Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 30

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 30
„Okkar maður", Luke Skywalker gerir upp við höfuðskúrkinn Dart Vader í lokasenu Starwars II. HVAÐER KVIKMYND? Samkvœmt skilgreiningu orda- bókar Menningarsjóds þýdir oröid kvikur: lifandi; sem getur hreyft sig sjálfur. Kvik mynd útleggst því ein- faldlega á okkar ástkœra ylhýra: Mynd sem hreyfist.. . lifandi mynd. En getur sú skilgreining í alla stadi talist fullnœgjandi? Ef svo er ekki, hvernig berþá aö skilgreina hugtak- iö? Er yfirleitt hœgt ad skilgreina þad á annan máta? NOKKRAR SKYN- TULKUNARFRÆÐILEGAR FORSENDUR Hefur þú lesandi góður einhvern tímann velt fyrir þér forsendum þess AF HVERJU við spyrnum við fótum og kreppum hnefana um stól- bökin fyrir framan okkur, ef sögu- hetjum okkar á hvita tjaldinu er ógnað í einhverju tiiliti... líkt og við ættum þar sjálf í eigin persónu ein- hverra hagsmuna að gæta? Getur kvikmynd skoðast sem eitthvað annað og meira en hreyfanlegar myndir á hvítu tjaldi fyrir fullum sal áhorfenda? Jú, reyndar. í raun réttri verður kvikmynd ekki til, fyrr en eftir að áhorfandinn hefur meðtekið og TÚLKAD þann aragrúa af skilaboð- um... táknum, myndum og hijóð- um, er kvikmyndagerðarmaðurinn leggur fyrir neytendur sína á hvíta tjaldinu hverju sinni. Áhorfandinn verður m.ö.o. í fyrsta lagi að vera „lœs" á viðteknar myndmálshefðir kvikmyndagerðarlistarinnar og í öðru lagi verður ímyndunarafl hans að vera í góðu lagi: Hann verður að vera fær um að geta í eyðurnar og jafnvel vera reiðubúinn að draga ályktanir, sem hverjum heilvita manni skilst undir venjulegum kringumstæðum að hljóti að vera kolrangar! Þannig lítum við t.d. svo á að Paul Newman horfist í augu við ástleitna vinkonu sína, þegar hann í raun starir beint út í salinn til okkar. Tæknilega horfir hann beint í linsu kvikmyndatökuvélarinnar, en til þess að viðhalda tálmyndinni verð- um við áhorfendur að afneita nær- veru myndavélarinnar fyrir sjálfum okkur og setja ástkonuna í hennar stað. Framangreint er kannski heldur léttvægt dæmi um það, hvernig við áhorfendur erum í raun í sifellu að draga „rangar" ályktanir af því, sem fyrir augu okkar ber á hvíta tjaldinu. Öllu merkilegra fyrirbæri (sem sýnir jafnframt framá það, svo ekki verður um villst, að kvikmynd- in verður fyrst til í hugarheimi okk- ar sjálfra... eftir ,,túlkun“ okkar á viðkomandi myndefni) er það, þeg- ar við þykjumst hafa „séö“ með eig- in augum atburði á tjaldinu, sem í raun hafa aldrei átt sér þar stað. Ágætt dæmi um þetta er hin klassíska aftökusena, eins og hún birtist okkur á tjaldinu eftir forskrift Hollywood-staðalsins: Nærmynd af andliti böðulsins þegar hann mund- ar sverð sitt, klippt saman við nær- mynd af sverðinu sem fiýgur gegn- um loftið, síðan sjáum við örstutt myndskeið af angistarfullu andliti fórnarlambsins og þvínæst enn nærmynd af andliti böðulsins, sem atast einhverjum rauðum vökva í þann mund er höggið ríður af. Og við ályktum sem svo að hann hafi höggvið höfuðið af fórnarlambinu. Við „ályktum" sem sagt að at- 30 HELGARPÓSTURINN burðurinn hafi átt sér stað. Það er m.