Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 3
FYRST OG FRtMST HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR FÉLAGSFRÆÐINGAR og fræðingar á skyldum sviðum fá stundum ákúrur fyrir óskiljanlegt málfar, ekki síst ef fræðingarnir eru menntaðir í Skandinavíu. Fara þeir þá ósjálfrátt í taugarnar á „íhaldssömum" mönnum af gamla skólanum. Við sjáum hins vegar enga ástæðu til að hnýta í fóik sem vill vera fræðilegt. í DV í vikunni skrifa þær Sveinbjörg J. Svavarsdóttir þjóðfélagsfræðingur og Hansína B. Einarsdótiir afbrota- fræðingur um vændi og greina meðal annars frá þeim niður- stöðum úr finnskri könnun að vændiskonur þar í landi komi úr öllum stéttum og „hafa ekki vandamálafylltan bakgrunn". Er nokkuð við svona hugtak að athuga? BÆNDUR eru margir súrir vegna niðurskurðarstefnunnar í landbúnaðinum. Þeir gerast varla súrari og um leið skeleggari en hann Þorvardur Júlíusson bóndi í V-Húnavatnssýslu, sem skrifaði í Moggann í vikunni. Hann leggur til að landbúnaðurinn verði endur- reistur og til þess selji ríkið Ríkis- útvarpið, Áburðarverksmiðjuna, Kollafjarðarstöðina, Póst og síma, Rarik og „ótal önnur ríkisfyrir- tæki“ og fækki um leið ríkisstarfs- mönnum stórkostlega. Með öðrum orðum: rakleiðis inn í 19. öldina á ný. . . GRIMUbúningaleiga Bóthildar Steinþórsdóttur er nú auglýst til sölu. Til að gera „vöruna" lokk- andi fylgja auglýsingunni þau meðmæli að leigan sé tilvalin „fyrir heimavinnandi húsmæður' Þá væntanlega af hvoru kyninu sem er. . . SVERRIR Hermannsson menntamála er umdeildur maður eins og alþjóð veit. Framganga hans í fræðslustjóramálinu er enn víða heitt deiluefni, en líka er gantast með málið. Þannig segir í Stúdentablaöinu, að nýlega hafi framkvæmdastjóri íþrótta- og æskulýðsmála Reykjavíkur komið að máli við fréttastjóra Morgun- blaðsins (þeir eru fjórir) til að upplýsa um skipun Sverris á manni í stöðu. Fréttastjórinn mun þá hafa hváð og spurt: „Er þetta rétt? Ertu viss um að hann hafi ekki verið að reka hann?“ SMARTSKOT BYLGJAN var með ofurlitla getraun hjá sér á þriðjudaginn. Hlustendur skyldu þá hringja inn ef þeir vissu heitið á þeim þremur lögum sem spiluð höfðu verið þar á undan. Verðlaunin skyldu verða málsverður fyrir tvo á Kentucy fried. Margir hringdu inn en flestir götuðu þegar á hólminn var komið. Og hver skyldi síðan hafa unnið fast (djönk) food réttinn fyrir tvo? Enginn annar en Mark Brink, tónlistarmaður og vel metinn kokkur í veitingahúsinu í Glœsibœ. Verði kokknum að góðu! MORGUNÞÁTTUR rásar 2 er með sérstakan tíma sem kallast óskalög yngstu hlustendanna eða eitthvað þess háttar. Mikil ásókn mun vera hjá þeim yngstu að koma að óskalagi og símakerfið annar alls ekki öllum þeim hring- ingum sem berast. Einn umsjónar- maður þáttarins hafði þó svör við þessu á reiðum höndum á mánu- daginn síðastliðinn. Hann sagði þeim yngstu að í stað þess að hringja, skyldu þau bara skrifa þættinum og þá myndu umsjónar- mennirnir bregðast vel við og leika óskalögin, bréflega. í NÝJASTA hefti fréttabréfs Ríkismats sjávarafurða eru teknir í gegn allir þeir sem þrífa báta sína úr hafnarsjó, enda þykir þeim þar á bæ þetta „fádæma sóða- skapur", „hirðuleysi og trassaskap- ur“ og gæði íslenskra sjávarafurða í hættu. Blaðið fer hringinn í kringum landið til að kanna sóða- skapinn. Staðir með þennan sóða- stimpil reyndust vera á Snœfells- nesi, víða á Vestfjörðum (Patró sér- staklega tiltekið), Siglufjörður, Sandgerði og Hafnarfjörður (litlu bátarnir). Reykvískir bátaeigendur höfðu tekið sig saman í andlitinu og voru farnir að þrífa upp úr fersku vatni og slík þrif þóttu áberandi á Austurlandi og í Vest- mannaeyjum. Leiðarahöfundurinn Halldór Arnason er myrkur í máli um þrif upp úr menguðum hafnar- sjó og spyr: „Hver vill sjóða eða skola soðningu sína í hafnarsjó?" og svari hver fyrir sig. . . EITT SINN orti Matthías Jochumsson: „Hólastóll með hefð og sóma/hafinn stóð/biskup nýr með listaljóma/lýstí þjóð./Postul- lega prýddi Hóla/presta lærði, vígði skóla/lék á hörpu himna- ljóð.