Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 33
POPP
Létt popprokk og soul
ESPECIALLY FOR YOU - The
Smithereens Enigma/Grammid
Nálin fellur á vinylinn. Hátalar-
arnir taka viðbragð og
Smithereens vinda sér í I Wanna
Hold Your Hand. En bíðum við...
nú eru þeir komnir í eitthvert ann-
að Bítlalag... og nú enn annað. Nei
annars, nú radda þeir eins og Who
... og þannig mætti lengi telja ef
maður ætti að tíunda öll áhrifin
sem heyrast á Especially For You,
fyrstu breiðskífu Smithereens í
fullri lengd.
Þessir tiltektarsömu fjórmenn-
ingar koma frá New Jersey en
gætu allt eins verið breskir. Að
minnsta kosti hafa þeir verið dug-
legir við að hlusta á „bresku bylgj-
una“ frá sjöunda áratugnum og til-
einka sér ýmsa góða takta og frasa
úr henni. (Svo er reyndar á það að
líta að framverðir poppbylgju
sjöunda áratugarins sóttu sín áhrif
í amerískan ryþmablús, svo að
það má með góðri samvisku segja
að nú sé bylgjan komin heim aft-
ur!)
Enginn skyldi þó óttast að
Smithereens sé eftiröpunarhljóm-
sveit á borð við the Rutles. Það er
enginn að herma eftir. En áhrifin
eru augljós, enda fer lagahöfund-
ur hljómsveitarinnar, Pat DiNizio,
ekkert dult með að uppáhalds tón-
list hans er sú sem gekk hvað best
á sjöunda áratugnum.
Fjórmenningarnir í Smith-
ereens hafa starfað saman í sjö ár
og sent frá sér tvær fjögurra laga
plötur hingað til. Hjólin hjá þeim
hafa snúist hraðar á síðustu mán-
uðum en nokkru sinni fyrr á ferlin-
um. Þar munar mestu að lagið
Blood and Roses hefur fengið inni
í dagskrá MTV músiksjónvarps-
stöðvarinnar. Þá eru tvö lög með
Smithereens í kvikmyndinni
Dangerously Close.
Það sem af er árinu hefur
Smithereens haft nóg að gera.
Hún hefur hitað upp á tónleikum
hjá Ramones, ZZ Top, Hooters,
Outfield og nú síðast hjá Lou Reed.
En með auknum frama er Smith-
ereens nú farin að troða upp sem
aðalnúmer. Að vísu enn ekki á úti-
leikvöngum en vegnar bara bæri-
lega í 5.000 manna sölum. í nóv-
emberlok fer hljómsveitin yfir haf-
ið til Evrópu og leikur fyrir aðdá-
endur sína í Svíþjóð, Hollandi og
víðar. Aðdáendur Smithereens
hér á landi vinna að því þessa dag-
ana að fá fjórmenningana til að
koma við hér á landi í Evrópuferð-
inni og bæta við aðdáendahópinn
hér með einum tónleikum eða
fleiri. Vonandi að það heppnist.
Af þessu má augljóslega ráða að
New Jerseyhljómsveitin The
Smithereens er ekki í hópi stóru
spámannanna í Ameríku. Ekki
ennþá. En á það er að líta að
menntaskóla- og háskólaútvarps-
stöðvarnar vestra hafa tekið
hljómsveitina upp á arma sína og
spila tónlist hennar mjög um þess-
ar mundir í bland við REM,
Guadalcanal Diary, Screaming
Blue Messiahs og fleiri framsækn-
ar sveitir sem eiga undir högg að
sækja hjá stöðvum sem byggja af-
komu sína á auglýsingum. Við
skulum hafa í huga að það voru
þessar skólastöðvar sem komu
Police, Smiths, U2 og Bangles á
framfæri á sínum tíma svo að
áhrifamáttur þeirra er meiri en
búast mætti við við fyrstu sýn.
Especially For You er ágæt sem
fyrsta LP plata hljómsveitar. Öll
vinna er fagmannleg. Don Dixon
stjórnaði gerð hennar. Sá hefur
áður unnið fyrir REM meðal ann-
arra. Poppið hans DiNizios er
skemmtilegt. Mörg lögin eru gríp-
andi og ættu að falla ungum jafnt
sem öldnum poppunnendum vel í
geð. Þó svo að áhrif sjöunda ára-
tugar hljómsveita eins og Bítl-
anna, Kinks, Who og fleiri séu
nokkur er Especialy For You óum-
deilanlega níunda áratugar plata.
Hver er kominn til með að segja
að tveir gítarar, bassi og tromma
séu úrelt fyrirbæri og allt þurfi að
vera vaðandi í undarlegum hljóm-
borðum og trommuheilum til að
það eigi upp á pallborðið um þess-
ar mundir? Sjálfsagt enginn. Mér
þykir þessi fyrsta LP plata
Smithereens lofa góðu um fram-
tíðina. Með hæfilegum léttleika og
meðbyr bandarískra framhalds-
og háskólanemenda ætti þeim
Jim Bajbak, Dennis Diken, Pat
DiNizio og Mike Mesaros að vera
flestir vegir færir.
