Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 30
MAL OG MENNING Að borga brúsann Algengt er, að svo sé til orða tekið, að ein- hver þurfi að borga brúsann, þegar hann verður fyrir fjárútlátum. Það er t.d. ekki fá- títt, að fjölmiðlar færi okkur fréttir um, að ríkið þurfi að borga brúsann, þegar forstjór- um hefir tekizt að koma fyrirtæki, sem ríkið á eða ábyrgist, svo rækilega í fjárþröng, að það á sér ekki viðreisnar von. En hver er þessi brúsi, sem þarf að borga? Brúsar eru nú miklu fátíðari hlutir en þegar ég var ungur. Þá voru mjólkurbrúsar, olíu- brúsar og sjeneverbrúsar á hverju strái. Auð- vitað eru slíkir brúsar til enn, en ekki á hverju strái. Orðið brúsi hefir margar merkingar í ís- lenzku. í Snorra Eddu i, 589 (útg. 1848)segir, að brúsi merki ,,hafur“, og í fornmáli kemur orðið auk þess fyrir sem mannsnafn og jöt- unsheiti. í orðabókarhandriti (Lbs 99, fol, bls. 336) frá 18. öld, sem skrifað er af Hannesi Finnssyni biskup, segir, að brúsi merki „mik- ið hrokkið hár“ (crinis magnus crispus) og í orðabók Guðmundar Andréssonar frá því um 1650 kemur fyrir orðið skeggbrúsi, sem sagt er merkja „maður með mikið skegg". Sama orð er kunnugt frá 18. öld úr orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík og sagt merkja „sá, sem hefir mikið og hrokkið skegg" (qvi barbam habet magnam et crispa- tam). Þessa fræðslu hefi ég úr Orðabók Há- skólans. Sömuleiðs hefi ég úr OH dæmi um orðið brúsi sem fuglsheiti („himbrimi") og jurtarheiti, en ekki skal farið nánara út í þá sálma hér, heldur vísað til ritgerðar minnar Brúsi og nokkur nöfn á leirílátum í Griplu III, 19-39. Flest af því, sem ég segi í þessum þætti, er tekið úr þeirri ritgerð. Niðurstaðan, sem ég komst að í framan greindri ritgerð, var sú, að ílátið brúsi hefði fengið nafn sitt af skeggjuðum manni. I En- cyclopœdia Britannica, vol. 18 (1965), bls. 350, er sagt frá þýskri og flæmskri leirkera- gerð, sem talið er, að hafizt hafi í Köln um 1540. Meðal annars voru framleiddir brúsar með mynd af skeggjuðum manni á. Slíkir brúsar nefndust samkvæmt sömu heimild Bartmann á þýzku, en greybeard á ensku. En víkjum nú sögunni til íslands. Til er kvæði, sem oft er kallað Leirkarlsvísur og venjulega eignað Hallgrími Péturssyni, þótt það sé algerlega óvíst, eins og ég vík að í Griplu III, 28. Örugglega er kvæðið þó frá 17. öld. I Islenzku Ijódasafni AB 11,4, er fyrsta vísan á þessa leið: Skyldir erum við skeggkarl tveir, skammt mun ætt að velja, okkar beggja'er efnið leir, ei þarf lengra telja. í 4. vísu er skeggkarlinn, þ.e. brúsinn, kall- aður „ílát vínsins". Nú er að vísu óvíst, hvort í 1. vísuorði á að standa skeggkarl eða skeggi. En hvað sem því líður vitum við m.a. af kvæðinu, að á 17. öld var til vínílát úr leir, sem kallaö var skeggi eða skeggkarl. Tvö er- indi úr kvæðinu eru í Lexicon islandicum eft- ir Guðmund Ólafsson (d. 1695). Ljósrit af þessu handriti er í eigu OH. Undir orðinu Skegge stendur á latínu svo felld skýring, sem á íslenzku er á þessa leið: „Leirker, sem mynd af höfði skeggjaðs manns er þrýst á. Af þessu er kvæðið til orðið". Hér er að finna elztu vitneskju um það, að á 17. öld hafi fs- lendingar þekkt brúsa með mynd af skeggj- uðum manni. En athuga ber, að Guðmundur Ólafsson nefnir ekki í þessu sambandi orðið brúsi. En úr þessu fáum við bætt á 18. öld. Samkvæmt orðabók Jóns Ólafssonar frá Grunnavík merkja orðin brúsi, skeggi og sfceggkarl öll hið sama. Ég mun nú tilfæra skýringar hans á þessum orðum samkvæmt Orðabók Háskólans, en þýði þær úr latínu á íslenzku. Um orðið brúsi segir JÓ: Brúsi, kk., flöskulaga ílát úr fíkjutré (á vafalaust að vera úr leir. HH) eða leirker, sem að utan erskreytt mannshöfði með skeggi, með handarhaldi og opi að ofan, sem hœgt er að setja á loka eða tappa, oft geröan úr korki, aðrir kalla hann leirkarl og skeggkarl . . Pessi mynd, eins og hún er sýnd, á uppruna í minning- unni um þann spánska foringja (Duc de Alba), sem áreitti