Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 31
LISTAP
Gat enga björg
mér veitt
segir Gestur E. Jónasson sem fer með eitt
aðalhlutverkið í Stellu í orlofi
INN
„Það var farið ansi illa með mig. Ég var í gifsi upp undir handarkrika á báðum höndum
í nánast allt sumar: gat hvorki boröað, pissað né klætt mig," segir Gestur E. Jónasson.
„Ég var audvitad mjög ánœgdur
meö aö þaö skyldi vera leitaö til mín
utan þessa stóra leikarahóps sem er
í Reykjavík," segir Akureyringurinn
Gestur E. Jónasson, sem fer meö
hlutverk eiginmannsnefnunnar í
gamankvikmyndinni Stella í orlofi
sem verður frumsýnd nk. laugar-
dag. í myndinni segir frá ofboð
venjulegri húsmóður, sem lendir í
því fyrir misskilning að taka Svía
nokkurn með sér í orlof, en hann
stendur svo aftur í þeirri meiningu
að hann sé að ráða bót á áfengis-
vanda sínum. Edda Björgvinsdóttir
fer með hlutverk Stellu en Þórhallur
Sigurösson Laddi hlutverk Svíans.
Handritið er Guönýjar Halldórsdótt-
ur, leikstjórnin Þórhildar Þorleifs-
dóttur, kvikmyndatakan skrifast á
Svíann Jan Pehrson en tónlistin á Val-
geir Guöjónsson. Og auðvitað
stendur UMBl fyrir framkvæmdum.
HP hafði upp á Gesti E. Jónssyni á
ristjórnarskrifstofu Dags á Akureyri
en þetta er annar veturin í röð sem
hann hefur blaðamennsku að föstu
starfi, kemur nánast ekki nálægt
leikhúsinu nema sem frumsýninga-
gestur.
„Launaumsiögin mín í leikhúsinu
voru svo þunn að ég treysti mér ekki
tilað vinna þar lengur" segir hann.
„Ég er búinn að vera í þessum
bransa í nítján ár og það er bara
ekki hægt að láta bjóða sér þetta."
Fyrir nokkrum árum tók Gestur
sér ársleyfi frá Leikfélagi Akureyrar
og starfaði sem blaðamaður hálft
árið auk þess sem hann var í ýmis
konar lausamennsku hjá útvarpinu.
Og nú hefur hann semsé sagt skilið
við sviðið í bili og segist kunna prýð-
isvel við sig á Degi.
Hlutverk Gests í Stellu í orlofi er
stærsta kvikmyndahlutverk hans til
þessa, en áður hefur hann leikið
misstór hlutverk í þremur íslensk-
um kvikmyndum, öllum undir leik-
stjórn Ágústs Guömundssonar: Út-
laganum, Gullsandi og Meö allt á
hreinu.
„Ég tel þetta ágætis afköst miðað
við leikara sem eru staðsettir fyrir
ofan Elliðaár," segir Gestur. „Það vill
oft gleymast að fleiri búa í þessu
landi en þið þarna suðurfrá. Sumir
kvikmyndagerðarmenn hafa talið
dýrara að fá menn að, en það er
alltaf hægt að semja um slíkt. Mér
var t.d. bara útvegað húsnæði og ég
var í Reykjavík nánast í allt sumar
meðan myndatakan fór frarn." En
fyrir utan Reykjavík var filmað í
Keflavík, Kjós og Mosfellssveit.
Gestur segir að það hafi verið far-
ið ansi illa með sig meðan á tökun-
um stóð: „Ég var í gifsi upp undir
handarkrika á báðum höndum nán-
ast í allt sumar: gat hvorki borðað,
pissað né klætt mig. Svona á mig
kominn þurfti ég að veltast um,
detta af hestbaki, kollsteypast ofan í
á og annað í þeim dúr.“
Þó segist hann ekki hafa hlotið af
þessu meiðsl sem orð sé á gerandi
og þetta hafi semsé verið bæði
skemmtileg og erfið reynsla.
Eftir að Gestur hafði lesið yfir
handritið þóttist hann sjá í hendi sér
að eiginmaður Stellu væri fýlupok-
inn í myndinni: orðinn leiður á
vanaföstu hjónabandi, pirraður á
fjölskyldunni og krökkunum og vilji
gera eitthvað nýtt og skemmtilegt
að eigin mati.
„Hann reynir það og lendir þá
náttúrulega í ýmsum ævintýrum,
greyið. Ég veit ekki hvernig hann
kemur út í lokin, en hann er ekki í
kómískari partinum. Laddi sér um
hann. Ég held þó að eiginmaðurinn
fái meðaumkun þegar upp er staðið
og snýr frá villu síns vegar. Maður
verður að verja sína persónu, það
þýðir ekkert annað,“ segir Gestur
sem mætir auðvitað i Austurbæjar-
bíó á laugardag laus við frumsýn-
ingarskrekk.
