Helgarpósturinn - 28.05.1987, Síða 8

Helgarpósturinn - 28.05.1987, Síða 8
m * ii i w. eftir Gunnar Smára Egilsson GRÍÐARLEG ÞENSLA HEFUR ÁTT SÉR STAÐ í FJÁRMÖGNUNARLEIGU Á SKÖMMUM TÍMA. ENGIN LÖG ERU TIL UM ÞESSA VIÐSKIPTAHÆTTI. ÓGRYNNI AF SKATTA- LEGUM VANDAMÁLUM HAFA KOMIÐ UPP. RÍKISSKATTSTJÓRI MUN ÚRSKURÐA UM HVORT ÞÆR SKATTALEGU ÍVILNANIR SEM FJÁR- MÖGNUNARFYRIRTÆKIN AUGLÝSA FÁ STAÐIST. LÆKNAR HAFA FRAMIÐ SÖLUSKATTSSVIK VEGNA ÓNÓGRA UPPLÝSINGA FRÁ FJÁRMÖGNUNAR- FYRIRTÆKJUNUM. SPRENGING A PENINGA Pað er ekki nema rúmt ár síðan fjármögnunarleiga ruddi sér til rúms að nokkru marki í íslenskum fjármála- heimi. Þrátt fyrir skamman tíma stefnir nú í að erlendar skuldbindingar þeirra fyrirtœkja er stunda fjármögn- unarleigu nemi á þessu ári allt að 2,5 milljörðum króna. Sú upphœð jafngildir fimmtungi af útistandandi erlend- um skuldum alls bankakerfisins, sem það hefur stofnað til vegna endurlána hér heima. Pó alltstefni í að fjármögnunarleiga verði hér jafn um- fangsmikill þáttur af fjármagnsmarkaðinum og í ná- grannalöndum okkar hafa enn ekki verið samin lög um þessa starfsemi. Margt er enn óljóst um hvernig skattayf- irvöld muni meðhöndla þá samninga sem geröir eru á þessum markaði. Sá vafisem leikur á því hver hefur eign- arrétt á þeim tœkjum sem keypt eru með fjármögnunar- leigusamningum hefur líka skapað önnur vandamál. GRÍÐARLEGUR VÖXTUR í ræðu Jóhannesar Nordal á aðal- fundi Seðlabankans kom fram að á síðasta ári mætti rekja megnið af nýjum erlendum lánum til einkaað- ila umfram afborganir til rýmkaðra reglna um fjármögnunarleigu. Þrátt fyrir þetta umfang var aðeins eitt fyrirtæki af þeim fjórum sem nú eru á þessum markaði að fullu tekið til starfa á síðasta ári. Síðastliðinn mánudag sendi við- skiptaráðuneytið frá sér enn rýmk- aðar reglur um þessi viðskipti. Sam- kvæmt þeim er fjármögnunarfyrir- tækjum heimilt að taka að láni er- lendis allt kaupverð nær allra tækja og véla til atvinnurekstrar. Húsnæði er eina fjárfestingin sem stendur ut- an við þessar reglur. Það er enn óheimilt að fjármagna húsnæðis- byggingar með fjármögnunarleigu erlendis frá. Nú eru starfandi fjögur fyrirtæki á þessum markaði. Glitnir hf. í eigu 8 HELGARPÓSTURINN Idnadarbankans, Nevi a.s. og Sleipner Itd., tók t il starfa fyrir rúmu ári. Samkvæmt upplýsingum Glitn- ismanna hefur fyrirtækið nú gert fjármögnunarleigusamninga að upphæð tæplega 900 milljónir króna. Önnur fyrirtæki á markaðinum tóku síðar til starfa eða eru minni. Lýsing hf. er þó ekki langt undan Glitni, enda stórir aðilar að baki því fyrirtæki; Landsbankinn, Búnaöar- bankinn, Brunabótafélagid og Sjóvá. Féfang hf. tók yfir fjármögn- unarleigu Fjárfestingarfélags fs- lands í lok síðasta árs. Eftir að Versl- unarbankinn, Eimskip, Lífeyrissjód- ur verslunarmanna og Trygginga- miöstödin náðu meirihluta í Fjár- festingarfélaginu má búast við að nýtt líf færist í starfsemi þess. Fjórði aðilinn á markaðinum er svo Lind hf. í eigu Samvinnubankans, Sam- vinnusjóös íslands og Banque lndosuez. Það fyrirtæki hefur enn ekki að fullu tekið til starfa. (Sjá nán- ar um eignarhald og eignaskipti á íslenska fjármagnsmarkaðinum í greininni ,,BIG BANG“ hér á opn- unni.) FÁTT UM LÖG OG REGLUR Þessi fyrirtæki fjármagna starf- semi sína að langmestum hluta er- lendis