumar var rarmsökud hola í
vatnsbóli Keflavíkurftugvallar. Ein
af tólf vatnsholum Vallarins. Niöur-
stödur sýndu ad vatn var mengad
óvenjulegum efnum. Tríklóretylen
og 1,1,1 tríklóretan voru efnin sem
mœldust í drykkjarvatninu. Hvoru
tveggja lífrœn leysiefni, sem borist
hafa í vatnsból Vallarins frá sorp-
haugum innan girdingar, eda frá
Sorpeydingarstöd Suðurnesja. Þetta
eru mögulegir mengunarvaldar.
Enn hefur ekki fengist úr því skorið
hvaðan mengunin kemur, en rann-
sóknir standa yfir. Rannsóknastofa
tHáskólans í lyfjafrœði hefur greint
sýni úr vatnsbólinu og jafnframt því
hafa verið lögð drög að þvíað senda
sýni til Danmerkur til frekari skoð-
unar. Þá eru Bandaríkjamenn einn-
ig að láta rannsaka sýni tekin úr
vatnsbólinu.
Efnamengunin kom
á óvart
Efnamengunin í vatnsbóli Vallar-
ins kom mönnum á óvart, enda
koma áður tilgreind efni ekki fyrir í
vatnsbólum yfirleitt. Liklegast hafa
efni þessi — affitunarefni — borist í
grunnvatn frá sorphaugum. Þeirra
varð vart þegar dælt var úr holunni,
en annars er talið að grunnvatnið
leiti til sjávar. Sýni voru tekin úr öll-
um holum á Vellinum, en ekkert
kom fram sem bendir til þess að
efnamengun sé að finna t öðrum
holum. Þá hafa sömuleiðis verið
tekin sýni úr öllum vatnsbólum utan
girðingar og bendir ekkert til þess
að efnamengun sé í vatnsbólum
Suðurnesjamanna. Hún takmarkast
við þessa einu holu.
Efnin, sem áður voru nefnd, eru
einkum notuð til affitunar og til að
ieysa upp önnur efnasambönd. Áð-
ur fyrr var tríklóretylen notað á
svæfingarvélar, en það síðarnefnda
notað við framleiðslu á „instant
kaffi“. Var því hætt eftir að rann-
sóknir í Bandaríkjunum gáfu til
kynna, að efnið gæti valdið krabba-
meini.
Andi menn að sér þessum efnum
geta áhrifin orðið alvarleg. Menn
finna til höfuðverkjarj vanlíðanar
og kasta jafnvel upp. í alvarlegum
tilvikum geta þessi efni leitt til trufl-
unar á starfsemi hjarta og valdið
skemmdum á lifur og nýrum. Við sí-
fellda snertingu getur síðarnefnda
efnið valdið útbrotum á húð. Efnin
eru einkum notuð til að þrífa vélar
og vélarhluta og eru algeng í bletta-
vatni sem notað er á heimilum. Þeir
sem hafa verið í snertingu við þessi
efni um margra ára skeið geta átt á
hættu lifrar- eða nýrnaskemmdir.
Innan Vallarsvæðisins er ýmislegt
grafið í jörðu — eins og utan þess.
Þar er að finna vélar, olíuúrgang o.fl.
Flugvélaflök eru grafin í jörðu og
margt fleira, sem menn hafa ekki
fram til þessa gefið sérstakan gaum.
Er nú unnið að því innan Vallar að
kortleggja alla sorphauga og alla
staði þar sem grunur leikur á að
sorpi og hættulegum efnum hafi
verið fargað.
Eins og áður sagði kom mengun
þessi heilbrigðisyfirvöldum á óvart.
Má telja fullvíst, að þetta dæmi af
Keflavíkurflugvelli sé aðeins það
fyrsta hérlendis og að fleiri og e.t.v.
alvarlegri mengunardæmi eigi eftir
að koma upp.
