Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 12
og ég ætlaði að hefja nám en ég
fór þó á námskeið hjá skólanum í
tvo vetur og sótti einnig tíma hjá
Stefáni Gunnlaugssyni listmálara.
Reyndar er ég ákveðin í að læra
að mála einhvern tíma þótt lítið
hafi farið fyrir því að ég máli á
síðari árum. Ég er alveg ákveðin í
að þegar ég flyt í hús með bílskúr
ætla ég að hafa hefilbekk og
málaratrönur í bílskúrnum..
PÖNKIÐ FJÁRMAGNAÐI
VIÐSKIPTIN
En nú er Elín sem sé orðin
annar eigandi vandaðrar tísku-
verslunar í Reykjavík. Hún segir
ástæðuna fyrir stofnun verslunar-
innar vera þá að Ragna mágkona
sín hafi verið búsett í Þýskalandi í
12 ár og þá hafi fátækir náms-
menn ekki haft ráð á að klæðast
fötum frá Betty Barclay. Þær
ákváðu því að reyna að fá
umboðið og var það auðsótt mál:
„Reyndar ætluðum við ekki að
opna verslun fyrr en vorið '86, en
þegar okkur bauðst húsnæði í
nóvember ’85 slógum við til. Ég
átti peninga á banka sem ég hafði
ávaxtað af bílakaupunum frá
pönkaraárunum og þeir komu sér
vel. Það var því pönkið sem fjár-
magnaði viðskiptin til að byrja
með! “ segir Elín hlæjandi.
Það er ljóst að Elín getur
brugðið sér í hin ýmsu hlutverk ef
því er að skipta og því ætti engum
að koma á óvart ef „Elín Reynis-
dóttir listmálari" heldur sýningu á
olíuverkum sínum eftir nokkur ár.
Hún er til alls vís...
Myndin í huga mínum af því
hvernig „heföarkona" á ad líta út
hefur alltaf verid nokkud skýr. Ég
hafdi ad vísu aldrei hitt neina
slíka en áöur en Agatha Christie
gerðist órjúfanlegur hluti af lífinu
lá ég í nokkrar vikur í „óðals-
seturssögum". Þegar ég fór síðan í
jólaveislu á liðnum vetri sat þessi
hefðarkonuímynd skyndilega Ijós-
lifandi fyrir framan mig. Hún var
alveg eins og hún vœri nýstigin út
úr bók — nema hvað síddin á
kjólnum samræmdist ekki
myndinni í huganum!
ÚR KIRKJUKÓR í
PÖNKIÐ
Elín Reynisdóttir er 29 ára
Reykjavíkurstúlka sem rekið hefur
versiunina Betty í rúmiega eitt ár
ásamt mágkonu sinni, Rögnu
Kemp Guðmundsdóttur. Fram-
koma hennar og útlit minnir í
alvöru að tala á hefðarkonu en
þegar maður kynnist Elínu kemur
sveitaballatímabilinu lauk fórum
við út í flutning á pönkrokki. Við
fengum æfingaaðstöðu heima hjá
Hilmari Erni Agnarssyni og hljóð-
einangruðum þar eitt herbergi
með eggja- og appelsínubökkum.
Strákarnir sömdu lög og við
ákváðum að gefa út plötu með
þeim. í framhaldi af þeirri ákvörð-
un breyttum við nafni hljóm-
sveitarinnar í ÞEYR og gáfum út
plötuna Þagað í hel. Þá passaði
þessi huggulega ímynd ekki
lengur við hljómsveitina svo
kærasta Hilmars fékk mig til að
RÆTT VIÐ ELÍNU
REYNISDÓTTUR,
FYRRUM SÖNG-
KONU HLJÓM-
SVEITARINNAR
„ÞEYR"
aðrir og vorum ekki með
„meiningar” á níu tii fimm fólk —
eða manneskjur eins og ég er
sjálf orðin í dag! Að vísu þótti ég
ekki passa inn í kirkjukórinn
svona fríkuð og hætti því í
honum.”
LÖGMAN NSFRÚ í
MIÐRI VIKU. . .
„Það var heiimikið upp úr þessu
að hafa og ég keypti mér til
dæmis nýjan bíl fyrir peningana
og sú fjárfesting átti eftir að koma
sér vei síðar. Skömmu eftir að við
gáfum út plötuna, 1980, kynntist
ég manninum mínum, Guðmundi
Óla Guðmundssyni lögfræðingi.
Við unnum bæði hjá Póstgíró-
stofunni og þannig kynntumst við
enda er næstum öruggt að Guð-
mundur hefði ekki lagt sig eftir
því að mæta á ball þar sem hljóm-
sveit eins og Þeyr lék fyrir dansi!
