Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 15
Fteter Jennings: „Við reynum að gefa fréttunum meiri dýpt en veriö hefur." Jon Snow: „Mér finnst islendingar afskaplega opnir og raeönir." að auki er staðsetningin góð, svona nálægt Hótel Sögu, því það er langt- um líklegra að eitthvað heyrist frá Rússunum en Bandaríkjamönnun- um á meðan á viðræðunum stend- ur.“ — Ert að lokum, hvad finnst þér um þann sérhannaða söluvarning, sem er á boðstólum í tengslum við fundinn? „Það er eðlilegt að menn taki við sér og framleiði þetta í tilefni leiðtogafundarins. Þetta er lifandi dæmi um kapítalismann!" PETER JENNINGS, ABC „SJONVARPSLAUSIR FIMMTUDAGAR BESTA HUGMYND SEM ÍG HEF NOKKRU SINNI HEYRT" Peter Jennings er fréttamaður ABC sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkj- unum, svokallaður „ancor-man“ eins og það er nefnt þar vestra. Það heiti var fyrst notað um hinn víð- fræga Walter Cronkite, sem á árum áður var þekktasti sjónvarpsfrétta- maður í Ameríku. „Ancor" þýðir akkeri á ensku og festist þetta orð við Cronkite vegna þess að hann var ávalit miðdepillinn eða þungamiðj-. an, þegar eitthvað var um að vera. Bækistöðvar Peter Jennings á ís- landi voru í flugskýli á Reykjavíkur- flugvelli og þar gripum við hann glóðvolgan þegar hann var að ná sér í kaffibolla. Fyrir utan beið bíll, sem myndi aka Jennings út á Kefla- víkurflugvöll til móts við forseta Bandaríkjanna, en blaðamaður fékk tíma til að leggja nokkrar spurningar fyrir hann á meðan hann lauk kaffinu. — Hvert er álit þitt á rannsóknar- blaðamennsku? „Ég er í fyrsta lagi mjög ósáttur við þetta orð, rannsóknarblaða- mennska. Mér finnst réttara að kalla þetta ,,góða“ blaðamennsku. Þetta varð mikið tískufyrirbrigði í Bandaríkjunum eftir Watergate- málið og þá fóru þúsundir blaða- manna að herma eftir mönnunum sem komu upp um það hneyksli á sínum tíma. Menn voru neikvæðir út í kerfið, svokallaða, og ég held að þetta hafi farið út í algjörar öfgar, sem komu óorði á góða blaða- mennsku." Er þetta ekki fullmikiö tilstand út af fundi, sem haldinn er í frétta- banni? „Nei, alls ekki. Það eru augljós- lega stórmerkileg tíðindi að þessir tveir menn skuli hittast, sérstaklega þar sem nú lítur út fyrir að mögu- leikar séu á einhverjum árangri. Mér finnst þessi viðburður vera eins konar gluggi, sem opnast og veitir þar með ákveðin tækifæri fyrir all- an heiminn." — Hvernig er aðstaðan hérna í flugskýlinu? „Alveg ótrúleg. Ég á ekki orð yfir þetta. Ég hef unnið í 91 landi og sú aðstaða, sem okkur hefur verið búin hér á aðeins örfáum sólarhringum, er ein sú besta sem ég hef kynnst. Það skipti hins vegar sköpum fyr- ir mig að hafa komið hingað áður og munaði öllu. Fréttir héðan af íslandi falla í góðan jarðveg í Bandaríkjun- um og þið ættuð að njóta þess að vera í sviðsljósinu." — Hefurðu mikið verið beðinn um álit á íslandi frá þvíað þú komst hingað? „Nei, alls ekki. Annars hef ég ekki verið mikið innan um íslendinga, nema hjónin sem ég bý hjá. Ég er gífurlega heppinn, því ég dvel á heimili Högna Óskarssonai geð- læknis og Ingunnar Benediktsdótt- ur konu hans. Það fer einstaklega vel um mig þarna og við vorum t.d. að rabba saman til klukkan þrjú í nótt.