Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 4
/ síöasta Helgarpósti var grein
sem bar yfirskriftina ,,Brestur í vel-
feröarþjóöfélagi'. Þar var m.a. fjall-
aö um starfsemi Félagsmálastofn-
unar og vitnaö til ummœla ein-
stœörar móöur sem sagöi: ,,Maöur
kemur vegna þess að maöur býr í
ömurlegu húsnœöi. Svo fara félags-
ráögjafar aö hnýsast í allt og skipta
sér aföllu. Maöur er allt í einu orö-
inn aö vandamáli. .
Er þetta staðreynd? Býr velferðar-
þjóðfélagið ísland þannig að ein-
stæðum mæðrum að þær þurfi að
leita á náðir Félagsmálastofnunar
og verða þannig „vandamál"? HP
leitaði svara hjá Elínu Birgisdóttur
sem er einstæð móðir með tvær
dætur og býr nú í húsnæði sem
borgin útvegar henni.
Eiín er 31 árs og hefur verið búsett
í Reykjavík í þrjú ár. Hún segist fyrst
hafa leitað aðstoðar Félagsmála-
stofnunar árið 1984 eftir að hún
þurfti að leita sér aðstoðar á Geð-
deild Borgarspítalans:
„24.000 í KAUP —
21.000 í HÚSALEIGU"
„Ég fór í viðtöl á göngudeild
vegna þess að ég brotnaði andlega.
Ég sá ekki fram úr því að sjá fyrir
dætrunum sem þá voru 2ja og 6 ára
gamlar. Við bjuggum í leiguíbúð
sem ég borgaði 21.000 krónur fyrir
á mánuði, en ég var með 24.000 í
kaup. Sumarið áður hafði ég gerst
ráðskona í sveit til þess að geta verið
eitthvað með börnunum en kaupið
þar var ekki neitt eða um 10.000
krónur á mánuði.
Eftir að við komum í bæinn fór
sjálfstraustið í mola.. . Ég var kom-
in svo langt niður að ég bjó við stöð-
ugan ótta um að ég myndi missa
börnin og sá enga leið úr vandan-
um. Geðdeild Borgarspítalans ráð-
lagði mér að leita til Félagsmála-
MANN NIÐUR
Elín Birgisdóttir segir sögu sína fyrir og eftir
Félagsmálastofnun
stofnunar og það var ömurleg
reynsla."
„ÞEGAR ALLT ANNAÐ
ÞRÝTUR"
— Fannst þér niöurlœgjandi aö
biöja um hjálp?
„Já, mér fannst það verulega
niðurlægjandi, enda alin upp við
það að maður biður ekki aðra að
hjálpa sér. Það háir manni þetta
stolt! Það að biðja um peninga er
það sama og að „segja sig á sveit-
ina“ og slíkt gerir maður ekki fyrr
en allt annað þrýtur. Það er ekki
nóg að mæta niður á Félagsmála-
stofnun og tilkynna þeim að maður
geti ekki lifað af laununum, það þarf
að fara fieiri, fleiri ferðir áður en
eitthvað er gert. Mér leið hræðilega
illa. Manni líður illa áður en maður
pantar tímann, manni líður illa að
ganga þarna inn og manni líður illa
að þiggja þessa hjálp. Manni finnst
maður vera aumingi þótt maður
vinni heiðarlega vinnu og geri svo
sannarlega það sem í valdi manns
er til að ná endum saman."
Meðan Elín var í viðtölum á Geð-
deildinni starfaði hún hálfan daginn
við heimilishjálp þar sem hún fékk
100 krónur á tímann. Aðstoðin sem
hún fékk frá Félagsmálastofnun var
sú að húsaleigan var greidd að hluta
„og ég safnaði skuldum meðan ég
þurfti á þessari sjúkrahússaðstoð að
halda," segir Elín.
— Fannst þér eins og félagsráö-
gjafinn teldi þaö eðlilegan hlut aö
þú leitaöir eftir fjárhagsaöstoð?
„Nei, mér fannst það ekki. Hins
vegar tók hún mér vel meðan ég
þurfti bara að tala við hana um
vandamálin, en þegar peningarnir
fóru að spila inn í myndaðist veggur
á milli okkar.“
— Leistu á sjálfa þig sem „vanda-
mál"?
