Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 10
HP HELGARPÖSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Guðlaugur Bergmundsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Sveinbjörn Kristjánsson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. Týnda kynsldðin er fyrirbrigði sem skotið hefur upp kollinum í veitingahúsinu Hollywood nú ný- verið. Nafnið eitt hefur vakið nokkra athygli, sérstaklega eftir að menn sáu myndir af köppum eins og Rúnari Júlíussyni í stól sem bjargað var úr Glaumbæ á sínum tíma. Rúnar hefur lengi verið í fremstu sveit íslenskra poppara og var uppá sitt besta í Trúbroti heitnu á árunum kringum 1970 en sú hljómsveit hefur hingað til verið tal- in heyra til kynslóð sem kennd er við það fræga ártal 1968. Þessi kyn- slóð, þ.e. '68 kynslóðin, hefur svo sannarlega ekki verið gleymd, hvorki fyrr né síðar, hún hefur á hinn bóginn verið mest umtalaða kynslóð seinni tíma og lærðir jafnt sem leikir verið ósparir á að eigna henni áhrif í samtímanum, bæði ljóst og ieynt, auk þess sem allar gerðir nútímamannsins virðast að einhverju leyti vera andsvar við gerðum blómabarnanna. Það kem- ur því spánskt fyrir sjónir ef menn úr þessum hópi eru farnir að kalla sig týndu kynslóðina. Hvað mega þá aðrir segja?... D ■^Áeyndar er eins og vakning hafi orðið meðal tónlistarmanna sem komnir eru af allra léttasta skeiði, um að koma saman og reyna að öðlast fyrri vinsældir á ný. Nægir í því sambandi að benda á óhemju vinsældir Ríó tríósins, sem komið hefur fram á milli 70 og 80 sinnum á undanförnum tveimur árum, Þokkabót var með skemmtun á Sögu síðastliðið haust, fjölmörg „show" hafa verið sett upp á Broadway þar sem eldri músíkant- ar hafa verið í aðalhlutverkum; má þar nefna Söngbók Gunnars 10 HELGARPÖSTURINN LEIÐARI Fátækt í góðæri Fátæktin er ekki fögur. Hún er óþolandi ástand. Ástand sem brýtur niður hvern þann sem hafnar í því fari. Hvunndagurinn snýst um að láta enda ná saman — að nurla saman til að eiga í sig og á. Þeir eru fátækir sem ekki tekst að láta enda ná saman. Og um það eru mörg dæmi. Þú sérð ekki fram úr öllum þeim skyldum sem þér eru lagðar á herðar. Þú get- ur ekki staðið við skuldbindingar sem þér finnst sjálfsagt að þú — eins og aðrir — takir á þig. Þú brotnar niður. Fyrst andlega. Svo Ifkamlega. Fátækt er ósigur einstaklings gagnvart öllu þvf sem hann vildi helst forðast. Okkur hefur verið talin trú um að dugnaður, staðfesta og stolt forði frá fátækt, en þetta — eins og reyndar fleira í barnatrúnni — stenst ekki. Veruleikinn er annar. Það varðar miklu að samfélagið komi þeim til hjálpar, sem tímabundið lenda í erfiðleik- um. Til þess höfum við byggt upp velferðar- kerfi. Ekkitil þessað úthluta peningastyrkjum og þrengja einstaklingum í ákveðinn ramma. Ramma fátæktar. Velferðarkerfi á að vera til að hjálpa fólki ti! að geta hjálpað sér sjálft. íslensk hefð býður að fátækt skuli vera einkamál. Og þannig er farið með fátækt. Hún er einkamál þess sem í hlut á. I þessu felst að hluta til sú skoðun að einstaklingnum sé um að kenna. Það sé hans einkamál að koma sér áfram. Hver kannast ekki við fullyrð- ingar á borð við þessa: Þetta er aumingja- skapur, annað ekki! Fólk getur rifið sig upp, ef það vill. Ef það hefur dugnað, staðfestu