Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Útlit: Jón Öskar Hafsteinsson Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir. Ljósmyndir: Jim Smart Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471), Guðrún Geirsdóttir. Afgreiðsla: Bryndís Hilmarsdóttir. Sendingar: Ástríður Helga. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, simi 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Hvar er heilbrigðisráðherrann? Í Helgarpóstinum í dag er sagt frá salmon- ellusýkingu í kjúklingum, sem orðið hefur í kjúkl- ingabúi eða sláturhúsi ísfugls í Mosfellssveit. Við matreiðslu kjúklinganna í veislu í Búðardal voru gerð mistök, þannig aöfjöldi fólks fárveiktist. Marg- ir eru enn veikir og gætu verið frá vinnu svo mánuð- um skiptir. Gífurlegt fjárhagstjón hefur orðið vegna þessa máls, fólk og fyrirtæki í Dalasýslu orðið fyrir stórskaða. Kjúklingafyrirtækið isfugl hefur einnig orðið fyrir áfalli sem og matvælaframleiðsla þjóðar- innar öll. Mál þetta sýnir að eftirlit með matvælafram- leiðslunni er ónógt, það sýnir einnig vanhæfni kerf- isins að bregðast við með tilhlýðilegum hætti þeg- ar upp kemst um sýkingu af þessum toga. Veislan var haldin 19. apríl. Strax á fyrstu dögum beindist grunur að salmonellusýkingu úr matvæl- um. En það var ekki fyrr en um mánaðamótin april/ maí að tekin voru sýni úr hrámeti á veitingastaðn- um, þar sem upp komst um salmonelluna. Innkall- anir á kjúklingakjötinu bæði af hálfu heilbrigðis- nefnda og fyrirtækisins tókust ekki betur en svo, að ( einum fjölsóttasta stórmarkaði Reykjavíkur var kjúklingur með sama framleiðslunúmeri til sölu sl. laugardag, 23. maí. Það er ótrúleg handvömm. Hvers konar háttalag er þetta eiginlega? Boðskapurinn sem neytendur hafa fengið frá ýmsum embættismönnum er í stuttu máli sá, að það sé alltaf við því að búast að kjúklingar séu salmonellusýktir. Það er því ekki nema von að tals- menn neytenda bregðist hart við: Allt þetta mál er gjörsamlega óþolandi fyrir (slenska neytendur, við sættum okkur ekki við þetta slugs og fúsk, við krefjumst þess að komið verði í veg fyrir sýkingu, segir formaður Neytendasamtakanna. Lögum og reglum samkvæmt eiga héraðsdýra- læknir og yfirdýralæknir að sjá um eftirlit með kjúkl- ingabúum og sláturhúsum. Þetta eftirlit var fram- kvæmt þannig fyrir hálfu ári að tekin voru tilviljunar- kennd sýni úr fuglunum. Þegar svo kemst upp að kjötið hafi verið mengað salmonellu er farið að kanna kjúklingabúið og sláturhúsið upp á nýtt. Hver framkvæmir þá rannsókn? Enginn annar en sami héraðsdýralæknir og átti að sjá um eftirlitið. Hvers konar kerfi er þetta? Vanhæft kerfi, vont kerfi. Á neytendaumbúðunum utan um kjúklinga er sérstaklega tekið fram að viðkomandi fugli hafi ver- ið „slátrað undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda". Hvers konar eftirlit er það? Sýnishorn úr hálsaskinni kjúkl- inga öðru hvoru, það er allt og sumt. Nær væri að merkja þessar umbúöir með varúðarupphrópun: þessi kjúklingur gæti verið mengaður salmonellu! Kjúklingum á Islandi er nefnilega ekki slátrað undir eftirliti heilbrigðisyfirvalda, heldur er þeim slátrað með samþykki heilbrigðisyfirvalda. íslenskt atvinnu- og efnahagslíf byggir að miklu leyti á matvælaframleiðslu. Ein ástæða velgengni okkar er sú, að við flytjum vöruna á markað (lönd- um, þar sem mengun er mikil og náttúrleg afurð sérlega eftirsóknarverð. Það gefur augaleið að ís- lensk matvælaframleiðsla verður að vera um allt til fyrirmyndar. Það er þess vegna ekkert eðlilegt að vísa til mengaðrar matvöru erlendis til að afsaka mengaða matvöru hér á landi. Að