ö.o hugmyndaflug okkar sjálfra.. . skyntúlkun okkar á því myndefni sem fyrir okkur er lagt, sem fyllir í eyðurnar og við sannfær- umst með sjálfum okkur um að við höfum orðið vitni að atburði, sem í raun hefur aldrei átt sér stað. . . aldrei verið skráður á filmu og um- fram allt aldrei verið sýndur opin- berlega. TILRAUN KULESJOVS Einhver víðfrægasta myndmálstil- raun, sem um getur í gjörvallri sögu kvikmyndagerðarlistarinnar og sem lýsir jafnframt ágætlega fram- angreindu sambandi áhorfenda við miðilinn, var gerð af sovétleikstjór- anum góðkunna Lev Kulesjov í upp- hafi þriðja áratugarins. Tilraun þessi gekk út á það, að nefndur Kulesjov fékk til liðs við sig víðkunnan leikara, Mosjoukin að nafni. Bað hann um að setjast á stól frammi fyrir tökuvélinni, með aðra höndina undir kinn og horfa svip- brigðalaust út í loftið. Kulesjov tók myndina, útbjó því næst þrjár ná- kvæmlega eins útgáfur af þessari sömu senu og skeytti þeim síðan hverri um sig saman við þrjú önnur myndskeið, er hann átti fyrir í safni sínu: Nefnilega mynd af rjúkandi súpuskál á borði, mynd af líki og mynd af hálfnakinni konu. Því næst sýndi hann þremur mismunandi áhorfendahópum myndirnar og bað þá jafnframt um að tjá sig um leikhæfileika Mosjoukins að lokinni sýningu. Það er skemmst frá því að segja að áhorfendur voru flestir sammála um ágæti leikhæfileika margnefnds leikara: Þeir sem sáu myndirnar af Mosjoukin og súpuskálinni voru all- ir á einu máli um það, hversu vel honum hafði tekist að túlka hugtak- ið „sult“ í þessu stutta atriði. Þeir sem sáu myndirnar af Mosjoukin og líkinu minntust þess ekki að hafa séð leikara túlka hugtakið „sorg“ á jafn áhrifaríkan hátt. Og þeir sem sáu myndirnar af Mosjoukin og nöktu konunni voru sama sinnis: Sjaldan höfðu þeir séð leikara túlka af viðlíka næmleika hugtakið „ást Sannleikurinn á bak við þessi stór- brotnu leiktilþrif Mosjoukins var hins vegar sá, að hann hafði ekki hugmynd um í hvaða samhengi Kulesjov hugðist nota myndskeiðið. ÚR KOKKABÓKUM SALFRÆÐINNAR Niðurstöður þessarar tilraunar Kulesjovs segja okkur býsna margt um eðli og þó einkum áhrifamátt myndmáls kvikmyndagerðarlistar- innar. Myndmálshefðin byggir s.s. á virkri huglœgri þátttöku áhorfenda: Það sem myndavélin getur af ein- hverjum ástæðum ekki sýnt, sköp- um við sjáif í eigin hugarheimi jafn- óðum og við erum mötuð á þeim lágmarksupplýsingum... tákn- myndum og hljóðum, sem nægja til að viðhalda tálmyndinni fyrir hug- skotssjónum okkar. Þegar kvikmynda- og fjölmiðla- fræðingar hafa í tímans rás leitast við að skilgreina þetta samband miðilsins við áhorfendur, hafa þeir því gjarnan leitað á náðir sálfræð- innar í leit sinni að hugtökum og að- ferðum til að nálgast viðfangsefnið. Þannig eru t.d. hugtök eins og sam- sömun (identification), sefjun (sug- þann mund er við göngum út úr myrkvuðum sölum kvikmyndahús- anna á vit eigin raunveruleika- heims, ellegar hreiðrað um sig í hug- arheimi okkar og haft þar með marktæk áhrif á t.d. viðhorf okkar til þess veruleika er fjallað var um í viðkomandi kvikmynd, einkum ef efni hennar snertir okkur jafnframt persónulega í einhverju tilliti. Við könnumst einnig öll við það úr les- endadálkum dagblaðanna, eftir sýningu umdeildrar sjónvarpsdag- skrár eða kvikmyndar, hversu menn geta verið iðnir við að eigna öðrum eigin hvatir, tilfinningar og hug- renningatengsl, einkum ef þau valda kvíða eða eru á annan hátt óþægileg. Þar er um hreinræktað frávarp að ræða. Eins og minnst var á hér að fram- an verður kvikmyndin í raun fyrst til í eigin hugmyndaheimi áhorfenda, eftir að skyntúlkun þeirra á viðkom- andi myndefni hefur átt sér stað. Engir tveir einstaklingar upplifa á hinn bóginn sömu kvikmynd á ná- kvœmlega sama hátt, heldur ræðst skyntúlkun þeirra hvors um sig fyrst og fremst af persónulegum þroska