Belga eöa Hollendinga með grimmd og harðstjórn." Um orðið skeggkarl segir Jón m.a.: Sumir bera fram sker-karl, en ranglega. Mynd skeggjaðs manns er sögð vera þrýst á brúsa þessa í minningu hins spánska manns Duc de Alba, frœgs harðstjóra, stjórnanda Belga, sem að ofstœki og grimmd er sagður hafa léttilega tekið fram öllum dauðlegum mönnum síns tíma, né nokkurn tíma utan einu sinni hafa hlegið, þegar hann haföi gegnum rifu séð, hvar strákur dáðist aö mígandi kerlingu. Og loks segir Jón um orðið skeggi: stytt úr skegg- karl í kvœði Hallgríms Péturssonar um flöskulaga leirker. Skyldir erum við skeggjar (aðrir skeggkarl) tveir, skammt mun œtt að velja o.s.frv. Af framan greindu er sýnt, að íslendingar hafa á 17. og 18. öld þekkt leirílát með mynd af mannshöfði, ætluð undir vín, sennilega einkum brennivín. Þessi ílát höfðu ýmis nöfn, þar á meðal heitið brúsi. Við skulum ekki taka það alltof alvarlega, þegar Grunna- víkur-Jón segir, að skeggkarlinn sé hertog- inn af Alba (1508-82), sem Jón virðist hafa hatað af lífi og sál. í ensku er til orðið bell- armine um sams konar brúsa, sem eru kenndir við Roberto Bellarmino kardínála (d. 1621), en hann var mikill andstæðingur mótmælendatrúar. Því kunna fleiri að koma hér við sögu en hertoginn af Alba. Enginn brúsi með mannshöfði er til í Þjóðminjasafni, en þar er hins vegar slík kanna, dálítið skemmd (nr. 2978), gerð í Nassau á 17. öld. Orðabók Háskólans hefir ekki eldra dæmi um orðtakið að borga brúsann en frá síðari hluta 19. aldar: hverá . . . að borga brúsann? (Þjóðólfur 31,125). Orðtakið merkir í raun- inni „hver á að borga brennivínið?" Brúsi táknar með öðrum orðum hér það, sem í brúsanum er, alveg á sama hátt og flaska get- ur táknað vökvann í flöskunni. Fyrirmyndin að orðtakinu er sennilega danska orðtakið betale gildet, þó að íslenzka orðtakið beri lít- inn keim af dönsku. En skilyrði þess, að ís- lenzka orðtakið varð til, eru, að orðið brúsi fékk merkinguna „brennivínsílát" á 17. öld. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? HJÖRDÍS INGVARSDÓTTIR KAUPKONA Þú hittir svo sannarlega ekki á spennandi manneskju núna, þvíég vinn bókstaflega allar helgar! Eg er með þennan söluturn hérna í Armúlanum og auk þess biðskýl- ið á Grensásvegi og á meðan ég er að vinna þessi fyrirtœki upp er ég mœtt klukkan 6 á morgnana og komin heim klukkan 12 á kvöldin. Og helgin fram- undan verður engin undantekning, vinna og aftur vinna. Hitt er annað mál að þeg- ar stundarfriður gefst skrepp ég gjarnan út úr bœnum og ég cetla örugglega að skreppa um hvítasunnuhelgina til vin- konu minnar, sem er garðyrkjubóndi í Hrunamannahreppi. STJÖRNUSPÁ HELGINA 29.-31. MAÍ 111 an mnnmimmmmm Fyrri hluti föstudagsins er á flestan hátt betri en síð- degið og þú ættir þess vegna að nýta morguninn vel. Þú þarft þar að auki á mikilli þolinmæði að halda til að forðast deilur við fólkið í kringum þig. Laugardagurinn er einkar hagstæður þegar einkalífið og heimilið eru annars vegar. Ástvinir þínir sýna þér umhyggju og ekki er ótrúlegt að þér þerist einhver gjöf. Þetta þægilega andrúmsloft helst líka á sunnudag. NAUTIÐ (21/4-21/5; Eitthvað hefur orðið til þess að þú neyddist til að breyta áætlunum þínum, sérstaklega varðandi ferða- lög, og það lítur út fyrir að sú óvissa ríki eitthvað áfram. Þú ert hvattur af öðru fólki til að binda enda á ákveðin tengsl, sem varað hafa lengi. Láttu utanaðkomandi að- ila þó ekki rugla dómgreind þína. Það gengur mikið á undir yfirborðinu og það bitnar á nánu ástareða vináttu- sambandi. En þú hefur sjaldan notið þess eins og nú að losa þig við óþarfa hluti. TVIBURARNIR (22/5-21/6) Ákveðið samband er að komast á núna og það getur gerþreyttöllulífi þínu. Þessvegna þarftuaðgera hreint fyrir þínum dyrum varðandi fortíðina, svo hún spilli ekki fyrir síðar. Þú hlýtur að vera orðinn þreyttur á að láta sem ekkert sé, þó mikið sár búi undir niðri. Láttu fólk samt ekki halda að þú ætlir að gefast upp og skipta