Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 34
DAGSKRARMEÐMÆLI við gerð þátta- Albert Finney og Tom Courtenay f hlutverkum sfnum ( myndinni The Dresser sem Stöð 2 sýnir á fimmtu- dagskvöld. 0 Ríkisútvarpið — sjónvarp Laugardagur kl. 22.40 Grein 22 (Catch 22) Bandarísk bíómynd frá 1970, gerð eftir skáldsögu Josephs Heller, eins konar svört kómedía um stríð og hlutskipti hins venjulega manns í þeim hildarleik. Hlutverkaskipan- in er markviss og Alan Arkin, sem fer með aðalhlutverkið, leiðir hóp- inn með miklum ágætum. Sunnudagur kl. 21.40 Nærmynd af Nicaragva Metnaðarfullur fréttaþáttur af hálfu sjónvarpsins í umsjá Guðna Braga- sonar fréttamanns. Reynt að varpa Ijósi á það sem er að gerast í land- inu, þar sem geisar að því er virðist eilíf vargöld og menn berast á banaspjót. Stöð 2 Fimmtudagur kl. 22.20 Aðstoðarmaðurinn (The Dresser) Stórkostleg mynd, ein sú besta sem gerð hefur verið um leikhús og leikhúsfólk. Albert Finney og Tom Courtenay leika aðalhlutverk- in og standa sig vel, auk þess sem stríðshrjáðu Bretlandi er vel lýst og skemmtilega farið með tengsl Finneys við hlutverkið sem hann leikur á sviðinu, Lé konung. Sunnudagur kl. 21.55 Anna og konungurinn í Síam (Anne and the King of Siam) Tvöföld Óskarsverðlaunamynd frá Guðni Bragason, allvígalegur að sjá raðarinnar um Nicaragva. árinu 1946, með Irene Dunne og Rex Harrison í aðalhlutverkum. Sjarmur sögu Margrétar Landon er nýttur til fulls og samband þeirra Dunne og Harrison ber myndina uppi, auk leikstjórnar Johns Crom- well. Asdís Loftsdóttir er umsjónar- maður þáttarins Er ný kynslóð að taka við? sem verður á dag- skrá Ríkissjónvarpsins á sunnu- dagskvöldið kl. 20.50. Hún var spurð um efni þáttarins: „Við erum að reyna að leita að ungu fólki, undir 35 ára ca., sem er framarlega á sínu sviði og fá fram hjá því afstöðu þess, af hverju það sé í framapotinu, þó það sé afskaplega ljótt orð að nota. Reyna að fiska eftir því hvað það er sem drífur svona fólk áfram. Uppistaðan í þættin- Ríkisútvarpið — hljóðvarp Rás 1 Laugardagur kl. 12.00 Hér og nú Fréttir og fréttaþáttur í umsjón fréttamanna útvarpsins, tvímæla- laust það besta sem gert er í frétta- um er 15—16 stutt viðtöl, svo verður ýmislegt skemmtiefni í bland. Við reynum að brjóta þetta svolítið upp líka með því að taka myndir á vinnustöðum og af einhverju sem þetta fólk hefur gert. Við ræðum við frekar breiðan hóp, þverskurð af því fólki sem er framarlega, og auk þess verður rætt við þrjá af eldri kynslóðinni og þeir spurðir hvernig þeir komust á toppinn og hvað þeir voru að gera um þrítugt." mennsku af þessu taginu í herlend- um fjölmiðlum. Laugardagur kl. 14.00 Sinna Þáttur um listir og menningarmál. Umsjón með þættinum hefur Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. Þess- ir þættir hafa reyndar verið á dag- skránni í allan vetur og eru oft mjög góðir, enda efni af þessu taginu betur komið í útvarpinu en sjón- Ríkisútvarpið — hljóðvarp Rás 2 Fimmtudagur kl. 20.30 f gestastofu Þessir þættir eru að vísu afar mis- jafnir, enda skiptir miklu að vanda val á gestum og stjórnendum, en á hinn bóginn eru þeir líka mjög áheyrilegir þegar vel tekst til. Sunnudagur kl. 14.00 ( gegnum tíðina Þáttur um íslenska dægurtónlist, umsjónarmaður Rafn Jónsson. Það veitir svo sannarlega ekki af því að halda fram íslenskri tónlist og þessir þættir