Eiturefni á haugana
,,Ég hef miklar áhyggjur af þess-
um málum almennt á Islandi," sagði
Magnús H. Guðjónsson, heilbrigðis-
fulltrúi Suðurnesja, þegar HP leitaði
til hans vegna mengunarinnar á
Vellinum. „Eg tel mjög brýnt, að
þetta vandamál verði leystaðsið-
aðra þjóða hætti — strax. Það er
mjög alvarlegt að ekki skuli vera til
upplýsingar um þessi hættulegu
efni — notkun þeirra og umfram alit
förgun. Það er nauðsynlegt að hér
verði sett upp móttökustöð fyrir
hættuleg efni, eins og gert er í öllum
nágrannalöndum okkar, annað
hvort til að að senda efnin úr landi
eða þá til að farga þeim á öruggan
hátt. Flest þessara efna eru hættu-
leg í því formi, sem þeim er hent í,
en hægt að gera þau hættulaus með
brennslu eða efnaúrfellingu.
Ég hef miklar áhyggjur af þessu,
eins og ég sagði, og mér finnst eins
og að menn bíði eftir stóra óhapp-
inu í þessum efnum," sagði Magnús
H. Guðjónsson.
Fjölmörg eiturefni og hættuleg
efni eru notuð hvunndags og notar
almenningur mikið af þessum
efnum. Oft án þess að gera sér grein
fyrir því. Notkun blettavatnsins er
ágætt dæmi um það. Hættuleg efni
er einnig að finna í málningarvör-
um og hreinsilegi af ýmsu tagi. Þau
eru notuð við iðnframleiðslu hvers-
konar. Málningarfyrirtækin nota
m.a. blýsambönd, kobaltsambönd,
járnoxíð, titanoxíð, zinkoxíð og
mangan, svo dæmi séu tekin. Rann-
sóknastofur — inná spítölum og
annars staðar — ncta einnig mikið
af hættulegum efnum. Og eru sum
þeirra krabbameinsvaldandi. Sút-
Skólp er ekki það eina sem streymir útí umhverfi okkar. Eiturefnum frá fyrirtækjum er hleypt niðrum skólpræsi. Enginn veit ( hve
miklu magni.
unarverksmiðjur nota mikið af
krómsamböndum við sína fram-
leiðslu, sem þeir þekkja sem fá út-
brot af skinnfatnaði. Þá nota lyfja-
verksmiðjur mikið af hættulegum
efnum við framleiðslu sína.
Almenningsfræðsla um hættuleg
efni er í molum, enda telja sérfróðir
menn að almenningur losi sig yfir-
leitt við hættuleg eiturefni með því
að fleygja þeim í rusl. Sama gildir
um afgangslyf. Sama gildir um fyrir-
tækin, sem losa sig við þessi efni
beint útí náttúruna.
Efnin, sem fundust í vatnsbólinu á
Keflavíkurflugvelli hafa t.d. verið
notuð lengi á vélaverkstæðum hér-
lendis og til skamms tíma hefur úr-
gangsefnunum verið sturtað niður í
holræsi og þannig hafa þau að end-
ingu endað í sjónum úti fyrir strönd-
ínni
Ekkert eftirlit
Ekkert eftirlit er meðhættulegum
efnum og eiturefnum á íslandi.
Starfandi er eiturefnanefnd, sem
gefur út tilkynningar um eiturefni
og hættuleg efni. Berast þær upplýs-
ingar til Vinnueftirlits ríkisins, en
fyrst og síðast til Hollustuverndar
ríkisins, sem ætti að hafa eftirlit
með losun úrgangsefna útí náttúr-
una. Sú stofnun hefur ekki viðbún-
að til eftirlits eða mælinga og er því
fyrirtækjunum það í sjálfsvald sett
hvernig þau farga þessum efnum.
Og HP hefur heimildir fyrir því, að
víða leynist í fyrirtækjum eiturefni,
sem hefur verið safnað saman í tölu-
verðu magni og eru bráðhættuleg.