og stolt. En veruleikinn er annar. Það þarf hugrekki til að viðurkenna fátækt. Það þarf hugrekki til að standa upp og lýsa — á mælti máli — hvað það er að vera fátækur. Hvað það er að leita eftir opinberri hjálp til að geta séð sér og sínum farborða. Það þarf hug- rekki af því fátækt er einkamál. Hún er þægi- legri þannig. Það er notalegra fyrir fjöldann að vita ekki af henni. I Helgarpóstinum í dag er viðtal við unga konu sem greinir frá því á hispurslausan hátt hvernig hennar fátækt er. Hún segir m.a.: „Við bjuggum í leiguíbúð, sem ég borgaði 21.000 krónur fyrir á mánuði, en ég var með 24.000 í kaup... Eftir að við komum í bæinn fór sjálfs- traustið í mola... Ég var komin svo langt niður að ég bjó við stöðugan ótta um að ég myndi missa börnin og sá enga leið út úr vandan- um." Og þessi hugrakka kona heldur áfram: „Það að biðja um peninga er það sama og að „segja sig á sveitina" og slíkt gerir maður ekki fyrr en allt annað þrýtur. Það er ekki nóg að mæta niður á Félagsmálastofnun og tilkynna þeim að maður geti ekki lifað af laununum, það þarf að fara fleiri, fleiri ferðir áður en eitt- hvað er gert. Mér leið hræðilega illa. Manni líður illa áður en maður pantar tímann, manni líður illa að ganga þarna inn og manni líður illa að þiggja þessa hjálp. Manni finnst maður vera aumingi þótt maður vinni heiðarlega vinnu og geri svo sannarlega það sem í valdi manns er til að ná endum saman." Þetta er fátækt. Veruleiki, sem er líka til á íslandi. Þetta er veruleiki sumra í góðæri. Það hefur verið sagt að fátækt og basl væri hugarástand. Slík fátækt er til, en fyrir þá sem ekki hafa ráð á því að fæða sig og klæða er hún grjótharður, miskunnarlaus veruleiki. Niðurbrjótandi og Ijót. í augum þeirra sem fara með völd er fátæktin „abstrakt". Þeir heyra um hana. Halda að hún sé einangruð við nokkra ein- staklinga, sem hljóti hjálp í velferðarkerfinu. Við skulum fullyrða að þeir viti ekki betur. í allsnægtaþjóðfélagi er fátæktin ekki lrab- strakt". Hún er „absúrd". Hún ætti ekki að vera til. Þórðarsonar, Rokkárin og fleira. Týnda kynslóðin var kannski angi af þessu og með orðinu týnda er þá átt við að þetta séu gleymdir popp- arar, en ekki að hér sé á ferð kyn- slóð sem hafi lent milli vita í umræð- unni í samfélaginu. . . ær fréttir eru helstar neðan af auglýsingadeild Ríkisútvarps- ins að Steinþór Ólafsson deildar- stjóri hefur sagt starfi sínu lausu eft- ir stuttan stans hjá stofnuninni og hyggst taka við hótelstjórastöðunni í Valaskjálf á Egilsstöðum frá og með næstu mánaðamótum ... SL _ ~ - gefið út einkar handhægt dagskrár- blað, Miðillinn, og hefur að hluta til verið dreift ókeypis, en enn fremur verið fylgirit Þjóðviljans. í síðustu viku hætti Miðillinn skyndilega að koma út. Þjóðviljanum sem hefur orðið býsna skrafdrjúgt um ágæti flokksins síns að undanförnu, nægði hins vegar í þessu tilfelli að tilkynna lesendum sínum þennan niður- skurð á útgáfunni í tveimur setning- um. í fyrri setningunni var sagt að Miðillinn væri farinn í frí, en í seinni setningunni var sagt að það væri vegna anna á ritstjórn vegna kosn- inganna. Helgarpósturinn hefur fyr- ir satt að báðar þessar setningar eigi ekki við rök að styðjast, og hefði blaðið logið betur með þögninni í þessu tilfelli. