Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 32
Nýtt smásagnasafn eftir Matthías Johannessen
væntanlegt hjá AB:
Eins konar
ævisaga
Matthías Johannessen: „Blaðamennskan tengir mig við Kfið."
Brádlega kemur út hjá Almenna
bókafélaginu ný bók eftir Matthías
Johannessen. Þetta er smásagna-
safn, sem nefnist Konungur af
Aragon og adrar sögur. Blada-
madur Helgarpóstsins nádi tali af
Matthíasi og spurdist frétta af þess-
ari nýjustu ritsmíd hans, sem út er
gefin á prenti.
— Eiga smásögurnar eitthvad
sameiginlegt Matthías, eda eru þœr
ótengdar?
„Þetta er flétta af hefðbundnu
sagnaformi og draumum. Sumar
sögurnar eru í tengslum við atburði
sem hafa gerst, aðrar eru úr mínum
ævintýra- og draumaheimi. Þær síð-
arnefndu eru nýstárlegar og svolítið
öðru vísi en gert hefur verið áður.
Sögurnar í bókinni eru yfir tutt-
ugu, skrifaðar á undanförnum ár-
um, en ég hef aðeins birt tvær eða
þrjár þeirra áður, þar á meðal titil-
sögu bókarinnar, Konungur af
Aragon. Hún birtist í Andvara í
fyrra. Sumar þessar sögur skrifaði
ég í löngu fríi í Kaupmannahöfn fyr-
ir nokkrum árum og svo hef ég ver-
ið að vinna að þessu af og til undan-
farin ár. Þetta hefur lengi legið í salti
hjá mér, því ég vinn venjulega þann-
ig að ég geymi hlutina. Sögurnar
eru sem sagt úr þessum lager.
Fyrsta sagan heitir Maren og hún
er ákveðin tilraun af minni hálfu. Ég
hef skrifað mikið um verk Halldórs
Laxness, Gúdsgjafarþulu, Innan-
sveitarkróniku og fleira, og hef
reynt að sýna fram á að þessar sög-
ur eru ritstýrð sagnfræði þar sem
minni, veruleiki og allt mögulegt
kemur saman í eina heild. Þetta
kemur t.d. greinilega fram í Innan-
sveitarkróniku, sem mér finnst
mikil perla, og ég er þeirrar skoðun-
ar að fornsögur okkar íslendinga
hafi verið skrifaðar með þessum
hætti. Ég hef aldrei talið að íslend-
ingasögurnar séu sannsöguleg
verk, heldur byggðar á gömlum arf-
sögnum ásamt reynslu höfundarins
sjálfs.
Til þess að gera mér betur grein
fyrir þessu, skrifaði ég söguna
Maren. Hún er frá 19. öldinni og úr
veruleikanum, en ég hafði heyrt
mikið um þessa atburði sem dreng-
ur, því hún fjallar um einn af for-
feðrum mínum sem varð úti í Borg-
arfirðinum. Ég fór sem sagt að velta
því fyrir mér hvað ég vissi mikið um
þetta og hvernig ég gæti sett það á
blað. Niðurstaðan varð sú, að í allri
sögunni eru einungis tvær setning-
ar, sem ég myndi telja að væru raun-
veruleiki. Allt hitt er i raun skáld-
skapur. Þetta var tilraun til þess að
komast að því hvernig þeir skrifuðu
sinn skáldskap, höfundar fornsagn-
anna, úr arfsögnum og veruleikan-
um í kringum sig.
Aðrar sögur í bókinni eru bara úr
mínum eigin hugarheimi og draum-
um. Þetta fléttast saman í eina heild
og það er engin tilviljun hvernig
bókin er byggð upp. Hún er búin til
úr stefjum, en í raun og veru er hún
sprottin þannig úr mínum hugar-
heimi að það má kalla þessar smá-
sögur eins konar ævisögu í aðra
röndina."
— Geturöu gert eitthvad med
smásagnaforminu, sem þú getur
ekki í Ijóðlistinni?
„Sumar af þessum sögum eru
ákaflega nálægt ljóðinu, sérstaklega
sögurnar úr draumunum, sem ég
kalla svo. Það fer að mínu áliti miklu
betur á því að skrifa þær með þess-
um hætti sem þarna er, í óbundnum
stíl, en með ljóðrænni hrynjandi og
í ljóðrænum stellingum. Ég held að
ég hefði ekki getað skrifað neitt af
því sem þarna er með því að vera í
stellingum ljóðskáldsins. Ef ég hefði
getað það, hefði ég heldur ort um
það. En það eru þarna sögur sem
eru alveg á mörkunum."