frá. Þeim er ekki gert skylt að sækja sérstaklega um erlendar lán- tökur hjá langlánanefnd, eins og fyrirtækjum í atvinnurekstri er gert. Eins og áður sagði er gert ráð fyrir að erlendar skuldbindingar þessara fyrirtækja nemi um 2,5 milljörðum króna á þessu ári. „Því miður eru engin lög til um þessa starfsemi," sagði Þóröur Ólafsson, forstöðumaður bankaeft- irlits Seölabankans, þegar Helgar- pósturinn innti hann eftir möguleik- um hins opinbera til að fylgjast með þessari starfsemi. ,,í nágrannalönd- um okkar hafa verið sett sérstök lög um fjármögnunar- og kaupleigu, en MINNKANDI MIÐSTÝRING í RÆÐU JÓHANNESAR NORDAL Á ÁRSFUNDI SEÐLABANKANS KOM FRAM AÐ ÞAÐ ER STEFNA BANKANS AÐ AUKA HLUT FJÁRMÖGNUNARLEIGU Á FJÁRMAGNSMARK- AÐINUM. I ræöu Jóhannesar Nordal á árs- Síðar í sömu ræðu sagði Jóhann- enda sinna einna, en njóti ekki furidi Seðlabankans kom fram aö es: ábyrgðar ríkisins beint eða óbeint fjármögnunarleigu er œtlaö umtals- „Tillögur liggja nú fyrir um veru- varðandi lánsfjáröflun. vert hlutverk í framtíöinni. Þarkem- lega rýmkun á reglum um aðgang Af þessum orðum má sjá að það ur meöal annars fram aö fjármögn- fyrirtækja að erlendum lánum, þeg- er stefna Seðlabankans að auka þátt unarleiga á aö hluta til aö taéa yfir ar hvorki er um ríkisábyrgð né erlendrar lántöku fyrirtækja, beint hlutverk fjárfestingalánasjóöa. bankaábyrgð að ræða, enda felst í eða með milligöngu annarra en rík- Jóhannes sagði meðal annars: núgildandi reglum veruleg mismun- isins. „Er tilefni til þess að endurskoða un milli fyrirtækja og atvinnu- Við þetta má bæta, að í þessari bæði fjármögnun og starfsemi fjár- greina. Á hinn bóginn er ljóst, að ræðu mælti Jóhannes fyrir hækkun festingarlánasjóðanna með tilliti til skilyrði aukins frjálsræðis í þessu vaxta á ríkisskuldabréfum. Frá því þeirra breytinga, sem orðið hafa á efni, svo æskilegt sem það í sjálfu að vextir á þeim voru lækkaðir í lánsfjármarkaðtnum að undan- sér er, hlýtur að vera, að jafnframt ágúst á síðasta ári hafa þau varla förnu. Með auknu framboði á inn- sé dregið úr milligöngu ríkisins og hreyfst á markaðinum. Með vaxta- lendu lánsfé og rýmri reglum um ríkistryggðra fjárfestingarlánasjóða hækkuninni seldust þau aftur og lántökur fyrirtækja erlendis, þar og banka um lántökur erlendis. Ella ríkissjóður gæti brúað eitthvað af með talinni fjármögnunarleigu, ætti er hætt við, að afleiðingin verði enn halla sínum með innlendum iántök- þörf fyrir milligöngu fjárfestingar- aukin skuldasöfnun, sem gangá um. En við það þrengdist innlendur lánasjóða um útvegun lánsfjar mundi þvert á nauðsyn aukins að- lánamarkaður og fyrirtæki þyrftu í erlendis að fara minnkandi. Er jafn- haids um þróun eftirspurnar. Mark- auknum mæli að leita til útlanda eft- vel hætt við, að við þessar aðstæður miðin í þessum efnum ættu að vera ir lánum. Eins ög staðan er í dag eru beinist einkum til sjóðanna lánsfjár- skýr. Með auknu frjálsræði og mark- fjármögnunarleigufyrirtækin það eftirspurn fyrirtækja, sem ekki njóta aðsbúskap hljóta að fylgja kröfur fyrirbrigði er best hentar til þess. lánstrausts á almennum lánamark- um það, að fyrirtæki og fjármála- Þau hafa aðgang að uppsprettum aði." stofnanir séu rekin á Ábyrgð eig- erlends lánsfjármagns.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.