Helgarpósturinn - 28.05.1987, Síða 17

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Síða 17
— Hvernig er kynskiptingin í þeim hópi, sem þið hafið mest saman við að sœlda? „Mjög ójöfn. Það er svona um það bil þriðj- ungur stelpur en tveir þriðju strákar. Þetta er af- skaplega svipað og erlendis, held ég, en það hef- ur enginn getað komið með neina skýringu á þessu." — Fer þér að þykja vœnt um suma þessara krakka sem þú fylgist með ár eftir ár? „Það er ekki beinlínis hægt að segja að mér „þyki vænt um" þá, en mér stendur kannski ekki alveg á sama. Ef maður hjálpar einhverjum að komast í meðferð, getur talað hann einhvern veginn til svo hann ákveði að snúa við blaðinu, þá finnst mér það auðvitað mjög miður ef hann „fellur". Maður verður svolítið stoltur af þeim sem maður getur hjálpað." ÞARF LÍF OG SPENNU — Langar þig aldrei að fást við eitthvað allt annað en fíkniefni daginn út og inn? „Ætli það sé ekki svipað og með alla aðra vinnu. Maður verður auðvitað stundum leiður þegar mikið er að gera og maður er orðinn þreyttur. Ef svo er komið tek ég mér bara frí og geri eitthvað allt annað. Ég ferðast t.d. töluvert. Konan mín starfar hjá Flugleiðum og við notfær- um okkur fríðindin mikið og ferðumst um heim- inn.“ — Meö fjögur börn í farteskinu? „Ja, þrjú stykki er nú það mesta, sem við höf- um ferðast með til útlanda." — En segöu mér nokkuð, Arnar. Hvað vildirðu helst vera að fást við ef þú sœtir ekki á þessari skrifstofu hérna? Löng þögn. Síðan kom svarið, með semingi: „Ég veit það eiginlega ekki. Fyrstu árin eftir að ég kom hingað var ég nú ákveðinn í að vera ekki lengi heldur halda áfram með námið. En þá er aftur spursmál hvað maður gæti gert eftir há- skólann, því ég kenndi í tvo vetur og fannst það ekkert gaman. Ég hafði hreinlega ekki mikinn áhuga á því starfi. Það þarf að vera meira líf í kringum það sem ég er að gera. Meiri spenna." — Er eitthvaö líkt með starfinu hér hjá ykkur og því löggulífi sem maður sér í sakamálaþátt- um frá útlöndum? „Vinnubrögðin í slíkum sjónvarpsþáttum mið- ast náttúrulega við aðferðir sem notaðar eru t.d. úti í Bandaríkjunum. Þar er þetta orðið allt, allt öðruvísi en hjá okkur. Það er orðið svo erfitt fyr- ir Ameríkanana að slást við þessi mál, að þeir eru farnir að breyta löggjöfinni til þess að gera lögreglunni kleift að ná árangri." — Meinaröu t.d. með því aö fara „under cov- er“, eins og það er kallaö? „Já, til dæmis." — Öfundarðu kollegana í útlöndum af að- stöðu þeirra, tœkjakosti, mannafla og slíku? „Menn eru auðvitað víða komnir lengra í alls kyns óhefðbundnum aðferðum við rannsóknir, en ég held að það sé bara kostur að við skulum ekki komnir á það stig. Annars er svo ólíku sam- an að jafna. Við erum af sömu stærðargráðu og smábær í útlöndum." KYNGETAN FER í NÚLL OG NIX — Arnar, nú ganga stundum kjaftasögur í þá veru að fólk taki jafnvel lífeyrissjóðslán til að fjármagna innflutning á fíkniefnum. Er þetta rétt? Hvaöan koma þessar fúlgur? „Það er alveg rétt, að fé til þessara hluta er oft fengið með iánum, bankalánum og okurlánum, og víxlum. Sjálfsagt líka lífeyrissjóðslánum, þó ég muni ekki nein dæmi þess í augnablikinu. Það er hins vegar langalgengast að um samskot nokkurra aðila sé að ræða, eða ágóðinn af síð- ustu sendingu sé notaður til að fjármagna þá næstu." — Hefur þú trú á því að ástandiö hér á landi myndi breytast að einhverju leyti ef nýr vímu- gjafi, bjórinn, kœmi til sögunnar? „Ég hef bara ekki hugmynd um það.