Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 7

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 7
YFIRHEYRSLA NAFN: Ólafur Ragnar Grímsson fæddur: 14. 5. 1943 staða: Prófessor m.m. læun: Um 70 þús. bifreið: Mazda 1980 áhugamál Útivera, leikhús, pólitík og fólk heimili: Barðaströnd 5 ___ ■ ______________________________________________________________________________________ heimilishagir: Kvæntur Guðrúnu Þorbergsdóttur, og eiga þau tvær dætur, Tinnu og Döllu. aftan í Reagan Matthías eftir Óskar Guðmundsson myndir Jim Smort Ólafur Ragnar Grímsson hefur síðustu misserin starfað meira ad stjórnmálum erlendis en á heimaslóðum. Nú er hann í fram- boði í Reykjaneskjördæmi, en talið hafði verið að hann færi fram í höfuðborginni. — Þú ert á mörkunum aö ná kjöri á Al- þingi, þrátt fyrir sæmilega viðspyrnu í skoðanakönnunum vantar alltaf herslu- muninn. — Ertu ekki að gefast upp? „Nei, þvert á móti. Það vantar heldur ekk- ert alltaf hersiumuninn í þessum könnunum. Við byrjuðum þessa baráttu í desember, en þá sýndu skoðanakannanir hjá HP og Félags- vísindastofnun, að við værum með 8—10%. Nýjustu kannanir hjá ykkur og Félagsvís- indastofnun sýna að við höfum aukið fylgið í 14 til 15%, þannig að það vantar aðeins 1 til 2% tii að ég nái kjöri. Baráttan síðasta mánuðinn mun standa um það hvort Gunnar Schram eða ég nái kjöri.“ — Nú hefur starfsvettvangur þinn að- allega verið erlendis, þar sem þú hefur verið að vinna að utanríkis- og friðar- málum. Hefur þú nokkuð orðið var við að kjósendur telji að þú eigir þess vegna minna erindi í kjördæmapólitíkina? „Það hefur að vísu komið fyrir að góðir ■ menn hafa sagt að ég hafi staðið mig það vel erlendis, að best væri að hafa mig þar áfram, en hins vegar hefur oft komið fram, að sú reynsla og þekking sem ég hef aflað mér á undanförnum árum, hefur komið að góðum notum í kosningabaráttunni. Þar á ég við, að slík reynsla opnar sýn á möguleika okkar í atvinnumáium, starfsháttum og framtíðarat- vinnuvegum, þetta nýtist vel.“ — Þú átt mjög harðvítuga keppinauta, einmitt á sviði utanríkismála, þar sem fara Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra, í Reykjaneskjör- dæmi. Steingrímur vakti heimsathygli í Moskvu — hefur þú nokkuð i þessa keppinauta að gera? „Ja, ég lít nú ekki á Matthías sem keppi- naut í þessum efnum. Hann hefur nú fyrst og fremt dinglað aftan í Reagan og ríkisstjórn- inni í Bandaríkjunum á þessu kjörtímabili og þess vegna skipað sér vígbúnaðarmegin í þessari umræðu. Ríkisstjórn Steingríms hef- ur reyndar á alþjóðavettvarigi í hverju mál- inu á fætur öðru brugðist í afvopnunarmál- um. Hins vegar ber að fagna því að á síðustu vikum hafa augu Steingríms verið að opnast fyrir því að það sé kannski ekki vænlegt að fylgja þeirri vígbúnaðarstefnu eftir hérlend- is, sem stjórn hans hefur fylgt erlendis." — Þannig að þið Steingrímur eruð samherjar? „Ja, Steingrímur hefur verið að feta þá braut, sem ég hef verið að reyna að marka að undanförnu — og ég fagna því auðvitað. Ég tel t.d. að sú tillaga sem hann hefur sett fram um friðarstofnun á íslandi sé í sama dúr og þær tillögur sem ég hef verið að setja fram um ísland sem griðastað. Hins vegar tek ég eftir að Matthías Á. Mathiesen hefur hafnað þessari hugmynd, þannig að það er ljóst að Steingrímur hefur ekki fylgi með henni einu sinni innan eigin ríkisstjórnar." — Mörg er raunin fyrir flokkinn þinn. Jón Baldvin segir að hann sé afturhalds- samastur ailra flokka í landinu og vilji engu breyta innan 200 mílna landhelgi. Þorsteinn Pálsson talar um tilgangsleysi flokksins. Fyrst menn af svo ólíku sauðahúsi komast að hliðstæðri niður- stöðu, hlýtur þá ekki eitthvað að vera til í henni? „Það er nú misskilningur hjá þér að þeir séu af ólíku sauðahúsi. Satt að segja eru þeir nauðaiíkir á ýmsum sviðum. Ef einhver er afturhaldsmaður í íslenskri pólitík, þá er það Jón Baldvin, sem hefur haft það að leiðar- ljósi að endurvekja ríkisstjórnarsamstarf sem hér var við lýði fyrir aldarfjórðungi. Það er sú eina framtíðarsýn Jóns Baldvins fyrir íslenska jafnaðarmenn í landinu, sem hann hefur haft fram að færa. Þetta er sérstaklega ömuriegt þar sem við höfum boðið Jóni Baldvini upp á að gefa kjósendum kost á raunverulegri jafnaðarmannastjórn, nýjum valkosti í íslenskum stjórnmálum." — Þú svarar ekki spurningunni; hlýt- ur