innihalda oft lög sem alltof sjaldan heyrast. Bylgjan fm 98,9 Fimmtu- og föstudagur kl. 17.00 Reykjavík síðdegis Þættirnir eru í umsjón þeirrar marg- reyndu útvarpskonu Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur og gefur hún hvergi eftir nú frekar en endra- nær. Sunnudagur kl. 11.30 Vikuskammtur Einar útvarpsstjóri Sigurðsson hef- ur séð um þennan þátt frá upphafi og þrátt fyrir að hann hafi heldur slakað á undir það síðasta er vissu- lega oft fróðlegt að fylgjast með þættinum, sérstaklega þegar vel tekst til með viðmælendur um- sjónarmannsins. FÖLK Í FRAMAPOTI ÚTVARP eftir Gunnar Smára Egilsson „Nú birtir í býlunum lágu“ Á sunnudaginn hlustaði ég á ,,Nú birtir í býlunum lágu", fjórða og síðasta þáttinn um Hannes Hafstein, ráðherra og skáld. Gils Guðmundsson sá um handritsgerð þáttarins, Klemenz Jónsson stjórnaði flutn- ingi, Hjörtur Pálsson var sögumaður og aðrir upplesarar voru: Arnar Jónsson, Her- dís Þorvaldsdóttir, Pálmi Gestsson og Þór- hallur Sigurðsson. Öll skiluðu þau sínu með miklum sóma. Þessi þáttur var á rás eitt. Það kemur les- endum þessara lína sjálfsagt ekki á óvart. „Nú birtir í býlunum lágu“ gæti aldrei verið nafn á þætti á rás tvö eða Bylgjunni. Rás tvö og Bylgjan hafa heldur aldrei fjallað um Hannes Hafstein. Þær hafa heldur ekki reynt að fá útvarpsmenn á borð við Gils, Klemenz og Hjört til liðs við sig. Arnar, Herdís, Pálmi og Þórhallur koma heldur aldrei fram á þessum stöðvum. Nema, ef til vill, í léttum viðtalsþáttum. En þetta er, svo sem, ekkert skrýtið. Rás tvö og Bylgjan eru öðruvísi útvarpsstöðvar. Þar er ekki útvarpað unninni dagskrá. Þær eru það sem aðstandendur þeirra hafa kall- að „lifandi útvarp". En þegar ég var að hlusta á ofangreindan þátt, „Nú birtir í býlunum iágu", var ég að hugsa um hvort það væri ekki rás eitt, sem er öðruvísi útvarpsstöð. Á meðan ég fylgd- ist með síðustu æviárum Hannesar Haf- stein og pólitískum hræringum í byrjun aldarinnar komst ég ekki hjá því að heyra hversu vel unninn þessi þáttur var. Af til- viljunarkenndri umgengni minni við út- varp að undanförnu hef ég vanist af því að hlusta á þvílíka þætti. Meðan ég sat í stólnum mínum og hlust- aði var ég alltaf með hugann við þá vinnu sem Gils hafði lagt í efnisöfluri og ritstjórn þáttarins. Hversu liðlega hann rann undir stjórn Klemenzar, þrátt fyrir tiltölulega flókna uppbyggingu. Og hversu ágætlega lesararnir komu textanum frá sér. Þetta var allt að því truflandi. Svona er nú komið fyrir mér. Eg á ekki góðu að venjast. Þetta vakti þó ljúfsáran söknuð, því einu sinni var útvarp svona. Kvöldið eftir, þegar ég kom heim seint, kveikti ég á næturdagskrá Bylgjunnar. Ólafur Guðmundsson spilaði þar tónlist að eigin vali og fór með upplýsingar um veður og flugsamgöngur, að því er segir í prent- aðri dagskrá. Það getur verið að Olafur hafi verið illa sofinn eða fyrirkallaður á annan hátt, en mér heyrðist á honum að hann saknaði líka útvarpsins, eins og það var. Það var eins og honum fyndist hálf- hjákátlegt að sitja í hljóðverinu og rabba við hlustendur um það sem honum kynni að detta í hug. Og segja fréttir af flugsam- göngum. Þó er Ólafi kannski vorkunn. Hann sat þarna einn í nóttinni og þeir fáu sem hlust- uðu voru honum sjálfsagt þakklátir fyrir að láta sig ekki algerlega afskiptalausa. Þeim sem stunda samskonar dagskrárgerð og Ólafur í dagsbirtu er kannski frekar vor- kunn. Enda hefur mér að undanförnu heyrst, að þeim sé hætt að standa á sama. Þetta er ekki eins gaman og fyrst. Það er heldur ekki mönnum bjóðandi að sitja í hljóðklefa í þrjá eða fjóra tíma og kjafta frá sér allt vit. Við hlustendur getum þó skrúfað fyrir tækið. 