Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 21
HP-leiðbeiningar um hvernig hinn almenni borgari getur
sigrast á svifaseinum og ókurteisum opinberum starfs-
mönnum.
alúðlegur, samviskusamur, kurteis
og sýna lipurð og réttsýni, en má
heita afbrotamaður ella.
En ef hinn almenni borgari telur
sig ekki fá þennan „pakka" stoðar
lítt að ráðast á hinn seka, skamma
eða móðga til að fá vilja sínum fram-
gengt. Gæti orðið spennandi augna-
blik þar sem hinn opinberi og hinn
almenni standa hvor frammi fyrir
öðrum gráir fyrir járnum og íhuga
næsta leik.
Hinum almenna gæti dottið í hug
að liðka fyrir með því að lofa þeim
opinbera gulli og grænum skógum
til að flýta erindinu. En það er auð-
vitað bannað.
„Hver sá, sem gefur, lofar eda
býdur opinberum starfsmanni gjafir
eda annan ávinning til þess ad fá
hann til ad gera eitthvaö eöa láta
eitthvad ógert, er hann meö þv't
bryti gegn starfsskyldu sinni, skal
sœta fangelsi allt að 3 árum eða, séu
málsbœtur fyrir hendi, varðhaldi
eða sektum."
Ekki dugar heldur hin leiðin fyrir
hinn almenna, að bjóðast til að
framkvæma erindið sjálfur.
„Hver, sem tekur sér eitthvað
opinbert vald, sem hann ekki hefur,
skal sœta sektum eða varðhaldi
eða, ef miklar sakir eru, fangelsiallt
að 2 árum."
Ef hinn opinberi gefur sig ekki,
getur sá almenni náttúrulega storm-
að á skrifstofu forstöðumanns við-
komandi stofnunar. Hann mun að
sjálfsögðu hlýða á kvartanirnar
kurteis og réttsýnn. En hann er þó
mun líklegri til að taka upp málstað
undirmanns síns en þinn, hins
nöldrandi almenna borgara. Er
nokkuð eðlilegra en að vinnuféiag-
ar standi saman gegn utanaðsteðj-
andi ógn?
TROMPIÐ: ÚTVARPS-
ERINDI ÁN ENDUR-
GJALDS
í fljótu bragði mætti því ætla að
hinn almenni borgari standi eftir
með gjörtapaða stöðu. En svo er
ekki. Síðasta tromp hans er sterkt
og óvænt. Hann horfir beinskeytt-
um augum framan í forstöðumann-
inn og segir: „Nú, ef svo er, þá fer ég
beint í útvarpsráð!"
í lögum um opinbera greinargerð
starfsmanna ríkisins frá 1932 segir:
„Skylt er embœttismönnum
landsins og sýslunarmönnum án
endurgjalds að flytja árlega eitt eða
tvö erindi, eftir ákvörðun útvarps-
ráðs, í útvarp ríkisins um stofnun þá
eða starfsgrein, er þeir veita for-
stöðu."
í erindinu á forstöðumaðurinn að
veita almenningi yfirlitsfræðslu um
unnin störf og fyrirætlanir í fram-
kvæmdum í stofnun sinni. Hvað
gæti verið forstöðumanni óhugnan-
legra en að semja og flytja í útvarpi
erindi um störf sín og sinnar stofn-
unar — án endurgjalds?
Björninn er unninn. Erindinu
sinnt.
BAUKURINN,
KJÖRBÓKIN OG
LANDSBANKINN
HJÁLPA ÞÉR
AÐNÁENDUM
SAMAN
Þegar lítið fólk ræðst í stórar
fjárfestingar er gott að minnast
þess að margt smátt gerir eitt
stórt. Smámynt sem safnað er
í sparibauk og síðan lögð á
Kjörbók stækkar og ávaxt-
ast hraðar en þig grunar.
Bangsa baukurinn fæst í öllum
sparisjóðsdeildum Lands-
bankans. Þegar spariféð úr
honum er lagt inn er Kjörbók-
in vísasta leiðin að settu
marki. Barnið, baukurinn og
bankinn leggjast á eitt;
tölurnar hækka og að lokum
ná endar saman.
Kennum börnunum okkar að
spara peninga og ávaxta þá,
það er gott veganesti og
gagnlegt.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna f 100 ár
HELGARPÖSTURINN 21