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum er Miðillinn ekki farinn í frí, heldur hefur verið ákveðið að hætta útgáfu hans. I öðru lagi hafa kosningarnar ekkert að gera með þá ákvörðun, því þó allir blaðamennirnir væru upptekn- ir við að þjónusta f rambjóðendurna, þá var Miðillinn unninn af einum starfsmanni, sem ekkert kom ná- lægt blaðamennsku á blaðinu. Lag- lega logið í ekki lengri klausu. . . S„...............«... „ starfsmanna sinna geta virkað illa á meðbræður þeirra í lífsbaráttunni, sérstaklega í litlum samfélögum. Þannig er þetta í það minnsta á Breiðdalsvík. Þar er Snjólfur Gíslason rafgæslumaður fyrir RARIK. Hann fær eins og aðrir gæslumenn hjá stofnuninni greidd- an bílakostnað vegna starfs síns. Þetta vita allir á Breiðdalsvík. Því er fylgst vel með akstri Snjólfs, hvort sem er í miðri viku eða á rúmhelg- um dögum. íbúar Breiðdalsvíkur vita að þeir greiða hluta af kostnað- inum við aksturinn. Og rafmagns- reikningar eru háir á Breiðdalsvik. Það vita líka allir. .. Umræður um leyniviðræðurnar 1951 á Alþingi: Undarlega hljótt — Gögnin á borðið „Það er vissulega fróðleg lesning sem þar liggur fyrir, en það hefur verið undarlega hljótt um þetta hér,“ sagði Hjörleifur Guttormsson á Al- þingi í síðustu viku, er hann vakti máls á frásögnum Helgarpóstsins af leyniviðræðum Bandaríkjastjórnar og íslendinga 1951. Hjörleifur krafð- ist þess m.a. að innlendu gögnin frá þessum tíma yrðu lögð á borðið. „Það er raun til þess að vita að ís- lenskir stjórnmálamenn eins og Bjarni heitinn Benediktsson skuli þurfa að búa við það að sagan sé opinberuð vestur í Washington, en íslenskir aðilar eigi þess engan kost enn sem komið er að sjá gjörðir hans og ákvarðanir og undirbúning aðdraganda þessa dæmalausa samnings sem skúmaskotaliðið á Alþingi á þeim tíma treystist ekki til að kalla löggjafarsamkomuna sam- an til að leggja blessun yfir, fyrr en eftir á,“ sagði Hjörleifur í ræðu sinni. „Ég skora á utanríkisráðherra, að hafa frumkvæði að því fyrr en seinna að birta þessi gögn og leggja þau á borðið og sinna þar með upp- lýsingaskyldu sinni" ... „ég treysti ráðherranum að leggja þessi gögn á borð þingmanna áður en Alþingi iýkur, að veita alþingismönnum að- gang að gögnunum frá fyrri hluta árs 1951, sem varða samningana, undirbúning að komu bandaríska herliðsins til íslands. Þar eru á ferð- inni atriði sem eru svo alvarleg og snerta svo stjórnarskrá lýðveldisins að það getur ekki verið sætt fyrir ís- lensk stjórnvöld og embættismenn að sitja með þau niðri í kössum og láta menn vera að ráða í það með getsökum eða í gegnum penna frá bandaríska sendiráðinu á íslandi á þeim tíma,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson. í svarræðu sinni sagði Matthías Á. Mathiesen um þessi atriði: „Vissu- lega þurfa að koma í ljós þegar sagan verður skrifuð þau hin réttu gögn í þessum efnum og ég efast ekkert um að þegar að því verður hugað í utanríkisráðuneytinu, á þeim tíma sem það er talið eðlilegt og skyn- samlegt, verði þau gögn birt. Það sem þingmaðurinn skoraði á mig að gera á þessum dögum á ég ekki von á að geti gerst, en ég trúi því, eins og ég sagði áðan, að þegar fram líða stundir, liggi þau gögn ljós fyrir til að upplýsa hvað hefur þar gerst (þ.e. árið 1951).