34 HELGARPÓSTURINN SJÓNVaRP Játning Ég er svolítið dottin í Stöð 2 þessa dag- ana. Það verður að viðurkennast. Var nefnilega að fá mér afruglara, þó ég viti mætavel að slíkt og þvílíkt gerir ekki manneskja frá metnaðarfullu menningar- heimili. Sannir menningarvitar eiga að bölva ameríska (ó)efninu á nýju stöðinni, tala um tímaþjófnað og skaðleg áhrif á börn og ungmenni, sem brátt fái ferköntuð augu og hætti að læra að lesa. Með því að viðurkenna opinberlega að ég hafi af fús- um og frjálsum vilja farið og fest kaup á þessu andmenningarlega tæki, myndlykli, hef ég sem sagt endanlega fyrirgert öllu til- kalli til samfélags við andans kúltúrista. Þetta með fúsa og frjálsa viljann er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt, því neðanbeltisáróður stöðvarinnar sem beinst hefur að yngstu kynslóðinni hefur auðvitað haft sín áhrif, jafnt á minu heimili sem annarra. Og þar sem ríkissjónvarpið sá sér ekki fært að styðja mig í baráttunni gegn amerísku ómenningunni með því að hafa barnaefni á morgnana um helgar féll ég bara um daginn! Mannskepnan hefur sterka tilhneigingu til að sætta sig við hlutskipti sitt, hvort sem það er nú jákvæður eða neikvæður eigin- leiki. Það viðurkennist því hér með, að mér líður bara ansans ári vel á botni menning- arlífsins. Þó er það ekki beinlínis sjónvarps- efnið á Stöð 2, sem er kveikjan að þessari kæti, heldur ekki síður möguleikinn á vali. Það er nefnilega mjög þægileg tilfinning að vita það, að ef tékkneska bíómyndin frá ’79 hefur lítið aðdráttarafl en maður er samt sem áður á þeim buxunum að láta mata sig á einhverju augn- og eyrnafóðri, þá sé hægt að stilla á aðra stöð. Þessu fylgir líka sú kennd, að maður sé svolítið að nálgast lífs- stíl nágrannaþjóðanna, sem ekki lifa við þá einangrun og einokun sem er vort daglega brauð hér á skerinu í norðri. Mér finnst ekki mikið að borga um 250 krónur á viku fyrir þennan nýja valmögu- leika. Hins vegar finnst mér verðið á mynd- lyklunum hátt. Það hlýtur að vera mörgu heimilinu ofviða, sem myndi þó einhvern veginn kljúfa afnotagreiðslurnar. Önnur saga er síðan uppátæki Sverris Hermanns- sonar, menntamálaráðherra, sem situr í „valdalausri” ríkisstjórn, en tekur sig samt til og leggur tæplega 400 milljóna auka- skatt á landsmenn og færir ríkisútvarpinu á silfurfati. Lætur svo þakka sér fyrir pen- ingana, sem HANN er að láta ríkisbatteríið fá! Afsakið hvað ég er óupplýst og ómenn- ingarleg, en ég hélt í einfeldni minni að VER SKATTBORGARAR ættum að borga brúsann. Var það misskilningur? Vonandi stútar sjálfstæðismaðurinn (ein- staklingsfrelsið lengi lifi, þið munið...) frjálsu samkeppninni ekki alveg með pen- ingunum okkar. Ég hef raunar alltaf átt afar erfitt með að skilja hvernig fjárhagsdæmi Stöðvar 2 á að ganga upp, enda kannski ekki mitt vandamál. En ef það var erfitt fyr- ir hlýtur 400 milljón króna vítamínspraut- an að gera „mínum mönnum" lífið enn leiðara. Ekki satt, Sverrir? PS Þið ættuð bara að vita hvað ég er núna vel útsofin um helgar.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.