þeirra, vitsmunum og fyrri reynslu af þeim efnisatriðum, sem tekin eru til umfjöllunar í viðkomandi kvik- mynd. En eins og ljóst má vera af til- raun Lev Kulesjovs, sem rakin var hér að framan, getur framleiðandi myndefnis fyrir kvikmyndir og sjón- varp engu að síður ráðið miklu um á hvern hátt við upplifum það myndefni, er hann leggur fyrir okkur á hverjum tíma. Hann tekur myndir. . . augnabliksbrot úr raun- veruleikanum og raðar þeim síðan saman eftir eigin hentisemi áður en þau opinberast okkur á hvíta tjald- inu, eða sjónvarpsskjánum. Hann velur sumsé hvaða hliðar á viðkom- andi málefni skulu skoðaðar sér- staklega og í þessu vali hans liggja óhjákvæmilega persónuleg viðhorf hans og afstaða til viðfangsefnisins. Með hliðsjón af framangreindu er því eðlilega erfitt að yfirleitt full- yrða án nokkurs fyrirvara um yfir- burði kvikmyndarinnar sem áróð- urstækis umfram aðra fjölmiðla. Hún getur (líkt og hver önnur mis- vel skrifuð bók, grein í dagblaði, leikrit eða hljóðvarpsdagskrá) kom- ið á framfæri mætum, mikilsverð- um, nú eða ef því er að skipta: einskisverðum hugmyndum; gert það á skiljanlegan eða óskiljanleg- an, aðlaðandi eða fráhrindandi hátt; lent fyrir sjónum „réttra" eða „rangrá', móttækilegra eða ómót- tækilegra áhorfenda, og að endingu verið þar með virk eða óvirk, af- drifarík eða óveruleg sem áhrifa- valdur á skoðanamyndun meðal þegna þjóðfélagsins. Þess ber því að gæta í allri umræðd um þessi mál, að það eru í sjálfu sér ekki hinir ein- stöku miðlar sem slíkir sem hafa áhrif á skoðanamyndun okkar (og þar er kvikmyndin að sjálfsögðu engin undantekning), heldur öðru fremur hinar einstöku og mishagan- lega útfærðu afurðir þeirra. Hitt er svo annað mál, að TÍDNI einhvers nánar tiltekins fagurfræði- legs, pólitísks eða hálfpólitísks boð- skapar eða áróðurs í kvikmyndum og á öldum ljósvakans ræður að sjálfsögðu miklu um á hvern hátt al- menningsálitið innan viðkomandi þjóðfélagsheildar mótast, þegar til lengri tíma er litið. gestion) og frávarp (projection) nú- orðið nær ómissandi í allri mark- tækri umræðu um áhrifamátt fjöl- miðla á borð við kvikmyndir og sjónvarp. Hugtakið „identification“ eða samsömun er í sálfræðinni skil- greint sem að mestu leyti ómeðvit- að ferli í vitund einstaklingsins, er hann samsamar sig ímynd annars einstaklings, atferli hans, hugsunum og tilfinningum. Sefjun, eða „sug- gestion" er notað yfir áorkun ein- hvers nánar tiltekins einstaklings eða atburðar á tilfinningar, hugsan- ir og athafnir annars aðila, á meðan hugtakið „projection", eða frávarp er skilgreint sem sú árátta að eigna öðrum eigin hvatir, tilfinningar og hugrenningatengsl, einkum ef þau valda kvíða eða eru á annan hátt óþægileg. AÐ UPPLIFA KVIKMYND Sálfræðilegar skilgreiningar á borð við þær er nefndar hafa verið hér að framan eru mikilvægar fyrir skilning okkar á því, hvernig við upplifum kvikmyndir og umfram allt hvers vegna við upplifum þær á þann veg sem við gerum. Öll höfum við einhverju sinni upplifað það, að við setjum okkur meðvitað eða ómeðvitað í spor einhverrar nánar tiltekinnar persónu á hvíta tjald- inu.. . samsömumst henni huglægt, svo lengi sem kvikmyndin varir. Við höfum einnig öll orðið fyrir ein- hvers konar misdjúpstæðri sefjun, sem hvort tveggja getur liðið hjá í Getur kvikmynd skoðast sem eitthvað annað og meira en hreyfanlegar myndir á hvttu tjaldi fyrir fullum sal áhorfenda? Tilraun Kulesjovs.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.