-JS
OPERA
eftir Árna Björnsson
Tosca i Þjódleikhúsinu
Þjóöleikhúsiö: Tosca, ópera eftir
Puccini.
Leikstjórn: Paul Ross.
Hljómsveitarstjóri: Mauricio
Barbacini.
Leikstjórn: Gunnar Bjarnason.
Söngvarar: Kristján Jóhannsson,
Elísabet F. Eiríksdóttir, Malcolm
Arnold, Siguröur Björnsson,
Viöar Gunnarsson, Guöjón
Óskarsson o.fl.
Hér skal ekki enn einu sinni far-
ið út í misróma sálma um tónlistar-
gæði Puccinis. En manni finnst
blátt áfram hafa verið fullmikið af
honum síðari árin miðað við ýmsa
aðra og ágætari óperuhöfunda.
Atburðir síðustu daga_ hafa m.a.
minnt okkur á, að íslendingar
standa sig einatt því betur sem
þeir gera metnaðarfyllri kröfur til
sjálfra sín. Fer ekki að verða tíma-
bært að reyna sig t.d. við Wagner
eða rússneska óperu? Ég sé ekki
betur en við eigum efnivið í t.a.m.
ígor knjas eftir Borodin.
En Tosca er vissulega ágæt á
sína vísu og margt gullfallegt í
henni. Það er góð tilbreyting að
sjá hana setta í umhverfi ítalska
fasismans fyrir aðeins hálfri öld.
Sú viðleitni varð mjög skýr í leik-
mynd og búningum Gunnars
Bjarnasonar sem og látbragði
leikenda í stíl fjórða áratugarins.
Hvað leikmyndina snertir verður
þó að undrast nokkuð, hvaða tii-
gangi hin yfirþyrmandi gyllta og
nær yfirnáttúrlega altarismynd
átti að þjóna í lok 1. þáttar.
Samþætting fasismans og yfir-
borðslegs efnis óperunnar var að
öðru leyti heldur slitrótt. Og það
var ekki laust við að nokkuð skorti
á þann óhugnað og ógn, sem get-
ur faiist undir ísmeygilega kurteis-
legu yfirbragði harðstjórnar. Þetta
varð einkum áberandi í túlkun
Malcolms Arnolds í hlutverki yfir-
skúrksins Scarpia. Hann var nán-
ast litlaus í stað þess að vera
ískyggiiega fágaður. Til saman-
burðar kemur í hug Bullinger
Gestapóforingi í leikriti Brechts
um Svejk einsog hann var sýndur
hjá Berliner Ensemble. Langtum
betur kvað að Siguröi Björnssyni
sem handbendi hans Spoletta,
þótt hann þyrfti öllu meira að
skálma en syngja.
Tveir ungir söngvarar glöddu
bæði eyru og augu í 1. þætti: Guö-
jón Oskarsson í hlutverki djákn-
ans og Viðar Gunnarsson sem
flóttamaðurinn Angelotti. Hjá
báðum fer saman mjúk og vax-
andi rödd og einkar lipurleg sviðs-
framkoma.
Kristján Jóhannsson er hins-
vegar sem stendur af annarri
stærðargráðu en hinir söngvar-
arnir í þessari sýningu. Undrafljótt
hefur sá maður numið og þroskast
á fullorðinsárum. Sú mistækni í
raddbeitingu, sem áður gerði
stundum vart við sig, virðist með
öllu úr sögunni. Nú er eins og
röddin fylli allt munnholið út í
hverja fellingu. Þannig er það jafn-
vel í talsöngnum, þótt það birtist
að sjálfsögðu með mestum glæsi-
brag í Turnaríósunni í lok 3. þáttar.
Viðar Gunnarsson, Kristján Jóhannsson og EKsabet F. Eirfksdóttir f hlutverkum sfn-
um I Toscu. „Það virðist seint hægt að gera Toscu að stórbrotnu stykki eins og virð-
ist þó hafa verið ætlun og vilji leikstjórans. En hún er engu að siður hin þokkalegasta
sjón og heyrn," segir Árni Björnsson um óperuna Toscu sem Þjóðleikhúsið sýnir.
Teikning: Árni Elvar.
Hinsvegar týndist sigursöngurinn
í 2. þætti að mestu í öðru bramb-
olti, hverju sem um er að kenna.
Einn þáttur í leikstjórn Páls Ross
er að láta persónurnar syngja í
sem eðlilegustum stellingum eftir
gangi leiksins, hálfliggjandi upp
við dogg í sófa eða kylliflatar á
gólfi. Þetta sýnist leikmanni hljóta
að vera í erfiðara lagi, en ekki var
slíkt þó teljandi að merkja. Annað
í þessa raunsæisátt var hin hold-
iega ástleitni og nærgöngula fjöl-
þreifni, sem menn eru lítt vanir í
hefðbundnum óperusýningum.