„Nei, ég gerði það nú ekki vegna
þess að við þekktumst svo vel, ég og
félagsráðgjafinn. Hins vegar fór ég
að líta á mig sem eitthvert „vanda-
mál“ þegar ég þurfti að leggjast inn
á sjúkrahús í eina viku. Þá var dætr-
um mínum komið fyrir inni á Dal-
braut og ég var alveg dauðskelkuð
um að þær yrðu endanlega teknar
af mér. Ég hafði heyrt slíkar sögur
og varð óttaslegin. Mér fannst við
vera orðnar að „félagslegu vanda-
máli“. Mér fannst ekki litið á mig
sem móður sem yrði að vera fjarver-
andi í smá tíma, heldur eins og ein-
hverja druslu. Þetta viðmót fannst
mér einkennandi og ég held það sé
engin vitleysa í mér,“ segir hún og
brosir iítillega.
„ÞAÐ MIÐAST ALLT AÐ
ÞVÍ AÐ BRJÓTA FÓLK
NIÐUR"
Hún segist reyna að fela fyrir
dætrum sínum að þær þurfi aðstoð,
„því ég skammast mín fyrir það,“
segir hún. „Þótt maður þurfi að leita
hjáipar þá skammast maður sín fyr-
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd
ir það. Svo er annað. Ef maður er í
vinnu og er að reyna að útvega sér
tíma hjá félagsfræðingi á Félags-
málastofnun, þá þarf maður að sitja
í símanum svo mínútum skiptir og
það er ekki vel séð á vinnustöðum.
Það tekur iangan tíma að ná sam-
bandi — til að geta pantað tíma. Svo
þarf að fá frí úr vinnunni til að mæta
í tímann! Þetta miðast allt að því að
brjóta mann niður."
Elín hætti fyrir nokkrum dögum
að vinna í verslun þar sem hún hef-
ur verið undanfarna mánuði: „Lág-
launastörfin eru þannig að maður
gefst upp,“ segir hún. „Það byggir
ekki upp sjálfsímyndina að vinna
fyrir svo til engu kaupi og manni
finnst þetta svo lítils metið. Ég er
búin að fara á vélritunarnámskeið
og ætla að reyna að vinna fyrir
betra kaupi. Ég reyndi um tíma að
vera í tvöfaldri vinnu, vann bæði á
daginn og kvöldin og það bara gekk
ekki. Steipurnar urðu að vera einar
heima á kvöldin meðan ég skúraði
því ég hef engan sem ég get leitað
til. Maður vill gjarnan gefa börnun-
um sínum eitthvað af sjálfum sér, en
þegar fólk er farið að vinna tvöfalda
vinnu er ekki mikiil tími eða orka
eftir til að gefa börnunum. Við reyn-
Jim Smart
um að fara með strætó út fyrir bæ-
inn um helgar og göngum um en ég
held að þær — og sérstaklega sú
eldri — hljóti að finna fyrir því að
við höfum ekki ráð á hlutum sem
aðrir veita sér. Sú eldri vill til dæmis
ekki þiggja að fara í danstíma og
hún leitar félagsskapar hjá börnum
annarra einstæðra mæðra sem hafa
ekki allt...“
GETUR FENGIÐ 14.000
EFHÚN VINNUR EKKI
ÚTI!
Framtíðarhorfur eru ekki bjartar.
Elín segir svo marga vera á vinnu-
markaðinum á þessu skattlausa ári
að erfitt sé að fá vinnu við vélritun
núna, „og stundum er mér skapi
næst að leggja árar í bát og þiggja
þessar 14.000 krónur sem ég get
fengið hjá Félagsmálastofnun ef ég
vinn ekki úti,“ segir hún. Húsnæðið
sem hún er í núna er ekki að fullu
greitt af Félagsmálastofnun því hún
borgar sjálf 5000 krónur á mánuði í
húsaleigu. Dagheimilisgjöldin eru
farin að safnast upp og að auki tók
hún ián fyrir jóiin til að geta „keypt
sængur handa stelpunum og föt.“
Var einhver að tala um velferðar-
þjóðfélag?
4 HELGARPÓSTURINN