ÍSBROT — Bobby Harrison
Útgefandi: ísbrot
Hvað svo sem segja má um
trommuleik Bobbys Harrisons hér
á árum áður er Ijóst af plötunni
Isbroti að hann getur sungið ágæt-
lega. Rödd hans hefur skemmti-
legan soulblæ sem nýtur sín ágæt-
lega í bland við leik djassfantanna
Stefáns Stefánssonar, Björns
Thorodsens, Eyþórs Gunnarsson-
ar, Þóris Baldurssonar, Skúla
Sverrissonar, Péturs Grétarssonar
og Steingríms Óla Sigurðssonar
sem eru með honum á piötunni.
Útkoman er djass- og soulblandað
popp og rokk!
Lög plötunnar eru fjögur. Best
þykir mér Bobby og félögum tak-
ast upp í Guiding Light, millihröðu
lagi í anda George Bensons.
Nothing Stays the Same virðist
hins vegar hafa hlotið bestar við-
tökur og er þegar þetta er skrifað
bæði á vinsældalista rásar tvö og
Bylgjunnar. Victim of Love er
hressasta lagið. Það útsetur gamall
Procol Harum spilari, Matthew
Fisher, með Bobby. Ég hefði veðj-
að á það sem líklegast til vinsælda
en hefði greinilega jafnframt tap-
að því veðmáli með það sama.
Platan Isbrot var lengi í smíðum
en hún var biðarinnar virði. Von-
andi verða lögin á næstu plötu
fleiri en fjögur.
JAZZ
Meistarar hins tryllta krafts
Þegar ég kynnti komu George
Adams Don Pullens kvartettsins
í nóvember 1979 var yfirskriftin:
Sending frá Mingus ofan. Það voru
orð að sönnu því Adams, Pullen og
trommarinn Danny Richmonds
voru allir gamlir Mingusgeggjarar
og fjórði félaginn: bassaleikarinn
Cameron Brown af Mingusætt. í
kvöld leikur kvartett Adams &
Pullens í Gamla bíói og er Danny
enn á trommur en í stað Cameron
Browns er kominn Lonnie Plaxcio
sem hjefur verið Art Blakey,
Dexter Gordon og Wynton Mars-
halis handgenginn. Svona til gam-
ans ætla ég að vitna í grein er ég
skrifaði eftir tónleika kvartettsins
þann 12. nóvember 1979 í Austur-
bæjarbíói: „Óhætt er að fullyrða
að ekki hafa neinir djasstónleikar
slegið jafn rækilega á hjarta-
strengina einsog þessir síðan
NH0P tríóið lék í Háskólabíói
forðum. Islendingarnir í bíósæt-
unum tóku þátt í tónagleðinni frá
upphafi til enda og straumarnir
voru sterkir frá sviði útí sal og aft-
ur til baka....Þeir Don Pullen,
einhver geggjaðasti píanisti sem
ég hef hlustum barið, George
Adams tenoristi og flautari,
Cameron brown bassaleikarr og
Danny Richmond trymbill voru að
ljúka erfiðu Evrópuferðalagi.
Austurbæjarbíó var síðasti áfanga-
staðurinn og kannski þessvegna
slepptu þeir fram af sér beislinu
einsog raun bar vitni um....Að
haustsöngnum loknum brá
Adams fyrir sig blúsnum og söng
af mikilli innlifun með leikrænum
tilþrifum... .rumbablúsinn urgaði
í tenórnum en Pullen sló hljómana
einsog gömlu snillingarnir."
Þannig var skrifað 1979. Enn
eru tónleikar þeirra þeir síðustu í
Evrópuferð, en ég held það skipti
engu máli. Ég hlustaði á þá á Jazz-
hátíð Kaupmannahafnar 1984 og
þá voru þeir jafn villtir — sama
segja mér allir sem hafa hlustað á
þá í eigin persónu. Krafturinn og
sveiflan er aðal þeirra og þeir slá
aldrei af — þessvegna eru þeir
með eina langlífustu og vinsæl-
ustu smáhljómsveit djassins.
Adams Fallinn
George Adams lifir en Pepper
Adams er fallinn í valinn. Hann
lést í New York 10. september sl.
55 ára gamall. Pepper var einn
helsti barýtonsaxafónleikari
djassins og spilaði með Donald
Byrd og öðrum harðpoppurum
hér á árum áður. Hann var með í
Thad Jones-Mel Lewis stórsveit-
inni alla tíð og nú er stutt á milli
þeirra félaga Peppers og Thad í
himnaför. A síðari árum hefur
stjarna hans farið vaxandi og
hann hefur borið sigurorð af
George Mulligan í gagnrýnenda-
kosningum Down Beats hin síðari
ár. Slíkt er ekki á færi margra.
