Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÖK Sumarmein og slátturígur Sumarið er ekki að öllu leyti dýrðarþrung- inn sælutími. Ber þar margt til og má nefna að dæmi að þá tekst ekki lengur að losna við krakkaskammirnar í skólann að láta þau níð- ast á kennurunum, heldur mega útivinnandi foreidrar skilja þau eftir heima að níðast á búslóðinni og hvert öðru. Slíkir foreldrar þekkjast af volaðshrjáðum áhyggjusvipnum sem grær eins og fastur við andlit þeirra í maílok og hverfur ekki fyrr en hann hleypur upp eins og útbrot framan í kennurum í sept- emberbyrjun. Er enda iítið undrunarefni að foreldrar beri þungar sorgir á herðum þar sem bíður þeirra að ioknum vinnudegi að verja síðustu kröftum til að koma heimilinu í samt lag og allt eins líklegt að þau verði að auki að þeytast með hjartslátt og blóðspenn- ing um næstu hverfi að leita að týndum börnum sem áttu að setja upp kartöflur og gerðu það samviskusamlega en gleymdu að slökkva undir pottinum og gætu þess vegna hafa dottið ofan af byggingarpöllum eða í sjóinn eða falið sig inni í einhverjum bíl- skúrnum að sjá muninn á kynjunum, reykja hass eða prófa brennivín. I annan stað dregur það mjög úr lífsgleði fólks á sumrin að verður ekki undan því skot- ist að fara í sumarleyfi. Vinnustaður og vinna eru þyngdarpunkturinn í tilvist allra íslend- inga og þar sem flestir eiga þá ósk heitasta að vera einhvers staðar allt annars staðar og gera eitthvað allt annað reyna menn að laga líkama og sál að hlutskipti sínu með því yfir veturinn smám saman að rækta með sér doða og sljóleika sem ristir svo djúpt að á 'hverju vori hefur mönnum tekist að losna undan draumum sínum og þrám og eru eig- inlega orðnir hæstánægðir með vinnustað- inn og vinnuna. I slíkum tilfellum er ekkert jafn skaðlegt fyrir andlega velferð einstakl- inga og það að taka sér sumarleyfi. Unaðs- stundir, veðurblíða, breytt umhverfi, hvíld og nægur nætursvefn rífa það niður, sem menn höfðu byggt upp með ærnu álagi í tæpt ár, og þegar að því kemur að hrekjast þarf í vinn- una eftir sumarleyfið er krafturinn slíkur og glöggskyggnin á sönn lífsgildi að læsist drep- kaldur hryllingur um sáiina og skrokkinn. Mönnum verður þá Ijóst, en um seinan, að þeir hefðu aldrei átt að fara í sumarleyfi. Á svonefndri sælutíð sumarsins er einnig sá annmarki — og að mínu mati hinn versti þeirra allra — að þá þarf að slá garða í þétt- býli. Hið sama gildir um gras í görðum og hár í nösum: hvort tveggja vex í óþökk ailra, sem hlut eiga að máli, og vex þeim mun hraðar sem oftar er slegið; verður oftast á endanum hreinasta plága. Gras á garðflötum er þó að því leyti hvimleiðari gróður en hár í nösum y að grasið sprettur, þó að garðeiganda hafi aldrei nokkurn tímann flogið í hug að snyrta flötina, en hár í nösum tekur sjaldnast upp á því að vaxa fyrr en sá, sem á að anda í gegn- um nasirnar, lætur glepjast til að klippa það. Ég get trútt um talað. Á hlýju rökkurkvöldi fyrir sex árum sátum við hjónin alein að gróðurlausa, og ævinlega fer um mig sami skelfingarhrollurinn þegar ég rek í það aug- un í vorhlýjunni að þrátt fyrir mitt persónu- lega og stranga bann við áburðar- og mykju- dreifingu leynist enn slíkur lífsþróttur í flöt- inni að grænar nálarnar bæta við sig einum til tveimur sentímetrum á hverjum sólar- hring. Ég smala saman krökkum úr öllu hverfinu til að sparka í fótbolta í garðinum, ég leyfi þeim að tjalda og hafa tjöldin uppi svo dögum skiptir og traðka og hlamsast á viðkvæmri grasrótinni, en ekkert dugir. Fyrr en varir er hnippt í mig í bítið á laugardags- morgni og tilkynnt eins og verið sé að færa mér einstök fagnaðartíðindi að nú sé veðrið svo gott að ég geti farið út að slá. Áður fyrri notaðist ég við handsláttuvél eða allt þar til ég eignaðist nýjan nágranna sem átti mótorsláttuvél svo aflmikla að hún þeyttist með manninn í eftirdragi hringinn kringum húsið og hefði að ósekju mátt nota hana til að sníða torf eða saxa niður eldivið. Ég hefði að vísu