Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 38

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 38
HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? ÁMUNDI ÁMUNDASON ÁRÓÐURSMEISTARI (MEÐ MEIRU) Það er alls ekki fastmólad. Þó stendur til aö fara í Hollywood á föstudaginn að upplifa þar hina týndu kynslóð, sem aldrei hefur fundið sér samastað síðan Glaum- bœr brann, heldur dreifst á hina ýmsu skemmtistaði. Maöur átti gíf- urlega góðar stundir með Hljómum og Dúmbó og fleirum og það veröur gaman að hitta gömlu góðu félag- ana frá þessum tíma. Ég vona að ég yngist um að minnsta kosti 5 ár, ekki veitir af í kosningabaráttunni. Á laugardag verða fundahöld og á sunnudag farið til Akureyrar ásamt góðvini mínum Árna Gunnarssyni, aö undirbúa stórhátíð í Sjallanum 4. apríl. MÁL OG MENNING Bölv og ragn (2) eftir Halldór Halldórsson Mér er til efs, að fólk geri sér almennt grein fyrir, að fyrir áhrif kristninnar breyttist gildismat íslenzku þjóðarinnar, til mikilla muna og að þessi breyting hafði mikil áhrif á málið. Auðvitað voru tekin upp mörg ný orð, en jafnframt tóku nýjar merkingar að smeygja sér inn í gömul orð. Þau tóku að vísa til annarra hugmynda en áður. Við skulum í þessum þætti athuga sagnir, sem hafðar eru um formæling- ar, bölv og ragn. Sumar þessara sagna voru notaðar í heiðni, en þá í annarri merkingu en i kristni. En þess ber að gæta, að oft lifir eldri merkingin samhliða hinni yngri. Byrja mætti á sögninni að blóta. Ásatrúarmenn notuðu þessa sögn um að tigna guði sína. í þessari merkingu mun sögnin almennt hafa tekið með sér þolfall, þ.e. nafn þess, sem tignaður var, var í þolfalli, t.d. blóta Óðin. Við trúarathafnir ásatrúarmanna var dýr- um, jafnvel mönnum fórnað. Um þetta var sögnin blóta einnig höfð. Var þá heiti hins fórnaða haft í þágufalli, t.d. blóta sauðu, blóta syni o.s.frv. Við tilkomu kristninnar verða heið- in goð tákn hins illa. í samræmi við það fær sögnin blóta vonda merkingu. Menn fara að nota hana um formæl- ingu. Taka mætti dæmi úr íslenzku hómilíubók- inni, en þar stendur: bið þú fyrir þeim, er þér blóta. Þetta minnir á blessið þá, sem bölva yður og biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður (Lúkas 6, 28). íslenzka hómilíubókin, sem einnig er kölluð Stokk- hólmshómilíubók, vegna þess að handritið er varðveitt í Stokk- hólmi, er safn predik- ana frá 12. öld. í þessari bók er sögnin blóta, sem sé, notuð í merk- ingunni „bölva, for- mæla“, þótt hún sé í máli landnámsmanna notuð um guðsdýrkun þeirra. Þessi notkun sagnarinnar blóta var áfram tíðkuð í kristilegu máli. Eitthvert elzta dæmi Orðabókar Há- skólans um þessa merk- ingu er úr Guðbrands- biblíu (1584): Bölvaður veri sá, sem blótar föö- ur sínum (5. Mós. 27, 16, stafs. samræmd). 1 nýjustu Bibliuútgáfu stendur hins vegar: Bölvaður er sá, sem óvirðir föður sinn. Sögnin ragna er dregin af orðinu regin (rögn), sem táknaði heiðin goð. Samsvarandi sögn kemur fyrir í gotnesku og fornensku og merkir þar „að drottna". í íslenzku fornri var sögnin hins vegar höfð um galdra, t.d. ragna at einhverjum vándar vœttir. Allt um það þykir mér trúlegt, að merkingin „formæla" eigi rætur sínar að rekja til þess, að mönnum hafi verið ljóst sambandið við regin=goð. Elztu dæmi Orðabókar Háskólans um ragna í merkingunni „formæla" eru frá 17. öld, sbr. t.d. að blóta eður ragna (stafsetn. samræmd) úr Grein- ir or þeim gaumlu laugum. Samanskrifadar af Jonas Rugman. Uppsalæ 1667, bls. 11. Tvímælalaust er þó þessi merking miklu eldri. Sögnin bölva er kunn þegar í fornu máli. Hún er mynduð af orðinu böl og virðist því í rauninni merkja „að óska einhverjum ills (böls)“. Hún kemur fyrir í sambandinu bölva ok banna (einnig er til blóta eða