Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 16
GEÐTRUFLAÐIR FJÖLDI TRUFLAÐRA UNGLINGA FÆR ÓNÓGA ÞJÓN- USTU HÉRLENDIS UNGLINGA- GEÐDEILD LOKS Á DÖFINNI Skammt er sídan farid uar að gefa geðrœnum truflunum unglinga uerulegan gaum hérlendis. Samt eru líkur á að fimmtungur unglinga sé uið slœma geðheilsu og þurfi af þeim sökum á aðstoð að halda. Samkuœmt rannsókn Sigurjóns Björnssonar prófessors eru tœp 19% barna á aldrinum 5—15 ára uið slœma geðheilsu og rannsóknir sem fóru fram á uegum geðdeildar Land- spítalans leiða í Ijós að um 22% full- orðinna á aldrinum 20—49 ára þjást af geðtruflunum á huerjum tíma, einna flestir í aldurshópnum 20-24 ára. Geðtruflanir unglinga eru oft upp- haf langvarandi sjúkdóma eða óheppilegrar þróunar í félags- og Á því leikur varla nokkur vafi að vaxandi fíkniefnaneysla og ógn- vænlegar afleiðingar hennar hafa orðið til þess að stjórnvöld ákváðu að koma upp unglingageðdeild við Landspítalann. Þeim stofnunum sem fyrir hendi eru í landinu hefur flestum verið um megn að veita fíkniefnasjúkum unglingum viðhlít- andi meðferð og mönnum er orðið ljóst hversu hætt er við að fíknisjúk- dómar unglinganna nái að þróast óhindrað. RÆTUR VANDANS Fyrir tæpum 12 árum var gerð könnun á geðrænum vandamálum unglinga á vegum Barnageðdeildar Barnaspítala Hringsins. Niðurstöður þeirra, voru hömluleysi og ýmiss konar árekstrar við umhverfið. Kvíði og þunglyndi voru aðalein- kenni hjá fjórðungi unglinganna. Þetta eru að vísu tólf ára gamlar tölur, en ekki er ástæða til að ætla að vandamálunum hafi fækkað, heldur þvert á móti. Síðasta tölublað Geðuerndar, rits Geðverndarfélags íslands, er sér- staklega helgað geðrænum vanda- málum unglinga og þörfinni á stofn; un unglingageðdeiidar hér á landi. í grein sinni „Þörfin fyrir unglinga- geðdeild" kemst Halla Þorbjörns- dóttir barnageðlæknir svo að orði: „Unglingsárin eru þýðingarmikill tími. Það er langt stökk úr barni í fullorðna manneskju og á þessum árum er líkamlegur og andlegur þroski mjög ör. Nú á tímum er lögð mikil ábyrgð á herðar unglinganna. Þeir hafa í síauknum mæli brotist undan forsjá foreldranna og þurfa því svo til óstuddir að taka margar mjög afdrifaríkar ákvarðanir. Þeir þurfa að velja sér menntun og starfsvettvang, áhugamál, vini og maka. Valmöguleikarnir eru ótelj- andi og á sama hátt og börnin hafa unglingarnir ekki nóga reynslu til að geta áttað sig á, hvenær þeir eru hjálpar þurfi. Þeir vita heldur ekki hvar hjálpina er að fá.“ TILFINNINGAKREPPUR Þá segir Halla að sökum þess hve þarfir unglinga séu ólíkar þörfum fullorðinna sé augljóst að fullorðins- geðdeildir séu ekki ákjósanlegur staður fyrir unglinga sem eiga við geðræn vandamál að striða og ekki sé heldur eftirsóknarvert fyrir full- orðna geðsjúklinga að hafa ungl- inga á deildunum. Þvi sé löngu orð- ið tímabært að ráða bót á þessu með því að opna sérstaka geðdeild fyrir unglingana. I þessu sama tölublaði Geðvernd- ar skrifar Guðrún Theódóra Sigurð- ardóttir sálfræðingur grein sem hún nefnir „Tilfinningakreppur ungl- ingsáranná'. Þar reifar hún m.a. þró- unarkenningu Erics H. Ericson sem gerir ráð fyrir að þróun sjálfskennd- ar og sjálfsmyndar (ego identity) sé aðalviðfangsefni unglingsáranna. Unglingurinn er upptekinn og oft áhyggjufullur af útliti sínu og örum líkamsbreytingum og finnur óþekktar kenndir vakna innra með sér sem geta valdið óróa. Hjá hon- um vakna spurningar á borð við: Hver er ég? Á hvern hátt