um skoðun í fjármálum. öll samskipti við annað fólk ganga vel á föstudag, en þú ættir að hugsa þig vel um áður en þú framkvæmir hlutina. Vinir þínir færa þér heppni á laugardag og það verður auðvelt að fá aðstoð, ef þú þarft á henni að halda. Þar að auki gætu leyndar óskir ræst þennan dag! Á sunnudag ættir þú að nota tímann til að endurskoða ákveðnar fyrirætlanir með tilliti til þreyttra aðstæðna. Það á ef til vill illa við þig að gera hlutina á óhefð- bundinn hátt eða með leynd, en það er eina ráðið til að ákveðinn aðili geti ekki spillt meira fyrir. Fjármálin þatna á næstunni, ef það hefur ekki þegar orðið, en þvi miður gengur enn á ýmsu í einkalífinu. Gættu þess að lenda ekki upp á kant við þá sem þér er annt um. Þig skortir þina venjulegu orku og þjartsýni, en það ástand lagast þegar lengra er liðið á árið. IV, 14 m i — Þú efast um einlægni og heiðarleika einhvers, en láttu samt ekki tilfinning arnar koma í veg fyrir meirihátt- ar breytingar sem nú standa fyrir dyrum. Ákveðinn aðili vill stokka upp gamalt samband og þín fyrstu viðbrögð eru að segja nei. Þú getur hins vegar komið í veg fyrir árekstra og vonbrigði síðar, ef þú ert sveigjanlegur núna. Frá og með sunnudeginum verður þú helst til til- finningasamur í nokkra daga. Slakaðu á! Reyndu að varast eirðarleysi á föstudag og vertu þol- inmóður og svolítið snjall í samskiptum við annað fólk þennan dag. Ekki sýna heldur of mikla óbilgirni þegar þú setur fram skoðanir þínar. Laugardagurinn hentar vel til samskipta við almenning, þar sem slíkt á við. Hlutirn- ir ganga hins vegar hægt og rólega fyrir sig á sunnudag og þú munt vera með hugann við vinnuna. Gerðu endi- lega áætlanir, en ekki taka mikilvægar ákvarðanir. SPORÐDREKINN (23/10—22/11 Föstudagurinn er góður til hvers kyns viðskipta, en þú ættir ekki að skilja fjármuni eftir á glámbekk. Ástar- sambönd ganga betur þegar kemur fram á laugardag og hann er einnig vel til þess fallinn að byrja ný sam- bönd. Sunnudagurinn verður síðan einkar Ijúfur og þægilegur. Þá fer lítið fyrir leiðinlegu fólki eða kringum- stæðum í lífi þlnu. BOGMAÐURINN (23/11-21/12; Láttu berast með straumnum um sinn og komdu fólki á óvart með því að samþykkja þær breytingar, sem því finnst rétt að gera. Þú mátt hins vegar ekki láta tilfinn- ingarnar bera heilsuna ofurliði. Þig dauðlangar til að gagnrýna aðra og skipta þér af öllu, en nýleg reynsla ætti að hafa kennt þér að vera ekki of öruggur með þig. Aðstæður, sem þú ræður ekki við, neyða þig til að end- urmeta ýmislegt. Að endingu verður þú þó að láta þína innri rödd ráða ferðinni. STEINGEITIN (22/12-21/1 Drífðu nú í því að panta þér tima hjá lækni og fáðu skorið úr því, sem veldur þér áhyggjum. Keyrðu svo mjög varlega og farðu gætilega með öll tæki og tól. Á laugardag munu ástarsambönd blómstra, hvort sem er í eða utan hjónabands, og það er góður dagur til að setja upp trúlofunarhringa. Sunnudagurinn heldur áfram á sömu nótum. Notaðu hann til þess að aðstoða og vera einn með ástinni þinni. VATNSBERINN (22/1-19/2 Loks er fólk farið að skilja að það getur ekki hindrað þig í að gera ákveðnar breytingar (einkallfinu og jafnvel vinnunni líka. Gerðu þér grein fyrir þvi að aðili, sem þér þykir vænt um, er ekki með neinn barnaskap. Hann er einungis undir afskaplega miklu álagi þessa dagana. Þú ert fullur orku og finnst erfitt að fá ekki að sanna gildi þitt, en þú getur verið viss um að reynsla næstu daga verður þér ómetanleg út árið. FISKARNIR (20/2-20/3 Heimilislífið hefur verið svolítið erfitt að undanförnu, en nú eru hlutirnir þó a.m.k. komnir upp á yfirborðið. Þess vegna áttu auðveldara með að ákveða næsta skref. Ástvinum þlnum finnst þú hafa vanrækt þá upp á slðkastið og einungis hugsað um eigin frama. Komdu þeim í skilning um að þetta verði þeim einnig til góðs. Fólk er svolftið stressað og viðkvæmt og þú hefðir því gott af að skipta um umhverfi, ef hægt er. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.