látið mér nægja handsláttu- vélina hefði ekki staðið svo á að gnýrinn og bulluskröltið í vél nágrannans voru með því- líkum ósköpum að drundi í öllu hverfinu — og að þessi nágranni minn hafði fyrir reglu að slá flötina þrisvar í viku, að jafnaði klukk- an hálftólf á mánudags- og fimmtudags- kvöldum og laust eftir morgunbænina á sunnudagsmorgnum. Ég átti að sjálfsögðu aðeins eitt svar við slíku. Klukkan hálftólf á sunnudagskvöldi, þegar ég hafði gengið úr skugga um að ná- granni minn var búinn að slökkva á nátt- borðslampanum, birtist ég úti á flötinni minni með illvígasta og harkmesta sláttufer- líki, sem á boðstólum var í bænum, og lét bölvuð stráin og karlhelvítið fá það óþvegið þar til klukkan var orðin eitt. Og þrátt fyrir óbeit mína á að slá blettinn hafði ég óútskýr- anlega nautn af þessari viðdvöl minni í garð- inurh úti í tæru sumarnæturloftinu. Síðan hef ég haft fyrir reglu að slá garðflöt- ina þrisvar í viku eins og hann, á miðnætti á sunnudags- og föstudagskvöldum og klukk- an hálfátta á laugardagsmorgnum hvernig sem viðrar. Þannig hafa liðið fjögur sumur og hið fimmta er að ganga í garð. Við nágranni minn erum löngu búnir að yfirfara mótorinn, smyrja sláttuferlíkin og skipta um kerti og ekki ber á öðru en að grasið haldi upptekn- um vana og spretti viðstöðulaust. Ég sé ekki betur jafnvel en að ég geti orðið fyrri til að byrja og brugðið mér út í garð á miðnætti í kvöld eftir að ég er búinn að snyrta nasirnar. Mig klæjar í lófana, en konan lítur syfjusljóu auga undan sænginni og spyr hvort ég þurfi nú endilega að fara að slá. „Það er komið sumar, elskan mín,“ svara ég og hverf út í hina nóttlausu voraldar ver- öld, sannkallaða sælutíð þrátt fyrir að ég skuli þurfa að slá og fara í sumarleyfi og þola krakkana heima og jafnvel þó að nágranninn sé ekki í þessu sérstaka tilfelli búinn að slökkva á náttborðslampanum. snæðingi í stofunni að halda upp á brúð- kaupsafmæli. Kerti loguðu á borðinu og ang- an rósa allt í kringum okkur og ilmur af eðal- víni. Ég komst næstum við af tilefninu, lyfti kristalsglasi, horfði í geislandi augu konu minnar og hefði að öllu óbreyttu sagt skjálf- andi röddu „þína skál!“, hefði konan ekki rof- ið seiðmagnaða þögnina og spurt hvellum rómi: „Hvaða hár er þetta út úr nösinni á þér?“ Mér fyrirgefst vonandi á samræmdu prófi á hinum efsta degi að ég skyldi stirðna upp við slíka spurningu sem kom mér á óvart gersamlega, bæði vegna kringumstæðna og eins vegna hins að ég hafði aldrei veitt at- hygli neinum hárvexti í nösunum á mér. Með glasið enn á lofti og forundran í svipnum mændi ég á konuna. „Hvaða hár!?“ .jÞað sést svo greinilega. Vinstra megin." Eg lagði frá mér glasið og þreifaði í nasar- gættina. „Ég finn ekkert hár.“ En konan gaf sig ekki. Og ég mátti halda JÓN ÓSKAR upp á þetta sérstaka brúðkaupsafmæli með því að bogra með oddbeitt naglaskæri fram- an við baðspegilinn og snyrta á mér nasirnar þar til ég dæmdist í sæmilegu fegurðarsam- ræmi við kertaljósin, rósirnar og eðalvínið. Þaðan í frá hljóp óviðráðanlegur vöxtur í nasahárin, sem höfðu aldrei sýnt hinn minnsta ræktarvott, og engu líkara en for- sjónin hafi umrætt kvöld lagt þá kvöð á nefið á mér að staðfesta fyrir umheiminum sann- leiksgildi þjóðsagna um varúlfa. Sé ég ekki eftir öðru meira í tengslum við iíkamshirð- ingu en þessari nasaháraklippingu ef ég und- an skil þá hugdettu að láta húðflúra á vinstri mjöðmina framanverða nafn á stúlku sem ég hitti á Akureyri og unni hugástum í hálfan mánuð tveimur árum áður en ég kynntist konunni minni. En svo ég víki aftur að garðflötum, þá er því svo varið með grasið þar, gagnstætt nasa- hárum, að grasið vex og sprettur hvort sem gerð er tilraun til að slá það eða ekki. Ævin- lega er hreinasta unun að virða fyrir sér garðflötina á vetrum, gula, sviðna af frosti og AUGALEIÐ „Þetta eru nú öflugustu stjórn- armyndunarviðræður sem ég hef upplifað..." ■ 2 HELGARPÓ6TURIMN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.