“ — Finnst þér sú ásökun að fréttir séu að meirihluta neikvœðar, vera réttmœt? „Þetta er nú eiginlega bara klisja, sem notuð er í tíma og ótíma. Það er einu sinni þannig að það er ekki frétt þegar flugvél lendir heilu og höldnu, en það er aftur á móti stór- frétt þegar slys verður í lendingu. Mér finnst sjálfum að fréttir í Banda- ríkjunum séu ekkert óeðlilega nei- kvæðar." — Hvað með þá gagnrýni að frétt- ir séu matreiddar á einfaldaðan máta og hafðar allt ofstuttar til þess að fólk nái að átta sig á umfjöllun- arefninu? „Þetta er að vissu leyti réttmæt gagnrýni, en við hjá ABC-stöðinni erum að reyna að breyta þessu og hafa meiri dýpt í fréttaflutningi okk- ar. Einn liður í þeirri viðleitni er t.d. að nú sendum við út hálftíma frétta- þátt á hverju kvöldi, sem einungis fjallar um eitt afmarkað efni.“ — Hafa frétta- og blaðamenn í Bandaríkjunum miklar áhyggjur af því að verða sóttir til saka fyrir dóm- stólum vegna frétta sem þeir láta frá sér fara? „Það er oft áhyggjuefni þeirra sem vinna hjá litlum félögum og blöðum, en þeir sem starfa við stærstu stöðvarnar og stóru blöðin þurfa ekki að hafa áhyggjur af máls- sóknum. Slík fyrirtæki láta sér ekki bregða þó hótað sé háum skaða- bótakröfum, sem minni fjölmiðlar réðu ekki við.“ — Hvert er hlutverk þitt sem „ancor-marí' hjá ABC? „Þetta er eiginlega eins konar rit- stjórastaða, eða fréttastjórastaða, nema hvað ég les líka fréttirnar. Þar að auki skrifa ég töluvert af þeim, svo þetta er eiginlega sambland af starfi ritstjóra, fréttamanns og þular. Ég vona að þeir frétti þetta ekki hjá ABC, en ég má til með að segja þér að mér finnst sjónvarpslausu fimmtudagarnir besta hugmynd í sjónvarpsmálum sem ég hef nokkru sinni heyrt. Þetta er stórsnjallt hjá ykkur. Það er nauðsynlegt að fólk hafi tíma til að ræðast við og sinna öðru en því að láta sjónvarpið stjórna gerðum sínum heima við.“ — Hvers vegna valdirþú að senda út fréttirnar frá Austurvelli? „Ég reyni alltaf að velja afmarkað svæði fremur en víðáttu og ennfrem- ur að gefa áhorfendum eitthvað til þess að tengjast. Hvað er betur til þess fallið en Alþingishúsið ykkar? Ég hef hingað til rætt um bók- menntir, íslendingasögurnar og sögu þjóðarinnar almennt í frétta- þáttunum mínum. Við hjá ABC- stöðinni höfum sérstakan áhuga á því hve þið lesið mikið hér á íslandi. I ár stendur sjónvarpsstöðin nefni- lega fyrir mikilli herferð gegn ólæsi í Bandaríkjunum." — Sendirðu út í beinni útsendingu frá Austurvelli? „Já, þetta er bein útsending í hálf- tíma." — Hefurþað ekki gífurlega streitu í för með sér? „Ekki beint streitu — þetta er miklu fremur spennandi, finnst mér. Þegar maður er í beinni útsendingu, verður maður að þjálfa einbeiting- una. Þetta er allt spurning um þjálf- un.“ JON SNOW, ITN: „FRÉTTAMENNIRNIR VEITA LEIÐTOGUNUM AÐHALD" Jon Snow gegnir sama hlutverki hjá ITN-fréttastofunni í Bretlandi og Martin Bell gerir hjá BBC. Hann er staðsettur í Washington og sendir fréttir heim til London —• reyndar hefur hann sést í fréttamyndum hjá ríkissjónvarpinu okkar hér á íslandi. Snow er ekki síður þekktur en þeir Bell og Jennings og þeir Bretar eru vandfundnir, sem ekki vita hver hann er. „Veistu, mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að koma hingað til ís- lands," segir Snow við HP. „Ég vissi satt að segja lítið sem ekkert um landið áður en ég kom og hef eflaust verið haldinn sama misskilningi um þessa eyju og flestir landar mínir. Ég hélt að hérna væri miklu kaldara en raun varð á, og svo hélt ég að þið væruð fremur vanþróuð þjóð. Þetta er stórkostlegt tækifæri fyr- ir ykkur, því nú leiðréttist þessi mis- skilningur væntanlega vegna mikils fréttaflutnings héðan." — Er allt þetta umstang ykkar