“ — Finnst þér sjálfum góður bjór? „Já, mér finnst hann góður." — En hefur þú prófað hass? „Nei, nei. Ég hef aldrei reynt það. Það er ekk- ert nauðsynlegt til þess að kynnast því í hvaða ástandi fólkið er. Maður lærir það smám saman af reynslunni við að umgangast neytendur þess- ara efna." — Hver er þín skoðun á þeirri fullyrðingu að hass sé ekki skaðlegra en áfengi? „Það þarf nú ekkert að segja mér það! Ég hef horft upp á þetta með eigin augum. Fólk, sem notar hass, segir allt að notkun þess dragi tilfinn- ingaiífið niður á „flatt plan". Það verður andlega slæpt og tilveran verður grámygluleg. Notend- urnir verða alltaf eins — engar geðsveiflur. Þetta segja allir, upp til hópa. Og það einkennir karl- menn sem nota hass að kyngetan fer niður í núll og nix. Karlarnir kvarta mikið undan því. Það er arfur frá hippatímanum að halda að hassið sé ekki skaðlegt og enn er einhver hópur, sem heldur í þessa hass-heimspeki. Þetta er fólk, sem ekki misnotar áfengi eða önnur vímuefni og reykir bara sitt hass. Því líður hins vegar illa, virkilega illa, ef það fær ekki hassið!" Arnar Jensson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar, í HP-viðtali GAGNRÝNI LÖGGURNAR í SJÓNVARPINU — Dreymir þig um að upprœta ólögleg vímu- efni? „Ég geng ekkert með þá grillu að við séum að leysa fíkniefnavandamál þjóðarinnar í eitt skipti fyrir öll, heldur geng til minnar vinnu frá degi til dags eins og hver annar. Leysi hvert verkefni fyr- ir sig. Annars færi ég á taugum. Ef ég sæi ekki neinn árangur..." — Áttu þér eitthvert takmark í starfinu? „Ég myndi alveg sætta mig við það, ef ástand- ið versnaði ekki á meðan ég er hérna... að mér tækist að halda í horfinu. Miðað við þróunina í 'útlöndum er þetta versnandi vandamál. Ekki endilega aukinn fjöldi neytenda, heldur flóknari mál og erfiðara fyrir lögregluna að eiga við þau. Hins vegar bindur maður fyrst og fremst vonir við forvarnir — að byggja upp unga fólkið svo það segi NEI, þegar það kemst á þann aldur að því eru boðin þessi efni." — Ertu bókaormur, eða fer tíminn allur í vinnu, íþróttir og fjölskyldulíf? „Ja, ég sofna svona út frá bókum," sagði fíkni- efnalöggan og brosti í kampinn. „Ég hef gaman af Agöthu Christie. Hún er uppáhaldshöfundur- inn minn." — Þú liggur ekkert í sakamálasögum þar sem notaðar eru nýtískulegri aðferöir en hjá Agöthu? „Veistu, maður sem er í þessu starfi les þessar bókmenntir á allt annan hátt en sumir aðrir. Það kemur t.d. fyrir, þegar við erum að horfa á saka- málaþætti í sjónvarpinu, að ég fer að gagnrýna aðferðirnar sem lögregian notar við rannsókn málanna. Konan mín verður stundum svolítið þreytt á þessu. Annars eru slíkir þættir mjög misjafniega vel gerðir. Breska þáttaröðin „Fjórða hæðin", sem var sýnd hérna fyrir skömmu, var dæmi um mjög vel unnið sjón- varpsefni af þessu tagi." Þeir voru ekki svo ólíkir bresku leynilöggun- um, herramennirnir, sem sífelit geystust inn og út um dyrnar hjá Arnari Jenssyni hjá fíkniefna- deildinni við Hlemm. Alvarlegir í bragði... greinilega nóg að gera... Og þeim fannst örugg- lega að yfirmaðurinn hefði verið tafinn of Iengi þennan daginn, enda margt annað að sýsla. Nú gengur líka tími aukinnar „neyslu" í garð, eftir því sem Arnar tjáði mér að lokum. „Námsmenn- irnir eru að hefja sumarvinnuna og hafa þá meiri fjárráð. Það kallar á aukið magn fíkniefna í umferð." Kaldar staðreyndir. Harður heimur.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.