— Að lokum, Matthías. Hvernig
gengur þér að sinna skáldverkum
ásamt önnum ritstjórastarfsins?
„Ég hef stundum íhugað það,
hvort það væri ekki öfundsvert að
sinna því einu að skrifa bókmenntir
og skáldskap. Ég hef hins vegar svo
mikla tilhneigingu til þess að fara
inn í andlegt klaustur, að ég hef ekki
treyst mér til að gera það, þar sem
ég er hræddur um að ég myndi þá
hverfa heiminum með einhverjum
hætti. Að eðlisfari er ég feiminn og
hlédrægur, þó enginn trúi því og ég
hafi verið að reyna að sannfæra
menn um þetta í nokkra áratugi.
Það gengur hins vegar illa, því ég
þekki engan sem trúir því ennþá.
Þetta er nú samt staðreynd, og þess
vegna hef ég talið að blaðamennsk-
an sé mér lífsnauðsynleg næring.
Hún er jarðsamband mitt við lífið og
fólkið og allt, sem ég hef skrifað um.
Geymirinn getur tæmst hjá mér eins
og öðrum mönnum, en þegar það
hendir skáld, er ekki hægt að
hringja á BSR og biðja þá um að
senda sér mann með kapal. Minn
kapall er blaðamennskan."
-JL
VAKA gefur út tvær nýjar skáld-
sögur eftir íslenska höfunda á þess-
um haustmánuðum. Fríða Á. Sig-
urðardóttir sendir frá sér bókina
,,Eins og hafið. . .“ og óreyndari höf-
undur, Ólafur Jóhann Ólafsson,
bókina Níu lyklar. Ólafur Jóhann á
ekki langt að sækja skáldskapargáf-
una því nafni hans Sigurösson er
jafnframt faðir hans.
HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN
Steinar hf. sendi frá sér sjöundu
stúdíóplötu Mezzoforte í síðustu
viku. Nafnið er No Limits. Hún inni-
heldur átta lög, þar af þrjú sungin af
Noel McCalla, en textarnir eru eftir
George Hargreaves sem á einn, og
tvo á upptökustjórinn sjálfur Nigel
Wright. Steinar er með tvær aðrar
plötur í takinu, jólaplötu undir
stjórn Gunna Þórðar og ærslaplötu
með þeim Sigurði Sigurjónssyni,
Karli Ágústi Úlfssyni og Erni Árna-
syni, sem saman grínuðu í útvarps-
þættinum Sama og þegið.
Sykurmolarnir, sem er part-
ur af Kukli auk Braga Ölafs, Friðriks
Erlings, fyrrum Purrkara, og Þórs
Eldons, skveruðu sér inn í stúdíó á
dögunum, með þeim fyrirsjánlegu
afleiðingum að lítil plata kemur á
markað von bráðar.
HVORT sem mönnum líkar
betur eða verr ku diskóið vera í
sókn á ný. Hilmar Örn Hilmarsson
er upplýstur um það atriði, og er
núna að ganga frá skurði á tólf
tommu skífu með Dave Ball úr Soft
Cell sem á að heita The Orna-
menthal. Eitthvað Stravinský-fönk,
ér okkur sagt, hvernig svo sem það
nú hljómar.
VIÐ MINNUM á frumsýningu
Hlaðvarpaleikhússins á verki
Súsönnu Svavarsdóttur, Veruleiki,
sem verður á mánudagskvöld 21.
október kl. 21.00. Eins og fram kom
í viðtali við höfundinn í síðasta HP
snýst verkið um (ó)frelsi kvenna.
Það er Helga Bachmann sem leik-
stýrir þeim Ragnheiði Tryggvadótt-
ur og Guðnýju Helgadóttur.
NÝLISTASAFNIÐ við Vatns-
stíg verður málað um helgina og að
því búnu byrjar Níels Hafstein að
'undirbúa einkasýningu sína þar, en
búist er við að hún verði opnuð 23.
október. Það eru sjö ár síðan Níels
hélt síðast einkasýningu, eða: „Ég
verð að hafa smá tíma, ef mér á að
takast að vanda mig“, eins og hann
segir sjálfur. Níels vinnur um þessar
mundir í messing og gifs og papír og
þemað er hvort heldur sem er hug-
læg eða hlutlæg fjarvídd.