er ég frá- brugðinn öðrum? Hvað einkennir mig og mitt, þ.e. mína hugsun, mína skoðun, tilfinningar, þarfir o.s.frv.? Hvað vil ég verða? Unglingurinn þarf að „finna sjálfan sig“ eins og það er orðað. En það reynist mörg- um unglingnum erfitt og misheppn- aðar tilraunir valda neikvæðri sjálfs- kennd eða sundruðu sjálfi (role confusion). Hann verður óöruggur um sjálfan sig og stöðu sína í tilver- unni, eygir jafnvel litla sem enga von. FÍKNIEFNANEYSLA OG LYSTARSTOL Hjá sumum unglingum leiðir þetta til algjörrar uppgjafar, sjálfs- vígs. Aðrir velja flóttaleiðir svo sem vímuefni. í grein sem Jóhannes Bergsueinsson skrifar í framan- greindu hefti um meðferð misnot- enda vímuefna segir hann einmitt að vímuefnaneysla unglinga sé oft merki um uppreisn gegn áliti og við- miðunum hinna fullorðnu. En oft sé hún fikt sem byggist sumpart á for- vitni og sumpart á þrýstingi frá unglingahópnum sem einstakling- urinn tilheyrir. Stundum geti vímu- efnaneysla unglings þó verið ein- kenni um geðræna kvilla í honum sjálfum eða geðrænar og/eða fé- lagslegar truflanir í nánasta um- hverfi hans. En hverjar svo sem ástæðurnar eru er ljóst að misnotk- un sem upphaflega hófst sem fikt hjá tiltölulega eðlilegum unglingum á gelgjuskeiði getur á skömmum tíma orðið að alvarlegri fíkn sem hinn ungi misnotandi á erfitt með að losna við. Hér hefur verið tæpt á nokkrum þeim geðrænu vandamálum sem unglingar eiga við að etja. Þá er enn óupptalinn sjúkdómur sem fer vax- andi, sem er anorexia neruosa eða lystarstol af geðrænum toga. Hann lýsir sér þannig að svo mjög dregur úr neyslu matar að óhófleg megrun og næringarskortur hljótast af. Hér er þó ekki um eiginlegt lystarleysi að ræða heldur „vilja" sjúklingarnir einfaldlega ekki matast, telja sig ekki þarfnast þess. Það eru einkum ungar stúlkur sem fá þennan sjúk- dóm. Ýmsar tilgátur eru uppi um orsak- ir lystarstolsins. Til dæmis leggja fulltrúar sálgreiningar síðari tíma áherslu á innri mótsagnir og sundr- ungu í sálarlífi og sjálfsvitund sjúkl- inganna, frumstæða varnarhætti, veikbyggða og vanþróaða starfsemi sjálfsins, léleg tengsl við eigin lík- ama, þarfir hans og kenndir, svo og við tilfinningar almennt. Aðrir túlka sjúkdóminn einfaldlega sem við- brögð sem stafi af ótta við það að verða fullorðinn, að hér sé um að ræða tilraun til að víkja sér undan þeirri ábyrgð og kröfum sem því fylgi og hverfa á vit bernskunnar fyrir kynþroskaskeið, þó að sú leið sé að sjálfsögðu ófær. Þá eru uppi til- gátur um menningaráhrif sem or- sakaþætti og skírskota þær til gildis- mats og væntinga nútímasamfélags og siðmenningar varðandi útlit og frammistöðu. Þó munu flestir sér- fræðingar sammála um að tilraunir til að greina orsakir lystarstols frá einum sjónarhóli séu vafasamar. NAUÐSYN UNGLINGA- DEILDAR Vissulega eru þegar til staðar ýmsar stofnanir sem leitast við að koma til móts við unglinga sem eiga við félagsleg og geðræn vandamál að stríða. Þar ber helst að nefna Unglingaheimili ríkisins, Útideild Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, Unglinganeyðarathvarf Rauðarkross íslands og sálfræði- deildir skólanna. Auk þess hafa unglingar leitað sér hjálpar á barna- geðdeild Barnaspítala Hringsins þar sem þeir hafa fengið göngudeildar- þjónustu. Oft á tíðum hefur þurft að leggja unglinga inn á fullorðinsgeð- deild og eins eru unglingar oft lagð- ir inn á áfengisdeild geðdeildar Landspítalans og hjá SÁA, auk þess sem þeir hafa fengið