Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 16.10.1986, Blaðsíða 20
eftir Friðrik Þór Guðmundsson teikning: Jón Óskar ÞÚ ERT BROTLEGUR VIÐ LÖGIN! Pegar þú, almertni borgari, stend- ur frammi fyrir opinberum starfs- manni, rifjast vafalaust upp fyrir þér sögur sem ganga fjöllunum hœrra um aö slíkir einstaklingar séu í besta falli á jaðri þess að geta talist mannlegir. Ríkið er tákn og fólkið sem vinnur ríkisstörfin er fúl- lynt, svifaseint, ókurteist og skamm- ast út í sjálfsögðustu fyrirspurnir og beiðnir. Hefur þú farið í Bifreiðaeftirlit rík- isins og þolað ókurteisi starfs- manns? Leitað upplýsinga hjá Gjald- heimtunni, Pósti og síma eða öðrum opinberum stofnunum og þurft að sitja þegjandi yfir nöldri og stífni? Hefur þú farið með erindi í Toll- stjóraembættið og mætt tillitsleysi og jafnvel lítilsvirðingu? Ef svo er, lesandi góður, þá hefur þú fyrirhitt afbrotamenn. Menn sem þú gætir kært fyrir brot á lögum. Þú getur vitnað í lög um skyldur og réttindi opinberra starfsmanna, sem sett voru fyrir rúmum þremur áratugum og halda gildi sínu að fullu. Þar segir í 28. grein: ,,Slarfsmanni er skylt að rœkja starfsitt með alúð og samvizkusemi í hvívetna. Hann skal gœta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal foröast að hafast nokkuð þaö að í starfi sínu eða utan þess, sem er honum til vanvirðu eða álits- hnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein, er hann vinnur við.“ Rétt er að benda almennum borg- urum á að hafa tuttugustu og átt- undu greinina upp á vasann í hvert sinn sem þeir þurfa að fara með er- indi í opinbera stofnun. Þeir eru annars ekki í öfundsverðri aðstöðu, þessir opinberu. Kannski eiga þeir það til að virðast ómannlegir ein- mitt vegna þess að kröfurnar til þeirra eru allt að því ómannlegar! Fyrir utan áðurnefnda grein í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er þeim einnig gert að vera stundvísir, hlýðnir, vandvirkir, reglusamir og svo er það líka bund- ið í lögum að þeir þurfi að vera and- lega og iíkamlega heilbrigðir. Opinberir starfsmenn eiga með öðrum orðum að vera í hátt eins og sjálf Fjallkona íslands hefði alið þá upp. STÓRI BRÓÐIR FYLGIST MEÐ Ekki er nóg að þeir eigi að vera fullkomnir í vinnunni. Utan hennar eiga þeir ávallt að hafa stöðu sína bak við eyrað. Á skemmtistöðum, í partíum og öðrum mannamótum verða þeir í sífellu að rifja upp: ,,Ég er opinber starfsmaður. Ég verð að gæta þess að verða mér og stofnun- inni ekki til álitshnekkis." f einkageiranum þarf vinnuaflið að mæta á réttum tíma, annars er hætta á brottrekstri. Óstundvís op- inber starfsmaður er hins vegar að brjóta lög. Og Stóri Bróðir fylgist vel með í krafti 30. greinar laganna. „Starfsmenn skulu koma stund- víslega til starfa, hvort heldur er að morgni eða eftir hlé. Skrifstofu- stjórar og aörir yfirmenn skulu fylgj- ast meö stundvísi starfsmanna. Hafa skal stimpilklukkur í skrifstof- um og vinnustofum, þar sem því verður við komið, og halda skrá um, hvernig starfsmenn koma til vinnu. Komdu með bílinn eða láttu okkur sækja hann og þú færð nýbónaðan bílinn kláraðan samdægurs, fyrir sölu eða eigin ánægju. Við bjóðum uppá eftirfarandi þjónustu: Tjöruhreinsun Sprautun á felgum Bón Vélarhreinsun Djúphreinsun (sæti og teppi) Laugardaga frá kl. 9-18. Opið alla virka daga frá kl. 8-19. VISA BORGARTÚNI 29 bakatil. SÍMI 622845 \ Starfsmanni er skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvö- földum þeim tíma, er hann hefur veriö frá starfi án gildra forfalla, eða hlíta því að dregið sé aflaunum, sem því nemur." „Ekki nóg með að hinum opin- bera starfsmanni er hegnt með yfir- vinnu eða hýrudreginn fyrir óstund-' vísi, hann er beinlínis skikkaður með lögum til að vinna þá yfirvinnu „sem yfirboðarar telja nauðsyn- lega", allt að þriðjungi lögmætrar vinnuviku, en meira ef fórnarlamb- ið er lögregla eða í sams konar ör- yggisþjónustu. Vopnaður þessum lögum getur hinn almenni borgari krafist þess að hinn opinberi starfsmaður þjóni honum með brosi á vör, að hann beygi sig og bugti. ÞÚ MÁTT EKKI SKAMMA HANN En áður en þú hellir þér yfir hinn svínbeygða opinbera starfsmann, sem þú ert ekki nógu ánægður með, skaltu hafa eitt ríkulega í huga: Hann er ekki óvopnaður í barátt- unni. Þú gætir hæglega gerst af- brotamaður sjálfur. Lítum á 106. grein hegningarlaga. „Hver, sem rœðst með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu eða út af því, og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framkvœmd slíks starfa eða neyða starfsmann- inn til þess að framkvœma ein- hverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sœta varðhaldi eða fangelsi allt aö 6 árum... Geri maö- ur á annan hátt opinberum starfs- manni tálmanir í því aö gegna skyldustörfum sínum, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum." Það er kannski ekki við því að búast að þú beinlínis ráðist á hinn opinbera starfsmann, sem þér finnst að sýni ekki nógu mikla iipurð og kurteisi í starfi. Þú vilt kannski láta duga að skamma hann duglega. En þá er betra að hafa 108. grein lag- anna í huga. „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aörar móöganir í orðum eða athöfnum eða œrumeið- andi aödróttanir við opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sœta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuðsé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt." EKKI STOÐAR AÐ BJÓÐA VERÐLAUN Þannig er þá staðan. Hinn opin- beri starfsmaður skal vera stundvís, hlýðinn, vandvirkur, reglusamur, 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.