Þetta lék Kristján af einkar heil-
brigðri eðlishvöt. Eðlilegt hefði
því verið, að Elísabet væri látin
svara honum ögn æsilegar í sömu
mynt, úr því að þannig á vist að
standa á fyrir þeim.
Og þar með er komið að hlut
Elísabetar F. Eiríksdóttur í gervi
sjálfrar Toscu. Það er ekki lítið í
fang færst að syngja þetta eftir-
lætishlutverk stjörnusöngvara og
er langstærsta viðfangsefni henn-
ar til þessa. Elísabet hefur mjög
fallega rödd, þótt nokkuð skorti á
þá fyllingu, sem um var getið í
sambandi við Kristján. Þessa gætti
m.a. í bæninni íðiifögru í 2. þætti.
Engu að síður verður það að telj-
ast góður árangur að hafa staðist
þessa prófraun dáindisvel.
Hljómsveitin var ágæt undir
stjórn Mauricio Barbacini, nema
hvað stundum hafði hún óþarflega
hátt miðað við söngvarana.
Það verður víst seint hægt að
gera Toscu að stórbrotnu stykki
eins og virðist þó hafa verið ætlun
og vilji leikstjórans. En hún er
engu að síður hin þokkalegasta
fyrir sjón og heyrn.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
íslands verður í Háskólabíói í kvöld,
16. október. Ófullgerða sinfónían
hans Schuberts, Tabíóla Sibelíusar
og konsert fyrir klarínettu og
strengjasveit eftir Patterson eru á
dagskrá. Einleikari í síðastnefnda
liðnum verður Siguröur I. Snorra-
son. Petri Sakari heldur hinsvegar
um sprotann.
AF öðrum viðburðum í klassíska
músiklífinu um helgina er kannski
helst að geta tvíleikstónleika þeirra
Helen Jahren á óbó og Láru Rafns-
dóttur píanóleikara. Þeir hefjast
klukkan fimm síðdegis á sunnudag í
Norrœna húsinu.
EF fólk langar á annað borð að sjá
og heyra eitthvað öðruvísi í skraut-
legu skemmtanalífi borgarinnar,
getur HP ekki látið hjá líða að geta
Divine, sem er þekktur í heimalandi
sínu Bandaríkjunum, fyrir helsti
viðbjóðsleg uppátæki í kvikmynd-
um John Waters. Feitur maður, helst
í kvenmannsfötum, sumpart söngv-
ari og sumpart dansari í Evrópu alla
helgina.
ÞEIR hjá Almenna bókafélaginu
halda ótrauðir áfram starfrækslu
Ljóöaklúbbsins sem þeir settu á
laggirnar fyrir tveimur misserum. Á
næstunni eru væntanlegar tvær
bækur, sem annarsvegar geyma
kvæði Heimis Steinssonar er hann
gefur samheitið Haustregn og hins-
vegar ljóð Pjeturs Hafstein Lárus-
sonar, Daggardans og darraöar.
AF öðrum útgáfubókum AB á
þessu hausti er vert að geta Lista-
verkabókar Frank Ponzi um Island
á 19. öld, viðtalsbók Jakobs Ásgeirs-
sonar við Kristján Albertsson um
liðna tíma, smásagnakvers Matthí-
asar Johannessen Konungar af
Aragon og aörar sögur, og tveggja
skáldsagna, Eftirmála regndropans
eftir Einar Má Guömundsson og
sögu Helga Jónssonar, í kyrrþey,
sem er fyrsta skáldverk höfundar.
DOSTÓJEVSKÍ -aðdáendur
ættu að kíkja yfir í Odda Háskóla ís-
lands um tvöleytið á laugardag, en
þar ætlar Árni Bergmann að fyrir-
iesa ýmsar hugmyndir manna um
þennan ritsnilling.
GLEÐITÍÐINDI úr fjármála-
ráðuneytinu og reyndar mennta-
málaráðuneytinu líka. Á fjárlögum
fyrir næsta ár hækkar framlag ríkis-
ins til Kvikmyndasjóös úr 16 milljón-
um í ár í 55 milljónir. Takk, Þor-
steinn og Sverrir!
*
SKULI Gautason bregður sér
enn og aftur í gerfi huglausa hrekkj-
arans Herra Hú um helgina —
klukkan þrjú á laugardag og sunnu-
dag, en þetta barnaleikrit hjá Leik-
félagi Akureyrar hefur notið feiki-
vinsælda nyrðra. Til dæmis var
troðið um síðustu helgi. Annars
standa nú yfir æfingar á Marblettum
undir brekkubrún, sem er revía
héðan og þaðan, frumsýnd um
miðjan nóvember líkast til.
HELGARPÓSTURINN 31