undanförnu hefur hvert stórmálið rekið ann- að, sem hvert fyrir sig kostar þjóðarbúið tugmilljón- ir eða hundruð milljóna króna. Sameiginlegt ein- kenni þeirra er þó það, að viðkomandi stjórnvöld hika við að taka á vandanum með skeleggum og viðeigandi hætti. Gömlu stjórnmálaflokkarnir sem búið hafa til íslenska valdakerfið hafa ekki getað tekið á vandamálum síðustu árin, þeir sópa þeim undir teppið Eins er um stjórnkerfið þeirra, það reynir að stinga vandanum undir stól, svo embætt- ismennirnir fái að sitja rólegir ( sínum hæga sessi. En slfk vandamál eru oftar en ekki eins og kjarn- orkusprengja sem gæti sprungið þegar minnst var- ir. Þetta á við um byggingarþolsmálið í Reykjavíkur- borg og þetta á við um salmonellumálið. Eftir japl, jaml og fuður í margar vikur virðist kerf- ið um síðir að átta sig á að hér er um stórmál að ræða og Hollustuvernd rlkisins hefur nú loks óskað eftir opinberri rannsókn málsins. Yfirstjórn heilbrigðismála í landinu hefur ekkert gert sem neytendur hafa orðið varir við. Eðlilegustu viðbrögðin hefðu einmitt verið að heilbrigðis- og tryggingaráðherra skipaði sjálfur rannsóknarnefnd og fyrirskipaði lögreglurannsókn, léti kanna hvern- ig hægt væri að koma í veg fyrir sýkingu af þessum toga og hvernig hægt væri að koma sjúklingunum til hjálpar. í landinu situr rikisstjórn, sem ekki hlaut traust í kosningum, en hún er engu að síður starfs- stjórn, sem á að sinna verkum af þessum toga. Hvar er heilbrigðisráðherrann? Gegnir enginn því embætti lengur? Helgarpóstinn vantar sölubörn í öll hverfi. Góð sölulaun Vinsamlega hringiö eda komiö og látið skrá ykkur. HELGARPOSTURINN SÍMI: 681511 ÁRMÚLA 36-2. HÆÐ A aðalfundi Álafoss á mánu- daginn var öll stjórn félagsins látin víkja. I stað hennar var skipuð sann- köiluð stjörnustjdrn. Hana skipa Sigurður Helgason eldri, stjórn- arformaður Flugleiða, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf., Gestur Jónsson, lögmaður og bú- stjóri í þrotabúi Hafskips, Garðar Ingvarsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, og Guðjón Hjart- arson, framkvæmdastjóri rann- sóknar- og þróunarsviðs Álafoss. Það á eftir að reyna á hvort þessi stjórn getur bjargað Álafossi frá gjaldþroti af eigin rammieik, eða með aðstoð Sambandsins. A.m.k. eru þarna saman komnir vænlegir stjórnarmenn í samrunafyrirtæki Álafoss og Iðnaðardeildar Sam- bandsins, sem verður með stærstu fyrirtækjum landsins. .. ppsláttur Tímans um að fiotinn væri skjálfandi af smygli vakti nokkra athygli í síðustu viku. Talnafróðir menn tóku sér vasa- tölvu í hönd og komust að því, að smygl áhafnar Álafoss næmi sem samsvaraði tæplega tveimur flösk- um í túr á þeim tæpu tveimur árum sem rannsóknin náði yfir. Það gerir tæplega helmings viðbót við skammtinn. Eftir að Rannsóknar- lögreglan, tollgæslan og ljósmynd- ari Tímans tóku á móti Eyrarfossi bíða menn í óþreyju eftir fréttum af því, hvort hið hásicalega met Álafoss hafi verið slegið. . . R ■ míó-tríóið góðkunna er síður en svo dautt úr öllum æðum. Eftir að hafa gert ,,come-back“ í Broad- way um árið og fylgt því eftir með plötu hafa þeir félagar verið stans- laust á ferðinni og nú hefur hljóm- plötuútgáfan Steinar ákveðið að gefa út plötu með tríóinu, þar sem þeir syngja gömul og góð íslensk al- þýðulög sem ekki hafa verið sett á plötur um langa hríð. Platan er væntanleg með haustinu... B laðaskrif um stóðhests- smyglið til Þýskalands hafa verið kölluð ,,rugl“ af mörgum hesta- mönnum. Segja þeir að stóðhestur- inn hafi verið skoðaður af dýra- lækni og með honum hafi fylgt pappírar þess eðlis að um væri að ræða stóðhest