GALLERÍ Hallgerður á Skóla-
vörðustig 2 býður upp á vefnað og
klippimyndir Guðrúnar Gunnars-
dóttur frá og með laugardegi. Þetta
er önnur einkasýning textillistakon-
unnar, sýndi í Langbrók '81, en hún
hefur þar fyrir utan tekið þátt í
fjölda samsýninga heima og erlend-
is.
KVIKMYNDIR
eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Tœknileg
leiðindi
Austurbœjarbíó, Innrásin frá
Mars (Invaders from Mars)
★
Bandarísk, árgerð 1986.
Framleiðandi: Menahem Golan
og Yoram Globus.
Leikstjórn: Tobe Hooper. Handrit:
Dan O'Bannon og Don Jacoby.
Kvikmyndun: Daniel Pearl. Tón-
list: Christopher Young. Aðal-
leikarar: Karen Black, Hunter
Carson, Timothy Bottoms-,
Laraine Newman og James
Karen.
Þessi nýjasta árgerð af Innrás-
inni frá Mars er tæknilega fram-
bærileg, en yfirmáta leiðinleg.
Það er svo sem lagt af stað með
sæmilegt veganesti; hálffertuga
foreldra tíu ára drengs, sem búa
uppi á hæðinni í gömlu en vel við
höldnu timburhúsi. Eina nóttina
finnst stráksa eitthvað lenda í bak-
garðinum, hvert pabbinn fer svo
næsta dag að aðgæta, aftur kom-
inn öðruvísi og snar undarlegur.
Það á svo fyrir fleirum að liggja að
líta þarna aftur fyrir hús og verða
svona fyrir tilstilli slímugra kynja-
kvista sem hafa grafið sig ofan í
hæðina með búnaði frá Mars.
Úrvinnsla þessa efnis er svo
stöðluð og laus við frumleika að
engu lagi er líkt. Meira að segja
Nasa er í hættu og herinn kallaður
til og geta menn þá rétt ímyndað
sér eftirleikinn. Það sem er hins-
vegar verst við þessa mynd — og
er þá handritið himnaríki við hlið-
ina — er leikurinn. Hann er ekki
einasta yfirdrifinn og á allan hátt
svo óeðlilegur, heldur jafnframt
svo amatörískur og barasta léleg-
ur að leikstjórinn hlýtur annað-
tveggja að hafa verið undir áhrif-
um sterkra lyfja á meðan á mynda-
tökum stóð eða einfaldlega latari
en svo að hann nennti að eyða
metnaði í þetta rusl. . .
Cleese
á tíma
... sem gefur sig þó út fyrir að
vera eitthvað.
-SER
Háskólabíó, Stundvísi (Clockise):
★★
Bresk, árgerð 1986.
Framleiðandi: Michael Gordon.
Leikstjóri: Christopher Morahan.
Handrit: Michael Frayn. Tónlist:
George Fenton. Aðalleikarar:
John Cleese, Penelope Wilton,
Alison Steadman, Stephen Moore
og Sharon Maiden.
Það er eitt að kunna gamansögu
og annað að geta sagt hana. Þetta
kemur fram í nýjustu ærslum
breska grínleikarans, John Cleese,
sem meðal annars er þekktur fyrir
þátttöku sína í Monty-Python-
hópnum ruglaða. Það er þó síst
þáttur Cleese sem skemmir fyrir
þessari mynd. Hann er eins og hann
á að sér, sperrtur í baki a la Hulot
og lætur tóninn eilítið hátt, fynd-
inn og persónulegur í túlkun sinni
á gjörsamlega óþolandi skóla-
stjóra í breskum millistéttarskóla,
sem hefur lærst að líta á tímann
sem trúarsetningu, eftir að hafa
brennt sig á því hvað það er Ijótt
að vera seinn fyrir og láta fólk bíða
eftir sér.
Stundvísi er borin uppiaf John
Cleese, en þess utan er hún gölluð.
Handritið líður fyrir úthaldsleysi
skort á hugkvæmni og leikstjórnin
er afskaplega ómarkviss á köflum.
Aðrar persónur verksins en stund-
vísi skólastjórinn eru til dæmis
mjög á reiki, enda er þeim illa og
ekki stjórnað. Ekki þar fyrir að hér
er boðið upp á nokkra skemmti-
lega spretti í persónulýsingum, en
þeir eru þá að þakka leikurunum
sjálfum frekar en leikstjóranum,
sem sjaldnast fylgir eftir mögu-
leikum þeirra.
John Cleese er aftur á móti
óborganlegur.
-SER.
32 HELGARPÓSTURINN