“ LAUSN Á SKÁKÞRAUT 45 Laws Hér er lausnin sjónhverfingu lík- ust. Lykilleikurinn 1. Rb3 gefur kónginum fjóra reiti til að athafna sig á: 1. -Kxb3 2. Bd5 1. -Kb5 2. Bd3 1. -Ka4 2. Bd5 1. -Kc4 2. Rd6 46. Kohtz og Kockelkorn Þessi þraut er býsna erfið þótt ekki séu margir menn á borði — eða kannski vegna þess. Það er kóngurinn sem á að hreyfa og hann má ekki taka d2 frá drottn- ingunni: 1. Ke2 Kb3 2. Dd2 Ka4 3. Db4 Kc4 3. Dd3 ÍÞRÖTTIR Tólfan er handan hornsins Þá eru 25 umferðir afstaðnar í fjöl- miðlakeppninni og einungis 8 úm- ferðir eftir, því sú síðasta fer fram laugardaginn 9. maí og verðlaun ís- lenskra getrauna er ferð fyrir tvo á úrslitaleikinn í FA-bikarkeppninni á Wembley 16. maí. Enn hefur Bylgj- an góða forystu, en þá er þess að gæta að aðaltippsprauta Bylgjunn- ar, Árni Snævarr, er fluttur yfir á gömlu Gufuna og því aldrei að vita hvað tekur við. Helst er það Tíminn sem gæti velgt frelsingjunum undir uggum. Spámaður HP virðist ekki ætla að komast nálægt toppnum þó árangurinn sé svipaður og í fyrra (þegar hann spáði fyrir Alþýðubiað- ið og vann). Kemur ekki að sök, því HP er formlega ekki með af ein- hverjum dularfulium orsökum. Þó hefur spámaður HP tekið veru- lega við sér eftir slakt gengi um og eftir áramótin, þegar hann komst alla leið á botninn. Eftir tuttugustu og fimmtu umferð er staðan nú sú að Bylgjan trónir á toppnum með 152 rétta, Tíminn er með 147, DV með 144, Dagur með 143 HP og Morgunblaðið með 141, RÚV með 140, en botninn vermir Þjóðviljinn. með aðeins 135. Kominn tími á marxíska sjálfsgagnrýni á þeim bæ sýnist mér. Áföll hafa einnig dunið yfir spámann Alþýðublaðsins, sem í mini-keppninni við HP hefur á tveimur vikum glutrað niður 4 réttra forystu í jafntefli. Staðan 134:134. í þeirri keppni eru 24 um- ferðir afstaðnar, en 9 umferðir eftir. Næsta leikvika er með erfiðara móti. Víða geta úrslit orðið á hvern veg sem er, helst að stóla megi á Chelsea, Southampton og Derby og Manchester City með vægum fyrir-' vara. Kerfisspáin nú er þrír tví- tryggðir og þrír þrítryggðir (1.080 kr), en þess má geta að tvær síðustu kerfisspár undirritaðs hafa gefið 11 rétta! Tólfan er rétt handan horns- ins... -fþg Chelsea-W.Ham 64-6(6-2-2) 4-6-6(24-7) 65-25-10 1 1 M.city-Newcastle 64-5(1 4-5) 14-10(1-1-8) 60-35-5 1 1 Norwich-Luton 7-8-1 (4-6-0) 3-5-7(6-34) 3540-25 X lx Sheff Wed-M.Utd 6-7-2(0-3-7) 1-8-6(34-3) 2540-35 X x2 Sou’mpton-A.Villa 7-2-5(2-l-8) 14-11(1-4-6) 55-30-15 1 i Watford-Arsenal 84-2(5-3-2) 6-5-5(34-3) 35-35-30 1 1x2 Wimb’don-Q.P.R. 8-34(4-4-2) 3-3-8(7-0-3) 55-20-25 1 1 Birm’ham-Portsm. 6-8-1 (2-6-2) 4-6-5(6-2-2) 3040-30 X 1x2 C.Palace-Leeds 9-2-5(44-5) 2-5-7(3-64) 45-30-25 1 1 Hud’field-Stoke 744(3-4-3) 3-3-10(5-2-3) 35-35-30 1 lx Hull-Derby 6-3-5(2-44) 9-2-5(6-3-l) 10-30-60 2 2 Sun'land-Oldham 7-5-3(4-0-5) 7-3-5(5-2-3) 40-25-35 1 1x2 Skýringar: Fyrst koma leikir helgarinnar. Þá kemur árangur heimaliðs heima en innan sviga árangur heima og að heiman í síðustu leikjum. Þá kemur árangur útiliðs úti en innan sviga árangur heima og að heiman í síð- ustu leikjum. Þá eru framreiddar prósentulíkur á úrslitum að mati spá- manns. Þá kemur einföld fjölmiðlaspá en að síðustu breytileg kerfisspá.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.