aðstoð á einka- stofum geðlækna og sálfræðinga. Ljóst er því að margir aðilar vinna gott og þarft starf í þágu unglinga, en samræming á störfum þessara aðila er fremur lítil þótt þeir leitist við að hafa sem besta samvinnu sín á milli. Enginn þessara staða er í raun í stakk búinn til að takast á við vandamál veikustu unglinganna, bæði þeirra sem eiga við alvarlegar geðtruflanir að stríða og svo þeirra sem eru illa farnir vegna neyslu áfengis og annarra vímuefna. Eins og fram kom í upphafi er unglingadeild, bæði legu- og göngu- deild, loksins á döfinni. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga hennar er áætlaður 5—7 milljónir króna. Óskandi er að Kiwanismönnum tak- ist að afla þess fjár nú um helgina með sölu svokallaðra K-lykla en ágóðinn rennur óskertur til bygg- ingar unglingageðdeildarinnar. Llkur benda vil að fimmtungur islenskra unglinga sé við slæma geöheilsu og þurfi af þeim sökum á aðstoð að halda. Þar sem þarfir unglinga eru ólikar þörfum fullorðinna er augljóst að fullorðinsgeðdeildir eru ekki ákjósanlegur staður fyrir unglinga sem eiga við geðræn vandamál að stríða. persónuþroska sem veldur vanlíðan og/eða árekstrum við samfélagið, lög þess og reglur. Því er mikilvægt að greina þær rétt eins snemma og verða má og reyna að bæta úr til þess að fyrirbyggja að truflanirnar valdi því að unglingarnir verði meira eða minna utangarðs það sem eftir er. Til að hægt sé að greina og með- höndla rétt geðtruflanir unglinga er nauðsynlegt að til staðar sé ungl- ingageðdeild sem tekur við sjúkl- ingum hvaðanæva af iandinu eins og barnageðdeildin gerir. Þetta hef- ur stjórnarnefnd Ríkisspítalanna verið ljóst og hefur hún því haft stofnun og rekstur unglingageð- deildar meðal forgangsverkefna sinna í nokkur ár. Verkefnið hefur ekki náð fram að ganga enn, m.a. af húsnæðis- og fjárskorti. Nú hefur hins vegar ræst úr að því leyti, að heilbrigðisráðherra hefur haft makaskipti á jörðinni Úlfarsá í Mosfellssveit og húsinu við Dalbraut 12 þar sem nú eru rekin barnageð- deild Landspítalans og Vistheimili Reykjavíkurborgar. Fæst þarna dá- gott húsnæði á hentugum stað með möguleikum á samnýtingu fyrir nú- verandi barnageðdeild og væntan- lega unglingageðdeild. könnunarinnar er að finna í grein eftir Hildigunni Ólafsdóttur og Höllu Þorbjörnsdóttur sem birtist í fylgiriti Læknablaðsins árið 1983 undir fyrirsögninni „Meðferð eða úrræðaleysi. Forkönnun á 125 ungl- ingum með geðræn vandamál". Þar kemur m.a. fram að aðeins 47 þessara unglinga höfðu alist upp hjá báðum kynforeldrum en 30 ungl- ingar hjá hvorugu. Þá höfðu 43 unglingar alist upp hjá öðru foreldra sinna, oftast móður. Rúmur helm- ingur unglinganna hafði alist upp við áberandi erfiðar aðstæður svo sem tíð búsetuskipti, háan aldur for- eldra, sambúðarerfiðleika þeirra, veikindi á heimili, líkamleg eða geð- ræn, misnotkun áfengis eða lyfja og afbrot uppalenda. Vandamál unglinganna voru margvísleg. Kvartað var yfir skóla- vandamálum hjá 52 unglingum. Önnur einkenni voru: kvíði og þunglyndi 52, afbrot 33, áfengis- neysla 26, fíkniefnaneysla 10, órói 21, líkamleg einkenni 17, skaperfið- leikar 17, hömluleysi 16, útivist og flakk 11, undarleg hegðun 9, rang- hugmyndir 6, seinþroski 6, sjálfs- vígstilraunir 6 og kækir 4. Algengustu vandamál ungling- anna, eða hjá meira en helmingi eftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Jim Smart 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.