Hann er sjö árum eldri en ég og
var á þessum tíma orðinn hátt-
settur lögfræðingur hjá ríkis-
stofnun og það kom fljótlega í ljós
að það passaði ekki að vera
lögmannsfrú á virkum dögum og
pönkari um helgar! Ég valdi eigin-
manninn fram yfir hljómsveitina,
kvaddi strákana í Þey og gerðist
húsmóðir. Hárið óx á nýjan leik
og ég fór aftur að ganga í
„vönduðum kvenfatnaði”.. .!“
Elín á tvær dætur, Þóreyju 10
ára og Ernu 2 ára. Auk pönkara-
sögunnar fylgdi frásögn af því að
Elín væri frábær smiður?
„Frábær smiður!" segir Elín
hlæjandi. „Þetta er nú sterkt til
orða tekið. Hins vegar er ég alveg
brjáluð í við og þegar mágkona
mín ein fór á námskeið í smíði hjá
Námsflokkum Kópavogs dreif ég
mig með henni. Mér fannst óskap-
lega gaman að læra að smíða og
þar sem ég fann ekkert rúm
handa Þóreyju dóttur minni sem
mér líkaði ákvað ég að smíða það
sjálf. Svo fékk ég einu sinni gefins
úrverk frá Sverri í Goldie þar sem
hann er úrsmiður og ég söng inn
á auglýsingu fyrir hann. Þá fór ég
að smíða eldhúsklukkur.. . Aftur á
móti ætlaði ég mér alltaf í Mynd-
lista- og handíðaskólann að læra
að mála því ég hef alltaf verið
heilluð af málverkum. Af því námi
varð þó aldrei því ég varð ófrísk
af eldri dótturinni um svipað leyti
„Ég fékkgefinspeysu og klippti af mér hárið." Elín með hljómsveitinni „Þeyr". Myndina
tók Guðni Rúnar Agnarsson á fyrstu opinberu tónleikum Þeys ( Norræna húsinu 21.
nóvember 1980.
í ljós að það er stutt í prakkarann
— sem kannski ætti ekki alveg
heima inni á óðalssetri. Að
minnsta kosti segir sagan að Elin
hafi einhverju sinni klippt af sér
allt hárið og gerst pönkari.
„Já, það er rétt,“ segir Elín
brosandi. „Þannig var mál með
vexti að systir mín söng með
Bústaðakirkjukórnum og spurði
mig einhverju sinni hvort ég vildi
ekki koma líka í kirkjukórinn því í
honum væri svo skemmtilegt fólk.
Við vorum aldar upp við tónlist á
heimilinu, pabbi spilaði á píanó og
söng með Karlakór Reykjavíkur
og mamma spilaði á gítar svo
mikið var um söng. Við systurnar
höfðum báðar lært á píanó í
nokkur ár... Mér fannst kjörið að
skeiia mér í kórinn og mætti á
eina æfingu. Nokkrum dögum
síðar var árshátíð kirkjukórsins
haldin og ég mætti að sjáifsögðu á
hana, enda taldi ég mig fullgildan
meðlim þar sem ég hafði mætt á
eina æfingu! Á árshátíðinni lék
hljómsveitin Frostrós fyrir dansi
og þegar við systurnar höfðum
sungið með lögunum hástöfum
helming kvöidsins kallaði einn
hljómsveitarmeðlimanna í mig og
spurði hvort ég vildi ekki alveg
eins standa á sviðinu og syngja.
Ég gerði það og var samstundis
ráðin sem söngkona hljómsveitar-
innar! Við skemmtum víða, bæði
hér í borginni og úti á landi og
höfðum nóg að gera.
Á þessum tíma lagði ég mikla
áherslu á að vera fallega klædd og
var með þetta fína, síða hár —
gerði í því að vera „hugguleg", en
það átti nú eftir að breytast!
Meðan við vorum á þessu „Stína
var lítil" plani passaði ég ágætlega
inn í myndina svona „pjöttuð"!
Við sungum róleg, mjúk lög, —
dæmigerðar lummur en svo þegar
vera módel hjá brasilískri hár-
greiðslukonu sem hér var stödd.
Hún kiippti af mér allt hárið
þannig að eftir stóðu bara broddar
upp í loftið og toppar fram á and-
litið. Klæðnaðurinn varð auðvitað
að breytast í samræmi við þetta
og ég fékk mér níðþröngar
stretchbuxur og hermannastígvél
og Sigga og Sverrir í Goldie gáfu
mér ekta pönkarapeysu. Svona var
ég, söng og öskraði og fannst
þetta æðislegur tími. Það var
ekkert sukk á okkur, síður en svo
og til að fá „fíling" hoppaði ég
upp og niður stiga áður en ég
kom fram á sviðið — verra var
það nú ekki! Við vorum ekki harð-
svíraðir pönkarar eins og sumir
12 HELGARPÓSTURINN