banná), auk þess sem hún er kunn úr Biblíutilvitnunum: bölvaðr verð þú fyrir öll kvikendi á jörðu (1. Mós. 3, 14). í nýjustu Biblíuþýð- ingu er setningin á þessa leið: skalt þú vera bölvaður meðal alls fén- aðarins og allra dýra merkurinnar. I sambandi við sögnina bölva hér að framan var minnzt á banna, sem í fornu máli kemur fyrir í sömu merkingu. I nútímamáli mun þessi merking sagnarinnar lítið tíðkast. Hún er þó tilgreind í Orðabók Menningarsjóðs, t.d. lýsingarhátturinn bannaður í sambandinu bannað hyskiö, einnig miðmyndin bannast um í merkingunni „for- mæla". Hér er áreiðanlega um að ræða tökumerkingu, sennilega úr miðlágþýzku bannen, sem einnig gat merkt „formæla". Þá kemur einnig fyrir í fornu máli bannsettr í merking- unni „bölvaður". Bann- settur er enn notað sem vægt blótsyrði. Orðið merkir upphaflega „settur í kirkjulegt (páfalegt) bann“. Sögnin formœla merkti að fornu „ákveða fyrir fram“, en ekki „bölva“. í seðla- safni Orðabókar Há- skólans er elzta dæmið um sögnina úr Nýja- testamenti Odds Gott- skálkssonar (1540): þá tók hann at formæla borgunum( Matt. 11,20). f nýjustu Biblíuþýðingu er hér notuð sögnin ávíta. En minnast má þess, að séra Hallgrímur Pétursson sagði: for- mœliny illan finnur stað. Eg get ekki skýrt, hvernig formœla fékk merkinguna „bölva". Orðabók Háskólans hefir nokkur dæmi, hin elztu frá 18. öld, um sögnina oð sankta „blótá'. Nú á dögum er hún oft borin fram sánta, og svo skrifa sumir. OH hefir dæmi frá Jóni Grunnvíkingi um að sankta manni, að sankta manni niður og sankta manni út. Vafalaust er þessi sögn mynduð af latneska orðinu sanctus „heilagur", sem í íslenzku er notað í samböndum eins og Sankti-Pétur. Hugsanlegt er, að sankta hafi upphaflega merkt „helga, blessa“ og síðan verið notuð sem skrauthvörf fyrir „blótá'. Skrauthverf blótsyrði eru algeng, en fá af þessu tæi í íslenzku. En minna má á, að í ensku getur bless merkt „bölvá' í ýmsum samböndum. Loks er kunn úr nútímamáli sögnin sanka í merkingunni „blótá'. Ég þekki þessa merkingu sagnarinnar úr barnæsku. Elzta dæmi Orðabókar Háskólans er úr bókinni Við Maríumenn eftir Guðmund G. Hagalín, bls. 50: Þú... blótar og sankar eins og enginn guð og hreppsnefnd vœri. Venjulega merkir sanka „safná', t.d. sanka saman. Ég geri ráð fyrir, að flestir telji, að sanka „blótá' sé orðin til úr sankta. Eg er ekki sannfærður um það, en læt hugmyndir mínar um upprunann liggja í þagnargildi að sinni. STJORNUSPA HELGINA 20.-22. MARS Þetta gæti orðið allra sæmilegasta helgi, ef þú gætir þess að gera þér ekki of glæstar vonir varð- andi sunnudaginn. Það borgar sig ekki að hafa í frammi neitt pukur þessa daga, hvorki íeinkalífi eða starfi. Þér eldra fólk getur orðið til þess að þú þarft að breyta fyrri ákvörðunum á laugardag, en sá dag- ur er hins vegar heppilegur fyrir þá, sem fara á mannamót I rómantískum hugleiðingum. Það er heilmikið að ske bakvið tjöldin þessa dagana og þú mátt til að taka af allan vafa um að ekki sé hægt að ganga endanlega frá neinu, án þlns samþykkis. Núna er líka rétti tíminn til þess að gefa ástvini þínum það frelsi sem hann/hún þarfnast og vera ekki of uppáþrengjandi. Þá Ifður ekki á löngu þar til hann gerir sér grein fyrir þeim skilningi og stuðningi, sem hann fær hjá þér. TVIBURARNIR (22/5-21/6 Þú ættir að salta ákveðna langtímaáætlun um sinn, án þess að láta þig dreyma um að hætta end- anlega við eitthvað sem er þér mikilvægt til þess að koma til móts við eigingirni annars aðila. Á laugar- dag finnurðu greinilega til tilfinningalegrar þreytu og uppgjafar, en áður en langt um Ifður muntu sjá að samband þitt við persónu af gagnstæða kyninu er þess virði að því sé bjargað. Það getur fátt komið f þess stað. IMMúllllim Það er eiginlega