ekki eitthvað að vera til í yrðingum þeirra Jóns Baldvins og Þorsteins, ann- ars vegar um íhaldssemi Alþýðubanda- lagsins og hins vegar um tilgangsleysi — tiivistarkreppu? Þú sagðir sjálfur fyrir ekki ýkja löngu að AB ætti i tilvistar- kreppu? „Ja, ég hef alltaf verið reiðubúinn til að ræða vanda Alþýðubandalagsins, sem hefur verið þar eins og hjá öðrum flokkum. Þetta hefur sérstaklega orðið mál hjá okkur, vegna þess að nokkuð skorti á að umræða færi fram í flokknum um mistök sem áttu sér stað í tíð síðustu ríkisstjórnar. Eins ríkti mikil ofur- trú á það, að gamlar formúlur um eittlivað sem kallað var „flokkur og verkalýðshreyf- ' ing“ myndu skila miklum árangri ef það væri samtvinnað í forystu flokksins. Ég taldi nauð- synlegt að endurskoða slíkar hugmyndir og tel að innan flokksins hafi aukist verulega fylgi við slíka endurskoðun, skilji þarna á milli. Og sú stefna sem nú liggur fyrir fyrir kosningarnar er í anda þessara nýju hug- mynda fyrst og fremst." — Er það táknrænt fyrir þessa endur- skoðun og aðskilnað „flokks og hreyf- ingar“ að forseti Alþýðusainbandsins sé í framboði fyrir flokkinn, — og er það sams konar tákn, að t.d. formaður Al- þýðubandalagsins ræðir í löngu og ítar- legu máli og skrifar um að flokkurinn og verkalýðshreyfingin séu I miklum bræðraböndum? Er það sams konar tákn að f lokkurinn hafi á síðustu misser- um tekið afstöðu annað hvort með þögn- inni eða upphátt ævinlega með ákvörð- unum forystu verkalýðshreyfingarinn- ar? „Svavar Gestsson hefur nýlega ítrekað á blaðamannafundi hjá Alþýðubandalaginu að menn mættu ekki rugla saman ASÍ og Al- þýðubandalaginu og þær áherslur hans eru í nákvæmlega sama dúr og við höfum sett fram.“ — Enn svarar þú ekki spurningunni; er t.d. stuðningurinn við þjóðarsátt og kjarasamninga á síðustu árum, og sífellt klifur á „flokk og hreyfingu“ sem eitt, og fleira þess háttar, er þetta tákn um endurskoðun? „Ef þú lítur t.d. á stefnu Alþýðubandaiags- ins fyrir þessar kosningar, þá er það ekki nein stefna um þjóðarsátt, það er stefna um stórhækkun launa, styttingu vinnutíma, breytta skiptingu þjóðartekna, nýja stefnu i húsnæðismálum, skattamálum, og þess hátt- ar, þetta er engin stefna um þjóðarsátt, auð- vitað ekki. Auðvitað munu allir frambjóð- endur Alþýðubandalagsins framfylgja þess- ari stefnu." — Þannig að Alþýðubandalagið hefur skipt um stefnu frá því að það studdi þjóðarsáttina t.d. á þingi á síðasta ári? „Alþýðubandalagið barðist ekkert fyrir þjóðarsáttinni, — það voru ákveðnir þing- menn flokksins sem samþykktu einstök frumvörp varðandi kjarasamningana á þingi. Mikill fjöldi flokksmanna, í æðstu stjórnum flokícsins, framkvæmdastjórn, í Þjóðviljanum og víðar, setti fram ákveðna gagnrýni á þessa þjóðarsátt. Sú gagnrýni hefur fengið aukinn styrk og byr — og þess njóta menn nú í kosningabaráttunni sem framundan er. Þó þingmenn hafi greitt at- kvæði með einhverjum tiiteknum hætti, er ekki þar með sagt að fiokkurinn sé bundinn með því." — Þannig að flokkurinn gengur klof- inn til kosninga? „Flokkurinn gengur ekkert klofinn til kosninga. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir sem studdu þjóðarsáttina, eins og Ásmundur Stefánsson í fyrra, styðji stefnu flokksins nú.“ — Það hefur ekki farið dult, að þú hef- ur gengið pólitískt á skjön við forystu Alþýðubandalagsins að undanförnu. Það er kominn tími til að skipta um for- ystu skv. endurnýjunarreglu — munt þú sækjast eftir því að verða formaður AI- þýðubandalagsi ns? „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Það bíður haustsins, ég hef hins vegar verið talsmaður nýrra viðhorfa og vinnu- bragða innan Alþýðubandalagsins. Eg tel að kosningabaráttan í Reykjanesi hafi sýnt, að slíkur málflutningur á verulegan hljóm- grunn og ég mun halda honum áfram bæði í kjördæminu og á Iandsvísu. Það er fyrir löngu kominn tími til að endurskoða gamlar stoðir í íslenska flokkakerf inu og búa til póli- tískt afl, sem getur tekist á við framtíðina. Þá sem hrærast í deilum fortíðarinnar mun daga uppi í framtíðinni. Spurningin er því ekki bara hvað gerist innan Alþýðubanda- lagsins heldur á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Ég hef aldrei verið trúaður á al- gildan sögulegan sannleika, er raunar ófor- betraniegur endurskoðunarsinni"

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.