Fyrirtæki í efnaiðnaði og önnur
fyrirtæki sem nota hættuleg efni við
framleiðslu sína hafa tvær aðferðir
leftir Helga Má Arthursson
við að farga eiturefnum. í fyrsta lagi
fara þau með efnin á haugana og í
öðru lagi hella þau efnunum í nið-
urföll og þar með útí náttúruna. Til
undantekninga heyrir að fyrirtæki
komi úrgangsefnum sínum úr landi
til förgunar eða til endurvinnslu.
Efnamengun er af hálfu hins opin-
bera ekki skilgreind sem vandamál.
Sérfróðir menn telja hins vegar að
efnamengun sé hérlendis síst minni
en í öðrum löndum. Er talið fullvíst
að á sorphaugum sé mikið um
hættuleg úrgangsefni, enda hefur
þeim verið hent á haugana. Má í
þessu sambandi gera ráð fyrir því,
að á sorphaugum Reykjavíkurborg-
ar sé mikil efnamengun, sem meng-
ar sjóinn undan ströndinni —
steinsnar frá íbúðarbyggð.
Engin eiginleg mengunarlöggjöf
er til í landinu. Um þessar mundir er
verið að semja mengunarreglugerð
í Hollustuvernd ríkisins, en undir þá
stofnun heyra þessi mál eins og áður
er getið.
Fyrirtæki, sem talin eru menga
umhverfi sitt, þurfa að sækja um
starfsleyfi til Hollustuverndar ríkis-
ins. Og í þessum starfsleyfum eru
ákvæði um það, hvað gera skuli við
úrgangsefni og hvernig staðið skuli
að mengunarvörnum. Reglur um
förgun eiturefna eru hins vegar eng-
ar til og því er eftirlit og mælingar á
mengun vegna eiturefna í lágmarki.
Eftirlit og mælingar eru það eina
sem gefið getur vísbendingu um
það að hve miklu leyti eiturefnum er
dælt útí umhverfið. Hollustuverndin
veit í grófum dráttum hvaða efni eru
notuð í sumum fyrirtækjum, en eng-
ar upplýsingar um það hvernig fyr-
irtækin farga þessum efnum. Hafa
mynd: Jim Smart
menn þar litlar, eða engar, upplýs-
ingar um magn og útbreiðslu hættu-
legra efna.
Hreinsunarstöðvar
nauðsynlegar
Mikil áhersla hefur verið lögð á það
erlendis að koma í veg fyrir að
eiturefni berist út í umhverfið. Hafa
víðast hvar verið settar strangar
reglur um losun úrgangsefna og fyr-
irtækjum gert að farga, eða eyða,
eiturefnum þeim sem verða til í
framleiðslunni. Reistar hafa verið
sérstakar móttökustöðvar eða
hreinsistöðvar í þessu sambandi.
Þangað á að safna öllum eiturefnum
til eyðingar. Fyrirtækjum er gert
skylt að gefa upplýsingar um notk-
un hættulegra efna og sömuleiðis
að gera grein fyrir úrgangsefnum.
Stofnanir hefur þurft að setja á legg
til að hafa eftirlit með því að lög og
reglur séu haldnar og eru ströng
viðurlög við því að brjóta þessar
reglur.
Hér eru þessi mál í mesta ólestri.
Eiturefnum — jafnvel skólpi er dælt
í hafið án þess svo mikið sem upp-
fylla lágmarksreglur sem settar hafa
verið, en skólpræsi ná sjaldnast út-
fyrir stórstraumsfjöru eins og reglur
segja til um.
Hreinsunarstöð, eða móttökustöð
fyrir eiturefni, er nauðsynleg hér
eins og í öðrum löndum. Þetta er
samdóma álit viðmælenda HP og
þeir bæta við, að opinberir aðilar
verði að setja samræmdar reglur
um eiturefni og eftirlit með hættu-
legum efnum. Verði það ekki gert,
þá sé hætt við mengunarslysi —
stóru slysi, eins og heilbrigðisfulltrú-
inn á Suðurnesjum óttast.
26 HELGARPÓSTURINN