“ Langt er síðan Hólar í Hjaltadal voru miðpunktur þjóð- félagsins og helsta uppspretta vísdóms og valda. Á kirkjuþingum hafa komið fram tillögur um endurreisn fornrar frægðar Hóla og Skálholts sem fullgildra biskupssetra. Ekki það, að á Hólum fari ekki fram göfugur búskapur, þvert á móti, en nokkuð hefur hlutverkið breyst. Nú berast þaðan fréttir af sæðingum og kynbótum. Ekki er þá átt við mannskepnuna, heldur er að Hólum refahögnastöð og um þessar mundir eru menn að búa sig undir að sæða 700 læður og nýlokið sérstöku námskeiði í sæðingum. Eitthvað myndi hann Matthías kveða á aðra lund nú á dögum. Þingslit Úti á þessum heimsins hjara heyrist gá: Þingmenn eru að fara að fara fljúgast á. Niðri ,,Það er rétt að Alexander og Jón hafa ekki náð til fjöldans eins og viö Halldór..." STEINGRlMUR HERMANNSSON FORSÆTISRÁÐ- HERRA OG FORMAÐUR FRAMSÖKNARFLOKKSINS i SAMTALI VIÐ DV VARÐANDI HUGSANLEGAR BREYTINGAR Á RAÐHERRALIÐI FLOKKSINS, EF HANN TEKUR ÞATT I NÆSTU RlKISSTJÖRN. Nú stendur yfir verkfall Hins (slenska kennarafélags og af þeim sökum standa framhaldsskólar nú auðir og nemendur kúra undir sæng, sumir uggandi um hvort þeir nái að klára stúdentsprófið sitt á réttum tíma. Formaður H.i.K. er Kristján Thorlacius og HP hafði af þessu tilefni sam- band við hann og spurði hann nokkurra spurninga varðandi verkfallið. Er þetta ekki allt ykkur að kenna? Kristján Thorlacius, menntaskólakennari „Nei, nei. Þetta verkfall hefur auðvitað sinn aðdraganda. Fólk veit hve erfitt það er að manna stöðurnar í framhaldsskól- unum og af hverju það stafar. Margir myndu eflaust svara því til, að betra sé að setja allt í hnút núna en slá því á frest fram á haustið. Það er Ijóst, að ef ekki er tekið á málinu af alvöru núna, verður komið í mikið óefni þegar skólar taka til starfa aftur eftir sumarleyfið." — Hvernig líkar hægláta kennaranum að vera orðinn þjóðþekktur? „Þetta er svo sannarlega ekki hans óskastaða og ég ætla mér ekki að gera verkalýðsbaráttu að ævistarfi. Það fylgir hins vegar minni núverandi stöðu að vera mikið í fjölmiðlum og þá er bara að taka því. Þetta er hluti af starfinu. Óneitanlega finnur maður samt mun á álaginu við fjölgun fjölmiðlanna, sem orðið hefur frá því við stóðum síðast í stórræðum." — Færðu viðbrögð frá fólki á förnum vegi? „Það er töluvert um að fólk gefi sig að mér, já. Fólk, sem ég þekki ekki neitt. I langflestum tilvikum eru þessi viðbrögð já- kvæð og hvetjandi. Raunar man ég ekki eftir dæmi um annað en mjög ánægjuleg samtöl og stuðningsyfirlýsingar." — Hvað með samskipti við skólameistara framhalds- skólanna? Hefurðu fengið miklar skammir frá þeim? „Síður en svo, enda skilja þeir vandann kannski öðrum betur. Það getur verið mjög erfitt fyrir skólastjórana að manna skipin og þeir eru ekki öfundsverðir á sumrin og haustin, þegar það stríð stendur sem hæst. Sá vandi hefur farið sífellt vaxandi á undanförnum árum. Það er líka ánægjulegt að finna hve nemendur sýna okkur mikinn skilning. Við kunnum að meta það." — Hvernig er að eiga alnafna, sem einnig er í verka- lýðsbaráttu? „Ég hef ekki fundið svo mikið fyrir því. Þetta var meira áþer- andi fyrir nokkrum árum. Mig grunar að það hafi aðallega verið nafni minn, sem fann fyrir þessu. Hann var gjarnan gerður ábyrgur fyrir því, sem ég hafði sagt eða gert." — Hvernig kanntu persónulega við Indriða H. Þor- láksson? Getið þið aðskilið hið opinbera stríð ykkar og persónurnar, sem heyja það? „Ég kann alveg Ijómandi vel við Indriða og ég held að það sé gagnkvæmt." — Hvernig ertu búinn undir langa baráttu? „Við gerðum okkur grein fyrir því í upphafi að þetta gæti orð- ið langt stríð. Menn eru eflaust misvel í stakk búnir, fjárhags- lega, en við gerum okkur vel grein fyrir mikilvægi þess að fá úr þessu skorið núna í stað þess að skjóta vandanum á frest til haustsins." — Hvernig tekur fjölskyldan þessu? „Einstaklega vel. Ég á fimm dætur — fjórar eru orðnar það gamlar að þær skilja um hvað málið snýst, en sú yngsta er að- eins fjögurra ára og er kannski ekki fullkomlega með á nótun- um. Hún svarar þó hiklaust í símann að ég sé á fundi, ef ég er ekki heima." HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.