Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 19

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 19
Orn Svavarsson heildsali í Helgarpóstsviðtali líf og atvinnu? „Það er óaðskiljanlegt!" segir hann. „Ég byrja daginn á góðum sundspretti fyr- ir klukkan sjö á morgnana og fer þaðan beint á skrifstofuna. Ég er yfirleitt í vinnunni fram til klukkan sjö, átta á kvöldin og tek þá oftast með mér heim einhver verkefni sem þarf að ljúka. Helgarnar fara í vinnu annan hvorn daginn, laugardag eða sunnudag, og þann dag sem ég er ekki að vinna er ég með börnunum rnínurn." — Hvað gerirðu meö þeim? „Það er svona eitt og annað, yfirleitt það sem þau óska eftir. Við förum í ökuferðir eða göngu- ferðir, spiium eða dundum okkur heima við, allt eftir veðri og þeirra óskum . ..“ — Ertu góður pabbi? „Krakkarnir kvarta alla vega ekki undan mér! Ég held að minnsta kosti að þeim þyki gaman að vera með mér ...“ — Ertu heilsufrtk? „Nei, það er mikið langt frá því! Ég er ekki nokkur íþróttamaður fyrir utan þessa 200 metra sem ég syndi daglega til að halda mér liðugum. Ég les aldrei íþróttasíður í nokkru blaði og íþróttaþættir í sjónvarpi eru neðstir á lista hjá mér.” Þegar Örn er beðinn að segja skoðanir sínar á stjórnmálum og trúmálum svarar hann: „Úff! Ég hef alveg sérstakar skoðanir á þeim málum en að ætla að fara að svara þeim í nokkrum setn- ingum er út í hött. Það þyrfti minnst opnu til að koma þeim á framfæri!" Hann segir áhugamál sín vera „það sem ég er að gera á hverjum tíma. Ég er í þessu sama amstri og aðrir og reyni að njóta þess sem ég er að gera hverju sinni, hvort heldur það er vinna eða annað." MIKIÐ FYRIR GÓÐAN MAT OG VÍN — Ertu kvennamaður? Hrossahlátur: „Hvers konar spurning er þetta eiginlega???!" — Þú ert í viðtali. Heldurðu þú vildir gjöra svo vel að svara?? „Ég neita að svara þessu nema lögfræðingur minn sé viðstaddur!" segir hann glottandi. —■ Svo við snúum okkur þá að frístundum. Hvað gerirðu þá? „Ég hef stundað laxveiði í nokkur ár og hef svona aðeins fiktað við golfið á undanförnum árum. Svo sæki ég mikið tónleika því ég er mjög hrifinn af tónlist — svo til allri tónlist nema þá helst þessari svokölluðu nútímatónlist. Jazz er í miklu uppáhaldi hjá mér og þegar ég er í útlönd- um gref ég upp allar jcizzbúllur sem ég get.“ Örn þykir frábær kokkur og býr gjarnan til mat sem ekki er algengur hérlendis. Áhuga á matargerð segist hann sækja allt til bernskuár- anna enda hafi mamma hans kennt þeim systk- inum að elda: „Eftir að ég fór síðan að versla með matvörur sjálfur hefur þessi áhugi aukist verulega," segir hann. „Ég er mikið fyrir góðan mat — og reyndar góð vín líka. Ég nota mikið af grænmeti og fiski — og bý líka til pastamat þótt ég viti vel að það sé ekki það hollasta sem mað- ur lætur ofan í sig!" Hann segist njóta þess að lifa „enda er það mín fílósófía að njóta starfs og leiks meðan það varir. Það sem mér hefur lærst fram að þessu er að njóta lífsins og horfa á björtu hliðarnar. Lífið er stutt og það er um að gera að vera jákvæð- ur...“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.