en ekki gelding. Dýralæknirinn hafi hins vegar haft í nógu öðru að snúast en lesa pappír- ana og að auki sé það venjan að hægt sé að treysta hestamönnum sem standa í útflutningi til að gefa réttar upplýsingar að fyrra bragði. Ástæða þess að útflytjandinn sagði ekki frá því að hér væri um stóðhest að ræða var sú að hann ætlaði að spara sér að greiða af honum 50.000 króna toll þar sem hann átti ekki fyrir tollinum á þessum tíma. Hestamennirnir segja því að þetta hafi alls ekki verið „smygl“ heldur hafi tímaskortur orðið til þess að hesturinn var ekki grand- skoðaður, enda sé þess ekki krafist... fi ^^^^ifurleg átök eru nú innan Sambands ungra sjálfstæðismanna vegna formannskjörs SUS, sem verður í ágústmánuði. Flokkadrætt- ir hafa verið með mönnum vegna málsins, en lengi þótti óljóst hvar Vilhjálmur Egilsson fráfarandi formaður myndi standa. Hann er nú sagður gefa sig upp á Sigurbjörn Magnússon þénara þingflokksins. Stjórn SUS er sögð standa með Sig- urbirni, sem m.a. hefur sent út kynningarbréf. Hinn aðalframbjóð- andinn er Árni Sigfússon borgar- fulltrúi, sem nýtur stuðnings Þórs Sigfússonar bróður síns (formanns Heimdallar) og ættarinnar allrar í flokknum (Johnsen-ættin úr Eyjum). Menn Sigurbjarnar telja sig sporna við ættarveldi í flokknum, en menn Árna telja sig einnig vera að sporna við ættarveldi (Sigur- björn er talinn vera hallur undir Engeyinga). Margir óttast að fyrst svo snemma er byrjað að berast á banaspjót muni þurfa málamiðl- unarmann. Heyrst hefur talað um eitthvern niðja Matthíasar Á. Mathiesen, en hann nýtur nú mik- illa vinsælda í flokknum eftir að hafa náð hvalnum frá þýskum. En þessa samsærissögu kunnum við ekki lengri. . . N ■ ý kaffistofa verður opnuð í miðbæ Reykjavíkur í júní. Það er Gerður í Flónni sem ætlar að ráð- stafa hluta af húseigninni Þing- holtsstræti 2 undir kaffistofurekst- ur og eru þegar hafnar framkvæmd- ir við breytingar á húsnæðinu. Það eru hjónin Guðrún Óskarsdóttir og Gunnar Gunnarsson sem munu reka kaffistofuna en þau hafa um nokkurra mánaða skeið rekið Bíslagið gegnt Óperunni. Kaffi- húsagestum mun þó ekki auðnast að horfa yfir borgina því útsýni er aðeins beint upp í himininn og hafa eigendur stofunnar pantað til lands- ins sérhannað glerþak. Þá er bara að vona að ekki rigni í allt sumar... i| ■ ú hefur Fjárfestingarfé- lag íslands tilkynnt, að það ætli að bjarga Húsnæðismálastofnun og leysa þann hnút sem nýja húsnæðis- lánakerfið er komið í. Þeir hafa boð- ið þeim sem hafa fengið lánsloforð frá stofnuninni að kaupa það af þeim. Fyrir ómakið reiknar Fjárfest- ingarfélagið sér um 16% ársvexti, umfram verðbólgu. Þetta hefur ekki mælst vel fyrir meðal keppinauta Fjárfestingarfélagsins. Ekki fyrir það að þeir sjái eftir hagnaðinum, heldur þykir það ansi svart, jafnvel á gráa markaðinum, að tæla launa- fólk út í það glapræði að ætla sér að standa undir 16% vöxtum. Sigurð- ur Guðmundsson hjá húsnæðis- stofnun hefur lýst því yfir að hann skilji ekki hvað Fjárfestingarfélagið er að fara með þessu. Eins og menn muna hótaði hann á sínum tíma að setja þá í straff sem seldu lánsloforð sín. Nú bíða menn eftir því hvort það taki Sigurð jafnlangan tíma að skilja Fjárfestingarfélagið og stofn- unina hans að afgreiða lánslof- orðin... LAUSN Á SKAKÞRAUT 53 Forsberg Lausnin er glettnisleg: 1 Kg6 glD+ 2 Bg5 mát 1 - glR 2 Bf4 mát 1 - Kgl 2 Be3 mát 54 Barda 1 Hb4 glD 2 Hb7+ Kg8 3 Hc8 mát Þessi þraut var óvenjulega auð- veld. Eini vandinn er að gæta þess að Hc6 verði ekki leppur þegar svartur hefur vakið upp drottn- ingu. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.