Það var í júlí 1974 að ég hélt á
djasshátíð á Jótlandi ásamt konu
minni og Ólafi Ormssyni rithöf-
undi. Á leið þangað gerðum við
stuttan stans í Árósum og þar var
Thad Jones — Mel Lewis stórsveit-
in að leika í Þakskegginu. Að-
gangseyririnn var sá hæsti er ég
hef borgað í djassklúbbi, en það
George Adams ( villtum sóló ( Austur-
bæjarbfói 1979.
var þess virði að sitja í salnum
þessa kvöldstund í nánu samneyti
við snillingana. Við fengum borð
fyrir framan hljómsveitina og í
hléi fékk Pepper Adams að geyma
bjórglasið á borði okkar: „Stingið
bara ekki kertinu í glasið mitt,“
sagði Pepper brosandi þegar hann
gekk í burtu, en á hverju borði log-
aði kertaljós. Það var einvalalið er
skipaði sveitina. Thad stjórnaði
einsog sá sem valdið hafði og blés
í flýgelhornið og Mel rak sveitina
áfram með dyggum stuðningi
George Mrazts og Sir Ronalds
Hanna. Blásararnir sólóuðu hver
öðrum betur: John Faddis, Jimmy
Knepper, Quintett Jackson, Billy
Harper og Pepper Adams svo
helstu kapparnir séu nefndir. Já,
Pepper var hörkublásari og auk
þess hinn skemmtilegasti drengur.
Þegar tónleikunum var lokið orti
Ólafur óð til hans og ég veit að
Pepper hefði brosað í kampinn
gæti hann lesið kvæðið.
Með bjór í hönd kom Pepper
Adams inn á sviðið.
Með bjór í hönd fór Pepper
Adams í hléi inn á barinn.
Með bjór í hönd kom Pepper
Adams af barnum
og skálaði við íslensku
djassgeggjarana
og í lok tónleikanna hló Pepper
Adams
og skálaði við hljóðnemann.
Slíkt er aðeins á valdi snillinga
djassins.
MEÐAL rokktónleika um helg-
ina er vert að geta konserts ástr-
alska söngvarans Nick Cave, sem
áður fyrr beitti raddböndunum í
þágu Birthday grúppunnar Party.
Tónleikarnir verða í Roxzý
á sunnudagskvöldið klukkan níu, og
er búist við mögnuðum söng og
leik.
GRAMMIÐ gefur á næstu dög-
um út aðra ljóðasnælduna sína, en
Fellibylurinn Gloría með mörgum
okkar bestu ungskálda kom út á síð-
asta vetri og seldist upp. Lystisnekkj-
an Gloría heitir þessi önnur ljóða-
spóla Grammsins og hefur m.a. ann-
ars að geyma upplestur Einars Más,
Sjón og Geirlaugs Magnússonar
sem reyndar blúsar sín Ijóð með að-
stoð Bubba Morthens.
ANNARS er það helst að frétta
af Bubba Morthens að hann og
hljómsveitin MX2I verða með húrr-
andi rokktónleika í Roxzý á föstu-
dags- og laugardagskvöld. Svíþjóð-
arplata Bubba með undirspili
Imperiet-manna er svo væntanleg
fyrstu vikuna í nóvember sam-
kvæmt síðustu fréttúm.
MJOG aðsókn hefur verið á sýn-
ingu Norrœna hússins á verkum
norska meistarans Edvards Munch,
enda er hér á ferðinni athyglisvert
yfirlit um listferil þessa sérstæða
málara. Sýningin stendur fram í
nóvemberbyrjun. Á Kjarvalsstöd-
um er að sjá annarskonar yfirlits-
sýningu, en þar leiða saman þrykk-
in sín fjörutíu félagar í Grafík-lista-
félaginu. Þrír myndlistarmenn, þau
Karólína Lárusdóttir, Erla B. Axels-
dóttir og Björgvin Sigurgeir Har-
aldsson opna jafnmargar einkasýn-
ingar í húsinu eftir að grafíksýning-
unni lýkur, 19. október.
ENSKI Hitchcock gæti allt eins
verið yfirskrift á næstu mánudags-
myndum Regnbogans við Hverfis-
götu. Þar verða nefnilega teknar til
sýninga þrjár af sex fyrstu spennu-
og tryllimyndum Alfreds sem vöktu
verulega athygli á honum á fjórða
áratugnum, á meðan hann var enn
ófluttur til Bandaríkjanna. Þetta
eru Þrepin 39, Skemmdarverk og
Hvarfkonu, auk fjórðu myndarinn-
ar, Fréttaritarans, sem tímaritið
Time valdi bestu myndina 1940. Allt
eru þetta óumdeildir standardar,
sem óhætt er að hvetja fólk til að
fara á, ef það er ekki þeim mun
taugaveiklaðra að upplagi.
HELGARPÓSTURINN 33