fréttamannanna til nokkurs þegar algjört fréttabann á að ríkja á fund- inum? „Það er engin spurning. Athygli fréttamannanna veitir leiðtogunum það aðhald, sem þeim er nauðsyn- legt, og það á þar af leiðandi sinn þátt í árangri fundarins. Hugsaðu þér bara hvað það breytti miklu ef Reagan og Gorbachov ætluðu að hittast norður í Grímsey og sigla síð- an hvor í sína áttina eftir fundinn, án þess að hundruð fréttamanna biðu fyrir utan fundarstaðinn til þess að spyrja hver niðurstaðan væri. Þá væri mun minni pressa á þeim og það getur vissulega haft áhrif á það hve alvarlega þeir taka fundinn. Ég held líka að það sé heppilegt að Island varð fyrir valinu fremur en London, sem kom einnig til greina. Þar hefði allt verið svo miklu þyngra í vöfum og ég er viss um að hreint öngþveiti hefði skapast. Hérna eru allar aðstæður fyrir okkur frétta- mennina frábærar." — Hvernig gekk að fá gistingu? „Við vorum heppin, því um leið og tilkynnt var um fundarstaðinn rauk fréttastjórinn í símann og var búinn að panta herbergi handa okk- ur á Hótel Borg innan fimm mín- útna. Þar erum við í miðjum bænum í mestu vellystingum — alveg alsæl. Mér finnst íslenska þjóðin líka af- skaplega töfrandi. Þið eruð svo opin og fólk ræðir hér við mann um heima og geima, en það er hlutur sem maður á ekki að venjast annars staðar. Ég tók eftir þessu strax í passaskoðuninni á Keflavíkurflug- velli. Þá fór starfsfólkið að rabba um þokuna og ýmislegt annað og það er afskaplega viðkunnanlegt. Það eina sem er virkilega neikvætt er verðlagið á íslandi. Það er hræði- legt." — Spyr fólk þig mikið hvernig þér líki hérna? „Það spyrja mann allir að því.“ — Segðu mér hvað þér finnst um stöðu rannsóknarblaðamennsku t Bandaríkjunum á síðustu árum? „Hún hefur verið að breytast, að- allega vegna breytinga í hinu póli- tíska umhverfi. Fólk hungrar ekki iengur jafnmikið í afrakstur rann- sóknarblaðamennskunnar, því það tekur oft á að horfast í augu við sannleikann. Ég er t.d. viss um að bandaríska þjóðin hefði alls ekki getið tekið því að horfa upp á annan forseta fara í svaðið, eins og Nixon. Allt andrúmsloftið hefur breyst hvað þetta varðar. Reagan hefur al- veg örugglega gert ýmislegt, sem vert væri að kanna nánar, en það láta það allir vera. Tækniframfarir vinna einnig á móti rannsóknarblaðamennsku, held ég. Tæknin gerir fleirum mögu- legt að halda úti fjölmiðlum, en hvorki peningunum né fólkinu sem vinnur við þetta fjölgar að sama skapi. Það verður því of kostnaðar- samt að setja fé í langtíma rann- sóknir, sem enginn veit fyrir víst hvað kemur út úr. Fjölmiðlaeigend- ur vilja fá fréttir alveg á stundinni og ekkert hangs. Það er vissulega mikil synd og sýnir okkur að nútíma- tækninhefur sínar neikvæðu hliðar. Gæði fréttanna hljóta að iíða fyrir þessa stefnubreytingu." — Hvað finnst þér um sölu- mennskuna sem fylgir þessum fundi hérna á Islandi? „Þið væruð fífl, ef þið nýttuð ekki þetta stórkostlega tækifæri á þenn- an hátt. Ég er búinn að fara á kynn- ingarkvöld útflytjenda í Broadway og þar hitti ég u.þ.b. tíu fslendinga, sem fræddu mig um ýmislegt sem ég hefði annars ekki heyrt. Það var mjög ahyglisvert. Ég er þar að auki búinn að kaupa mér Reagan/Gorbachov peysu úr lopa, sem ég býst við að nota heima hjá mér og sýna krökkunum mín- um. Sölumennskan er eðlilegur fylgifiskur stóratburðar á borð við þennan fund.“ eftir Jónínu Leósdóttur myndir Jim Smarti HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.