ekki fyrr en á sunnudag að þú getur farið að slaka á. Farðu varlega á föstudag, ef þú ekur bfl, og vertu ekki of fljótur að gefa loforð. Á laugardag leynast einhverjar áhyggjur rétt undir yfirborðinu, sem spilla fyrir þér, og á sunnudag gæti nákomið fólk ruglað þig f ríminu. Láttu vinn- una alveg endilega ekki ganga fyrir einkalífinu þessa helgi. Það gæti orðið kveikjan að heimiliserj- Nú eru þáttaskil á fleiri en einu sviði f lífi þínu og tfmi breytinga. Þú hefur verið svolítið taugaóstyrkur og fullur efasemda að undanförnu, bæði hvað varð- ar vinnu og einkalff. Þetta er hins vegar heppilegur tími til þess að endurheimta sjálfstraustið og söðla um ígrundvallaratriðum. Fyrstverður þú þóaðgera upp við þig hvernig þú ætlar að lifa lífinu, hvar og með hverjum. ESHlMtW Þú ert að fyllast auknu sjálfstrausti og þarft nú að athuga þinn gang á ýmsum sviðum. Fólk er eflaust undrandi á ákefð þinni f að binda endahnúta, en það ætti þá að hafa stutt þig betur áður en að þessu kom. Auðvitað verður þú að leysa fjárhagsvanda- mál, sem þú veist vel af, en aukið sjálfstraust og al- menn velgengni verður til þess að auðvelda þetta sem og annað. Framkoma ástvinar þfns spillir ekki einu sinni gleðinni. Nákominn ættingi á við vandamál að strfða, sem krefst tfma þfns en gæti skilað ánægjulegum árangri. Á laugardag gætu áform um einhverja skemmtun farið út um þúfur af fjölskylduástæðum og rómantíkin getur orðið svona upp og niður... Hjónabandserfiðleikar ekki ólíklegir á sunnudag og erfitt gæti orðið um sættir. Það er hins vegar hreint ágætur dagur til hvers kyns heimilisstarfa! SPORÐDREKINN (23/10-22/11 Þú verður að streitast á móti löngun til að skvetta úr klaufunum á föstudag og reyna að nýta frekar daginn til hins ýtrasta. Láttu skynsemina nú ráða og taktu enga áhættu! Á laugardag ættirðu að læsa ávísanaheftið ofaní skúffu og vera heima f róleg- heitum. Þeir sporðdrekar, sem þurfa að vinna á sunnudaginn þurfa því miður að takast á við erfitt fólk eða aðstæður og hugsunin óskýrist með kvöldinu. BOGMAÐURINN (23/11-21/12 Það hefur verið svolftið stormasamt í kringum þig að undanförnu, sérstaklega á heimavelli, en þú þarft ekkert að óttast. Allar breytingar verða þér til góðs, þegar til langs tfma er litið. Taktu það ekki nærri þér þó ættingjar kvarti, gagnrýni og rífist. Frá og með sunnudeginum er hins vegar kominn tfmi til að hægja á sér. Einhverjum finnst þú hafa van- rækt sig eða sært á annan hátt, en þú hefur sýnt mikla þolinmæði. STEINGEITIN (22/12-21/1 Ekkert pukur á föstudag, takk! Og ekki setja neitt leyndarmál á blað Þú ættir að skella þér á manna- mót á laugardaginn, sérstaklega ef þú ert í róman- tfskum hugleiðingum, og reyndu að berjast á móti hræöslu og skorti á sjálfstrausti. Sunnudagurinn býr ekki yfir neinu spennandi og þú ættir að hafa hægt um þig þá. VATNSBERINN (22/1-19/2 Notaðu föstudaginn tii að ganga frá ákvörðun varðandi fjármál eða vinnu og gættu þess að láta ekki plata þig. Þegar sjálf helgin gengur f garð, ættir þú að leysa vandamál sem eru til komin vegna sam- bandsleysis við vini eða ættingja að undanförnu. Þetta er mikilvægt tfmabil á starfsævi þinni og þú mátt ekki gera neitt vanhugsað Taktu sjálfur af skarið og láttu þig ekki fljóta með straumnum. FISKARNIR (20/2-20/3 Þó svo að búið sé að skera ákveðin bönd, má allt- af stofna til annarra tengsla á heiðarlegri og varan- legri grunni. Fyrst og fremst áttu að skvetta svolftið úr klaufunum, njóta Iffsins og leyfa þér að blómstra. Láttu það ekki á þig fá þótt annað fólk sé duglegt að gagnrýna. Þú ert að öllum Ifkindum dauöleiöur á núverandi aðstæðum og þarfnast tilbreytingar, sem þú ættir að láta eftir þér. 38 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.